Tíminn - 24.12.1955, Page 15

Tíminn - 24.12.1955, Page 15
JélLABLAÐ TÍMANS 1955 15 GUÐtVliyNDUR JÓNSSON: Sjö hundruð og þrettán Þórhallur Hafliðason, ríkasti bóndi sveitarinnar, bjó á eignar- jörð sinni Grund, er talin var með beztu jörðum sýslunnar. Jörðina hafði hann fengið í arf eftir for- eldra sína ásamt stóru búi og ýms- um öðrum eignum. Auk þess hafði hann eignazt ríkt kvonfang, svo að honum var ekki þakkandi, þótt hann væri sterkefnaður. Þórhallur var hreppstjóri, en ekki gegndi hann öðrum opinber- um störfum, og eiginlega hafði hann fengið hreppstjórastöðuna í arf eins og auðinn, því að bæði fað- ir hans og afi höfðu verið hrepp- stjórar. Þótt Þórhallur gegndi ekki öðrum opinberum störfum en hreppstjórninni, var það ekki fyrir það, að hann helzt vildi vera laus við siikt. Nei, síður en svo. Allir, sem þekktu hann, vissu, aö honum mundi ekkert vera kærara en að taka að sér opinber störf, ef hann ætti kost á því. Þegar hann fór til Reykjavíkur, sem ekki kom svo sjaldan fyrir, sagði hann frá því, þegar hann kom heim, að hinir og þessir þjóðkunnir menn i höfuð- staðnum, sem hann nafngreindi, hefðu verið að spyrja sig um það, hvort hann yrði ekki í kjöri við næstu albingiskosningar. En eng- inn vissi til, að nokkur maður hefði spurt hann um það heima í sýsl- unni eða óskað eftir, að hann yrði það. Annars báru menn yfirleitt tals- verða viröingu fyrir Þórhalli, en hvort það hefur verið maöurinn sjálfur eða auðurinn, er erfitt að segja, þvi oft hefir þaö verið þann- ig, að fleiri dyr hafa staðið opnar fyrir auðugum manni en efnalitl- um og það þótt hinn efnalitli hafi verið gæddur fleiri hæfileikum og mannkostum. Þórhallur var höfðingi heim að sækja. Öllum gestum, sem að garði bar, var veitt höfðinglega á Grund, á því sviði gerði Þórhallur sér eng- an mannamun, en ekki tókst hon- urn að ávinna sér traust né hylli almennings, hvað sem valdið hefir. Þórhallur átti eina dóttur, Mar- gréti að nafni, og var hún einka- barn hans. Ennfremur átti hann fósturson, sem hét Aðalsteinn, mesta efnispilt, og öllum, sem hann þekktu, duldist ekki, aö hann var fæddur bóndi, enda hafði Þórhall- ur ákveðið, að'hann yrði eftirmað- ur sinn á Grund, og ekki gat hon- um komið til hugar, að það yrði nokkrum erfiðleikum bundið fyrir hann að ná sér í konu, sem væri honum samboðin og hinni virðu- legu húsfreyjustöðu á Grund. Nei —- Þórhallur hafði engar áhyggjur af Aðalsteini, en öðru máli var að gegna með Margréti. Margrét var komin á þann ald- ur, að sá tími var óðum að nálg- ast, að almennt mundi verða farið að tala um það í sveitinni, að hún mundi ekki giftast. Margrét var komin yfir miöbik þriðja tugsins, og þegar heimasætur eru komnar á þann aldur, fara umhyggjusamir feður að fá áhyggjur og gera stundum áberandi tilraunir til að ná í tengdasyni — oft of áberandi, svo að slíkar tilraunir, sem í lang- flestum tilfellum engan árangur bera, verða þeim til vansæmdar. Þannig hafði fariö fyrir Þórhalli. Fyrir tveimur árum höfðu orð- ið sýslumannsskipti í sýslunni. Nýi sýslumaðurinn var ungur og ó- kvæntur. Þórhallur var ekki lengi að átta sig á því, að hann væri til- valinn tengdasonur og byrjaði taf- arlaust að reyna að koma þeim Margréti saman. Nú vildi svo til, að stuttu eftir sýslumannsskiptin fóru fram al- þingiskosningar. Nýi sýslumaður- inn var í kjöri fyrir kjörtíæmi sýslu sinnar og náði kosningu með mikl- um meirihluta atkvæða. En sagt var, að Þórhallur hefði orðið all- mörgum krónum fátækari við kosn- ingabaráttu sýslumanns. Einnig var sagt, að það hefði ekki liöið á löngu fyrr en hann hefði farið að sjá eftir krónunum, því sýslumað- ur gifti sig stuttu eftir kosning- arnar, myndarlegri en fátækri skrifstofustúlku. Skömmu eftir brúðkaupið spurði einhver gárungi Þórhall að því, hvernig honum lit- ist á sýslumannsfrúna. Þórhallur svaraði: „Failegar eru í henni tennurnar og gullfallegt er á henni hárið, en það væri hægt að telja mér trú um, að hún hefði keypt hvort tveggja í Reykjavík.