Morgunblaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 35 Hver tónlistarmaður hefur sinn takt. Sumir liggja framarlega í bít- inu, aðrir eru kannski misstaðsettir eftir dög- um og svo eru þeir sem „sitja“ vel og eru stabílastir, þeir sem hinir geta alltaf treyst á. Vinur minn Rafn Ragnar Jónsson var þannig tónlist- armaður. Hann var frumkvöðull á sínum langa og farsæla tónlistarferli og var upphafsmaður og drifkraftur í mörgum þeirra hljómsveita sem mest kvað að á landinu á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar. Rabbi gerði meira en drífa menn áfram, hann breytti mönnum. Með jákvæðni og æðruleysi sínu fékk hann menn til að sjá hluti í öðru ljósi en áður og með trommuleik sínum gerði hann menn að betri músíkönt- um en þeir voru fyrir. Ég minnist oft samtals sem við Rabbi áttum eftir vel heppnaðan Grafíkur-konsert. Rabbi hafði „setið“ sérlega vel og bandið hafði eftir því spilað betur. Við vorum að gamni okkar að reyna að skilja og skilgreina og þá kom Rabbi með sína upplifun sem hann reyndi að færa í RAFN RAGNAR JÓNSSON ✝ Rafn RagnarJónsson tónlist- armaður fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 8. desem- ber 1954. Hann lést á heimili sínu í Hafnar- firði 27. júní síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Ísa- fjarðarkirkju 8. júlí. orð. Hann sagðist oft skynja swingið eins og teina í hjólgjörð sem fer hraðar og hraðar. Á ákveðnu augnabliki er eins og teinarnir nái jafnvægi og byrji að snúast hægt í gagn- stæða átt. Þetta birtist honum þegar bandið náði vel saman og allir voru að spila í sömu sveiflu. Og það átti ég eftir að reyna oft í okk- ar samstarfi. Hafði reyndar upplifað þessa einstæðu tilfinningu nokkrum sinnum þegar hljómsveitin var einhuga en ekki áður séð fyrir mér þessa dásamlega jákvæðu mynd sem Rabbi dró þarna upp. Mér fannst stundum að spila með Rabba vera eins og að sitja afslappaður í rándýru og afar þægilegu leðursófa- setti, aldrei rekið á eftir manni en öll- um haldið mjög ákveðið við verkefn- ið. Það fer enginn ósnortinn frá slíkum unaði. Nú hefur Rabbi fengið hvíld frá þeim erfiða sjúkdómi sem hann glímdi við. Eftir situr minningin um brosmildan og jákvæðan dreng. Göf- uga sál sem auðgaði alla þá sem voru svo lánsamir að kynnast honum. Ég votta þér Dedda og ykkur öll- um, fjölskyldu Rafns Ragnars Jóns- sonar, mína dýpstu samúð um leið og ég þakka af einlægni þau forréttindi að hafa kynnst ykkur og átt ykkur að vinum öll þessi ár. Hjörtur Howser. Með því að minnast Láru Ingu Lárusdóttur í örfáum skrifuðum orðum geri ég undan- tekningu, þar sem minningagreinaskrif hafa mér virst fánýt. Ekkert samhengi virðist vera milli þess hvern mann sá eða sú hin fram- liðna hefur haft að geyma í raun og þess hvort mikið, lítið eða ekkert er um skrifað í blöð af utanaðkomandi fólki. Ekki voru kynni mín af Láru Ingu ýkja mikil. Hún var nágrannakona og frá árinu 1966 var hún ásamt eig- inmanni sínum skráð eigandi hússins við Bergstaðastrætið í Reykjavík, sem er samliggjandi við fjöleignar- húsið, sem ég hef átt hlutdeild í frá árinu 1971. Var ég mest erlendis til ársins 1980, lengst af í stórborg, þar sem ekki er mikið um afskipti af ná- grönnum. En takmörkuð samskipti mín við Láru Ingu voru þó eftir- minnileg, sérstaklega vegna hins já- kvæða stuðnings sem hún ein af öll- um þáverandi nágrönnum hafði hugrekki til að veita mér, þegar ég lenti í erfiðum vandamálum í fjöl- eignarhúsinu hjá mér á árabilinu ’84 til ’99 um það bil. Sum af þeim þrem atvikum, sem ég minnist að hún hafi komið að í þessum deilum snertu hana að vísu óbeint sjálfa, en hún hefði þó vel get- að leitt þau hjá sér ef henni hefði sýnst svo. Finnst mér því sanngjarnt að segja frá því hve þakkarverð mér þóttu og einnig vænt um þessi viðvik Láru Ingu þó ekki hafi öll komið að tilætluðu gagni. En viljinn til að koma nágranna í nauðvörn til að- stoðar og staðföst afstaða hennar á móti tillits- og virðingarleysi sem LÁRA INGA LÁRUSDÓTTIR ✝ Lára Inga Lárus-dóttir fæddist á Gilsá í Breiðdal 16. febrúar 1924. