Vísir


Vísir - 24.12.1929, Qupperneq 17

Vísir - 24.12.1929, Qupperneq 17
VlSIR Marúska eldaði kveldmatinn og' gegndi fjósverkum, en ekki kom Helena og ekki kom stjúp- an. „Hvernig stendur á þessu, að þœr eru svona voða lengi í burtu?“ segir Marúska við sjálfa sig, og sest við rokkinn sinn. Þar kom, að hún var bú- in að Spinna fulla snælduna og farið að sjá til dagsskimu i stofunni, en livorki kom Hel- ena né stjúpan. „Æ, guð lijálpi mér, livað skyldi hafa hent þær?“ sagði valkvendið og lauk upp glugga. Himininn var stjörnubjartur og jörðin skínandi hvít af fann- Ijurði, en ekki sá til mæðgn- anna; lét þá Marúska aftur gluggann sorgbitin, las Faðir vor og hað fyrir systur sinni og móður. Daginn eftir heið hún þeirra með morgunverð- inn, heið þeirra með miðdegis- matinn, en þær komu aldrei framar. Þær liöfðu háðar fros- ið i hel í skóginum. Öðlings- stúlkan Marúska erfði húskof- ann, kúna og dálitla jarðar- spildu, og ekki varð ábýlið lengi bóndalaust, því að Mar- úska giftist góðum manni, og lifðu þau farsæl i friði og ein- ing langa æfi, hvort með öðru. Stgr. Th. þýddi. Bernskumiiiningar. —o— Ari prestur liinn fróði segir svo frá um Hall i Haulcadal fóstra sinn, að „hann mundi sjálfur það, er hann var skirð- ur, að Þangbrandur skírði hann þrevetran“. — Mjkill er mun- urinn á mér; eg hefi sjálfsagt verið orðinn 5 ára eða eldri, er eg man fyrst til mín. Vera má |þó, að einstöku atburði muni eg fyr, en fáir eru þeir áreiðanlega. Eitthvað liið fyrsta, sem eg man vel eftir, er það, er eg í fyrsta sinn fór einn á milli bæja, en hæjarleiðin sú var nú ekki löng, aðeins túnlengd eða varla það. Eg var þá hjá foreldrum mínum í Hitarneslcoti, líklega á 5. ári. Átti að senda mig heim að Hítarnesi, með eitthvað smávegis, sem eg gat vel borið. Mér þótti reyndar allmikil virð- ing að því að fá að fara þessa sendiför einn, en kveið þó mik- ið fyrir að fara, þótt ekki væri vegalengdin meiri en þetta, og vel sæist „til beggja lancla“. Eg held, að mér hafi verið innan- brjósts þá lílct og kjarklitlum manni, sem ætlar að leggja á f jallveg í tvísýnu veðri. Þó vann hugurinn sigur á hugleysinu, og' eg fór ferðina. Faðir minn lijálpaði mér yfir lítinn læk, sem rennur rétt við kothæinn, en síðan var vegurinn greiður alla leið að Hitarnesi. Ferðalag- ið gelck mér vel, en oft þurfti eg að líta aftur, til þess að at- liuga, hve mikið af leiðinni væri farið og livað ófarið væri. Þeg- ar eg var kominn alla leiðina, þóttist eg lieldur en ekki mað- ur með mönnum, að geta nú hjálparlaust heimsótt afa og ömmu og frændfólkið alt í Hít- arnesi. Þarf eg varla að taka það fram, að vel var mér fagn- að af heimafólki á allan liált. Stóð eg nokkuð lengi við, en hljóp síðan aftur heim til for- eldranna, léttur og glaður í lund og leit nú aldrei við og komst jafnvel hjálparlaust yfir litla lækinn. Þóttist eg nú afrek mikið unnið liafa. — Þetta var á hjörtum og blíðum sumardegi. GLEÐILEG JÖL! SIG. Þ. JÓNSSON GLEÐILEG JÓL! Johs. Hansens Enke (H. Biering). ææææææææææææææææææææææææ ^ææææææææææææææææææææææææ æ GLEÐILEG JÓL! SKÓBÚÐ REYKJAVlKUR. GLEÐILEG JÓL! Ölgerdin Egill Skallagrímsson. flftí Zl GLEÐILEG JÓL! VERSLUNIN FOSS. GLEÐILEG JÓL! Skóverslun Stefáns Gunnarssonar. Þá ætlaði eg að minnast á fyrstu kirjuferðina, sem eg man eftir að eg hafi farið, þótt minn- ingin um þá ferð sé reyndar i allmikilli þoku fyrir mér. Iiirkj- an, sem farið var til, var í Kross- liolti, cn