Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 9
4- FIM MTUDAGu R47MA'I1995 X Framlag ríkisins til íslensku þjóökirkjunnar hefur tvöfaldast á rúmum áratug og í ár fær hún tvo milljarða króna í sinn hlut úr sameiginlegum sjóöi landsmanna. Einstaka sóknir fá tugi milljóna til frjálsrar ráöstöfunar en gagnrýni er innan kirkjunnar á meöferð þeirra fjármuna. Hver einstaklingur greiöir kirkjunni 4,5 milljónir króna yfir ævina og útlit er fyrir aö sú upphæö fari hækkandi vegna hugmynda um aukin umsvif og niðurfellingu þjónustugjalda Tekjur kirkjunnar Tekjur kirkjunnar hafa rúm- lega tvöfaldast að raungildi frá árinu 1984 til dagsins í dag. Mestu hækkanirnar áttu sér stað árin 1986 og 1988 þegar sóknar- gjaldið var tengt við útsvarshlut- fallið og staðgreiðsla skatta tek- in upp. TVEIR MIUJARDAR A ÞESSU ARI Kirkjan fær tekjur sínar að mestu leyti gegnum ríkið og skiptast þær í þrjá meginliði. Þessir liðir eru í fyrsta lagi bein framlög af fjárlögum, sem fara að mestu til greiðslu launa presta og í yfirstjórn kirkjunnar. I öðru lagi sér ríkið um að innheimta sóknar- og kirkjugarðsgjöld af meðlimum þjóðkirkjunnar og í þriðja lagi fær kirkjan hlut í svo- kölluðu markaðsgjaldi. Þessir þrír liðir færa kirkjunni eftirfar- andi upphæðir til ráðstöfunar á þessu ári: Af fjárlögunum 450,7 milljónir króna, í sóknar- og kirkjugarðs- gjald 1.429,7 milljónir króna og 48 milljóna króna hlut í markaðs- gjaldi. Samtals eru þetta 1.928 milljónir króna eða tæpir tveir milljarðar á einu ári. En auk þessara tekna hefur kirkjan tekjur af áheitum, frjáls- um framlögum, leigu af jörðum og prestssetrum og af innistæð- um. Ástæða er til að ætla að þessir liðir og ýmsir aðrir, eins og til dæmis skipulagð- ar safnanir í byggingasjóði, fleyti eyðslufé kirkjunnar á árinu sem er að líða vel inn á þriðja milljarðinn. Prestar hafa síðan drjúg- ar tekjur af gjöldum sem al- menningur greiðir vegna sérstakrar þjónustu þeirra. í heild er þessi upphæð um fimmtíu milljónir króna. Prestar vilja að þessi þjón- ustugjöld verði framvegis felld niður og kostnaðurinn greiddur þeim úr sameigin- legum sjóðum landsmanna. Nú þegar greiða kirkju- garðasjóðirnir prestþjón- ustu vegna útfara. Að auki segjast prestar þurfa að sækja leiðréttingu vegna kostnaðar sem þeir hafa af embættum sínum. Þetta tvennt mun væntan- lega auka framlög til kirkju- mála. Annað sem auka mun heildarútgjöldin eru áætlan- ir um fjölgun prestsemb- ætta. Séra Örn Bárður Jónsson: „Tekjur kirkjunnar eru vægast sagt miklar." til að bæta stöðu fámennari sókna og fá þær framlag úr svo- kölluðum Jöfnunarsjóði sókna til viðbótar hinum venjubundnu sóknargjöldum. Af þessum tekjum þurfa sóknir ekki að greiða laun presta, þau eru greidd af fjárlögum ríkisins. Sóknir njóta síðan ýmissa fríð- inda af hálfu sveitarfélaga og spara þannig kostnað. Nefna má að sveitarfélagi er skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og fella niður af þeim gatnagerðar- gjöld. Að auki leggja sveitarfélög til ókeypis lóðir undir prestsset- ur. þykir orka tvímælis að söfnuðir byggja stór hús yfir starfsemi sína og leigja síðan út hluta þeirra í langtímaleigu, til dæmis undir bókasöfn. GAGIURÝIUISRADDIR MEÐAL PRESTA „Óhætt er að segja að niður- stöðurnar hafi vakið athygli og undrun. Tekjur kirkjunnar eru vægast sagt miklar," segir sr. Örn Bárður Jónsson í greinargerð með könnun er gerð var á ársreikn- ingum safnaða. Ekki virðist Örn Bárður ánægður með ráðstöfun fjárins því hann segir síðar: „Þess er vænst að könnunin hafi áhrif á ráðstöfun fjármuna í framtíðinni þannig að starf og köllun kirkjunnar hafi forgang umfram annað sem minna máli skiptir." PÓSTURINN hefur fyrir því heimildir að það sem hafi vakið mesta undrun kirkjunnar manna hafi verið rýr hlutur beinnar hefðbundinnar kirkjulegrar starfsemi í gjaldalið safnaðanna og að sama skapi fjáraustur í rekstur, tónlist, alls kyns aðra starfsemi, umgjörð og yfirbygg- ingu alla. Margir innan kirkjunn- ar hafa þó í samtölum við PÓST- INN lýst sig ósammála gagnrýni Seljasóknar, sagði að sóknar- gjöldin rynnu til uppbyggingar og almenns safnaðarstarfs. Hann vildi ekki sundurgreina einstaka liði og vísaði á Bisk- upsstofu um frekari upplýsing- ar. Guðríður Eiríksdóttir, formaður Akureyrarsóknar, sagði að mik- ill kostnaður væri samfara við- haldi á kirkjunni. Einnig hefði bygging safnaðarheimilis verið útgjaldafrek, en að nú væru menn að sjá fram úr því. Þrátt fyrir mikinn kostnað samfara byggingunum sagði Guðríður að ávallt væri reynt að gæta þess að það bitnaði ekki á hinu um- fangsmikla starfi safnaðarins. Þráinn Þorvarðsson, starfandi for- maður sóknarnefndar Bústaða- kirkju, sagði að ýmislegt hefði breyst í starfi kirkjunnar frá því sem áður var, til dæmis það að nú væri farið að greiða starfs- mönnum laun fyrir störf er áður voru unnin í sjálfboðavinnu. Jónína Guðmundsdóttir, sókn- arnefndarformaður í Keflavík, sagðist vera þeirrar skoðunar að málefni Keflavíkurkirkju ættu ekki erindi út fyrir sóknina og að helst vildi hún að þögn ríkti um þau þetta árið. Jónína segir kirkjuna vel stæða, enda hafi Milljarðs aukning Framlög til kirkjumála 1984-1995 Hlutur Háskólasjóðs dreginn frá sóknargjöldum. Allar tölur eru framreiknaðar miðað við framfærsluvísitölu apríls 1995. Um er að ræða framlög affjárlögum, sóknar- og kirkjugarðsgjald. Fyrir árin 1994 og 1995 er IMil kifkiunné í gawMM msMnn, TUGIR MILUOIUA TIL EIIUSTAKRA SOKIUA Stórar sóknir með marga safn- aðarmeðlimi fá tugmilljónir króna á ári hverju í sinn hlut af sóknargjöldum, sem þær geta ráðstafað að vild. Nessókn í Reykjavík fær mest, rúmar 30 milljónir króna. Sóknirnar eru ekki framtal- skyldar til skatts, þurfa ekki að skila rekstrar- og efnahagsreikn- ingi til Ríkisendurskoðunar og allur hagnaður þeirra er skatt- frjáls. Þær raddir hafa því heyrst að óeðlilegt sé að sóknirnar stundi ýmsa þjónustustarfsemi í sam- keppni við einkaaðila, eins og til Arnar Bárðar og eru honum jafn- vel gramir fyrir þessar yfirlýsing- ar. KIRKJUIUIUAR MEIUIU VISA HVER A AIUIUAIU Blaðið leitaði til nokkurra sóknarnefndarformanna til þess að fá að kynna sér ársreikninga sókna og skýringar á útgjöldum. {^HlM^átoargjald^-.e,T.jj,QteðÆ^^TOij,Msguu5amls9muáAl.&„M-^,.EíjðEÍik. Algx4o.