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 7. júlí. henni sjálfri og öðrum var sýnt kom vel í ljós við þessi atvik og bar þess merki að hún hafi haft til að bera réttlæt- iskennd og það mikið bein í nefinu sem al- mennilegum mann- eskjum sæmir. Fyrir svo sem einu og hálfu ári mætti ég Láru Ingu síðast, þar sem hún gekk Berg- staðastrætið í átt að Landspítala. Þegar ég í dag sá grilla í blómum prýdda líkkistu hennar í gegnum svalarimla, varð mér til þess hugsað að lífið er hver líðandi stund og áður en nokkurn varir fer hver og einn í sínar síðustu göngu- ferðir um strætin. Líney Skúladóttir. Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum, sterkum hlyni: hún lokaði augum hugarhrein með hvarm mót sólar skini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel, í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það hlýja, holla þel, sem hverfur ekki úr minning. Hún unni list í máli og mynd, sú mennt var hennar stjarna; þar heyrði hún tala tæra lind á tungu engilbarna. Ef blað hún tók og batt sín orð, var blærinn hreinn og fagur; en hógvær sat hún hússins borð, því hátt skein æðri dagur. Allt metur rétt hin mikla náð um manna hug og vilja; eitt hjartans orð um eilífð skráð á orku, er himnar skilja. Nú les hún herrans hulin ráð um hlut og örlög þjóða, þar sést í lífsbók sérhver dáð hins sanna, fagra og góða. (E. Ben.) Elsku Lára mín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Megi góður guð varðveita þig. Ásrún. ✝ Árni Ólafssonfæddist á Breiða- bólstað í Miðdölum 4. sept. 1932. Hann lést 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Árnason frá Hólmi í Austur-Land- eyjum, f. 20. ágúst 1892, d. 28. okt. 1975, og Sigríður Ög- mundsdóttir frá Fjós- um í Búðardal. Hún lést 35 ára að aldri. Ætt hennar var frá Dalasýslu og frá Skagaströnd (Ytra- Hóli). Fósturforeldrar Árna voru Ólafía Jónsdóttir, f. 27. júlí 1903, d. 20. des. 1988, og Gestur Jós- efsson, f. 22. maí 1898, d. 11. des. 1983. Árni var tekinn í fóstur af þeim hjónum undir tveggja ára aldri, en þau bjuggu þá á Fremri- Hrafnabjörgum á móti Magnúsi bróður Gests og Halldóru móður þeirra. Um fermingu Árna fluttist fjölskyldan á næsta bæ, Hlíð. Tví- burabróðir Árna var Snorri, d. 25. maí 1982 tæplega fimmtugur að aldri. Þeir bræður ólust ekki upp saman. Snorri var klæðskeri í S.Ó. búð- inni við Laugalæk. Hann var kvæntur Ólöfu Óladóttur, f. 8. okt. 1929. Hinn 26.júní 1959 kvæntist Árni Ernu R. Sigurgrímsdótt- ur, f. 29. júní 1938 í Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru Val- gerður Bjarnadóttir, f. 3. ágúst 1914, d. 8. mars 1993, og Sigur- grímur Grímsson verkstjóri, f. 22. júlí 1912, d. 16. ágúst 1992. Sonur þeirra er Sigurgrímur Ingi Árna- son, f. 22. feb. 1965. Árni var bóndi þar til hann brá búi og fluttist til Reykjavíkur árið 1975 og gerðist starfsmaður í ÍSAL. Fyrirtækið Kerfóðrun ehf. var stofnað af Árna og nokkrum samstarfsmönnum hjá ÍSAL þeg- ar breytingar urðu hjá Álfélaginu. Hafa þeir síðan unnið að kerfóðr- un fyrir ALCOA í Straumsvík. Útförin fór fram í kyrrþey 7. júlí. Eins og við vitum þá fæðumst við öll með feigðaról um hálsinn því að dauðinn er það sem bíður og enginn getur umflúið. En