Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1984næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 1
80 SIÐUR STOFNAÐ 1913 121. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Danska þingiö samþykkir refsiaðgerðir gegn Siiður-Afríku: „Skaðar aðeins hagsmuni Danau — segir Uffe Elleman-Jensen utanríkisráðherra Kaupmannahöfn, 28. maí. AP. DANSKA þingið samþvkkti í dag með naumum meirihluta, 85 atkvæðum gegn 75, að fela ríkisstjórninni að fylgja eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslegar refsiaðgerðir gagnvart Suður-Afríku. í samþykklinni felst m.a. að dönskum skipum er óheimilt að flytja olíu til Suður-Afríku og sala á danskri olíu þangað með öðrum hætti er óleyfileg. I'á mega danskir ríkisborgarar ekki fjárfesta í Suður-Afríku og fyrirtæki í Danmörku, sem flutt hafa inn kol þaðan, verða að að gera yfirvöldum grein fyrir því árlega hvernig þeim miðar í því að binda enda á viðskiptin. Danska ríkisstjórnin, svo og sam- tök skipaeigenda, skipasmiða og nokkur verkalýðsfélög, lýsti sig and- víga samþykktinni. Talsmaður rík- isstjórnarinnar sagði að hún gæti ieitt til þess að mörg þúsund Danir misstu atvinnuna. Uffe Ellemann-Jensen, utanrík- isráðherra Danmerkur, sagði að rík- Ólympíu- nefndin á fund Chernenkos Ijusanne, Sviss, 28. maí. AP. FORYSTUMENN Aiþjóða ólympíunefndarinnar fara til Moskvu á miðvikudag og hyggjast leggja þar fram nýjar tillögur fyrir Konstantin Chernenko, forseta Sovétríkjanna, sem miða að þvf að fá Sovétmenn til hætta viö ákvörð- un sína um að mæta ekki á Ólympíuleikana í Los Angeles. Ekki hefur verið greint frá því hvað felst í þessum tillögum. Formaður sendinefndarinnar, sem fer til Moskvu, er Spánverj- inn Juan Antonio Samaranch, en hann er forseti Alþjóða ólympíu- nefndarinnar. Sovétríkin og tólf fylgiríki þeirra hafa tilkynnt að þau muni ekki taka þátt í ólympíuleikun- um í Bandaríkjunum þar sem Bandaríkjamenn hafi brotið reglur ólympíunefndarinnar og geti ekki ábyrgst öryggi sovéskra íþróttamanna. Þá hafa borist fregnir um að Afríkuþjóðir kunni að draga sig út úr leikunum til að mótmæla því að íþróttamenn frá Suður-Afríku keppi í ólympíuliði Breta í Los Angeles. isstjórnin væri andsnúin aðskilnað- arstefnu stjórnvalda í Suður- Afrfku, en samþykkt þingsins hefði engin áhrif á hana og skaðaði aðeins danska hagsmuni. Samtök skipaeigenda sendu frá sér viðvörun áður en tillagan var samþykkt á þinginu og bentu á að ógerlegt kynni að verða að leigja dönsk skip ef lög í landinu bönnuðu leigutökum tiltekna notkun þeirra. Samtök málmiðnaðarmanna segja að samþykkt þingsins sé ein- feldnisleg og út í hött að Danir hrindi efnahagslegum refsiaðgerð- um gagnvart Suður-Afríku í fram- kvæmd þegar ekki sé einu sinni víst að önnur Norðuriönd fari að dæmi þeirra. / %jj. „----- ‘* ; *. -sgK. * - V • 4M1* ,A ■ ■ »■ *? • v- > m' í*- '**’ ^****** . - >-.-»■ ; ^ ***** -' *r. .' Mfc ' Herþota hrapaði í íbúðarhverfi m Sfmamynd AP. HOLLENSK herþota af gerðinni F-16 hrapaði í íbúðarhverfi í borginni Linz í Vestur-Þýska- landi í gær. Tveir létu lífið og níu slösuðust. Samkvæmt lýsingu sjónarvotta hafði þotan flogið óeðlilega lágt yfir borginni um hríð þegar annar vængur hennar rakst á þriggja hæða íbúðarhús. Eldsneytisgeymur þotunnar kastað- ist þá til jarðar og við það kviknaði eldur í húsinu. Þotan skall síðan til jarðar á litlu torgi skammt frá, sem er aðeins í 100 metra fjarlægð frá sjúkrahúsi. Flugmaðurinn lést samstundis svo og kona sem varð undir þotunni. Hinir slös- uðu hlutu meiðsl sín af völdum eldsins og við það að brak þeyttist í allar áttir. Margar bif- reiðir urðu fyrir skemmdum og rúður brotnuðu í nærliggjandi húsum, þ.