(jeT5s.fiij^íQœ!aáHJ^ byggingamál verið í biðstöðu lengi en nú er bygging safnaðar- heimilis í aðsigi. Hún segir að ársreikningar kirkjunnar hafi verið sendir til Biskupsstofu og vísar á hana varðandi frekari upplýsingar. PÓSTURINN hafði samband við Biskupsstofu, sem alfarið vísar til baka á sóknirnar varðandi FJORAR OG HALF MILUOIU A MAIUIU Sóknar- og kirkjugarðsgjöld eru samtals 7.273 kr. á hvern einasta íslending, 16 ára og eldri, árlega. Nærri öll upphæð- in rennur til kirkjumála nema 1,4 prósenta hlutur þeirra sem nú eru utan trúfélaga. Það fé rennur til Háskólasjóðs. Þessu til viðbótar fær kirkjan 2.525 kr. á mann af fjárlögum ríkisins. Samtals fær kirkjan því 9.798 kr. á mann, 16 ára og eldri. Einstaklingur sem nær 80 ára aldri, greiðir því á þennan hátt 627.927 kr. yfir ævina til kirkju- mála. Ef viðkomandi myndi hins vegar leggja sitt árlega framlag, 9.798 krónur skilvíslega ár hvert inn á bankabók, sem bæri 5 pró- senta vexti, sem hljómar hóf- lega, má segja að þessi maður leggi yfir ævina 4.465.909 kr. til kirkjunnar. Til viðmiðunar má einnig nefna að ef framlög til kirkjunn- ar hefðu haldist óbreytt að raungildi frá árinu 1984 þar til nú gæti íslenska þjóðin verið búin að kaupa sér átta björgun- arþyrlur af fullkominni gerð síð- an þá og keypt sér eina á ári héðan í frá fyrir mismuninn á framlaginu þá og í dag. Þrátt fyrir þessi miklu framlög ríkisins til kirkjumála er kirkju- sóknin mjög dræm. Vikulega eru haldnar messur í flestum sóknum en mætingin er ekki góð. Af nýjustu gögnum sem fáanleg eru varðandi kirkju- sókn íslendinga, má ráða að 4,5 prósent þjóðarinnar að meðal- tali sæki kirkju í viku hverri. Það má því halda því fram að hvert skipað sæti kosti skattborgar- ana vikulega 3.125 kr. PRESTLAUIUASJÓDUR GUFAR UPP Prestar, biskup og nokkrir aðrir starfsmenn þjóð- kirkjunnar fá laun sín greidd úr ríkissjóði. Þess- ar tilteknu launagreiðslur námu 330 milljónum króna árið 1993. Þrátt fyrir þetta segir Þorbjörn Hlynur Árnason biskupsritari, í samtali við blaðið, að hann líti ekki svo á að prestar þiggi laun úr ríkis- sjóði. Þorbjörn segir að samningur hefði verið gerður árið 1907 milli kirkj- unnar og ríkisins sem fól í sér að ríkið yfirtók margar af jörðum kirkjunnar og skyldi í staðinn ábyrgjast launagreiðslur til þeirra með stofnun sérstaks prestlaunasjóðs. Sá sjóð- ur hafi brunnið upp í verð- bólgu fyrristríðsáranna. Hins vegar hafi ríkið enn þann dag í dag leigutekjur af þessum jörðum. í þenn- an sama streng tók Geir Waage, formaður Prestafé- lags Islands. Þeir Þorbjörn og Geir líta semsagt báðir þannig á málið að ríkið eigi kirkjunni skuld að gjalda eftir að hafa klúðrað málunum fyrir átta áratugum síðan. Þorbjörn Hlynur sagði að sú hækkun sem orðið hefur á heildarframlögunum síðan 1984 hafi verið aðkallandi því staðan í mörgum sóknum hafi verið mjög slæm. -GAR J 9 SÓKNAR- GJÖLD 1995 TIL EIN- STAKRAAF STÆRRI SÖFNUÐUM Bústaðasókn 22.000.000 kr. Grafarvogssókn 24.500.000 - Árbæjarsókn 24.000.000 - Seljasókn 25.500.000 - Hjallasókn, Kóp. 17.500.000- Grensássókn 20.000.000 - Langholtssókn 16.000.000 - Ássókn 13.000.000 - Háteigssókn 26.000.000 - Nessókn 30.000.000 - Hafnarfjarðarsókn 28.000.000 - Akureyrarsókn 28.500.000- Glerársókn 17.500.000 - Selfosssókn 12.500.000- Keflavíkursókn 23.000.000 - ísafjarðarsókn 9.000.000 -

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.