Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Óšinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Óšinn

						Ó Ð I N N
77
Stefán Baldvin Stefánson.
hreppstjóri og alþingismaður.
Hann andaðist 24. maí fyrra ár, að heimili
Þóru dóttur sinnar á Hjalteyri. Var á heimleið
frá Akureyri, er lungnabólga greip hann þeim
heljar tökum, að hann komst ekki heim til sín
að Fagraskógi.
Stefán var fæddur að Kviabekk í Ólafsfirði þ.
29. júní 1863. Foreldrar hans voru þau síra
Stefán Árnason, er
þá var þar prest-
ur, og síðari kona
hans Guðrún Jóns-
dóltir frá Brúna-
stöðum í FJjótum,
en hún var áður
gift Baldvin Magn-
ússyni frá Siglu-
nesi.
Árið 1871 flutt-
ist hann með for-
eldrum sínum að
Hálsi i Fnjóska-
dal, og ólst þar
upp, þar til haust-
ið 1882, að hann
fór á Möðruvalla-
skólann; en sökum þess að piltar gerðu sam-
tök um að koma ekki í skólann árið eftir, vegna
óánægju við bóndann a Möðruvöllum út af
fæðissölunni, þá var hann þar ekki nema 1 vetur.
Árið 1883 fór Stefán á búnaðarskólann á Eið-
um, og útskrifaðist þaðan vorið 1885.
Árið 1890 giftist hann eftirlifandi konu sinni,
Bagnheiði dóttur sira Daviðs prófasts og danne-
brogsmanns Guðmundssonar á Hofi í Hörgár-
dal, og Sigríðar Ólafsdóttur Briem, og byrjaði
þá strax búskap í Fagraskógi, er hann hafði þá
keypt, og bjó þar alt af síðan mesta rausnarbúi
til dauðadags. Hann var framúrskarandi dugn-
aðar- og atorku-maður, og ber F'agriskógur vel
vitni þess; hann sljettaði svo að segja alt túnið,
stækkaði það einnig mikið og girti, svo að nú gef-
ur það 3—4 sinnum meiri töðu af sjer en þeg-
ar hann byrjaði búskap þar.
Það er gamalt orðtak, að húsbóndinn geri
garðinn  frægan,  og svo var það hjer.  En hvar
Stefán Baldvin Stefánsson.
sem maður sjer prýðisheimili, á konan óefað
mikinn þátt í því, og sannast það í Fagraskógi.
Húsmóðirin þar er ágætiskona, og hefur verið
manni sínum samhent í öllu því, er gerði heim-
ili þeirra að sæmdarheimili; enda taldi Stefán
sál. það sitt mesta gæfuspor, þegar hann fjekk
Bngnheiðar fyiir konu. Hann reyndist henni líka
ágætur eiginmaður, og börnum sínum besti faðir,
og kostaði miklu til uppeldis þeirra og menn-
ingar. Og þó að Fagriskógur sje í þjóðbraut, og
heimilið nafntogað fyrir gestrisni við alla undan-
tekningarlaust,  þá  bjó  Stefán  altaf  við  góð
efni. Öll fram-
koma húsráðend-
anna var svo á-
kjósanleg, að allir
vildu koma að
Fagraskógi.
Þau hjón eign-
uðust 7 börn, sem
öll eru á lifi. Elst
er Þóra, gift Árna
Jónssyni útvegs-
bónda á Hjalteyri,
Sigríður, heima í
Fagraskógi hjá
móður sinni, Guð-
rún, Davíð skáld
og bókavörður á
Akureyri, Stefán
cand. jur. bóndi í Fagraskógi, Valgarður, á skrif-
stofu Eimskipafjel. íslands, Valdimar, nú i öðr-
um bekk gagnfræðaskólans á Akureyri. Öll mjög
vel gefin og mannvænleg börn.
Svo mátti heita að Stefán sál. væri sístarfandi
fyrir aðra, því fjöldamargir komu heim til hans
með vandamál sín, og fengu þá góð ráð og
hjálp eftir því sem við átti og hægt var, og
fjöldamörg opinber störf hafði hann á hendi um
æfina. Þingmaður var hann 1901—1902 og svo
aftur 1905, og altaf siðan til haustsins 1923. —
Að hann fjell við þær kosningar má fremur
telja tilviljun eina, því honum voru greidd fleiri
atkvæði en keppinaut hans, en hin svokölluðu
ógildu atkvæði voru honum dæmd svo mörg,
að hann fjell þess vegna.
Hann var vinsæll þingmaður, og hjeraðsbúar
hans vissu að þeir máttu vel treysta á góðan
framgang þeirra mála, er hann tók að sjer að
flyfja  á  alþingi, og  var  það  mjög á orði haft,
Ragnheiður Davíðsdóttir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94