Vísir


Vísir - 24.12.1929, Qupperneq 8

Vísir - 24.12.1929, Qupperneq 8
V I S I R „HvaS hefir þú hugsað þér?“ spurc5i eg. „Ja — eg hefi nú eiginlega ekki hugsaÖ mér neitt sér- stakt. — Eg spurði Steina minn hvað honum sýndist, og hann stakk þá upp á rúsínu-pundi og sokkaböndum úr kaupstaÖnum.“ „Það verða þá aö vera falleg sokkabönd,“ sag'Öi eg með æðimiklum spekingssvip. „Annars kynni eg nú fult svo vel við hárgreiðu eða kamb. — Og náttúrlega eru rúsínurnar sjálfsagðar. Það er ekki mikill vandi, að láta sér detta í hug svo sjálfsagðan hlut.“ „Nei, hreint enginn vandi,“ sagði Daníel. „Og mér var nú einmitt að detta í hug laglegur kambur — með sætind- unum. Vænn kambur er altaf góð eign.“ í þessum Svifum kom fóstri minn til okkar. Eg þótt- ist sjá, að nann mundi eiga eitthvert sérstakt erindi. Hann sagði: „Eg verð líklega að Ijiðja þig að skreppa út í kaupstað á rnorgun, Daníel minn.“ „Þetta var nú eitthvað það allra lakasta, sem blessaður húsbóndinn gat fundið upp á,“ svaraði Daníel. — „Eftir mínum útreikningnum á Skrauta að bera á morgun, og eg býst heldur við því, að hún kunni betur við, aö eg verði einhversstaðar i nánd við hana, meðan á jóðsóttinni stend- ur. Það er nú einu sinni svona, eins og húsbóndinn veit, að eg á að heita Ijósi þeirra flestra, kálfanna héma. Og eg er að láta mér detta í hug, að mín kynni að verða saknað hérna á básunum, ef eg hyrfi þegar rnest lægi við.“ — Og Daníel leit yfir básana, eins og hann byggist við, að tekið yrði undir ræðuna. En kýrnar steinþögðu og héldu áfram að eta. Fóstri minn svaraði: „Eg geri það ekki gamni mínu, að taka þig frá fjósverkunum, Daníel minn, en einhver verður að fara. Eg má ekki láta piltana fara frá kindun- um. Þú veist, að eg læt ávalt fylgja fénu út og inn í skammdegiuu. Og sjálfur treysti eg mér ekki vegna gigt- arinnar. Hins vegar kynni eg að geta sint kúnum einn einasta dag.“ „Veit eg það,“ sagði Daníel. „Þú getur ruslað í þær heyinu — það geta allir. En ])ú getur ekki annast ljós- móðurstörfin og eg treysti þér ekki til notalegheitanna. En notalegheit verða þær að haía. Annars hrapar nytin úr þeim.“ „Eg ætlast til að Nonni fari meö þér. Eg járna Grá- blesa í dag og þið beitið honum fyrir sleðann." Mér þótti vænt um fóstra minn, en aldrei hafði eg elsk- að hann heitara en á þessu augnabliki. Mig langaði til að hlaupa upp um hálsinn á honum, en eg kom mér ekki að því. „Aðal-erindið verður að sækja líkkistuna fyrir hjónin á Þverá. Eg veit að Margréti sálugu mundi fátt kærara, en að þú yrðir til þess að nálgast „rúmiS“ hennar, Daniel minn.“ „ „Það getur nú verið,“ sagði Daníel og einblíndi niður í flórinn. „Eg ætlast til, að þið farið snernma í fyrramálið og komið heim annað kveld,“ sagði fóstri minn og gekk til dyra. Daníel stóð lengi grafkyr og virtist eiga í mikilli baráttu við örðugar hugsanir. „Um hvaö ertu að hugsa?“ spurði eg. „Heldurðu annars að þetta sé vogandi ? Eg er sann- færður um, að prófasturinn er að húsvitja þessa dagana.“ „Það er ekki ósennilegt," svaraði eg og hló. „Og ef hann hittir okkur á förnum vegi og ræðst á mig----------“ * „Þá er að standa sig,“ sagði eg. IV. Eg svaf lítíð um nóttina. Fóstri minn hafði sagt, að nú yrði eg að vakna snemma, en ferðahugurinn var svo rikur, að eg ætlaöi aldrei að geta sofnað. Og þegar eg loksins sofnaði, dreymdi mig sleðaferð á glærurn ísum og margvísleg æfintýri. En bráðlega hrökk eg upp við það, að mér þótti Margrét sáluga koma til okkar Daníels utan úr myrkrinu, steypa sér niður í kistuna og leggjast til hvildar. En við það varð Daníel svo hræddur, að hann hóf á rás og stefndi beint til sjávar. Þóttist eg alveg sann- færður um, að hann mundi fyrirfara sér. — En kistan varð svo þung, að Gráblesi fekk hvergi hrært sleðann. — Hann reisti eyrun, frýsaði i sífellu, lamdi gaddinn með framfótunum og varð að lokum svó óður, að hann sleii sig lausan og geystist á harða-stökki inn allan flóa. En eg varð eftir hjá kistunni og draugnum og í því vaknaði eg hágrátandi. Þótti mér ekki lítið vænt um, er eg sann- færðist um, að eg lægi í rúminu mínu og að þetta hefði bara verið draumur. — Eftir það kom mér ekki dúr á auga. Þegar langt var liðið á nótt, heyrði eg að Daniel reis upp með andfælum og þótti mér auðsætt, að hann rnundi vera hræddur. Baðst hann fyrir af mikilli ákefð og gekk því langa hríð. Því næst tók hann í nefið og hallaði sér út af. Taldi eg víst, að hann mundi steinsofna þegar í stað, en hroturnar komu ekki og var því ljóst, að hann mundi liggja vakandi. Hann hraut að jafnaSi manna mest, fór hægt af stað, en herti á rokunum, uns hann sprakk á þeim, og byrjaði svo á nýjan leik. Gekk þessu oft lengi nætur. — — Innan lítillar stundar tók hann að stynja, hægt og þungt fyrst i stað, en espaðist þvi rneira, sern lengra leið. Bað hann fyrir sér hátt og í hljóði, tautaði eitthvað um lungnabólgu og feigðardrauma, og grét yfir því, að nú væri stundin komin. Eg þóttist sannfærður um, að Daníel væri sárþjáður, og vonir mínar um kaupstaðarferöina dvinuðu óðum. Líklega yrði sauðamaðurinn látinn fara, og hann væri svo dugleg- ur, að hann þyrfti enga hjálp. Eg yrði látinn böðlast i fjósinu, rneðan Daníel væri veikur, og þótti mér það dap- urleg tilhugsun. < Fóstri minn vaknaði löngu fyrir dag, eins og hann var vanur. Hann mun hafa heyrt stunur og fyrirbænir Daníels framan úr baðstofunni, en lét þó kyrt urn hrið. Skömrnu siðar kveikti hann ljós, gekk fram i baðstofuna og mælti: „Ertu lasinn, Daniel minn?“ ' Daniel svaraði: „Biddu guð almáttugan íyrir þér, hús- bóndi góður! — Eg er aldeilis altekinn — viöþolslaus -— svæsnasta lungnabólga, að minni meiningu." Fóstri minn var athugull og nærfærinn, að hætti sumra gamalla manna. Hann settist á rúmið hjá Daniel, tók hönd hans og hélt lengi um ölnliðinn. Daniel stundi hátt og bað guð fyrir sér. Loksins stóð íóstri rninn upp og mælti: „Þú hefir eng- an sótthita, karlinn minn.“ „Engan sótthita!“ kveinaði Daniel. „Guð almáttugur fyrirgefi þér að tala svona! — Eg er bara allur eins og logandi bál. Kvalirnar i fótleggjunum eru likastar þvi, að glóandi eldskörungur stæði i mergjarholinu — dynk- irnir í höfðinu eins og það sé lamið með sleggju, köldu- flog fyrir brjóstinu og takið eins og atgeir eða tvieggjað sverð standi i gegn um mig.