það sem við vit- um sem treystum á guðlega forsjá og eilíft líf er að þegar sálin hverfur úr líkamanum þá lifir hún þótt lík- aminn deyi. Okkar bíður allra eilíft líf í faðmi Föðurins í guðlegum krafti í samfélagi engla. Einn dagur líður í senn og andartakið getur breyst í eilífðinni á svipstundu. Þau höfðu rétt nýlega átt 45 ára brúðkaupsafmæli, hjónakornin Erna og Árni. Það var einmitt tveimur dögum síðar sem hann glaður í bragði lýsti ánægju sinni við sinn elskulega lífsförunaut með hversu vel hefði tekist til með veisl- una á sunnudeginum. Allt hefði gengið svo vel og hversu gaman hann hefði haft af gestakomunni þennan dag rétt eins og forðum á því herrans ári 1959 þegar hann gaf sér tíma frá bústörfum rétt sem snöggvast og snaraðist suður til Reykjavíkur. Tveimur dögum seinna fóru þau nýgift með nánast allt sem þurfti til heimilishalds og meira að segja nýja dráttarvél og útvarp sem unga frúin hafði önglað saman fyrir. Þó svo að brúðkaups- ferðinni hafi verið frestað til betri tíma þá er það vissulega myndræn tilhugsun að þau hafi snarast upp á dráttarvélina og hossast alla leið ung og ástfangin, hann við stýrið og hún í fangi hans á íslenskum þjóð- vegi til móts við ævintýri lífsins sem beið þeirra í Hörðudalnum. Árni fæddist á Breiðabólstað í Miðdölum. Eftir að móðir þeirra bræðra lést þegar þeir Snorri tví- burabróðir hans voru aðeins 11 mánaða fékk hvor um sig nýtt heimili og fósturforeldra. Fremri- Hrafnabjörg urðu æskuheimili Árna þar til fjölskyldan fluttist að Hlíð í Hörðudal þegar hann var um fermingu. Hinir ábúendurnir á Fremri-Hrafnabjörgum voru Magnús bróðir Gests og Ólafía Hjartardóttir kona hans. Mjög kært var með Árna og Magnúsi og Halldóru móður Magnúsar og Gests sem reyndist honum alltaf sem besta amma. Magnús og Ólafía lifa í hárri elli á Skjóli í Reykjavík. Árni var ólatur til vinnu, var ið- inn og samviskusamur, ósérhlífinn, velviljaður og góðhjartaður en þó nokkuð fastur fyrir. Hann var einn- ig barngóður, dýravinur og með af- brigðum skepnuglöggur. Enda tóku þau Erna í fóstur mörg börn og ungmenni sem hændust að þeim eins og reyndar dýrin gerðu líka. Það má til gamans geta um heim- alning sem fylgdi þeim hvert fótmál og þurfti ekki annað en að heyra rödd Ernu í fjarska, þá var þotið af stað, þó svo að það hafi aðeins einu sinni gerst að ákafinn hafi verið svo mikill að ferðinni var heitið rakleið- is inn í eldhús til fóstru. Heimaln- ingurinn leit í raun á Ernu sem sína ,,raunverulegu“ móður sem gaf honum pelann og hann fór í göngu- túra með ,,pabba“, gekk á túnið með beljunum og hafði á þeim stundum göngulag eins og kýrnar. Var svo alinn á ýmsu góðgæti, s.s. kremkexi og kringlum. Börnin á bænum gaukuðu jafnvel súkkulaði að heimalningnum á nammidögum. Því taldi Árni það ekkert eftir sér að fylgja blessuðu dýrinu í slátur- hús og lét sér vel líka að standa aft- an á vagninum sem flutti skepn- urnar til slátrunar alla leið í Borgarnes, en til að róa dýrið var hann einmitt með kremkex og kringlur í poka og gaukaði því að lambinu á leiðinni. Þessi saga lýsir Árna vel. Árni hafði alla tíð mikið yndi af hestum og kunni á þeim skil. Hann þekkti úr langri fjarlægð hvaðan og undan hvaða hrossum hver kom þótt hann hefði aldrei séð hestinn áður. Hann bað meira að segja Ernu, deginum fyrir andlát sitt, hvort hún myndi ekki keyra með sig á hestamannamótið á Hellu því hann taldi sig vera nógu hressan til að treysta sér. Vitandi af ástríki hans og áhuga var það ferð sem hún hefði farið með mikilli gleði. Lífið gekk sinn vanagang og þau hjónin tóku bylgjum og boðaföllum lífsins með stóískri ró. En