á m. sjúkrahúsinu. Engar skýringar hafa fengist á háttalagi flug- mannsins, en rannsókn er nú hafin. íranir vara araba við íhlutun við Persaflóa Kagdad, Nikósíu, Manama, 28. maí. AP. Khamcnei, forseti írans, varaði Arabaríkin við Persaflóa við því í kvöld að hafa afskipti af styrjöld ír- ana og fraka og sagði að ef þau sinntu þeirri ábendingu ekki yrðu þau „að taka afleiðingunum" eins og hann orðaði það. Samkvæmt frétt IRNA, hinnar opinberu fréttastofu írana, sagði forsetinn að íranir væntu ekki hjálpar frá neinum nema guði og þeir vildu að Arabaríkin væru hlutlaus í styrjöldinni. Forsetinn sagði að íranir ættu ekki sök á aukinni spennu við Persaflóa og þeir væru ekki upp- hafsmenn árása á olíuflutninga- skip þar. Búist er við því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til fundar á morgun, þriðjudag, til að ræða kæru sex Arabaríkja við Persaflóa á hendur írönum fyrir árásir á tvö olíuskip frá Kuwait og eitt frá Saudi-Arabíu fyrr í þess- um mánuði. Sáttanefnd, sem Samtök mú- hameðsríkja hafa komið á fót til að miðla málum í deilu írana og fraka, kemur saman til fundar í Jidda í Saudi-Arabíu 9. júní. Markmiðið er að reyna að leiða deilu þjóðanna til lykta, og þótt það takist ekki eru vonir bundnar við að ríkin fallist á friðaráætlun sem bindi enda á árásirnar á olíu- skip í Persaflóa. Siglingar olíuskipa um flóann eru nú í lágmarki og liggja á sjötta tug skipa við festar fyrir utan austurströnd Sameinuðu arabísku furstadæmanna og bíða fyrirmæla útgerðarfyrirtækja sinna. Yfirburðasigur flokks Mubaraks Kairó, 28. maí. AP. TALNINGU atkvæða í þingkosningunum, sem fram fóru í Egyptalandi á sunnudag, er ekki lokið, en úrslit eru kunn í 18 af 48 kjördæmum landsins og benda þau til þess að stjórnarflokkur Hosni Mubaraks forseta, Þjóðlegi lýðræðisflokkurinn, vinni yfirburðasigur og fái drjúgan meirihluta þingsæta í sinn hlut. Stjórnarandstæðingar hafa lýst yfir mikilli óánægju með fram- kvæmd kosninganna og segja að settum reglum hafi ekki alls stað- ar verið fylgt og dæmi séu um bein kosningasvik. Þeir staðhæfa jafn- framt að stjórnarflokkurinn beri ábyrgð á ofbeldisverkum sem unn- in voru í kringum kosningarnar. Einn frambjóðenda stjórnar- andstæðinga, kona sem var í framboði fyrir flokk sósialista, var skotin til bana á kjörstað í suður- hluta Egyptalands þar sem hún hafði lent í orðasennu út af tilhög- un kosninganna. Samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið fær Þjóðlegi lýð- ræðisflokkurinn 71 prósent at- kvæða, Nýi WAFD-flokkurinn, sem er mið- og hægriflokkur, 16 prósent og Verkamannaflokkur sósíalista fær um 6 prósent. Til að fá mann kjörinn á þing þarf flokk- ur að fá að minnsta kosti 8 pró- sent atkvæða. Þingkosningarnar á sunnudag eru hinar fyrstu í Egyptalandi frá því Mubarak tók við forsetaemb- ætti árið 1981 og litið er á þær sem þýðingarmikla prófraun fyrir völd hans. Stjórnarblaðið A1 Gomhuria segir að kosningarnar marki upp- haf Mubarak-tímabils í Egypta- landi. Símamynd AP. HOSNI Mubarak, forseti Egypta- lands, greiðir atkvæói í þingkosning- um í landinu á sunnudag. Tóbaksreykur skaðar börn Washington, 28. maí, Washington Post Service. Landlæknir Bandaríkjanna, C. Everett Koop, segir í nýrri skýrslu um „heilbrigði og tóbaksreyk- ingar“, að æ fleiri rannsóknir renni stoðum undir þá kenningu að tóbaksreykur geti einnig vald- ið þeim sem ekki reykja heilsu- tjóni. Á fundi með blaðamönnum, þar sem skýrslan var kynnt, sagði Koop að rannsóknir bentu til þess að meiri líkur væru á því að börn reykingamanna fengju öndunarfærasjúkdóma, s.s. hálsbólgu og lungnabólgu,en börn þeirra sem ekki reykja. Landlæknir hvatti foreldra sem reykja að hafa þetta í huga og reyna að venja sig af tób- aksreykingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 121. tölublað og Íþróttablað (29.05.1984)
https://timarit.is/issue/119672

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

121. tölublað og Íþróttablað (29.05.1984)

Aðgerðir: