Tíminn - 24.12.1955, Page 21

Tíminn - 24.12.1955, Page 21
ÍÓLABLAÐ TÍMANS 1955 21 I Myndir og frásögn Vínarborg mm rauss, sem stendur í aðal skemmtigarði t lómum og trjálundum. Þrátt fyrir kalda stríðið virtist þeim koma mjög vel saman og fyr- ir utan lögreglustöðina stóðu þeir í smáhópum og ræddust við. Rúss- arnir kunnu slangur í ensku og Englendingarnir og Ameríkanarnir eitt og eitt orö. í frönsku og rússn- esku, og svo voru Frakkarnir, meö • sínar alkunnu handahreyfingar, sem í mörgum tilfellum gera orð óþörf. Þegar þeir voru beðnir að stilla sér upp til myndatöku, var ekkert sjálfsagðara. Nú eru öll her- námsliðin á brott úr borginni með allt sitt hafurtask og lögreglulið, því að i dag er Vínarborg frjáls. Ár- ið, sem er að líða, hefir fært þjóð- a®' inni friðarsamninga og fólkinu þar með full yfirráð landsins. Hinir fánum skreyttu bílar herlögregl- unnar eru horfnir af götunum og stórhýsin í hjarta borgarinnar, sem í langan tíma voru aðalstöðvar her- námsliðanna, verða nú aftur notuð í þágu fólksins, sem hér býr, og víst eru hér allir ánægðir með að losna að lokum við sitt „ástand“. icr Skammt héðan er Vínaróperan, sem nú er nýlega búið að opna við mikla viðhöfn. í sumar stóð við- gerðin enn yfir og vinnupallar iðn- aöarmanna og listamanna fylltu aðalsalinn. Það var mikil tilhlökk- un vegna væntanlegrar opnunar óperunnar og stolt yfir frægð hennar að fornu og nýju. Vínarbú- ar hafa löngum verið taldir söng- elskir og léttlyndir og víst er létt yfir fólkinu, sem á kvöldin gengur á „Hringnum“, miðdepli skemmt- analífsins í borginni. Vínarstúlkan hefir orðið mörgu skáldinu yrkis- efni og í dag ber hún með sér hinn hressandi andblæ hins nýja tíma, framtak uppbyggingarinnar, og hún er frjálsleg og alúöleg, en brosir dálítið íbyggin, þegar hún verður þess allt í einu vör, að það er einhver að stelast til að taka af henni mynd, í miðri hringiðu um- ferðarinnar. Minnismerki valsakóngsins, Jó- hamrs Strauss, stóð í aðallystigarði borgarinnar í dásamlega fögru um- hverfi. Hér var ótrúlegasta sam- ansafn skrautblóma og runna, en hljómsveitarpallar, skrauthýsi og tjarnir á víð og dreif, og innan um allt þetta gengu páfuglar með sín- um meðfædda virðuleik, en þeim var sýnilega ekkert um fólkið gef- ið, sem stóð og horfði á þá. Þetta var nú einu sinni þeirra garður og hvaö var þá allt þetta fólk að gera hér með þessa skrítnu, litlu kassa, sem þaö bar upp að andlitinu ann- smellur, síðan rólaði það burtu, kannske að einhverju minnismerk- inu, þar sem unga stúlkan stillti sér upp og brosti, en ungi maður- inn stóð álengdar, bar litla kass- ann upp að andlitinu og aftur heyrðist lítill smellur. Já, hver botnaði í þessu mann- fólki? ir minnismefki urni tiina, sem, féílu í ■gina í lok síöari rjaldar. Flestir ferðamenn, sem til Vínar koma, leggja leið sína upp til Grin- zig, en sá staður er uppi á fjalli, sem gnæfir yfir borgina. Leiðin upp liggur um skógi vaxnar hlíðar og víðast sést ekkert út úr bílnum, en á stöku stað grisjar gegn um skóg- inn og að endingu erum við á leið- arenda. Útsýnið frá Grinzig og Kahlenberg, sem er annar útsýnis- staður á sama fjalli, er stórkost- legt. Vínarborg liggur fyrir fótum okkar eins og útbreitt landabréf, en svo nálægt, aö flest stórhýsin þekkjast auöveldlega. Á hina hönd Dóná, sem héðan aö sjá er björt og- skínandi í sólskininu, þar sem hún