Tíminn - 22.08.1964, Side 22

Tíminn - 22.08.1964, Side 22
15 þótt hann væri að meira eða minna leyti að tala við sjálfan sig, þá var þetta í fyrsta sinn, sem hann hafði talað með trúnaði í nærveru minni. — Það er undarlegt að vera í hlutlausu landí, á meðan á stór- stórstyrjöld eins og þessi er háð, sagði hann. Ég rétti honum þegj- andi það, sem hann þurfti á að halda, á meðan hann talaði. — Meðan hersýningin fer fram, verður tyrkneska stjórnin þín að gæta þess vel, að halda óvinun- um langt hvorum frá öðrum. . . . — Yðar hátign, sagði ég, — ef ftiér leyfist að segja það, þá er ég mjög þakklátur fyrir, að land mitt er hlutlaust. Hann leit á mig, en lét sem hann tæki ekki eftir, að ég hafði grip'ið fram í fyrir honum. Ég vissi, að í samræmi við stefnu stjórnar hans, gerði hann allt, sem í hans valdi stóð, til þess að flækja Tyrkland í styrjöldina. Hann brosti dauflega og hélt áfram: — í móttökunni hjá forsetan- um á eftir verða sendimennirnir kynntir í stafrófsröð. Gerir þú þér grein fyrir, hvað það þýðir? Ég hafði verið kavass nægilega lengi til þess að skilja þetta full- komlega. — Þeir verða kynntir í þeirri röð, sem nöfn landa þeirra eru á frönsku — fyrst Allemagne, síðan Angleterre, fyrst Þýzkaland svo Bretland, hélt Sir Hughe Knatch- bull-Hugessen áfram. Hann kinkaði kolli. — Ég mun hitta þýzka sendí- herrann. Þegar Herr von Papen kemur út úr móttökuherberginu, mun ég:bíða fyrir utan. Við heils- umst með því að hneigja höfuðið svo lítið, að varla er hægt að merkja það og án þess að líta hvor á annan um leið. Þetta er venjan. Þjóðir okkar eru að drepa hvor aðra og við heilsumst. — Þetta er allt saman mjög hryggilegt, yðar hátign, sagði ég. Allt í einu hló hann þurrlega, eins og honum hefði dottið eitt- hvað hlægilegt í hug. — Fyrir mörgum árum, þegar ég var í Peking, var sonur Papens þar, og liann var mikill vinur fjöl- skyldunnar og okkur kom vel sam an. Hann hló aftur. — Hvernig væri það, að þú skryppir yfir í þýzka sendiráðið með litla gjöf handa Herr von Papen? Eitthvað, sem gæti glatt hann? Hjartað í brjósti mér hætti að slá. Hafði ég gengið í gildru? Var einhver dulin ástæða fyrir hinni greinilegu vinsemd Sir Hughe í minn garð? Hafði einhver séð mig fara inn í þýzka sendiráðið? Ég eldroðnaði upp í hársrætur við til- húgsunina. Sjálfsstjórn mín hvarf. Eldrautt andiit mitt hefði á þess- ari stundu átt að vera nægilegt til þess að koma upp um mig. En Sir Hughe hló hátt. — Á hvað ertu að horfa með slíkri skelfingu? sagði hann. — Ég mundi bara allt í einu eftir því, að þjóðhátíðardagur Tyrkja er einmítt afmælisdagur starfsbróður míns, Papen. Hann er sextíu og fjögurra ára, ef ég man rétt. Væru friðartímar myndi ég að sjálf- sögðu óska honum til hamingju við forsetamóttökuna. En það eru ekki aldeilis friðartímar. Þetta árið verður hann að halda upp á afmælið sitt að Bretum fjarver- andi. Ég gáði enn einu sinni að því, hvort einkennisbúningur Sir Hughe færi ekki eins og hann átti að fara. Ég bi'osti, en það var mjög óttablandið bros. Þessi smá- brandari Sir Hughe hafði orðið til þess að mergurinn fraus í bein- um mínum. En svo breyttist skap mitt. Atvikið virtist sanna það, að hann myndi aldrei