“ — Að svo rnæltu bylti hann sér á vinstri hliðina, horfði til veggjar og veinaði hástöfum. Eg þóttist sjá, að fóstri rninn mundi eitthvað vantrú- aður á sjúkleik Daniels. Hann glotti kaldranalega, bað sauðamann snarast i fötin og gefa hestinum tuggu, en við okkur sagði hann eitthvað á þá leið, að nú væri mál til komið, að týgjast til farar. Eg lét ekki segja mér það tvisvar, spratt fram úr rúm- inu, heimtaði sparifötin og fór að klæða mig. Daniel varð svo undrandi yfir þessari fyrirskipun fóstra míns, að hann hætti að stynja og kom ekki upp nokkuru orði. En þegar fóstri minn var genginn frá rúrninu, reis hann upp til hálfs, hrækti langt frarn á gólf, rak upp sárt vein og lét fallast á koddann með þungum stunum og fyrirbænum. Fóstri minn kom aftur að vörrnu spori með brennivíns- flösku og vænt staup. Mér virtist bregða fyrir örlitlum hýrusvip á andliti Daníels, er hann sá flöskuna, en ekki var neitt lát á stununum. Fóstri minn helti í hann þrem- ur eða fjórum staupum og kvaðst ætla að taka úr hon- um kölduflogin. — Daníel þótti gott í staupinu og hurfu honum jafnan allar sorgir og áhyggjur, er hann fór að finna á sér. — „Líður þér nú ekki ofurlítið skár,“ spurði fóstri minn. — „Eg veit ekki,“ sagði Daníel. „Þetta er heiftug lungnabólga —- eg finn það. — Og líklegast að eg verði að liggja fram yfir hátíðir. Mér þykir það sár- ast vegna kúnna.“ Það var eins og Daníel hefði gleymt að stynja, nema rétt einstöku sinnum. Hami lá grafkyr og góndi upp í loft- ið. -— Fóstri minn horfði á hann litla hríð og sagði síðan með einstakri hægð: „Eg býst nú tæplega við, ef þetta er svæsin lungnabólga, að þú lifir til jólanna, Daníel minn, og þess vegna er líklega réttast, að eg sæki prófastinn strax í dag og láti þjónusta þig.“ — Að svo rnæltu lét hann flöskuna á kassa, sem stóð við höfðalag Daníels, og gekk þegjandi inn fyrir. Daníel lá eins og dauður nokkur andartök. Svo seildist hann í flöskuna, saup vænan gúlsopa og lét hana aftur á sinn stað. Þá teygði hann sig í rúminu, buldraði eitthvað við sjálfan sig, varpaði af sér rúmfötunum, snaraðist fram á stokkinn, snýtti sér svo, að undir tók í baðstof- unni og mælti stundarhátt: „Á — svei! Þarna varðstu þó að lúffa, bölvaður!" — Svo hló hann hátt og lengi, smeygði vinstri hendi undir nærskyrtuna og reif sig heift- arlega um huppinn og síðuna.--------„Já — eg er að vona, að þú hafir komið því svo fyrir, húsbóndi góðtir, að dauð- inn verði ekki fengsæll hérna í Hvammi daginn þann arna. ------Því segi eg það — brennivínið þitt, Þorvaldur — það á engan sinn líka. — Þú hefir líka liígrös eða galdra- jurtir i því-------“ „Eg ætla að gefa þér oíurlitla lögg i nestið," sagði fóstri minn innan úr herbergi sínu. „Og guð launi þér eiliflega. — Ja — því segi eg þaö: Slíkur og þvilíkur húsbóndi er ekki til á allri jarðarkringl- unni.