Forvitin rauð - 01.01.1974, Qupperneq 10

Forvitin rauð - 01.01.1974, Qupperneq 10
allt er 1 pottinn búið, koma til með að bera ábyrgð S að gera sælan og koma til broska. Það er bvi siðferðileg ákvörðun bæði hvað viðkemur henni sjálfri(og hún hefur vissu- lega skyldur við sjálfa sig ) og öðrum í fjölskyldunni sem og hinu væntanlega barni. Það er undarleg árátta hjá fullorðnu fólki (læknum og löggjöfum)að vilja hafa vit fyrir öðru fullorðnu fólkii jafn viðkvæmu og per- sðnulegu máli, ýmist á þann veg að banna konum eða, eins og lika er hugsanlegt, bjóða þeim að framkvæma fóstureyðingu við þessi skilyrði. Slík afskipti af mikilvægri ákvörð- un og atvikum i lifi manneskju brjóta i bág við grundvallar lögmál löggjafarinnar, sið- ferðisreglur sem eru réttheerri almennum laga- boðum settum þeim til fyllingar. Eg er i þessu sambandi fyrst og fremst að hugsa um réttinn til friðhelgi einkalífs, i víðtækri merkingu - sem sé að menn hafi rétt á að ráða persónulegum málum sinum svo sem kyn- lifi, getnaðarvörnum, fjölskyldustærð, vinum, trúarskoðunum og matarræði án afskipta annarra manna, einstaklinga eða opinberra aðila. Sllk afskipti eru einkum og sérílagi óvið- eigandi,þar sem einkalifi manna er sjaldnast hætta búin af einkalifi annarra manna. í>ó er það ekki útilokað og er þá rétt að athuga málið í ljósi þess hvort slik hætta sé nægi- lega aðkallandi til að réttlæta að grund- vallarreglan um frelsi manna til að ráða einkalifi slnu sé skert. En hvað með ákvæði 1. 38/1935 eru þau full- nægjandi og eðlileg og rétt? Ef mikil hætta er búin lifi eða heilsu konu er læknum tveim rétt og jafnvel skylt (sbr. lífshættu við fæðingu eða fósturlát, sbr. S.gr.s.l.) að framkvæma fóstureyðingu. Eitt það dýrmæt- asta sem manneskjan á er heilbrigði, bæði líkamlegt og andlegt. Ef heilsu manneskju er hætt vegna þungunar, eru það þvi frum- mannréttindi, að hún fái fyrirbyggt þessa hættu. Það er hlutverk læknisins að gefa konunni upplýsingar og að aðstoða hana við að ákveða eðli þessarar hættu og hversu mikil hún er, og skylda hans að fyrirbyggja hana ef konan fer fram á það. En hlutverk lækna í þessu sambandi hefur löngum verið misskilið á þann veg að beim bæri að taka ákvörðunina fyrir konuna og er eðlilegt að ýmsum hafi vaxið sú ábyrgð i augum, að eiga að taka svo þýðingarmikla og persónulega ákvörðun fyrir aðra fullorðna manneskju. Það er nú almennt vitað og viðurkennt, að umhverfi og aðbúnaður hefur áhrif á heilsu fólks og liðan, og þvi eðlilegt og rétt að hyggja að þessum atriðum við mat á heilsufarsástæðum. Það sem eitt sinn þótti bera vott um mikið frjálslyndi og mannúð, þykir bvi nú, eins og gengur, sjálfsagður hlutur og er óþarfi að fjölyrða frekar um það, en rétt að fjalla að lokum litillega um þau atriði, sem mestum deilum veldur: félagslegar ástæður og almenn- an sjálfsákvörðunarrétt einstaklings í máli sem þessu, rök og réttindi, sem núgildandi lög um fóstureyðingar brjóta í bág við. Félagslegar ástæður fyrir því að kona vill fá fóstureyðingu geta verið mýmargar. Yfirleitt er það bannig að bungunin er til komin af slysni, en þó getur hitt einnig átt sér stað, að einhverjar ástæður komi til eftir að konan er orðin bunguð af frjálsum og fúsum vilja sem valda þvi að hún breytir ákvörðun sinni um áð eiga barnið. Gæti slík ástæða átt rót að rekja til nýrra möguleika i námi eða vinnu eða til tilfinningalegra ástæðna svo sem vin- slita við karlmanninn. Ef konan hefur orðið þunguð gegn vilja sínum af slysni, kæruleysi, fávisku eða vegna vanbroska, td. vegna þess að bað hefur orðið lykkjufall, pillan brugðist eða hún hefur hreinlega haldið að maðurinn tæki pilluna, geta margvislegar ástæður legið því til grundvallar að hún vill ekki ganga með, svo sem bær er áður var getið eða aðrar, sem einnig varða framtíðarmöguleika. Oft er aldur, hár eða lágur, megin ástæðan og taka mörg lönd sem enn hafa ekki viðurkennt fullan sjálfs- ákvörðunarrétt konunnar, tillit til slíkra rakaf en setja oft handahófsleg aldursmörk.

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.