Vísir - 24.12.1931, Page 13

Vísir - 24.12.1931, Page 13
V 1 SI R Mamma tilkynnir. Eftir A. D. Miller. Kellie Chester kom snemma 'heim, eins og hún var vön aö gera á laugardögum. í útliti var hún ■ eins og flest böm mundu óska, að iimtug móöir væri. Hún var •grannvaxin, vel búin, gráhærö, — og ekki bar á því um of, aö hún væri máluð. Þaö er ekki tiltöku- mál, þó að hún notaði ofurlitinn varalit — það þykir að eins til bóta nú á dögum. Hún nam staðar við borðið í .anddyrinu og athugaði bréfin, sem höfðu borist að um daginn það var orðið lítið varið í að fá bréf nú orðið — þau höfðu lítið og lélegt ,að færa. Var það af því, að hún var orðin gömul ? — Hún valdi úr eitt umslagið — gult og gljáandi umslag. Hún reií það upp og las ,(— rithöndin var eins og kopar- stunga) : „Oss veitist sá heiður að tilkynna yður, að þér hafið verið kjörin félagi í „Minjaverndarfé- laginu“. — Hún varp öndinni mæðilega og lagði af stað upp á ioft. Hún ætlaði að snyrta sig, eða 3vo orðaði hún það, — en með því átti hún í rauninni við það, að hún ætlaði að fegra sig ofurlítið, áður en bóndi liennar og börn kæmi heitn. Það var laugardagur og þau voru væntanleg snemma — á hverri stundu. Feðgarnir komu neðan úr bæ, en Kitty hafði borð- að hádegisverð hjá vinstúlku sinni. — Nellie vissi að hún mundi brátt geta rifjað það upp fyrir sér, hjá hverri vinstúlkunni Kitty hefði verið. Hún mundi vel fyrirætlan- ir heimilisfólksins — oft miklu betur en það gerði sjálft. Hún fór aftur ofan og inn í dag- stofuna. Iiin fagra mynd, sem Chase hafði málað af móður Rogers, hallaðist á veggnum. Hún lagaði myndina. Roger kunni því illa, að sjá myndir hanga í ská- horn eða skakt. Það hafði borið við, þegar Nellie var að segja hon- um frá einhverju áhugamáli sinu, að hann hafði sprottiö upp, til þess að iaga mynd, sem hallaðist á veggnum. Það þurfti ekki meira til. Henni féllust hendur og gat ekki rætt áhugamálin í það sinn. Hún settist við arineldinn — það var komið fram í nóvember og fremur kalt. — Raknaði hún þá við sér og sá, að hún var enn með ólesin bréfin í höndunum. Hún opnaði þau hvert á fætur öðru og fleygði þeim i eldinn, er hún hafði lesið þau. Blómasali bauð henni að senda henni blóm eftir umtali. Hattabúð, sem hún skifti við, tilkynti útsölu. — Er húsið yðar hreint? — Það var ó- svífin spurning. Þá kom hún að nýju umslagi — það var ekki mjög frábrugðið hin- tim. Pappirinn var ofurlítið fín- gerðari og nafnið í vinstri hand- ar horni var smekklegt og vel prentað. Hún opnaði bréfið tóm- iega, en rétti þá alt i einu úr sér og starði fram fyrir sig með hálf- opnar varir. Sorg eða gleði var ekki hægt að sjá í svip hennar. ókunnur maður mundi hafa tal- ið hana undrandi á svip.------ Þetta er ótrúlegt — hugsaði hún. Það lá við að hún hefði hætt við að opna bréfið — það kom svo mikið af allskonar auglýsingum og rusli með póstinum nú orðið. Það hafði borið við, að hún hafði iátið bréf liggja á skrifborði sínu dögum saman — geymt þau þar til er hún hafði næði til aö lesa þau. Hún hefði getað látið hjá líða að lesa þetta bréf. — Það gat líka • hugsast, að hún hefði ekki lesiö það rétt. — Þetta gat elcki verið satt.....Hún las það aftur, og komst að raun um, að hún hafði lesið rétt i upphafi. Iíún fór að hugsa um Roger, ir.anninn sinn. Fyrst og fremst þurfti hann að fá að