gruna mig. í fyrsta sinn, síðan ég fór frá þýzka sendiráðinu, fannst mér ég hafa styrk til þess að ná takmarki mínu. Eg kenndi einlæglega í brjóst um Sir Hughe. Hann leit mjög vel út, þegar hann fór úr sendi- ráðinu klæddur einkennisbúningn um, sem ég hafði hugsað svo vel um fyrir hann. Um leið og hann var farinn, flýttí ég mér inn í herbergið hans með myndavélina falda innan í afþurrkunarklút. Næsta dag átti ég frí eftir há- degi, eftir að hala orðið að vinna á þjóðhátíðardegi Tyrkja. Eg hitti Möru. Við gengúm eft- ir Atatiirk Boulevard og skoðuð- um í búðargluggana. Klukkuna vantaði kortér í þrjú. Mara vissi ekki, að eftir kortér átti ég að tala hið mikilvæga símtal. — í gær tók ég myndir í sendi- ráðinu í fyrsta sinn, sagði ég. Ég varð að segja henni það til þess að létta á hjarta mínu. Ég varð að gera það. Ég hefði ekki getað lifað þetta kortér af án hinnar geysilegu aðdáunar Möru. — í sendiráðinu? hrópaði hún upp, eins og ég liefði sagt henni eitthvað, sem alls ekki gat stað- izt. — Já, í herbergi Sir Hughe. Ég opnaði rauðu töskurnar á borðinu hans og tók myndir af tveímur skeytum. Hljómurinn í minni eigin rödd hafði róandi áhrif á taugar mínar. — Ég er búin að láta gera lykla fyrir mig, hélt ég áfram. Það var lásasmiður, maður, sem unnið hafði fyrir mig mörgum ár- um áður í flutningadeild Istanbul- borgar, sem gerði þá. Mara var skelfingu lostin fyrir mína hönd. — En hugsum okkur, að sendi- herrann hefði komið inn í her- bergið, sagði hún í angist. Ég brosti yfirlætislega. — Hann var í móttökunni hjá Inönu forseta. Ég lagði skeytin í gluggakistuna og tók myndir af þeim. Ég leit á klukkuna. Ilana vant- aði fimm mínútur í þrjú. Ég nam staðar fyrir framan símaklefa. Ég var of ákafur til þess að taka eftir manni, sem kom í átt til okkar, og leit ekkí upp, fyrr en hann heilsaði okkur. Þarna var kominn Manoli Fil- oti, kokkurinn í brezka sendiráð- inu. Hann var í eðli sínu allt of forvitinn til þess að vilja ekki láta kynna sig fyrir Möru. — Fallegur dagur í dag, sagði hann. — Komið þið sæl. Ætlarðu ekki að kynna mig? Hann reigði sig eins og hani og helltí sér yfir okkur með mál- æði til þess eins að hafa áhrif á Möru. Hann fór að tala um uppá- halds rétti sendiherrans og hve stórkostlega hann, Manoli Filoti, matreiddi þá. Þau Mara fóru að ræða um upp- ‘skriftir af miklum ákafa. Ég ósk- aði þeim í hjárta mínu til hel- vítis. Klukkan varð þrjú. Ég neyddi mig til þess að brosa. — Ég verð að hringja snöggvast, sagði ég. — Á meðan segir þú Möru, hvem ig þú býrð til baklava. Manoli hló fábjánalega, og sagði við Möru: — Ha, ha, ha. Hann hringir í aðra stúlku á meðan ég er úti að ganga með þér. Ég smeygði mér inn í síma- klefann. Það voru svitaperlur á enni mínu. Ég valdi númerið í þýzka sendiráðinu og spurði um Moyzisch. Þegar hann svaraði, gaf ég honum kenniorðið. — Það .er Pierre, sem talar, sagði ég. Hann hagaði sér eíns og við værum gamlir vinir. Hann sagð- ist vera glaður yfir að við skyld- um geta hitzt í kvöld. ' Ég sagðist vera það líka. Hann íagði heyrnartólið á. Það var kæfandi heitt í klefanum. Ég reif upp dyrnar og dró að mér ferskt loftið. Svo að Þjóðverjarnír höfðu gengið að tilboðinu. Ég var