Forvitin rauð - 01.01.1974, Side 18

Forvitin rauð - 01.01.1974, Side 18
F!rr v^r* mpf * Eg var með manni mínum erlendis. Hann var að læra og ég vann fyrir olckur og stelp- unni, sem við Sttum fyrir, en hún var S barnaheimili á daginn. Eg var sjálf stúdent og vonaði að begar hann lyki sínu námi gæti ég farið i skóla. Ef við hefðum eignast annað barn, hefði ekki bara bað verið útilokað, heldur llka að hann héldi áfram. Við töluðum lengi um hvað við ætt- um að gera og komumst að raun um, að við yrðum að láta eyða fóstrinu. Fóstureyðingar voru bannaðar i landinu, sem við vorum i, en vinkona mln kom mér i samband við konu, sem vissi um mann, sem hjálpaði i svona tilfellum. Ef ég hefði gert mér grein fyrir hvað ég var að ganga út í, held ég að ég hefði aldrei gert bað. Ibúð mannsins, sem var vist læknastúdent eða svo var sagt, var dimm og óbrifaleg. Hann lét mig leggjast upp S borðstofuborð og sagði mér að beygja hnén og glenna mig. Svo spennti hann út leggöngin með röri líkt og gert er við skoðun á spítölum. Eg varð að lofa að hreyfa mig ekki og láta ekki heyrast i mér hljóð. Eg lokaði augunum og beit 1 tusku, sem hann rétti mér til bess. Svo fór hann ei.tthvað að krukka og bað var djöfull sárt. Eg fylgdist ekki fyllilega með hvað hann gerði, en að lokum tróð hann gasbindi upp i og sagði, að með petta ætti ég að ganga nokkra daga og mætti ekki taka bað burt fyrr en á tilteknum degi. Undir gasbindinu væri gúmmíteinn, sem ég ætti bá að taka burt og varð ég að lofa að losa mig við hann og fela öll verksummerki. Upphæðin, sem ég borgaði var ubb. 7.500 isl. kr. en það eru nokkuð mörg ár siðan. Eg gat varla gengið með allt betta drasl inni mér og bað var ógeðsleg lykt af grisjunni, sem stóð útúr. Siðasta daginn lá ég í rúm- inu. Svo tók ég betta út. Ég er viss um að gasbindið hefur verið fleiri tugi metra á lengd. Svo kom gúmmiteinninn. Honum henti ég út um gluggann yfir bökin (við bjuggum í risi) í bessari stóru borg. Ekkert gerðist. Engar blæðingar, engir. verkir. Þannig liðu tveir dagar. Svo byrjaði að blæða um kvöld. Eg man hvað ég var fegin fyrst. En svo komu hræðilegir verkir og blóðið "varð meira og meira, stórir blóðkögglar. Eg varð fárveik og við urðum bæði dauðhrædd. Að lokum hringdi maðurinn minn í lækni og hann lét mig tafariaust á spitala. Við þorðum ekki að segja sann- leikann, en ég skildi á hjúkrunarkonunum, að bær renndi grun í, hvernig á stæði. Samt var ég ekki yfirheyrð, hvorki af læknunum né lögreglu. A eftir sagði starfsfólkið barna á spítalanum, að ég hefði getað dáið. Og einn læknirinn sagði, að margar ungar stúlkur hefðu dáið af likum orsökum. Nei, ég sé ekki eftir þessu. En ég mundi aldrei aftur gangast undir ólöglega fóstur- eyðingu. Eg lét framkvæma fóstureyðingu fyrir um þrettán árum. Blæðingar létu standa á sér og þegar brjár vikur voru liðnar fram yfir fór ég að gera því skóna að ég væri barnshafandi. Það varð mér ekki áfall fyrr en ég sagði unn- usta minum tíðindin. Hann sagði að barneign kæmi til með að eyðileggja framtið sína. Hann átti tvö ár eftir af námi erlendis og kostaði sig að öllu leyti sjálfur. Ef við eignuðumst barn fannst honum hann verða að hætta námi og fara að vinna fyrir konu og barni. Að ég yrði ein hér heima og baslaði með barn meðan hann lyki námi, fannst honum ekki koma til greina. Eg fór til læknis, sem sagt var ,að hjálpaði konum 1 bessum aðstæðum, og staðfesti hann að ég ætti von á barni. Þegar hann komst að bvl að unnusti minn var námsmaður, sem gæti borgað 1 erlendum gjaldeyri, var hann mjög fús til að gera aðgerðina. Það gerði hann siðan i sóðalegu bakherbergi. "Þú rétt ræður hvort bú lætur heyrast i bér. Þá hætti ég við aðgerðina", sagði hann. Eg beit saman tönnunum og gaf ekki frá mér hljóð, en ég hélt bað ætlaði að líða yfir mig af kvölum. Unnusti minn beið eftir mér frammi og við gengum út á næstu leigubilastöð. Eg fékk miklar blæðingar og lá fyrir 1 einn sólar- hring. En heppnin var með og eftirköst urðu engin. Aldrei hefur sótt neitt hugar- angur á mig að hafa gert betta, enda hef ég eignast barn siðar. Eg var hinsvegar alls hugar fegin að eyðileggja ekki lif báver- andi unnusta mins. Þessi atburður kann bó að hafa verið undirrót bess að við slitum sambandi okkar rúmi ári síðar. cJ® 18

x

Forvitin rauð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.