Forvitin rauð - 01.01.1974, Side 12
Þvl er stundum haldið fram af andnalendum
Rauðsokka, að beir séu með hugtakarugling,
að barátta fyrir "jafnrétti" sé á misskiln-
ingi byggð bar sem lagalegt jafnrétti riki á
Islandi samkvæmt lagabókstafnum, hins vegar
sé hugsanlegt að jöfnuður riki ekki á öllum
sviðum, svo sem launajöfnuður. Vera má að
einhver hugtakaruglingur hafi komið upp við
notkun bessara orða þótt mér sé ekki um bað
kunnugt, hitt vil ég þó benda á að bessi gagn-
rýni er ekki fyllilega á rökum reist, því
réttur jöfnuður milli kynjanna næst ekki í
bjóðfélagi sem leggur með lögum sérstaka kvöð
á annað kynið, og skiptir í bvi sambandi ekki
máli þótt samskonar kvöð verði ekki lögð á hitt
kynið. Konan getur bví ekki orðið manninum
jafnrétthá fyrr en hún býr við jafnmikið kyn-
ferðilegt frjálsræði og er laus undan fjölgunar
skyldunni og móðurkvöðinni - hversu gott,
göfugt og skemmtilegt, sem bað hlutskipti annars
kann að vera. Og svo er hitt að 1 ljósi þeirra
kenninga sem telja að til séu viss frumréttindi
sem öllum mönnum amk. beri að jöfnu og að rikis-
lög sem stangist á við slik frumlög séu ólög
og að athafnir og venjur sem brjóti I bág við
þau séu lögbrot, þá eru beinlínis brotin lög
á konum & meðan frelsi beirra, einkalif og
sjálfsákvörðunarréttur er ekki fyllilega
virtur, td. með fóstureyðingarlöggjöf eins og
þeirri sem gildir á Islandi I dag.
Hjördis Hákonardóttir
«VIÐ ÆTLUM AÐ KOMA ÞEIM
ÖLLUM TIL M AN N S»
Þannig komst einn af laeknum þeim, sem sátu
fyrir svörum í sjónvarpinu á dögunum, að orði,
þegar rætt var um fóstureyðingar.
Margar og misjafnar eru aðstæður foreldra til
að svo verði. Þó mætti ætla að„koma börnum til
manns" væri hvað erfiðast fyrir einstæða móður,
sem tekur að sér tvöfalt hlutverk. Vitað er,
að einstæðir feður eru yfirleitt á mun betri
launum en einstæðar mæður.
Við ætlum að gera lítillega grein fyrir fjár-
hag kvenna á lægstu töxtum verkalýðsfélanna
innan A.S.I. Samkvæmt þeim upplýsingum, er
við höfum aflað okkur, er kaup í 4 vikur þ.e.a.s
s.l. mánuð 23.840,-
Miðstöð Rauðsokka
1973 - '74.
Eiríkur Guðjónsson. sími: 22719
Erna S. Egilsdóttir " : 18123
Hjördís Bergsdóttir " : 16972
Vilborg Sigurðardóttir " : 83887
Það sér hver hugsandi mannvera, að nógu erfitt
er fyrir einstakling að lifa af þessum tekjum,
hvað þá heldur móður með 1, 2 eða fleiri börn.
Ætlunin er að setja hér upp dæmi um móður með
eitt barn. Samkvæmt upplýsingum Tryggingar-
stofnunar Ríkisins eru þær bætur, sem greiddar
eru á mánuði með einu barni alls 6.725.-. Hafi
hún nú 23.840,- 1 mánaðarlaun eru tekjur hennar
alls með bótum 30.565.- . Frá þessu er dreginn
kostnaður dagheimilis, ef hún er þá svo heppin
að hafa fengið inni á dagheimili. Margar konur
vinna vaktavinnu og geta þar af leiðandi ekki
notfært sér þessa þjónustu, en verða þess 1
stað að koma barni slnu fyrir á einkaheimili,
þar sem þær verða að greiða frá 7-9 þúsund
krónur á mánuði á barn. Dagheimilisgjald er
3.600.-. Kröfur nútímaþjóðfélags eru að börn
alist upp í íbúðarhæfum húsakynnum, en erfitt
mun vera að fá tveggja hertaergja íbúð á leigu
fyrir minna en 10 - 15.000,- á mánuði. Þegar
þessir útgjaldaliðir eru upptaldir, er eftir
að greiða fæði, rafmagn, hita og sima. Þá
útgjöld svo sem barnagæzlu, þegar barnið er
veikt, skatta almennt, félagsgjöld og lifeyris-
sjóð.
þjóðfélagið veitir ekki þeim þegnum sínum, sem
eiga einstæða móður á lágum launum til jafns
við önnur börn. Má ætla, að verst séu þær
einstæðu fyrirvinnur settar, sem vinna í fisk-
iðnaðinum, þar sem engin kauptrygging er fyrir
hendi, þegar einn og einn dagur fellur úr.
Lítum nú til baka á upphafsorð þessarar greinar
ttvið munum koma þeim öllum til manns", hverjir
eru þessir við? Er það þjóðfélagið, foreldrar
eins og í okkar dæmi hin einstæða móðir??
Við vitum, að fjárhagslegar og félagslegar
aðstæður einstæðrar móður, er eignast óskil-
getið barn, er margfalt verri en föður sama
barns, sem aðeins greiðir meðlag kr. 4.675.-
á mánuði og kaupir sig lausan allra mála af
uppeldi, umhirðu og því erfiða hlutverki að
koma barninu til þroska.
Hver er svo vel settur, að hann geti tekið af-
leiðingum gerða sinna? Einstæðar mæður á lægstu
laununum??
Sigríður Kristinsdóttir Hjördís Eergsdóttir
12