Vísir - 24.12.1929, Side 10

Vísir - 24.12.1929, Side 10
VlSIR Á aðfangadagskvöld 1Q2Q. Gleðileg jól. / Drottins hljóma hörpu ómar, hjörtun fylla kærleik björtum. Lúðrar gjalla liimna halla, hingað sveitir ofan leita. Friðar engill föllnu mengi færir drotlins náðar vottinn, þvi að hljótt á helgri nóttu heimi’ er boðað frelsi’ úr voða. Lofum hann, sem hverjum manni huggun Ijær, þó raunir særi. Lofum hann, sem heims í ranni hjálpar oss að sæluhnossi. Lofa heimur, loft og geimur líknargjarna Jesú barnið. Lofi hver ein lífsins vera Ijóssins völd á þessu kvöldi. Skín í Icoti’ og konungssloti kærleikssól um fögur jólin. Allir fagna eftir megni æðri gjöf, sem fengið höfum. Ljósin glitra, tónar titra, tengist öndin friðar. böndum. Eining bjarta, inst í lijarta unað veitir borg og sveitum. Drottins hljóma hörpu-ómar, hverjum manni lífs í ranni. Hvert eitt kvöld á öllum öldum engla söngur heyrist löngum. Orð hans lýsi’ og veginn vísi, villigötur ei svo rötum. Hann einn leiðir heims á skeiði hættur yfir, alt sem lifir. Ágúst Jónsson, Rauðarárstíg 5. Fyrir 62 árum. Eg var þá 26 ára ganiall, er eg kom til Hítarnessþinga, prestakallsins, sem eg átti að fara að þjóna. Eg átti að setj- ast í sæti afa míns, því að hann liafði verið Hítamessprestur í 12 ár, áður en hann flutti að Stafholti. Eg var nú kominn aftur á æskustöðvarnar, átti að fara að starfa sem prestur á þeim stað, þar sem eg hafði fyrst séð ljós þessa heims, lært að tala fyrstu orðin og leikið mér fyrst sem barn. — Ekki settist eg þó þegar að á prests- setrinu, Hítarnesi, þar sem eg fæddist, heldur var eg fyrsta árið til heimilis í Vogi á Mýr- um. Þar bjuggu þá þau hjón Árni Bjarnason og Rannveig Helgadóttir, mestu sæmdar- hjón. Áður en þau fóru að búa í Vogi, höfðu þau verið mörg ár saman í Stafholti, og Rann- veig jafnvel að nokkru leyti fósturdóttir afa míns. Var eg þeim hjónum því vel kunn- ugur. Kirkjurnar í Hítarnesþingum voru þá þrjár, á Kolbeinsstöð- um, Ökrum og í Hjörsey. — Bærinn Vogur er í Akrasókn. -— Nú bar svo til einn sunnu- dag, skömmu eftir komu mína að Vogi, að messa skyldi í Hjörsey. — Nú er þar engin kirkja. — Með mér reið til kirkjunnar vinur minn, Árni bóndi, því að eg var ókunnug- ur leiðinni. En á heimleiðinni þurftum við að koma við á bæ einum, þar sem eg hafði aldrei komið áður. Þetta var seint um kveld, og húsfreyja háttuð. En þegar henni er sagt, hvaða gest- ir séu komnir, rís hún þegar úr rekkju og kemur inn til okk- ar, og er við höfðum heilsað, segir hún: „Eg mátti nú til að fara á fætur, því að mig lang- aði svo mikið til að sjá nýja prestinn okkar; mér er svo mikil forvitni á að sjá hvað mikið hann hefir breyst siðan eg sá hann seinast. Hann var þá ekki nema 40 vikna gam- all.“ Segir hún mér síðan frá þvi, að þá liafi afi minn farið að messa í Hjörsey, og margt íólk verið með honum, þar á meðal móðir mín, og hafi hún reitt mig alla leiðina, en veg- urinn úr Hítarnesi til Hjörseyj- ar er langur og ekki alveg tor- færulaus. — Þá sagði húsfreyja ennfremur: „Það var nú meiri en lítill kjarkur í henni móður yðar altaf, en þetta þykist eg vita að hafi verið fyrsta ferða- lagið yðar, sem teljandi sé, og líklega fyrsta kirkjuferðin.“ Eg taldi víst, að svo mundi vera. Út af þessu, sem hér er frá sagt, fór eg að hugsa um það, hvaða ferð eg muni fyrsta far- ið hafa um dagana, er eg myndi vel eftir sjálfuy, og ferð geti heitið. Eg er nú ekki í neinum vafa um það, að fyrsta langferð mín á æfinni hefir verið sú, er eg fór 6 ára gamall frá Hítar- neskoti að Stafholti, og eftir þeirri ferð man eg enn allvel. Hópurinn var nokkuð stór, er lagt var af stað. Það voru þau afi minn og amma, börn þeirra 3 uppkomin og margt vinnu- fólk. Eg man nú ekki, hve margt það var. Auk þessa voru foreldrar mínir og við synir þeirra tveir, þ. e. eg og Ólafur bróðir minn, sem var nokkru yngri en eg. Fleiri vorum við systkinin þá ekki orðin. Enn- fremur fylgdi foreldrum mín- um unglingsstúlka, Halldóra Jónsdóttir að nafni. Reyndist hún móður minni ávalt mjög vel, og mér þá ekki síður seinna, er eg varð að fara frá móður minni barn að aldri eft- ir lát föður míns. Þá gekk hún mér að miklu leyti í móður stað. — En nú er að segja af ferðalaginu. Margt þótti mér nýstárlegt, það sem bar mér fyrir augu á ferðalaginu, en þó er það einkum tvent, sem mér er minnisstæðast síðan. Annað er það, að þá var kom- ið að Hítardal til síra Þorsteins