Krossholt er næsti bær við Hítarnes. — Það man eg úr ferðalaginu, að margt var fólk- ið, sem þá kom til Krossholts- kirkju. Minnir mig, að þetta væri á einhverri hátið og að ein- liver annar prestur en afi minn hafi þá stigið i stólinn. Líka man eg það vel, er hringt var kirkjuklukkunum og þótti mér það merkilegur hljómur. Lítið skildi eg af því, er presturinn fór með á stólnum, en „faðir vor“ kannaðist eg samt vel við, því að þá hæn var eg búinn að læra. Eitt smá-óhapp vildi mér til i þessari kirkjuferð rétt áður en gengið væri í kirkju. Mann- þröng mikil og troðningur var í bæjargöngunum i Krossholti, og liafði einliver stór maður og fótstór stigið i ógáti ofan á •fótinn á mér. Lá mér þá við að hljóða hástöfum af sársauka, en herti mig samt og bar mig karl- mannlega, enda létti þrautinni fljótt, þvi að sá, sem átti stóra fótinn, hefir án efa hrátt kom- ist að þvi, að hann stæði á öðru en hann ætlaði sér að standa á. Mikið hugsaði eg samt um stóra fótinn, meðan eg var í kirkjunni, og lengi á eftir, en engum sagði eg frá þessu. Þá ætla eg loks að minnast á fyrstu jólin, sem eg man eftir. — Það var kominn aðfangadag- ur og móðir mín var citthvað að húa undir jólin. Bar þá gest að garði og var það stúlka sú, sem Kristbjörg liét, og þektum við hana vel. Móðir min hauð henni mat og þáði Kristbjörg hann; en á eftir þakkaði hún fyrir sig með þessum orðum: „Guðs á s t fyrir matinn, Marta mín.“ Nú misheyrðist mér svo, að eg hélt að Kristbjörg liefði sagt „guðs o s t“ fyrir matinn, og hugsaði eg að slíkur ostur hlyti að vera mjög góður, og að nú fengjum við hann á jólun- um. Þó hafði eg ekki orð á ÍÍÍttíÍGOCÍÍtSÍÍOÖtítíOÖÍÍÍiOKÍÍÍÍÍÍOíÍÖ Gleðileg jól! Tlieodór Sigurgeirsson. tltitiíitsístititststitstststststititstitsístststst þessu við neinn, en Kristbjörg kvaddi og fór, og aldrei kom osturinn frá henni. Á aðfangadagskveldið var okkur öllum úr kotinu boðið heim að Hítarnesi, og las afi minn þá jólahugvekju og jóla- sálmar voru sungnir. Síðan sagði afi mér margt fallegt um jólin, um góða drenginn, sem fæddist þá og um fallegu jóla- englana. Allskonar góðgæti fengum við síðan hjá ömmu áð- ur en við færum heim. En er við fórum heim, fylgdi okkur vinnumaður úr Hítarnesi og bar mikið af jólagjöfum, sem arnrna mín gaf okkur bræðr- unum. Um alt þetta þótti mér mjög vænt, en vænst þótti mér þó um jólakertin, sem eg fekk undir eins að kveikja á, og svo feklc eg ljómandi fallega nýja skó með skinandi hvitum bryddingum. Þá skó átti eg að fá að setja upp næsta dag, sjálf- an jóladaginn. Skemti eg mér um slund við að horfa á þetta, en svo varð eg að fara að liátta, og er eg var háttaður, fór eg að hugsa um það, livort Ijósin hjá englunum væru fallegri en ljós- in mín, hvort góðu englarnir gætu verið betri en mér fanst amma og mamma, pabbi og afi vera, og loks livort skórnir cngl- anna væru miklu fallegi'i en nýju skórnir mínir frá ömmu. Frá þessum hugleiðingum soín- aði eg sæll og glaður og svaf vært þá jólanótt. — Síðan hefi eg lifað mörg góð og gleðileg jól og liðið vel, en ekki minnist eg þess, að nein jól hafi verið mér ánægjulegri og bjartari en þessi, sem hér er frá sagt. Stefán Jónsson. GLEÐILEG JÓL! VERSLUNIN EDINBORG. GLEÐILEG JÖL! EINAR O. MAUIBERG. GLEÐILEG JÖL! Söluturninn (Einar Þorsteinsson) GLEÐILEG JÓL! Vélaverlsunin Fossberg G. J. GLEÐILEG JÓL! Verslunin Vegamót, Seltjarnarnesi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.