Forvitin rauð - 01.01.1974, Qupperneq 4

Forvitin rauð - 01.01.1974, Qupperneq 4
en fóstureyðing. I þessu sambandi ber einnig að taka tillit til félagslegrar heilsu kon- unnar, sem getur verið stofnað i hættu með þvi að kona sé látin ala barn gegn vilja sinum, og andleg vanheilsa getur haft i för með sér likamlegt heilsuleysi. Siunir vilja telja að sjálfsákvörðunarréttur konunnar til fóstureyðinga hafi i för með sér of mikla ábyrgð að leggja á herðar henni einni. En hún S að geta tekið Sbyrgðina á nýju lifi sem hún fæðir af sér við vonlausar aðstæður. Einnig hefur verið talað um að konan geti oft ekki séð hvað sé henni fyrir bestu vegna hræðslu og þunglyndis á fyrstu vikum meðgöngutímans. En hver getur það þS? Getur læknirinn séð betur hvað ókunnugri manneskju er fyrir bestu? Enginn utanaðkomandi maður, kunnugur eða ókunnugur getur sett sig inn i allar hliðar vandamáls einstaklings. Þvi er konan sjálf best til þess fallin að taka þessa ákvörðun, enda verður hún sjálf að bera ábyrgð á henni. Hins vegar ber að sjálfsögðu, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, að fræða hana, áður en hún tekur Skvörðun sina, um þá hjálp sem þjóðfélagið. býður, kjósi hún að eignast barnið. Heyrst hafa raddir um það, að með frjálsum fóstureyðingum sé 1 raun og veru verið að svipta konuna frelsi, þvi að þá geti aðrir þröngvað henni til að láta eyða fóstri sinu. En hvað með hið gagnstæða? >að hlýtur að vera jafn alvarlegt fyrir hana að láta þröngva sér til að eignast barn sem hún óskar ekki eftir að eignast. Það er þröngvun sem svo lengi hefur við gengist að margir taka ekki eftir henni. >að er ekki siðmennt- uðu þjóðfélagi samboðið að ráðskast S svo örlagarikan hátt með lif þegna sinna. Kona á að vera ábyrg gerða sinna segja sumir. Sofi hún hjá karlmanni verður hún að taka af- leiðingunum. En eins og kunnugt er fara til- finningar og skynsemi ekki alltaf saman. Kyn- lifið er sjálfsagður þáttur i lifi hvers full- þroska einstaklings, og á slðustu árum hafa orðið miklar framfarir á sviði getnaðarvarna, þ.e.a.s. getnaðarvarnir gerast æ öruggari og auðveldari i notkun. >ó ber nokkuð á ann- mörkum, sem valda þvi, að stór hópur kvenna getur ekki notfært sér getnaðarvarnir, og auk þess eru engar getnaðarvarnir alls kost- ar öruggar. Aukin leiðbeining i notkun get- naðarvarna ásamt aukinni mæðrahjálp minnkar að sjálfsögðu þörfina fyrir fóstureyðingar, en getur aldrei gert þær að engu. >að er ábyrgðarhluti að neita kornungri stúlku, sem ekki treystir sér til að taka á sig móðurábyrgð, um fóstureyðingu eða slit- inni margra barna móður, sem finnst hún vera orðin of gömul til að byrja á nýjan leik. >að er skref í áttina-að mannúðlegra þjóð- félagi að þegnar þess séu velkomnir i heiminn. >að er ekki virðingarvottur við lifið ?ð láta ókunnuga ráða yfir lífi konu, að láta börn fæðast við hörmulegar aðstæður, að neyða börn og aðra sem litils mega sin til að verða foreldrar. Aður en þér greiðið atkvæði yðar um þetta frumvarp, þá Ihugið hve sjálfsögð mannrétt- indi það eru, að konan ráði sjélf yfir lík- ama sinum og lifi og ákveði sjálf hvort hún vill eignast börn, hvenær hún vill eignast börn og hve mörg börn hún vill eignast. ..Skyldi ég fá eitthvaö aö boröa f dag?” Þannig hljööar spurning þessa drengs um öryggi. Matvæla- og landbúnaöarstofn- un Saineinuöu þjóöanna, FAO, sem hefur höfuöstöövar i Róm, hefur í hyggju aö koma upp vara- birgöum af nauösynlegustu fæöu- tegundum til þess aö gera mögu- legt aö vinna gegn hungursneyö- um um allan heim. Þetta framtak FAO er til oröiö vegna hinnar geigvænlegu þróunar í matvælaá- standi þróunarlanda. Aöalframkvæmdastjóri FAO, Addeke Boerma, átti I vikunni sem leiö viöræöur viö fastanefnd EBE I Brussel. Hann hefur haldiö þvi fram, aö búast megi viö mikl- um veröhækkunum á matvælum á áttunda áratugnum og aö þær muni bitna haröast á þróunar- löndunum. Veröhækkana mun sérstaklega gæta á matvælum.sem framleidd eru i löndum tempraöa beltisins og þróunarlöndin I hitabeltinu munu finna óþyrmilega fyrir þeim.

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.