------Og nú vil eg hafa fötin mín — undir eins. — Heyrirðu það, Stina! — Nei, vitanlega heyrirðu ekki, frernur en vant er. — Þú dorntar náttúrlega eins og ugla i sólskini. — — Viltu að eg komi og þukli á þér? — Viltu að eg kyssi þig? — Eg er til í alt!“ V. Skömmu síðar lögðum við af stað. Veður var kyrt og kalt, frost í lofti og dirnt til jarðar. Alt láglendi dalsins var þakið glærum ísi, en sumstaðar voru vakir á ánni og buldraði hún þungan og kuldalega við skarirnar. Viö og við heyrðust frostdynkir í svellunum, en annars var alt kvrt og hljótt. Daníel var í sjöunda himni og kendi sér einskis meins. Hundur rann fyrir okkur, og þefaði í allar áttir, hljóp ótal króka og rannsóknarferðir, en kom altaf til okkar annað veifið. Alt í einu sagði Daníel: „Guð hjálpi okkur, Nonni min'n! Eg steingleymdi bæninni. — Og nú væri þó lík- lega ekki vanþörf á að biðja, þegar maður getur átt von á að hitta þau bæði, prófastinn og Margréti sálugu.“ — Að svo rnæltu þreif hann húfuna af höfðinu, hvolfdi henni fyrir andlitiö og tók að þylja. — Eg sat við hlið hans á sleðanum og horfði á þessar aðfarir. -— Daníel gotraði öðru auganu út undan húfunni, hnipti í mig og sagði: „Tautaðu, strákur! Lestu. Ekki mun af veita.“ — „Eg verð að stjórna ferðinni,“ sagði eg og hottaði á klárinn. — „Ertu vitlaus, ormurinn þinn,“ sagði Daníel. — „Ætl- arðu að eyðileggja fyrir mér bænina.“ Hann þreif af mér taumana og lét hestinn nema staðar.--------„Ofan meö pottlokið, strákur! — Ofan með pottlokið, syndugi smá- púka-i-æfill — og þyldu svo!“ — Eg þorði ekki annað en hlýða, því að Daníel átti alls kosti við mig.--------Loks var bænahaldinu lokið. Daníel signdi sig þrisvar, setti upp höfuðfatið og mælti: „Upp með pottlokið, strákur! — Það mátti engu rnuna, að þú eyðilegöir alt saman fyrir nrér. En nú vona eg þó, að okkur sé óhætt. Eg er bæn- heitur, ef í það fer.“ -— Því næst tók hann íerðapelann úr vasanum og saup vænan gúlsopa. Og svo var haldið af stað. Litlu síðar ljómaði dagur í austri, og varð eg allshugar feginn. Eg var óvanur næturferðum, og einhverskonar beygur settist að mér. Straumskyaldrið í opnum vökunum var eins og dularfullar raddir og traustabrestirnir í ísnum hálf-geigvænlegir. ■— lnnan lítils tíma var Daniel búinn úr ferðapelanum, og tók hann þá að dotta og geispa. Eg varð því að taka við stjórninni. Bráðlega vorum við kornn- ir niður í ármót og beygði eg þá út á flóana. Eg vissi að úr því gátu engar torfærur orðið á leið okkar. Þó að eg væri ekki nema á 14. árinu, var eg farinn að líta i kringum mig eftir konu-efni, þegar eg væri orð- inn stór. Og mér haíði einna helst dottið prófaStsdóttirin í hug. Hún var að visu komin langt yfir tvitugt, en mér þótti hún ákaflega falleg og eiguleg. Hún var há og gild og eg taldi alveg örugt, að hún mundi verða feitlagin og framsett með aldrinum, alveg eins og prófastsfrúin, en það þótti mér bæöi fallegt og búkonulegt; Það var einhver munur á svoleiðis konum, eða þessurn þunnu fjölum, eins og ráðskonunni hans fóstra rníns. Eiginlega hafði eg nú farið að hugsa urn prófastsdótt- urina i sambandi við Daníel. Og