með hitaæsing. Mér fannst þetta vera stærsta ævin- týri lífs míns. 16 þegar hann var við háskólanám í Lendon og ég var í hjúkrunar- námi mínu. Matrónan leit snöggt til henn, ar, en mjög vingjarnlega. Hún sá, að stúlkan var í uppnámi. — Farið þér bara, væna mín, sagði hún. — Þér getið komið til okkar aftur á eftir. Kinta, þjón- ustustúlkan, mun sýna yður, irvar setustofan er. Rakel gekk yfir gólfið og inn í aðalsjúkrahúsið. Hún var mjög óstyrk. Ef þetta væri nú John! Þau höfðu skilið sem góðir vinir, nú voru þau trúlofuð og ætluðu að giftast. Engin ást hafði verið milli þeirra, þegar þau kvöddust á Lundúnaflugvelli. Henni hafði geðjazt vel að honum og metið hann mikils, en hún hafði verið einmana, og bréfin hans höfðu ekki aðeins glatt hana og róað, heldur höfðu þau einnig sannað henni, hvað hann var merkur og göfugur maður. Hún hafði verið stolt og glöð, þegar hann bað hana að giftast sér. Hún var ólík foreldrum sínum að því leyti, að hún hafði ekki verið haldin nein- um fordómum gagnvart fólkí af ólíkum þjóðerni. Hún hafði litið á John Kim sem hvern annan námsmann í London og mjög góð- an vin. En nú var hann væntan- legur eiginmaður hennar. Skyndilega fór hún að hugsa um, hvort það hefði verið hyggi- legt af henni að lofa að giftast honum án þess að hafa hitt hann aftur. Nú víssi hún — þótt liún vildi ekki- viðurkenna það —að annar maður hafði komið inn í líf hennar. Og hún hafði ekki minnstu ástæðu til að ætla, að hann kærði sig sérlega um hana. Kóreanski þjónninn vísaði henni inn í setustofu matrónunn- EFTIR MAYSIE GREIG ar. Hún stóð þarna í dyrunum og næstum varp öndinni af fegin- leik. Það var ekki John. Það var hávaxinn, grannur Kóreumaður, og hún sá strax, að hann var mjög svipaður John. Klæðaburður hans var sérkennilegur. Síðar varð hún þess vísari, að hann var klæddur venjulegum bændafötum. í hend- inni hélt hann á barðastórum strá hatti. Ilann varð var við undrun hennar. Hann kom til hennar og greip þétt um hönd hennar. — Þú hefur búizt við John, sagði hann. — Mér þykir það mjög leitt, en John er enn í fangelsi. Ég er bróðir hans, Don- ald Kim. Ég er bóndi. Fyrirgefðu, hvað ég er furðulega til fara, en ég átti engin betri föt til að vera í, þegar ég fagnaði þér. John bíð- ur dóms þessa daga. En ég fékk að hitta hann .í dag, og hann bað mig að fara líingað og bjóða þig velkomna. — Get ég* fengið að hitta hann? Hann hristi höfuðið. — Kannski væri hægt að koma því í kring, en John er mótfallinn því. Hann bað mig að segja þér, að hann vill ekki, að þú sjáir hann, með- an hann er fangi. En kannski síð- ar. Hann bætti við rámri röddu. — Ef um það verður þá að ræða. — En John hefur ekki framið neinn glæp! sagði hún áköf Hann sagði lágróma: — Við erum þessar víkurnar undir herstjórn, og hver sem seg- ir eða skrifar eitthvað, sem brýt- ur í bága við skoðanir stjórnar- innar, á hættu að vera handtek- inn og jafnvel dæmdur til dauða fyrir engar sakir aðrar. John er sósíalisti. Hann skrifaði grein sem sýndi, að hann var meðmæltur sameiningu Kóreu í eitt ríki. En herforingjaráðið sem stjórnar landinu, virðist álita það óskap- legan glæp. Hann á yfir höfði sér að vera dæmdur í lífstíðarfang- elsi — eða