vita þetta, — breytingin mundi koma mest við hann, og hann mundi verða að gera þær ráðstafanir, sem nauð- synlegar væri. A vissum augnablikum, þegar oitthvað sérstakt bar við, fann hún það best, hversu nátengd þau voru hvort öðru, hversu rammlega þau voru bundin hvort ööru — eins og t d. daginri sem þau héldu að Kitty væri alvcg i dauðanum, — og dag- inn scm Jack — þá fimm ára gam- all — týndist í einum af trjágörð- um borgarinnar, og daginn sem ]>að komst upp, að gjaldkeri Rogers hefði stolið frá honum. Tá. Hún varð að segja mannin- um sínum frá þessu fyrst — hún óskaði þess af hjarta, að hann lzæmi fyrstur heim. Ilún var ekki dul eða pukurgjöni að eðlisfari. lTenni mundi reynast erfitt að leyna þessu fyrir börnunum, — sérstaklega fyrir Kittj'. Kitty nmndi þegar sjá það á henni, að eitthvað væri um að vera. — „Mamma — hvað er nú á seiði ? Manuna — þú leynir mig ein- hverju.“ Hún leit á armbands-úrið sitt. Roger hafði gefið henni það síð- asta fæðingardag hennar — það var síðasti afmælisdagurinn fyrir fimtugt. Hún sá að feðgarnir komu dálítið seinna en þeir voru vanir. Það skyldi þó aldrei hafa örðið neitt að þeim — og það ein- mitt þenna dag! NelTie hafði það stundum til, að búast við öllu illu, — það var gott að vera viðbúin áföllunum — og þó hafði líf henn- ar runnið áfram slétt og snurðu- laust. Það voru engin svik við Roger, þó að hún segði t. d. Kitty frá þessu fyrst. Kittv var alveg eins r,g hennar eigin sál í nýjum lik- ama. Nú heyrði hún að útidyrnar voru opnaðar og rödd sagði: „Hæ !“ Nú — það var Jack. Hann sagði „hæ“, eins og lítill hvoipur, sem rekur upp „bofs“, þegar hann kemur heim á hlaðið — eins og hann vildi segja: Hér er eg, og eg vonaað allir veiti því tilhlýðilega athygli. Hún vissi þegar, að hún varð að segja hönum frá þessu, hvort sem það var að bregðast Roger eða ekki. Hún varð að segja Jaclc frá því — gat ekki þagað yfir því. Það var líka gaman að segja Tack frá ýmsu — hann var altaf undrandi lengi á eftir. Hann kom inn rjóður af göng- unni og haustloftinu, kysti hana og þaut að hátalaranum. „Eg þarf að segja þér dálitið, Jack —.“ „Eg hélt að þú ætlaðir að hlusta á, hvenrig kappleikurinn gengi, mamma." „Er kappleikur núna?“ „Er kappleikur ? Það held eg nú — og pabbi og eg höfum veðjað io dollurum —. Þú veist að hon- um er ekki um að við unga fólkiö vinnum af honum. Hann er altaf handviss utn, að hann hafi á réttu að standa, hann pabbi.“ „Hann hefir líka ástæðu til þess, að treysta sínu eigin áliti.“ „Já, Kristófer Kolumbus hefði ekki haft meiri ástæðu til þess, að treysta sjálfum sér, en hann pabbi : minn.“ „Eg þarf að segja þér fréttir, Jack.“ „Jæja, inamma." Það var ekki á honum að heyra, að hann áliti fréttirnar hennar neitt merkilegar! Hafði hún þá aldrei haft skemtilegar fréttir að færa heimilinu ? Samviskan álas- j aði henni: Hún hafði oft reynt að gera litilvæ-ga hluti sögulega. Og , ef Jack héfði sagst hafa fréttir að j færa henni, ]iá hefði hún reynt að sýna einhvern áhuga. Hún mundi haía sagt: „Er það satt, ljósið nritt — hvað er það ?*“ Eins og hann hefði aldrci á æfi sinni brugðist henni, með því að segja henni litilvægar eða Ieiðinlegar íréttir. — Jæja — þessi fregn átti nú að bæta fyrri frcgnir upp og sýna drengnum, að hann hefði ekki tekið þessu á réttan hátt. „Jack, þú veist að hún Enrilía móðursystir min —“ „Nei, mamma, eg hefi aldrei hejTt hennar getið.