Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Síða 15

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Síða 15
15 ALÞÝÐUBLAÐSINS skófluna og korfði á Albertsen óttasleginn. Gamli maðurinn svaraði ekki, en þrýsti tréhandfanginu á á hemlunum lengra niður, svo að gneistar flugu af hjólunum. — Hvers vegna nemið þér staðar? hrópaði kyndarinn enn hærra. Gegn öllum reglum nam lest- in staðar í Sindal. Án þess að segja orð, steig gamli maðurinn út úr lestinni. Stöðvarstjórdnn kom hlaup- andi. — Gott kvöld, Albertsen, hvers vegna nemið þér staðar hér? Albertsen gekk fram hjá honum og inn í biðsalinn. — Hér megið þér ekki nema staðar. Lestin verður að halda áfram, þér megið engum tíma eyða. Það var dimmt í biðsalnum. Albertsen litaðist um, eins og hann væri að leita að einhverj- um. Hann opnaði skrifstofudyrnar og sagði við aðstoðarmanninn: — Komið með ljós inn í bið- salinn. Hann fór aftur út á götuna. Nei, Mortensen var ekki hér. Hann var farinn og kom ekki aftur. Albertsen gekk aftur inn í biðsalinn og í sama bili var kveikt þar. Stöðvarstjórinn kom nú aftur inn. — Hvað á þetta að þýða, Al- bertsen? — Ég kem strax, sagði gamli maðurinn. — Gefið mér glas af vatni. Ég er ekki vel heilbrigð- ur, það er allt og sumt. — Getið þér haldið áfram? — Já, auðvitað. Við getum ekki beðið hér. Lestin verður •að halda áfram. — Hvenær getið þér lagt af stað? — Eftir tvær mínútur. — Ágætt, þá nefnum við ■enga töf. Stöðvarstjórinn fór. jK EGAR lestarstjórinn hafði tæmt glasið, tók hann eftir því, að jólaskraut var í biðsaln- nm. Á borðinu stóð ofurlítið jólatré. Hann hafði ekki heldur tekið eftir því, að gömul kona sat í horninu milli spegilsins og dyranna. Albertsen settist á litla legubekkinn og lagði húf- una sína á borðið. — Gott kvöld, sagði hann. — Gott kvöld. sagði hún. — Röddin var stillileg. Albertsen leit upp. Hann leit á hana, að- eins leít á hana. Hanri ’ líkt og andaði að sér hinni mildu r.ó,. sem stafaði frá þessari gömlu, slitnu konu. Hann horfði á svarta sjalið og andlitið, sem ljómaði undir svartri skýlunni. — Ætlið þér að ferðast, spurði hann. — Já, ég ætla til Álaborgar. sagði konan. — Til Álaborgar? — Já, en ég kom of seint, missti af farþegalestinni og hraðlestin stanzar ekki hér. — Jú, hún bíður hérna úti. — Er það? Albertsen stóð á fætur. — Við skulum hraða okkur. Þau fylgdust að út í lestina. — Mér þótti það svo leitt, því að ég ætlaði til Álaborgar að sækja son minn. Hann er að koma heim frá Ameríku. — Einmitt það. Lestinn rann af stað. Á aðfangadag leið Albertsen betur. Honum leið svo vel, að hann hætti við að fara til lækn- isins, enda þótt hann hefði verið búinn að ákveða það. — Hann var að borða hádegisverð ásamt starfsbræðrum sínum, áður en hann lagði af stað með lest nr. 25 frá Friðrikshöfn. Þegar hann kom á járnbraut- arstöðina var þar mikil þröng. Margir ætluðu að ferðast með lestinni. Þar voru menn með stórar ferðatöskur, útlendings- legir í sniðunum. Sumir voru alveg eins og Ameríkumenn. Meðan Albertsen beið eftir því að hægt væri að leggja af stað, varð honum hugsað til konunn- ar, sem hann hafði hitt á Sindal- stöðinni. Hún ætlaði til Ála- borgar til þess að taka á móti syni sínum, sem var að koma frá Ameríku. Rétt var nú það. Það hlaut að hafa komið skip að vestan. Maður í þunnum frakka kom gangandi með stóra handtösku og nam staðar hjá lestinni. — Gott kvöld sagði hann með erlendum málhreim. — Þetta er þó vænti ég ekki Al- bertsen lestarstjóri? Gamli maðurinn starði á komumann. Honum fannst hann kannast við röddina. — Jú. — Gott kvöld, pabbi, það er Helmuth. — Helmuth? Albertsen starði. — Já, sagði sonurinn — ég er kominn alla leið frá Seattle. Ég hefi verið í meir en þrjár vikur á leiðinni. — En — garnli maðurinn gat ekki trúað sínum eigin augum — ert :það þúy drengur minn. —■ Welþ það er ég. . i . Frh:. á 18- síðu. r GLEÐILEG JÓL! Verzlunin Brynja. GLEÐILEG JÓL! Landssmiðjan.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.