ef til vill til dauða. — Nei, nei! hvíslaði hún og neri saman höndum í örvínglan. Hann hélt áfram lágróma: — John óttaðist, að hann yrði tekinn fastur, þegar hann skrifaði þér síðast og ráðlagði þér að fresta för þinni til Kóreu. Það hefði verið betra, ef John hefði flogið til Englands og kvænst þér þar. Hún leít á hann mjög undrandi. — En hverju hefði það getað breytt? Þú átt við, að hann hefði getað setzt að í Englandi? — Að vísu er það hugsanlegt, sagði Don. — En ég hef ekki trú á, að John hefði getað setzt að í Englandi. Hann er fús að fórna lífi fyrir hugsjónina um samein- ingu Norður- og Suður-Kóreu. En — — En þér getur ekki verið al- vara — að þeir dæmi hann til dauða og láti framfylgja dómnum, sagði hún með öndina í hálsinum. — Því ekki það? sagði hann og hristi seinlega höfuðið. — En það hefði allt orðið auðveldara fyrir hann, ef hann hefði veríð kvænt- ur enskri konu. — En hvernig hefði það hjálp- að honum, þótt við hefðum gift okkur í Englandi? spurði hún. Rödd hans var beizk, þeg- ar hann svaraði henni. — Hin nú- verandi svokallaða stjórn okkar óskar ekki að móðga alvarlega Ameríkana og Englendinga. Ensk eíginkona hefði þvi verið John mikill styrkur, þeir hefðu frekar sýnt honum miskunn. En sem stendur, ertu aðeins trúlofuð hon um. Hann hneigði höfuðið lítt eitt og sagði: — Ég kem til að bjóða þig vel- komna í fjölskylduna. Hann var að vísu klæddur eins og bóndi, en framkoma hans hefði sómt hverjum höfðingja. — Ég er mjög glöð að heyra, að þið takið mig í fjölskylduna, sagði hún. — Er ekki eitthvað, sem ég gæti gert fyrir John? Þú veizt, að ég vildi gera allt, sem í mínu valdi stendur. —Sá tími kann að koma. að þú getur orðið honum að liðí, sagði hann. — En þangað ti! þætti móður minni, sem 'dð nefnum á kóreönsku O-man-ee, mjög vænt um að fá tækifæri til að bjóða þig velkomna. Ég á góðan búgarð við Hanfljótið, og þú ert velkom- in i heimsókn tíl okkar, hvenær sem er. Kannski gætirðu komið og dvalið þar eina helgi? — Ég verð að spyrja matrón- una, sagði hún. — En ég kem fyrstu helgina, sem ég fæ leyfi. Viltu skila kærri þökk og kveðju til móðlr þinnar. — O-man-ee er mjög áfjáð í að kynnast þér, sagði hann. — John hefur sagt henni mikið og margt um þig. Hún er yndisleg kona. Hún stjórnar rekstrinum á búgarð inum. Hún hugsar ekki aðeins um alla sölu á afurðum og slíku, held- ur vinnur hún einnig útiverk. — John hefur sagt mér frá móð ur ykkar og skrífað mér, hvað ykkur þykir öllum vænt um hans. Ég hlakka mikið til að hitta hana. Gæti ég ekki hitt hana hér í Seoul? Hann hristi höfuðið og brosti við. — O-man-ee er fyrst og fremst bóndakona. Hún er ekki hrifín af því að koma til borgarinnar. En eins og ég sagði, ert þú alltaf velkomin á búgarðinn. — Ertu viss um, að John vilji ekki hitta mig? Það var von- brígðahreimur í rödd hennar. — Ekki eins og á stendur. Þú verður að skilja afstöðu hans. John kærir sig ekki um að þú sjáir hann í fangelsi í fangaklæð- um. Eins og þú veizt, er John mjög viðkvæmur. Hann mundi ekki kæra sig um meðaumkun frá þér. — Það er engin meðaumkun, sagði hún, — heldur ást. En 22 TÍMINN, laugardaginn 22. ágúst 1964

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.