mér varð æfinlega eins og hálf-kalt til hans, þegar hann var að rausa um ást hennar til sín. Eg huggaði mig við það, að svona fin og glæsileg stúlka gæti með engu rnóti elskað garnlan og ljót- an fjósakarl. Mig var lika farið aö gruna, að Steini á Skarði væri potturinn og pannan i þessu öllu saman, og hefði karl-angann að féþúfu. Eg fekk alt í einu megnustu óbeit á þessum viðbjóðs- lega fjósakarli, sem dottaði þarna við hlið mina. En svo mintist eg þess, að oft hefði hann verið mér góður og að fráleitt væri nein ástæða til aö óttast, að hánn yrði hættulegur keppinautur í ástamálunum, þegar þar að kæmi. En liklega væri þó vissara, að hafa augun hjá sér og reyna að bregða fæti fyrir karl-skrjóðinn, ef einhver hætta virt- ist á ferðum. Daniel barðist við svefninn, dinglaði sitt á hvað, og stundum var hann nærri því hrokkinn af sleðanum. — Brennivíns-dauninn lagði úr vitum hans og neftóbaks- kleprarnir frusu í slcegginu. —- Eg óskaði með sjálfum mér, að prófastsdóttirin væri komin, svo aö hún gæti séð hann, eins og hann liti út núna. Eg þreif i karlinn, hristi hann eins og eg gat og sagði með miklum alvörusvip: „Prestssetrið fram undan!“ Daníel glaðvaknaði og varð svo mikiö um þetta, að hann hraut af sleðanum. „Guð almáttugur," sagði hann í fall- inu, „og þú lætur mig dotta svona á timurn hættunnar." Svo spratt hann á fætur, neri augun og sannfærðist um, að við værurn hvergi i nánd við prestssetrið. „Þú hefir bara verið að hræða mig.----------En hvernig fer nú, ef hann sér til okkar, þegar við förum fram hjá, ellegar ef hann er í einhverju húsvitjunar-gutli úti á bæjum og rekst á okkur?“ „Já — hvernig íer þá, sagði eg með miklum spekings- svip. „Eg vildi aö minsta kosti ekki vera í þínum sporum.“ „Mikið var þú fanst það. Þetta er hættuspil og fífl- dirfska.-------Eg vil fara heim — eg er lasinn.“ „Láttu nú ekki eins og kjáni. — Sestu hjá mér, karlinn minn, og svo höldum við áfram. Eg sé betur en þú og skal undir eins láta þig vita, ef eg verð var við eitthvað grunsamlegt." „Jæja — skimaðu þá, elsku Nonni minn, og láttu mig undir eins vita, svo að eg geti íalið mig.“ Eg lofaði þvi hátíðlega og-svo var haldið af stað. Eftir litla stund tók hundurinn að gelta. Daníel hrökk í kút, þreif í mig og sagði, skjálfandi röddu: „Svíkurðu mig nú, bölvaður anginn! Séröu npkkuð?“ Eg neitaði þvi. „Blessaður rnundu mig um að skima.“ Svo héldum við áfram þegjandi stundarkorn. „Jæja, þarna er nú prestssetrið, karlinn minn.“ „Já, þarna er það — ekki ber á öðru. — Sérðu nokkuð grunsamlegt ?“ I þessum svifum þutu hundarnir á prestssetrinu upp með gelti og hávaða. — Daniel varð næsta órótt. Hann þreif í handlegginn á mér og eg fann ekki betur, en að hann nötraði allur. „— En ef hann kæmi nú út og þekti mig. — Ætti eg; ekki að skella mér flötum hérna á sleðann og stinga höfö- inu undir pokann?“ — Og áður en eg vissi af, var hann lagstur endilangur á sleðann og búinn að troða höfðinu undir heypokann. — Hann lá á grúfu. Og nú kallaði hann

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.