liðast eins og silfurdregill gegnum hinn frjósama dal, gegnum borg- ina og hverfur út í fjarskann og blámóöuna fyrir handan. Á báðum þessum stöðum, Grinzig og Kahl- enberg, eru mjög fullkomin veit- Þetia er einn eizti samkomustaönr í Vma-horg, er talinn urn 700 ára gamall. Þarna er kyrrlátt og rólegt og á kvöídin er Ieíkið á harpsicord. Ungir elskendur halda mjög upp á þennan stað til stefnumóta. ingahús, encla eru þetta vinsælir áfangar vegna þess dásamlega út- sýnis, sem engum gleymist, er einu sinni lítur. • Skammt frá Stefánskirkjunni er staður, sem vert er að minnast og sem Vínarbúar vilja gjarnan að ó- kunnugir sjái, en það er Greinken- berger-vínstofa. Þetta er eitt elzta veitingahús borgarinnar, talið fullra 700 ára gamalt. Það er uppá- haldsstaður ungra elskenda og reyntíar fólks á öllum aldri, sem vill vera í næði. Það var margt fólk inni, en samt var allt mjög kyrr- látt og við að sitja hérna innan um alla þessa elskenöur lagðist einmanaleikinn yfir mann og hug- urinn leitaði afturí altíir, hvernig þá heíði verið umhorfs. Hér er sem maður heyri nið aldanna, fótatök þúsundanna, sem komu og fóru. Fólks af öllum stéttum, sem skap- aði örlög og laut þeim örlögum, sem aðrir sköpuðu því. Veggir þessa húss, sem útiloka jrs og þys götulífs- ins, höíðu verið vitni að sjö hundr- uð ára samtölum fóiks, sem vildi vera út af fyrir sig eins og í tíag. Hversu margir ur.gir elskendur höfðu leitað hingað inn, setiö cg byggt sínar skýjaborgir, horfzt í augu, haltíizt í hentíur og látið ást- hrifni unglingsáranna lyfta sér upp á hið rósrauöa ský og svifið í áfengri vímu fyrstu ástarinnar, alls óvitandi þess, að einmitt á þeirri stuntíu lifðu þeir dásamlegasta tímabil lífs sins. Tímabil, sem kem- ur aðeins einu sinni í sínu réman- tíska andvaraleysi og áður en varir er liðið. Og ekki er ólíklegt, ao ein- hvsr bessara ástfangnu, ungu 2j}anna hafi látið sér að kenningu verða málsháttinn, sem skrifaður er hér á vegginn: „Án konu er gleðin ekki fuIIkomin.“ Sú r6 og friður, sem hér ríkir, er eitthvað óbekkt og gott. Eitthvað, sem við á miori tuttugustu öldinni erum að leita að og þráum innst inni, þrátt fyrir allan hraðann og skarkalann, sem einkennir okkar tíma og hað gripur mann saknað- arkennd við að hugsa um, að þetta er liðið hjá og það hefir farið fyrir okkur eins og prinsinum í ævintýr- inu, sem ætlaði að losa sig við ill örlög og grípa gullna fuglinn, en náði aðeihs i fjöður úr stélinu. Það er ekkert lát á endurminningum þessa gamla húss, sem hefir séð fjórtán mannsaldra hða hjá Tízka og venjur breytast, en hér er allt með sömu ummerkjum og bað var fyrir sjö öltium og i eöli sínu er fólk- iö lika það sama. • Þegar sólin sendir síðustu geisla sína yfir skógi vaxnar hæðirnar í vestri, mjakast lestin okkar hægt út af stöðinni. Það er kvöld og bú- io að kveikja á götuljósunum: Nótt- in á næsta leiti. Prúðbúið fólk geng- ur hér hjá og þó að klæðnaður þess sé ekki eins íburðarmikill og á dög- um keisaranna, ber Vínarbúinn hið fágaða yíirbragð og kurteisi fyrri tíma, og framkoma hans er ein- keuni bess. manns. sem að afstöðn- um mikium erfiðleikum ber höfuð- iö hátt og horfir vonglaður mót bjartri framtíð í borg hinnar sí- gildu listar — Vinarborg. Götumyvid frá Vínarborg. Skyldu þær vera til í einn Straussvals, þessar? j

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.