Forvitin rauð - 08.03.1979, Page 9

Forvitin rauð - 08.03.1979, Page 9
lega sem andstæður. Og það þarf að gera gott betur en að segja : Þessi forsíða lýgur með þögninni - það þarf að greina lygina, brjóta upp hið falska samhengi og gera það að andstæðum sem eru andstæður. En við erum vön að sætta okkur við andstæður og þver- sagnir svo að það þarf að gera enn betur - það þarf að búa til samhengi líka. Georg Lukács sagði aó góðir rithöfundar ættu að vera raunsæir hvað sem það kostaði, ef þeir væru það, lýstu þeir jafnframt breytileika þjóðfélagsins, sókn verkalýðsins og hnignun borgarastéttarinnar en hvort tveggja væru sögulegar staðreyndir. Þannig bókmenntir leiddu lesandann til aukins skiln- ings á þjóðfélagi sínu, verkið sem slíkt og heildarmynd þess hefði þau áhrif á hann, að hann skildi og skynjaði þá þróun og þau sam- hengi sem fælust I hinu raunsæa verki. Þetta sást best og skörulegast £ hinum miklu 19. aldar höfundum eins og Balzac, sagði Lukács. Bertold Brecht sagði aftur á móti, að höfundar á 20.öldinni gætu alls ekki notað sömu tjáningarform og höf'. á öldinni sem leið, enda töluðu þeir um allt annan veru- leika, við allt öðru vísi áhorfendur. "Lok- að" heilstætt verk eins og Lukács var svo hrifinn af, væri sömuleiðis út £ hött, les- andi/áheyrandi skoðaói það með sérheim, sem ekki krefðist eins eða neins af sér. Það þyrfti að opna verkið og tala til fólksins , krefja það um umhugsun og afstöðu, abbast upp á það með nærgöngulum spurningum, brjótí það staónaða form og listrænu blekkingu sem skapar þægilega fjarlægð milli listar og viðtakanda hennar. A.B.R. hyllir Brecht og hans kenningar og segir að hann hafi skilið, að róttæk list verður að brjóta niður neytendavitund fólks bæói með efnismeðferð og formi. Viðtakand- inn verði að fá tækifæri til að skilja sjálf— ur stöðu sina og tilfinningar £ pólitfsku samhengi. En þá kemur l£ka til kasta lista- mannsins £ þv£ aö greining hans á veruleika okkar og úrvinnslan á honum séu bæði raunsæ og hafi einhvern skilning á baráttuleiðum fram að færa. Pælt og kýlt. Ef greiningin á stöóu kvenna og möguleik- um £ kapitalisku þjóðfélagi er heiðarleg og gagnrýnin er staðan svolitið vonlaus og botnlaus - þvi mióur. Kúgun kvenna er bæði gömul og ný, hún er alls staóar i kringum okkur og skæðust er hún ef til vill £ okkar eigni vitund - okkar eigin hugsanagangi og hugmyndun. Og hvernig geta róttækir lista- menn brugðist við - hvernig hafa þeir brugð- ist við allri kvenfrelsis/kvennakúgunarum- ræðunni og hvaða lærdóm má draga af þeim viðbrögðum? A.B.R. lýsir tveimur heldur dauflegum farvegum sem kvennabókmenntir þ.e. bókmennt- ir eftir konur - hafa runnið ansi mikið eftir. Annars vegar hefur töluvert verið skrifað af bðkum um kúgaðar konur, þar sem ástandið er greint - og búið. Lesandi stendur nánast £ sömu sporum eftir lestur- inn og fyrir hann. Menn geta velt þv£ fyr- ir sér hvort Einkamál Stefaniu eftir Ásu Sólveigu sé þannig bók. Hins vegar hafa verið skrifaðar bækur þar sem kúgunin er greind fram og aftur, söguhetjan (kona) vaknar til vitundar um kúgun sina, brotnar undan henni og drepur sig. Þannig endar kvenfrelsisbókin Le eftir Hjördisi Mölle- have. Svona getur farið með raunsæið ef kúgunin er mikil og alls staðar, og val- kostir eru £ sjálfu sér ógn vesældarlegir - ef nokkrir. Eða getur það flokkast undir raunsæi að láta konu brjótast sigursæla undan kúgun sinni og öðlast frelsi mitt £ þjóðfélagi sem er gegnsýrt af misrétti og kúgun? Og getur maður sagt að sjálfsmorð sé uppörvandi lausn fyrir baráttukonur? A.B.R. talar hins vegar um mjög skemmti- legan valkost - sem er um leió hvorki nýr né frumlegur en hefur einhverra hluta vegna l£tið sést £ £slenskum nút£mabókmenntum. Hér verð ég þó að nefna tvær undantekningar a.m.k., sem ekki eru af verri endanum, þ.e. frábærar sögur Svövu Jakobsdóttur og ný bók Magneu Matthiasdóttur. Góður rithöf- undur getur nefnilega betur en nokkur ann- ar notað fmyndunaraflið - búið til mynd af þv£ frelsi , sem við eigum svo bágt með að sjá fyrir okkur sem veruleika. Allir eru alltaf að búa sér til vonir og drauma - þv£ eins og Freud segir : Segja má að sá sem er hamingjusamur halli sér aldrei að imyndunaraflinu - það gerir aðeins sá sem er ófullnægður. Öfullnægðar óskir eru orkulind £mynd- unaraflsins og hver einstök birtingar- mynd þess er uppfylling óskar, sárabót fyrir ófullnægðan veruleika. En nú er £myndunaraflinu ef til vill hvergi beitt hressilegar en £ afþreydjngar- frh. á bls. 33

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.