Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 4
4
JÓLABLAÐ
slíkur maðrrr fyrirfinndist
sennilega ekki í Florens. Jú,
reyndar. Bóksalinn mundi eftir
Jörgen Linde. Og dönsku
mæðgurnar tóku vingjarnlega
á móti þessum granna, dökk-
hærða, tígullega manni. Gerða
kannaðist við nafn hans af
myndum þeim, sem verið höfðu
til sýnis í Kaupmannahöfn, og
hún hrósaði myndunum.
HANN sat í dómkirkjunni
þennan dag og hugsaði
um Gerðu Halsted. Hann hafði
farið þarna inn af því að þar
*ar næði til þess að hugsa. Og
umhverfið, hið skyggða, hátíð-
íega ljós og reykelsisilmurinn
hæfði honum svo vel.
Hvað hafði staðið í síðasta
bréfinu hennar? — Mig langar
til að koma til Florens aftur.
Stundum finnst mér eins og ég
gangi við hlið yðar um göturnar
í Florens. Þér talið um lista-
verkin í Florens og ég hlusta —
— og mér dettur kvæði í hug.
Það er eftir danskt skáld. En
ef þér spyrjið mig, hvernig
kvæðið sé, þá svara ég yður
ekki. Það er leyndarmál mitt.
-----Ætlið þér aldrei að koma
í heimsókn til Kaupmannahafn-
ar? Þér gætuð þó að minnsta
kosti sent mér nokkrar myndir
eftir yður. Ég gæti áreiðanlega
ielt þær, og þér fengjuð meira
en nóg fyrir ferðakostnaði.
Og í öðru bréfi, fyrsta bréf-
inu, sem hann fékk, stóð-----
Loksins urðuð þér lausir við
mig. Ég tafði líka allt of mikið
fyrir yður síðustu dagana. —
— Munið þér eftir kvöldinu í
Fiesole, uppi við gamla klaustr-
ið, þegar við stóðum þar og
horfðum yfir Arnodalinn og
Florens með þúsundum blik-
andi Ijósa? Þér báðuð mig þá
að gleyma yður ekki alveg, en
senda yður stöku sinnum línu
að heiman. Það var svo fallegt
af yður, og nú skrifa ég.
Jörgen Linde sat með lokuð
augun.
Átti hann? Átti hann?
Hugmyndin var svo stórfeng-
leg, að hann glennti upp augun.
Hann gat farið til Kaup-
mannahafnar. Eins og á stóð þá
gat hann það. Hann hafði ný-
lega selt tvær myndir enskum
ferðamönnum og átti ennþá
meginið af peningunum. Átti
hann að eyða jólunum í Kaup-
mannahöfn?
Og hvað svo?
Átti hann að heimsækja
hana?
Gat hann gert það?
Jú, það yrði áreiðanlega tek-
ið á móti honum.
Föður hennar þekkti hann
ekki. En móðir hennar var vin-
gjarnleg kona, það vissi hann.
Hún hafði meir að segja beðið
að heilsa honum í einu bréfi
Gerðu.
Jörgen Linde stóð á fætur og
gekk út úr kirkjunni. Úti á torg-
inu, í hinu glæra ljósi raun-
veruleikans, dró hann þungt
andann. En hvað maður getur
látið sig dreyma um hábjartan
daginn. Nei, hann varð að vera
kyrr í Florens og halda jólin
þar — aleinn.
SÍÐDEGIS dag nokkurn, á
síðustu stundu, lét Jörgen
Linde ofan í litlu handtöskuna
sína og lagði af stað til Dan-
merkur. Hann gat verið kom-
inn heim til sín á aðfangadag.
í Norður-Þýzkalandi var
mikill snjór og lestin kom á eft-
ir áætlun til Warnemunde. Það
var hríð í Danmörku og lestin
var troðfull. Margir ferðalang-
arnir voru áhyggjufullir á svip-
inn. Það var svo sem ekki
nema eftir öðru að lestin sæti
nú föst í einhverjum skaflinum,
svo að þeir kæmust ekki heim
fyrir jólin.
En svo illa fór nú samt ekki.
Gedserlestin náði áfanga-
staðnum þrem tímum á eftir á-
ætlun.
Jörgen Linde tók handtösk-
una og flýtti sér frá járnbraut-
arstöðinni. En þegar hann stóð
á torginu, tók hann engan bíl,
bara stóð kyr.
Luralegur maður kom loks
til hans og sagði: — Er herrann
að leita að ódýru og góðu gisti-
húsi? Ég get bent honum á ó-
dýrt gistihús hér rétt hjá.
Jörgen Linde svatraði ekki.
Hann heyrði ekki til mannsins
— og maðurinn fór.
Jörgen Linde stóð í sömu
sporum.
— Heimska! Allt var það
heimska. Til hvers er ég kom-
inn hingað? Hann hrissti höf-
uðið þunglyndislega. Honum
var næst skapi að setjast aftur
í lestina og fara.
En án þess að gera sér það
ljóst, gekk hann hægt í áttina
til Frelsisstyttunnar.
T_T ANN hafði borðað ofur-
■*■ lítið á ódýrum veitinga-
stað. En þótt hann hefði ferðast
langa leið, var hann ekki svang-
ur og honum geðjaðist ekki að
matnum. Það var ofurlítið tek-
ið að rökkva. Og það var krapa-
hríð. Linde gekk með litlu hand-
töskuna sína hægt eftir torginu.
Allt í einu snéri hann sér við,
gekk hraðar, fór upp í sporvagn