Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34  ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Mag
Opið bréf til
núsar K. Jónssonar
ÁGÆTI Magnús!
Skömmu fyrir nýafstaðnar for-
setakosningar skrifaðir þú grein í
Morgunblaðið og sendir mér þar
tóninn vegna framgöngu minnar
við skipti á þrotabúum Vöruhúss-
ins Magasíns sf. og ykkar feðga.
Mig langar af þessu^ tilefni, og
einnig vegna ummæla Ástþórs son-
ar þíns í sjónvarpsþætti á Stöð 2
að rifja upp örfá atriði þessa máls:
1. Þið feðgar óskuðuð sjálfir
eftir því að bú ykkar og fyrirtækis-
ins yrðu tekin til gjaldþrotaskipta
vegna þess að þið gátuð ekki stað-
ið í skilum við skuldheimtumenn
ykkar. Þegar þið settuð þessa
beiðni fram voruð þið búnir að
vera í greiðslustöðvun um nokk-
urra mánaða skeið, en viðleitni
ykkar og lögmanna ykkar hafði
ekki borið tilætlaðan árangur.
2. Þegar bú ykkar voru tekin
til gjaldþrotaskipta hafði Ástþór
þegar selt íbúð sína að Blöndu-
bakka 10 með aðstoð Eiríks Tóm-
assonar, hrl. Andvirðið gekk nán-
ast allt til að greiða veðskuldir sem
Opið
bréf til for-
sætisráðherra um
mgi að opin-
berum byggingum
aðge
KÆRI forsætisráð-
herra, nú get ég bara
ekki lengur orða bund-
ist. Það er eins og
núverandi ríkisstjórn
kappkosti að þrengja
sem mest að okkur
sem ekki uppfyllum
þau skilyrði að vera
„venjulegt     fólk",
hreyf- hamlaðir eða
fatlaðir á einhvern
hátt.
Hér hafa tveir ráð-
herrar farið fyrir, heil-
brigðis- og trygginga-
málaráðherra með
stöðugum skerðingum
á tryggingabótum hjá
þeim sem síst skyldi og umhverfis-
málaráðherra með valdníðslu og
orðhengilshætti í aðgengismálum.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra hafa verið gerð nokkur skil í
fjölmiðlum í vetur og ætla ég ekki
að leggja þar orð í belg að svo
komnu máli, en fjalla þess í stað
um aðgengismál.
í allan vetur hefur mál Hótels
Norðurlands þvælst í kerfmu og hjó
ráðherra á þá „slaufu" með því að
úrskurða að hótel væri ekki þjón-
ustumiðstöð heldur fjölbýlishús! Allt
til að sleppa við að setja lyftu í
húsið um leið og bætt væri við fjórðu
hæðinni, en samkvæmt bygginga-
reglugerð „skal taka tillit til hreyfi-
hamlaðra, m.a. með lyftubúnaði, séu
gerðar meiriháttar breytingar á
húsnæðinu".
Nóg þótti mér þessi skömm, þótt
sjálfur forsætisráðherrann tæki sig
ekki til og níddist á okkur líka.
„Jtyrst er til að taka forsetabústaðinn
nýja, sem er með þvílíkum ósköpum
að í fyrsta lagi eru tvær tröppur
við útidyr og síðan snúinn, þröngur
stigi upp á efri hæðina þar sem
svefnherbergin eru ráðgerð. Ég hélt
í einfeldni minni að forseta- bústað-
urinn væri opinber bygging og ætti
því, lögum samkvæmt, að vera að-
gengileg öllum landsmönnum, þegar
svo er talað um að verið sé að byggja
í stíl við eldri byggingar, lýsir það
aðeins lélegum arkitektum sem ekki
geta teiknað hús í hvaða stíl sem
er fyrir ALLA.
I Svo bítur hæstvirtur forsætisráð-
herra höfuðið af skömminni með því
að kaupa gersamlega óaðgengilegt
hús undir skrifstofu forseta íslands,
án þess að gera ráð fyrir verulegum
breytingum, enda hreint útilokað
að ætla að gera svo ómögulegt hús
aðgengilegt, hversu góður andi sem
er í húsinu eða hve það á merka
sögu.