“ „Víst hefurðu það —“ „Jæja, mamma. Það er líklega rétt, fyrst þú segir það.“ Nú heyrðust undarleg hljóð og liávaði úr hátalaranum. Jack var tekiun að snúa knöppunum. „Hvort setn þú hefir heyrt henn- ar getið eða ekki, ]rá er sannleik- urinn sá, að —“ Hún sagði að vísu það sem hún íiafði ætlað að segja, en Jack lieyrði ]tað ckki, og húu heyrði það ekki eintt sinni sjálf, því að nú gall við háværasta jazzorkestur. Það yfirgnæfði algerlega hina lágu rödd hennar. „Hvar er dagblaðið ?“ spurði Jack. Hann þaut frá útvarpstæk- inu og skálmaði um alla stofuna. ,.Eg hlýt að hafa náð í skakka stöð. ITvers vegna taka vinnukon- urnar altaf dagblöðin?“ „Blaðið er uppi í dagstofunni minni,“ svaraði rnóðir hans, dálit- iö fálega. Henni fanst sér vera heitnilt að skilja blaðið eftir hvar sem henni sýndist. Sonur hennar fór út úr herberginu orðalaust, [■aut upp stigann og tók tvö þrep í hverju spori. Nellie varð ein eftir í stofunni. Henni var svo innanbrjósts, sem itún hefði orðið fyrir snuprum, og fnnst kjánalegt af sér, að finnast svo mikið til um þetta......Nei, það var heldur ekki rétt hjá henni. — Henni hafði fundist sér mis- þoðið — já, það var virðulegra. Hún mundi nú alt í einu eftir því, hvað sér hefði reynst erfitt að til- kynna ömmu sinni, að hún væri trúíofuð. ITún hafði beðið þess hálfan dag, að finna hentugt tæki- færi í samtalinu, til þess að segja: „Amma, eg er trúlofuð honum Roger Chester......“ Amma henn- ar hafði heyrt illa.....Og Jack sonur hennar daufheyrðist við öllu, scm ekki kom iþróttum við. Áður en drengurinn kom aftur, var gengið um útidyrahuröina á ný. Roger! Ójá. Það var hann, sem var að hengja upp hattinn sinn — og nú lét hann hanskana sína í borðskúffuna, ti! þess að Jack viltist ekki á þeim — létist halda að það væri sínir hanskar, eins og Roger komst að orði. Hann koin inn i stofuna. „Jæja,“ sagði haim. „Eg sé að hann son- ur þinn er kominn heim. Hattur- inn hans liggur á gólfinu og frakk- inn breiðir úr sér á tveim stólum.“ Hann laut ofan að henni og kysti haua. Hann var dökkur á hörund, móevgur og bjarteygur, ennið hátt og slétt; hann var tekinn að hær- ast. Hún sá að honum var eitthvað uiðri fyrir, hvort það var sntávægi- legt eða mikilsvert — um það gat hún ekki borið, því að hann var stiltur vel. Áður en hún gæti spurt hann, bvað við hefði borið, kom Jack á GLEÐILEG JÓLl Ullarverksrniðjan „Framtiðin“ Bogi A. J. Þórðarson. ífsareatföri! GLEÐlLEGRA JÓLA og farsælt nýtt ár óskum við öllum okk- ar viðskiftavinum. Verslunin Höfn, Vesturgötu 45. GLEÐILEG JÓL! MÁLARINN. 5fc£> ltHSil!ii(i!l!tt!!IllliiII!!!ll!II!!IIIII!il!ÍNI!IIIHI!lliIli!il!!il!!!f!l!ii:iI!!l]] UM I-™ íSbbsi ■S52 § GEEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS óskar öllum Verslun G. Zoegu. l!i!ligIl!ll!Sil!IS!!lÍIÍSI!!lill!SSl!3!!ilfilll!liii!113S!lllIiS151!iÍKil!H!IE151BU H GLEÐILEG JÓL! Smjörííkisgerðin Ásgarður. GLEÐILEG J Ó L ! MANCHESTER. M GLEÐILEG JÖL! Halldór R. Gunnarsson. GLEÐILEG JÓLl Retðhjólaverksm. FÁLKINN. 88 æ æ 4 liil!ilKIYfl!immHlif5!ISIIgnilfilfilllliifilUI»inili!IIIUIIi3IIIBIB3IlilUlftm! GLEÐILEG JÓL! SOFFÍUBÚÐ S. Jóhannesdóttir. HllliiHSBMVMiKKiMUillllllfiiSiyiiMKMillliHlliUlillillilllJIIIIIi1

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.