“ Þessi ummæli Þórhalls bárust til eyrna sýslumanns. Eins og nærri má geta var hann ekki vinveittur Þórhalli eftir það, og mun það ekki hafa bætt fyrir honum í baráttunni til vegs og valda. II. Næsti bær við Grund heitir Hóls- vallakot, en sjaldan er það nefnt annaö en Kot, og átti það vel við, því að kotið var ólundar-kot, enda höfðu ábúendur þar frá ómúnatið verið hver öðrum fátækari og loks hafði kotið farið í eyði. Fyrir nokkrum árum var ungur maður, Björn að nafni, kaupamað- ur eitt sumar á Grund. Veturinn áður hafði hann verið á Búnaðar- skólanum á Hvanneyri og fór þang- að aítur um haustið til að ljúka námi. Björn var myndarlegur, kurteis og prúður í framkomu. Sagt var, að heimasætur sveitarinnar hefðu litið til hans hýrum vonaraugum án árangurs og mæðurnar dreymt fagra drauma, sem aðeins urðu til þess að auka áhyggjur þeirra fyr- ir framtíð dætranna. Björn hafði ekki verið lengi á Grund, þegar Þórhallur fór að hafa orð á því, að hann væri framúr- skarandi við alla vinnu. En jafn- framt lét hann í ljós, að hann hefði ekki mikið álit á honum, og ekki óx álit hans á Birni, þegar hann komst að því, að Björn notaði flest- ar frístundir sínar til þess að ganga fram og aftur um landareignina í Koti og grafa þar djúpar holur í tún, engi og úthaga. Ef Björn hefði sagt Þórhalli, aö sig langaði til að fara á búnaðarháskóla erlendis að afloknu námi á Hvanneyri og Þór- hallur hefði verið orðinn sannfærð- ur um það, að þeim Birni og Mar- gréti væri farið að lítast vel hvort á annaö, þá hefði Björn ábyggilega orðið í miklu áliti hjá honum og ekki hefði Björn þurft að stríða við fjárliagslega erfiðleika, ef þannig hefði verið ástatt. Og Þór- hall liefði farið að hlakka til þess að lesa það í blöðunum, að dóttir hans og landbúnaöarkandídatinn hefðu opinberað trúlofun sína, og hann hefði séð Björn í anda sem ráðunaut, alþingismann, ef til vill ráðherra, og sjálían sig í mörgum nefndum, flestum þeirra sem for- mann. Eiginlega var Þórhalli ekki lá- andi, þótt hann hefði ekki mikið álit á Birni. Það hefðu vafalaust verið jleiri en hann, ef þeir hefðu veriö í hans sporum, sem mundu hafa álitiö það skynsamlegra af Guðmundur Jónsson. Birni að nota frístundir sínar til að reyna að koma sér í mjúkinn hjá heimasætunni í staðinn fyrir aö rangla eins og hálfviti um landar- eignina í Koti og grafa þar holur, sem höfðu þær afleiðingar, að allir, sem fréttu það, hlóu að því, þó mest þeir, sem sjálfir vissu, að þeir voru mjög skynsamir. En enginn tók eftir því, að bak við opinn glugga á efri hæð íbúð- arhússins á Grund stóö Margrét alltaf, þegar Björn var í Koti, og athugaöi, hvaö hann væri að gera. Frá glugganum sást yfir alla land- areignina í Koti. Þar af leiðandi sá Margrét greinilega, hvað Björn hafðist þar að. En hvers vegna var hún að forvitnast upi það? Þá spurningu lagði hún hvað eftir annað fyrir sjálfa sig, en hún gat ekki svaraö henni. Þrátt fyrir það, að hún vissi ósköp vel, að henni væri alveg sama um, hvað hann tæki sér fyrir hendur, kom það heldur ekkert við. Hún ásetti sér því að hætta þessari heimsku, þvl náttúrlega var það heimskulegt af henni að vera að njósna um ferðir Björns. Afskaplega heimskulegt, það viðurkenndi hún. Svo eitt kvöld, stuttu eftir að hún hafði tekið þessa ákvörðun, varð hún þess vör, að Björn var lagöur af stað í Kot. Hún ákvað strax að líta ekki út um gluggann, og til að' tryggja það, að hún tæki ekki aðra ákvörðun, hengdi hún þykkt teppi fyrir hann. En allt í einu tók hún eftir því, að hún var búin að henda teppinu á gólfið og horfði á Björn, sem stóð á hlaðinu í Koti. Hann var vafalaust að virða fyrir sér hið fagra útsýni. Það er fallegt í Koti, það ber öllum saman um, sem þar hafa komið. Þó var hún sannfærð um, að engum hefði þótt þar jafn fallegt og henni, sérstaklega á sumarkvöldum, þegar geislar kvöld- sólarinnar féllu á tún og engjar. En þótt henni þætti fallegt heima við bæinn, þótti henni samt enn fallegra við litla lækjarfossinn uppi í hlíðinni. Eftir örstutta stund varð henni litið þangað, og sá, að hann var kominn upp að íossinum og setztur niður á sama stað, sem hún hafði setið áður og dreymt drauma, sem hún sagði ekki nein- um; hún átti þá líka enn. Hún fleygði sér á legubekkinn, sem hún svaf á um nætur, og fór að gráta.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.