Guðmundur
Magnússon
Já, það er hreint ótrú-
legt hvað það tekur
langan tíma að fram-
fylgja þessum tuttugu
ára gömlu lögum okkar
um aðgengi.
Þér og ríkisstjórn
þinni til upplýsingar
langar mig til að segja
ykkur frá því hvernig
Bandaríkjamenn tóku á
þessum málum hjá sér.
Þeir settu lög um að-
gegni opinberra bygg-
inga, bæði í ríkis eigu
sem einkaeign, 1982 og
gáfu mönnum frest til
tíu ára. Hver einasta
verslun, þjónustufyrir-
tæki eða opinber bygging, sem ekki
var aðgengileg 1992, mátti búast
við ákæru og refsingu ef ekki var
úr bætt og eru Bandaríki Norður-
Ameríku nú til fyrirmyndar í að-
gengismálum.
Er ekki tímabært að
f ara eftir lögum um
aðgengi. Guðmundur
M agnússon skorar á
forsætisráðherra að
íhuga þessi mál.
Við, aftur á móti, höfum sáralítið
þokast í áttina þessi tuttugu ár, en
það litla sem áunnist hafði er nú
kæft af ráðamönnum þjóðarinnar
og þykir mér það sárt til að vita
að forsætisráðherra skuli ganga þar
á undan með svo slæmu fordæmi.
Ég skora nú á hæstvirtan forsæt-
isráðherra að taka þessi mál til al-
varlegrar íhugunar og trúi ég ekki
öðru en að svo skynsamur maður
sjái að ekki má við svo búið standa
og finni annað hús fyrir skrifstofu
forseta. Auk þess gæti hann kannað
hvort umhverfismálaráðherra geti
ekki endurskoðað afstöðu sína í
hótelmálinu um leið og hann gerir
ráðuneyti sitt aðgengilegt, eins og
hann lofaði á þingi í vetur.
Gaman væri að fá svör við þessum
hugleiðingum og því hvort ekki sé
orðið tímabært að fara eftir lögum
um aðgengi, því ef ríkisstjórninni
þykir sjálfsagt að brjóta þessi lög,
því þá ekki öll önnur?
Virðingarfyllst, með bestu kveðj-
Höfundur er leikari.
Mér finnst sjálfum að
ég eigi það inni hjá þér,
segir Ragnar Halldór
Hall, að þú biðjir mig
afsökunar á umfjöllun
þinni um störf mín í
þessari blaðagrein.
hvíldu á íbúðinni og kom því ekk-
ert út úr þeirri sölu inn í þrota-
búið. Það er því beinlínis rangt sem
Ástþór sagði í umræddum sjón-
varpsþætti að hann hafi átt skuld-
lausa íbúð sem runnið hafi inn í
þrotabúið. Hann hlýtur að hafa
misminnt þetta.
3. Mér kom verulega á óvart
frásögn þín í blaðagreininni um
að ég hafi hafnað tilboði í eignir
VM, „með fasteignatryggðum
greiðslum". Þetta er líka mis-
minni. Hið rétta er að þegar þið
báðuð um gjaldþrotaskiptin á sín-
um tíma lögðuð þið fram tilboð í
ýmsar eignir, sem sett höfðu verið
fram við lögmann ykkar en hann
ekki treyst sér til að samþykkja.
Eitt  þessara  tilboða
var frá tveimur mönn-
um, sem gerðu tilboð
í tilteknar eignir en
áttu sjálfir enga pen-
inga til að borga þær
með. í tilboði þeirra
var ekki boðið upp á
neinar tryggingar fyr-
ir greiðslum, en ýmis
skilyrði sett af hálfu
tilboðsgjafanna,   t.d.
var áskilið að eigandi
húsnæðisins sem fyrir-
tækið var starfrækt í
samþykkti yfirtöku til-
boðsgjafanna á húsa-
leigusamningnum.
Það kom mjög fljótt í
ljós að ekki var hægt að fá það
samþykki.
Ég ræddi á sínum tíma við þessa
tilboðsgjafa og innti þá eftir hvort
þeir gætu sett einhverjar trygging-
ar fyrir greiðslum, ef gengið yrði
til samninga við þá. Þeir voru sjálf-
ir eignalausir og gátu ekki boðið
upp á „fasteignatryggðar greiðsl-
ur", en munnlega settu þeir fram
þann möguleika að þeir mundu
geta fengið uppáskrift fasteignar-
eiganda á víxlana. Sá fasteignar-
eigandi var móðir annars þessara
manna og fasteignin var tveggja
herbergja íbúð í verkamannabú-
staðakerfinu í Hafnarfirði. Ég hélt
sérstakan fund með fulltrúum
stærstu kröfuhafanna til að taka
afstöðu til þessa tilboðs og þar var
ákveðið að taka því ekki. Ég tel
að sú ákvörðun hafi reynst vera
þrotabúinu hagkvæm. Hvorugur
þessara  manna  hefur  reynst
Ragnar
Halldór Hall
trausts verður í fjár-
málum.
4. Annar þessara
tveggja manna keypti
síðar af þrotabúinu lit-
ils háttar verðmæti,
sem hann að hluta til
greiddi með yfirtöku á
húsaleigusamningi og
að öðru leyti með víxl-
um, þar sem móðir
hans, fasteignareig-
andinn, var útgefandi.
Ekkert fékkst greitt
af víxlunum. Þegar
látið var reyna á fast-
eignatrygginguna
reyndist búið einungis
geta fengið örlítinn
hluta krafnanna með því að láta
selja íbúðina nauðungarsölu. Þar
sem svo litlir hagsmunir reyndust
vera í því fólgnir að selja ofan af
konunni var horfið frá því og þessi
krafa þrotabúsins afskrifuð. Þann-
ig reyndist nú sú fasteignatrygg-
ing.
5. Þú gerir í blaðagrein þinni
mikið úr því að ég hafi rekið heim
vinnukraftinn hjá fyrirtækinu og
látið selja allar þessar góðu vörur
á uppboðum. í þessu sambandi vek
ég athygli þína á eftirfarandi atrið-
um:
• VM var búið að vera í greiðslu-
stöðvun í alllangan tíma og búið
að selja allt það besta af vörum
þess. I skýrslu lögmanns ykkar til
skiptaréttarins, sem fylgdi með
beiðninni um gjaldþrotaskiptin,
kom fram að mjög lítill árangur
hefði verið af rekstrinum allan
greiðslustöðvunartímann og hann
ISLENSKT MAL
Brynjólfur Brynjólfsson á
Akureyri sættir sig ekki við að
illa sé farið með móðurmálið.
Honum er annt um að fjölbreyti-
leiki þess fái notið sín og að
menn temji sér vöndun og þrifn-
að í meðferð þess. Hann sendir
mér svofellt bréf sem ég hef
þegið með þökkum:
„Notkun orða án umhugs-
unar.
Ég hefi á tilfinningunni að
sögnin að labba sé að útrýma
sögninni að ganga. Hún er mjög
yfirþyrmandi í daglegri mál-
notkun hjá fólki. Fjölmiðlafólk
notar hana töluvert. Útvarps-
maður fór á Laugaveginn að
taka tali kaupmenn vegna grip-
deilda í verslunum. Hann leitað-
ist við að gera útsendinguna
myndræna og lýsti því hvernig
hann labbaði um vettvanginn og
hvernig viðmælendur hans komu
labbandi til viðtals við hann.
Ýmislegt er að ske hjá fólki
en fátt að gerast. ísfiskur er
geymdur í kerum nú til dags en
þegar ég var að alast upp þá
hefði hann verið geymdur í kerj-
um. Getur verið að forfeður okk-
ar hafi ekki átt sér neinar am-
bögur í sínu máli eða er búið
að gera þær ósýnilegar með því
að taka þær í gildi sem gott og
rétt mál?"
Umsjónarmaður tekur undir
orð B.B. um sðgnina að labba.
Hún er ofnotuð. Að vísu gat
Hannes Hafstein sagt í gaman-
vísum:
Ég labbaði inn á Laugaveg um daginn,
Þess verður líka að gæta að
blæmunur er á sögnunum að
ganga og labba. Hin síðar-
nefnda er óvirðulegri. Varla
væri við hæfi að segja að þing-
menn og forseti hafí labbað í
Dómkirkjuna fyrir þingsetningu.
Svo skulum við rifja upp fáeinar
aðrar sagnir í sömu eða svipaðri
merkingu og ganga og labba,
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
856. þáttur
t.d.  fara,  röita,  arka  og
skunda.
Þó að bréf Brynjólfs Brynj-
ólfssonar sé stutt gefur það efni
til ýmiss konar hugleiðinga, en
hér verður um sinn aðeins staldr-
að við eitt atriði. Bréfritara mis-
líkar orðmyndin kerum (þgf.
flt. af ker). Hann vill segja og
skrifa kerjum og er honum
nokkur vorkunn. Um þetta
vandamál hefur umsjónarmaður
fjallað nokkrum sinnum áður og
reynir hann því nú að stytta mál
sitt.
Nokkur hvorugkynsorð ríma
við ker. Algengust þeirra munu
vera gler, ber og sker. Og nú
ber vanda að höndum. í fornu
máli voru ker og gler í þeim
beygingaflokki sem nefnist
hreinir a-stofnar, en hin tvö í
lundirflokknum ja-stofnar. Þetta
merkir á mannamáli að þágufall
og eignarfall fleirtölu af ker var
kérum og kera. Þar sem orðið
gler er oftast efnisheiti kemur
það lítt fyrir í nefndum föllum.
Af sker og ber er þágufall
og eignarfall flt. öðruvísi sem
best sést á samsetningum eins
og skerjagarður og berja-
tínsla. Þá steyta menn á skerj-
um og lifa á berjum.
I fornu lagamáli er hins vegar
skrifað kerum og svo virðist í
vísu eftir Hallfreð vandræða-
skáld að ef. flt. hafi verið kera.
Þágufallið er greinilegt í Guð-
rúnarhvöt, 7. vísu:
Hlæjandi Guðrún
hvarf til skemmu,
kumbl konunga
úr kerum valdi,
síðar brynjur,
og sonum færði,
hlóðust móðgir
á marga bógu.
Niðurstaða er þá sú að ekki
skuli amast við orðmyndinni
kerutn, hún er úr sígildu máli
okkar. Hitt er svo annað mál,
að orð breyta oft um beygingu,
svona í líkingu við önnur orð,
og kallast það á fínu máli áhrifs-
breyting. Það er ósköp eðlilegt
að menn vilji segja „kerjum" í
líkingu við glerjum og skerjum.
En umsjónarmaður er hér fast-
heldinn á hið gamla.
í vísunni hérna á undan er
mara eignarf. flt. af marr=
hestur. Það orð er nú orðið sjald-
gæft, en Grímur Thomsen mundi
eftir því í Skúlaskeiði:
en - þótt miðlað væri mörum engu,
móðurinn þó og kraftar voru nógir.
Hestarnir í Skúlaskeiði voru
þá móðugir, eins og Sörli og
Hamdir í Guðrúnarhvöt. Það
var móður í þeim.
Þótt karlkynsorðið mar(r) sé
lítt notað er afleidda orðið meri
þeim mun algengara. Það er
reyndar merr í nefnifalli í forn-
öld og þar höfum við viðurkennt
áhrifsbreytinguna frá þolfalli og
þágufalli í nefnifallinu.
•
Vilfríður vestan kvað:
Heilagur Hermann af Nolli
hrasaði í brennivínspolli
og lagðist með konum,
ja, líkt var það honum,
enda laungetinn fyrrmeir í solli.
•
„Hornsteinn íslenskrar menn-
ingar sem sjálfstæðrar, að-
greindrar heildar í hafsjó alþjóð-
legs umróts er málið, íslensk
tunga. Af því leiðir að ef íslensk
menning á að lifa, þroskast og
þróast með eðlilegum hætti,
verður tungan og málið líka að
vera lifandi, þroskast og þróast."
(Tíminn, ritstjórnargrein 22.
júní 1996).
Auk þess má kalla þakkarvert
að frambjóðendur eru enn fram-
bjóðendur, en ekki „framboðs-
aðilar".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60