Forvitin rauð - 08.03.1979, Síða 5

Forvitin rauð - 08.03.1979, Síða 5
5 geysist fram á völlinn, sum hver í þeim til- gangi einum að notfæra sér barnið sem agn fyrir foreldra. Agn sem á að fá foreldrana til að hegða sér í samræmi við þær leikreglur sem eru nauðsynlegar til viðhalds þjóðfélagi auðhyggjunnar. Rauðsokkar vilja sporna við þessum áróðri og benda á leiðir sem liarra-í = að manneskjulegu þjóðfélagi , þar sem allir eiga kost á heimilislífi, þroskandi námi og starfi, þar sem frjáls þróun' hvers einstakl- ings er skilyrði fyrir frjálsri þróun heild- arinnar. Á þessar leiðir reynum við m.a. að benda í þessu blaði og í dagskrá okkar þann 8. mars. hver er hvad og hvad er hver og hver er ekki hvad? 1 vetur barst Jafnréttissíðu Þjóðviljans bréf frá Kristjönu Bergsdóttur en í bréfi þessu eru bornar upp nokkrar spurningar um stefnu Rauðsokkahreyfingarinnar (Rsh.).Þeir sem sjá um Jafnréttisslðuna komu bréfinu til Rsh. og ákvað miðstöó að því skyldi svarað I næsta blaði Forvitinnar rauðrar. Kristjana spyr: "Frá öðru þingi Rsh. er ályktun (birt í Forvitinni rauðri des '76) þar sem stendur: "Kúgun kvenna er efnahags- legs og kynferðislegs eðlis. Hún er liður í þvl misrétti sem þjóðfélag okkar byggist á... Félagslegar og efnahagslegar aðstæóur kvenna gera þeim ekki kleift að standa jafn- fætis körlum. Undirrót þessa er það hlut- verk sem konur gegna og hafa gegnt I fjöl- skyldunni." Spurning 1) Hvað er átt við með "að standa jafnfætis körlum” og þá hvaðe körlum? 2) Ef undirrót kvennakúgunarinnar er (að áliti Rsh.) fjölskyldan og hlutverk konunnar þar, má þá skilja svo að Rsh. sé ekki sammála Engels um upphaf kvennakúgunar- innar (Uppruni fjölskyldunnar)? KOGUN KVENNA ösköp er það nú undarlegt að fá spurningu eins og þá fyrri frá virkum félaga I hinni kvennabaráttuhreyfingunni hér á landil Þegar talað er um kúgun kvenna I kapítal- Isku þjóðfélagi er átt við sérstaka undir- skipaða stöðu þeirra I þjóðfélaginu annars vegar og þá kúguðu vitund sem viðheldur þessari stöðu hins vegar. Rúmlega helmingur giftra kvenna á Islandi vinnur utan heimilis. Árið 1960 gegndu 82% þessara kvenna svokölluðum kvennastörfum þ.e. þjónustustörfum hvers konar. ræstingu, störfum við matvælaiðnað, hjúkrun, barna- kennslu o.fl. (Jafnrétti kynjanna bls. 109). Þessi mynd er ekki talin hafa breyst fjarska mikið siðustu 19 árin. Störfin sem hér voru talin eru bæði lágt og lltils metin. Það sést líka um leið og litið er á upptalning- una að þetta eru störf sem voru einu sinni unnin á heimilunum en hafa flest út I at- vinnullfið með breyttum þjöðfélagsháttum og breyttu hlutverki fjölskyldunnar. Þessi störf eru unnin á ólaunuð á heimiunum og lágt launuð á atvinnumarkaði. Hin lágu laun hafa oftast I för með sér veikari efnahags- lega stöðu kvenna en karla. Heimavinnandi húsmæður (tæpur helmingur giftra kvenna)eru að sjálfsögðu fullkomlega háðar eiginmanni slnum efnahagslega af þvl að aðalstarf þeirra er ólaunað. Eftir erfiðan vinnudag I kvennastarfi býður kvennanna önnur vinna á heimilinu við húsverk og barnagæslu. Samkvæmt hefó- bundinni verkaskiptingu kynjanna er sú ólaun- aða vinna sem innt er af hendi á heimilunum I verkahring kvenna. Þær bera ábyrgð á þessum störfum og börnunum. Yfirleitt er þessi tvöfaldi vinnudagur meira en nóg fyrir konurnar- þær hafa ekkert þrekaflögu til félagslegrar virkni eða póli- tlskrar þátttöku. Auk þess er alls ekki ætl- ast til þess, samkvæmt borgaralegri hugmynd- afræði að þær séu að slíku brambolti eða láti til sín taka. Félagslega eða pólitískt virk kona liggur alltaf undir ásökunum (úr ótrúlegustu áttum) um að hún sé að vanrækja fjölskylduna vegna einhvers sem skipti minna máli en .eiginmaður og börn. Staðan er þessi: Mikill meirihluti kvenna vinnur tvöfaldan vinnudag en er samt meira og minna fjárhagslega háður "framfæranda" vegna hinna lágu launa sinna og ólaunaðrar vinnu. Konur eru múlbundnar heimilum og börnum bæði vegna beinnar vinnu og hugmynda- legrar innrætingar. Konur hafa djúpstæöa ótrú á sjálfum sér og möguleikum slnum af frh á bls. 34

x

Forvitin rauð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.