eftir að þau hættu búskap og fluttu á möl- ina 1975 og Árni réðst til starfa hjá ÍSAL, þá gafst þeim tími til að ferðast og fóru margar eftirminni- legar ferðir út fyrir landsteinana. Þó svo að áhuginn á ferðalögum hafi nú ef til vill verið meiri hjá Ernu, hlakkaði Árna jafnan til að fara með henni og var að planleggja hvað gera skyldi í næstu ferð sem reyndar verður ekki á dagskrá því að ferðin í eilífðina reyndist sú næsta hjá vini mínum Árna. En hver veit nema að ,,ljósir lokkar, lít- ill kjóll og stuttir sokkar, hittist fyr- ir hinum megin,“ eins og skáldið orti, þá ,,geta þau í gleði sinni geng- ið suður Laufásveginn“. Þau Erna og Árni hittust fyrst þegar hún var aðeins 10 ára og hann 16, þegar Bjarni bróðir Ernu fékk vist í sveit í Hlíð, en meiri not voru fyrir stelpuna í Reykjavík við að passa Imbu litlu systur sem dvaldi síðar um tíma í Hlíð vegna veikinda móður þeirra. Fram að brúðkaupi laumuðust þau í bíó þeg- ar Árni var í borginni og pósturinn hafði oftar en ekki umslög í poka- horninu sem ýmsir á heimili Ernu þóttust bera kennsl á en létu kyrrt liggja. En þó að ævintýri þeirra verði ekki lengra í bili er ég þess fullviss um að um fagnaðarfundi verði að ræða á nýjan leik þegar þar að kemur. Við vitum það sem höfum elskað að þeir sem um tíma hverfa frá okkur fara aldrei í raun og veru. Því þeir lifa í huga okkar og hjarta og eru í anda nálægir okkur og umvefja okkur kærleika sínum og auðvelda okkur að lifa í jarðvistinni án þeirra. Það er þessi vissa og vitund annars vegar um hollustu náinna sem nær út yfir gröf og dauða og svo hins vegar vit- undin um að okkar allra bíður eilíft líf í náðarfaðmi Drottins. Ég vil að lokum senda ástvinum Árna sem eiga um sárt að binda á þessum erfiðu tímum, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Stirðnuð er fífilsins brosmilda brá og brostinn er lífsins strengur. Helkaldan grætur hjartað ná því horfinn er góður drengur. Farinn ert á friðarströnd frjáls af lífsins þrautum. Styrkir Drottins helga hönd hal á ljóssins brautum. Englar bjartir lýsi leið lúnum ferðalangi. Hefst nú eilíft æviskeið ofar sólargangi. (Jóna Rúna Kvaran) Blessuð sé minning Árna Ólafs- sonar. Jóhanna B. Magnúsdóttir. ÁRNI ÓLAFSSON Elsku Veiga. Mig langar að kveðja þig með nokkr- um orðum, þakka þér og sonum þínum fyrir árin sem ég dvaldi hjá þér. Þau SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR ✝ Sigurveig Jóns-dóttir fæddist í Fossgerði á Beru- fjarðarströnd 3. október 1912. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. maí síðastliðinn og var útför Sigurveigar gerð frá Bústaða- kirkju 3. júní. voru mér lærdómsrík; þú kenndir mér svo margt. Þú kenndir mér bænirnar, þú kenndir mér að vinna, baka og öll almenn heimilisstörf; vera góð við dýrin og dugleg í skólanum. Allt þetta á ég þér og þínum að þakka. Þú varst metn- aðarfull, vildir að ég lærði sem mest. Þú kenndir mér ýmsa handavinnu og leyfðir mér að spreyta mig á ýmsu sjálf. Þú varst fljót að sjá að ég hafði mikinn áhuga á verkfærum og fékk ég þau lánuð að vild. Þú hlóst mikið að borðinu sem ég smíðaði átta ára. Ég var ekki ánægð með það því það vaggaði svo mikið, en þér fannst þetta stórkostlegt hjá mér. Þú kenndir mér að brosa gegnum tárin enda sjálf búin að ganga gegnum mikla sorg og erfiðleika. Ég man að þegar ég missti Smára bróður sagðir þú að Guð hefði gert hann að engli sem væri alltaf hjá mér við rúmið og hlustaði á bænir mínar. Ég kveð þig með bæninni sem við fórum með saman á hverju kvöldi: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Edda Svavarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.