Forvitin rauð - 08.03.1979, Page 16

Forvitin rauð - 08.03.1979, Page 16
16 Það má skoða fyrirbærið barnamisbyrm- ingar frá félagslegu, lagalegu og sál- fræóilegu sjónarhorni. Ég álít barna- misþyrmingar eða ofbeldi gagnvart börn- umvera vítt hugtak og alls ekki hægt að takmarka það við áþreifanlegt eða líkam- legt ofbeldi sem á sér stað inn á heim- ilum. En, það er einmitt það sem fólki dettur oftast fyrst - og kannski ein- göngu - í hug þegar minnst er á barna- misþyrmingar eða ofbeldi. Þetta hug- tak nær hins vegar til réttar- og fél- agslegrar stöðu barna og einnig þeirrar siðferðilegu afstöðu þjóðfélagsins, sem speglast I framkomu og aðbúnaði er varða hagsmuni barna almennt. Þaó væri hægt að skrifa langa grein um andlegar og llkamlegar barnamisþyrmingar, um orsakir, eðli og meðferð þeirra út frá kenningum atferlisvísindanna. I grein sem þessari finnst mér hins vegar eiga betur vió aó fjalla um fyrirbærið á víðari grundvelli, þ.é. I félagslegu og pólitísku samhengi. EÐLI OFBELDIS. Ofbeldi hefur stundum verið skilg greint sem það ofurefli sem sterkari að- ili getur beitt veikari aðila. Við sjáum slíkt eiga sér stað á hinum ýmsu stigum pólitlskra, félagslegra og mann- legra samskipta. Sterk þjóðfélög kúga eða beita ofurefli önnur þjóðfélög, sem eru smærri og/eða veikari, valdastétt kúgar valdalausa stétt, karlmenn kúga konur, fullorðnir kúga börn. Ofbeldið getur komið fram I hinum ýmsu formum, allt frá beinu gerræöislegu ofbeldi til þaulhugsaóra, slípaóra, sálfræðilegra kúgunaraðferða. Ofbeldi eins og það birtist I svo kölluðum vestrænum menningarrlkjum er oft talið benda til bældrar reiði, hræðslu eða kúgunar þess sem ofbeldið fremur. Það sé frumviðbragð sem teng- ist því að hagsmunum (I víðustu merk- ingu) og þarfafullnægingu sé ógnað. Otrás þessa meðvitaða eða ómeðvitaða andsvars felst I þvl að beita ofbeldi. Þetta getur bæói átt við um skipulögð árásaröfl (skilgetin afkvæmi ofbeldis- þjóðfélagsins), sem fá á sig pólitísk- an stimpil (Baader-Meinhof hópurinn), glæpastarfsemi af ýmsu tagi (mafíur I U.S.A.) og ofbeldi sem einstaklingar beita aðra einstaklinga, hvort sem það nú er á götum úti eða innan hins frið- helga heimilislífs. Kjarninn er sá sami: Ofbeldi er andsvar við ofbeldi, kúgun kallar á kúgun. En þvl miður beinast þessi viðbrögð manneskjunnar ekki alltaf á skynsamlegan og rökrænan hátt að réttu marki, heldur jafnvel gegn sjálfri sér og sínum. Þjóðfélögin setja lög sjálfum sér til varnar og viðhalds. Sömuleiðis eru sett lög með tilheyrandi refsikerfi til að vernda einstaklingana og eignarétt- inn gegn ofbeldi annarra óviðkomandi einstaklinga. En hvað um það ofbeldi sem viðgengst innan friðhelgi einkallfs- ins? Yfir það ná engin lög á sama hátt, ÞÓtt einstaklingum sé refsað harölega samkvæmt lögum fyrir svo lltið sem að dangla I náunga sinn á götu, þá getur karlmaður lúskrað á eiginkonu sinni, nauðgað henni og kúgað hana og foreldr- ar beitt börn sín hinum ótrúlegustu kúgunaraðferðum og jafnvel llkamlegu ofbeldi innan friðhelgi einkallfsins án þess að yfir slíkt nái nokkur lög eða að þjóðfélaginu beri nokkur skylda til að vernda þar einstaklingana fyrir hvor öðrum. Verndun og hagsmunir þjóðfél-'. agsins ná ekki til þess ofbeldis sem skeður á forsendum þessara tengsla og innan friðlýstra fjögurra veggja heim- ilisins. Lagaleg staða hjónabandsins og fjölskyldunnar og hugmyndafræðileg

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.