Hjálmarsens, fyrrum prófasts. Þótti afa mínum sjálfsagt að heimsækja gamla prestinn, þótt dálitið væri það úr leið, og kveðja hann, því að nú fór að verða lengra á milli þeirra en áður hafði verið. — Vel var okkur tekið i Hítardal og tók- um við okkur þar náttstað, þ. e. frændfólkið alt, en vinnu- fólkið fór beinni leið með fén- að og farangur og gisti á öðr- um bæ. — Enn man eg það vel hversu mikið mér fanst til um hýbýlaprýði alla í Hítardal í þá daga; staðarhúsin virtust mér reisuleg mjög og þilin mörg samhliða. En ekki fanst mér minst til um það, að tvennar voru útidyr á bænum. Slíkt hafði eg aldrei séð áður og þótti undur mikið, að svona furðuverk gæti verið til. Hitt það, sem mér þótti mik- ið í varið ög er einna minnis- stæðast úr ferðalaginu, er það, að þá fékk eg að ríða einn, en bróðir: minn var reiddur, svo að mér fanst eg vera æði- miklu meiri maður en hann. Ekki var mér þó treyst betur en svo, að eg var bundinn á hestinum og þótti mér hálf- partinn skömm að því, en af því mun samt ekki hafa veitt, því að riddaralegur var eg víst ekki, og hefir sjálfsagt mátt segja um mig þá, eins og segir i þjóðsögunni einni: „Álútur riður hann nú, blessaður.“ Auk þessa hætti mér til að hallast fullmikið til hliðanna með köflum, en oftast nær sat eg, með öðrum orðum, á hestinum eins og góður reiðmaður á ekki að sitja á hestbaki. — Oft var verið að segja mér til siðanna, en eg var nokkuð tornæmur. Farið var fram hjá ýmsum bæjum og sumsstaðar komið við. Voru mér sögð nöfn bæj- anna, en þeim gleymdi eg fljótt aftur, enda var hugurinn allur við það að komast á leiðar- enda, og oft þurfti eg að spyrja, hvort nú væri ekki bráðum komið að Stafholti, en það dróst furðulengi, fanst mér. Hægt var líka farið og vegurinn víða ógreiður í þá daga, eins og kunnugt er. Alt gekk þó ferðalagið slysalaust, og loksins komumst við að Stafholti. Varð eg þvi mjög feginn og var eg þá orðinn æði- þreyttur og lerkaður, og víst er það, að ekki langaði mig fyrst um sinn til þess að fara aðra ferð jafnlanga og þessa, sem þá var nýfarin. Hins vegar þótti mér gaman að þvi að láta segja mér ýmislegt af ferða- lagi okkar, til uppbótar þvi, er eg kunni sjálfur. Mér þótti * 4-T4fcy* æ æ æ æ æ æ Óska.öllum míhum viðskiftavinum GLEÐILEGRA J Ó L A. B. T. Magnússon. CC2 gaman að spyrja um hitt og þetta, en annað mál er það, hvort fullorðna fólkinu hafi þótt jafnmikið gaman að því að svara spurningum mínum, sem ekki munu allar hafa ver- ið sem viturlegastar. Nú er þá ferðasögu minni i raun réttri lokið, en samt verð eg að Ijúka máli minu með því að drepa lítilsháttar á það, er til tiðinda bar frá því, er eg kom að Stafholti og til næstu jóla á eftir. — Margt er það nú ekki, sem eg get sagt l'rá á því missiri, en mcrkasti viðburð- urinn þótti mér það, þegar mér var sagt það einn dag í nóvembermánuði, að eg væri búinn að eignast litla systur, og eg vissi að hún var falleg, þvi að eg heyrði móður mína segja: „Þetta barn er svo fall- egt, að það má til að skira það í kirkju.“ — Þegar systir mín var síðan skírð í kirkjunni, var mér sagt, að nú kæmi jólin bráðum, og að þá væri kveikl mörg og falleg ljós, og að þá væri mér gefið eitthvað fall- egt, ef eg yrði góður drengur. Margt var mér fleira sagt fall- egt um jólin. Hlakkaði eg nú mikið til. Einn dag rétt fyrir jólin var eg að leika mér við Ólaf bróð- ur minn og fleiri börn. Þóttist eg þá vera prestur og fór að taka fólk til altaris, likt og eg hafði heyrt afa minn gera. En móðir min bannaði mér þetta og sagði: „Þetta máttu ekki fyr en þú ert orðinn prestur; en þá máttu líka til að verða duglegur að læra og góður.“ — Eg trúði þessu, en gat þó ekki vel skilið það, livers vegna eg mætti ekki segja sömu orð- in og afi minn, þó að eg væri lítill. Afi var þó góður, og sagði ekkert Ijótt. Það vissi eg. Svo komu jólin, og eg fékk jólagjafir, því að þær sögðu það báðar, amma min og mamina, að eg mætti ekki „fara í jólaköttinn“. — Og það voru sungnir sálmar um barn- ið sem fæddist í Betlehem og það voru kveikt mörg Ijós. Á þeim jólum langaði mig mikið til þess að verða duglegur að læra, svo að eg gæti orðið prestur og mætti segja sömu orðin og afi minn i kirkjunni. Líka langaði mig þá mikið til þess að verða góður drengur, svo að jóla-englunum þætli vænt um mig. — Mig langaði til þessa þá, hver sem reyndin hefir orðið. Stefán Jónsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.