Forvitin rauð - 01.01.1974, Page 2
*
t
Fólk, sem berst fyrir jafnrétti þegnanna í
þjóðfélaginu, getur elcki sætt sig vlð að kyn-
ferði valdl misréttl. En fjðlmennastur allra
undirokaðra hópa eru konur, sem á ólíklegustu
sviðum verða að gjalda kynferðis síns. Þær eru
líklega fáar konurnar, sem ekki hafa orðið
fyrir því einhvern tíma á lífsleiðinnl að
þurfa að þola misrétti elngöngu vegna þess að
þær eru konur.
Það sem hefur réttlætt þessa mismunun hefur
alla tíð verið sá eiginleiki konunnar að geta
borlð og alið barn. Þetta mikilvæga og bráð-
nauðsynlega hlutverk hennar hefur í raun
snúist gegn henni. I stað þess að á þetta
hlutverk væri litið sem það þýðingarmesta
í lífinu, hefur það orðið til þess, að litið
hefur verið á konur sem óæðri verur.
Kynferðislíf mannskepnunnar er einn mikil-
veegasti þáttur lífsins og hamingjusamt kynlíf
er stór hluti lífshamingjunnar. En kynlífi
fylgir mikil ábyrgð. Það er mikil ábyrgð að
fæða nýjan einstakllng í heiminn. Líf okkar
verður æ flóknara og kröfurnar, sem gerðar eru
til okkar, meiri. Lífshamingjan byggist í æ
ríkarl mæll á umhverfinu, aðstæðum og öðru
fólkl. Það er því mjög mikilvægt skref í átt
til betra mannlífs í heimi, þar sem meiri hluti
fólks býr við skort og örbirgð, að fæða ekki
í heiminn börn, nema þau séu velkomin og helst
báðir foreldrar þeirra tilbúnir tll að leggja
sig fram um að búa vel að þeim andlega og
líkamlega og gera þau að hamingJusömum og
nýtum þjóðfélagsþegnum.
A framfarabraut sinni hefur mannkynið fundið
upp ýmis tæki og meðul til að koma í veg fyrir
ótímabæran getnað, en engin þeirra eru galla-
laus, annað hvort eru þau ekki örugg eða hafa
óæskilegar aukaverkanir. Skiptir því mlklu máli
að fólk, sem orðið hefur fyrir því að stofna
til getnaðar án þess að vera tilbúið til að
eignast barn, geti með aðstoð lækna fengið
þessum getnaði eytt.
ötímabær þungun getur haft ófyrirsjáanlegar
afleiðingar á andlega heilsu og allt líf
konunnar og auk þess er raunhæft að álykta,
að óvelkomin börn verði fremur undir í lífinu
en þau velkomnu.
Prjálsar fóstureyðingar eru fyrirbyggjandi
starf. Þær koma í veg fyrir að óvelkomnir
einstaklingar fæðist í heiminn og þær koma
í veg fyrir að líf og framtíð fjölda kvenna
sé mótað af mistökum. Því eru frjálsar fóstur-
eyðingar mikið réttlætismál og eitt mlkil-
vægasta skreflð í átt tll jafnréttis kvenna á
við karla. Konur eiga að hafa jafna möguleika
og karlar til að mðta líf sitt og framtíðar-
áform. Þær eiga að ráða yfir sínum líkama að
svo miklu leytl sem það er unnt. Sú skoðun,
að læknlr eigi að segja síðasta orðið, þegar
kona hefur sótt um fóstureyðingu, er örvæntingar-
full tilraun karla til að halda við karlmanna-
þjóðfélaginu.
Hér er á ferðinni eitt af stærstu málum jafn-
réttisbaráttunnar, því styðjum vlð, sem
stöndum að þessu blaðl, af alhug það frumvarp
um fóstureyðingar, sem lagt hefur verlð fram
á alþingi og treystum þjóðkjörnum fulltrúum
okkar til að koma því í örugga höfn.
G.ö.
2