Forvitin rauð - 08.03.1979, Síða 19
19
UM dagvistarmál:
ÚRBÓTA ER ÞÖRF
Á vegum Reykjavlkurborgar eru nú til
dagvistarpláss fyrir u.þ.b tíunda hvert
mannsbarn á forskólaaldri £ borginni,-þ.e.
sex ára börn og yngri. Þetta framboó á dag-
vistun fullnægir ekki einu sinni eftirspurn
forgangshópanna svokölluðu, þ.e. einstæðra
foreldra og námsmanna. Biðtrmi eftir plássi
á dagvistarstofnun nú mun vera u.þ.b. ár
fyrir meðlimi forgangshópanna. Aðrir for-
eldrar hafa orðið að leita annars konar
lausna.
Á barnaheimilum borgarinnar eru börnin í
umsjá sérmenntaðs fólks. Þau fá morgunmat,
heitan mat í hádeginu og mjólk og brauð í
eftirmiðdaginn. Þar er venjulega útfært
vinnuprógram, börnin púsla, syngja, það er
lesið fyrir þau, þau eru úti o.s.frv.
Fyrir þessa þjónustu greiða foreldrar nú
kr.26.000.oo, en ríkið greióir þann mismun
sem á vantar.
1 Reykjavlk eru einnig skráðar um 300
dagmömmur, sem hafa í sinni umsjá eitt til
fjögur börn. Gjaldið fyrir fulla gæslu
(8 tímar) er nú um 50.000.oo krónur á
mánuði. 1 flestum tilfellum eru þessar dag-
mömmur með heitan mat handa börnunum á dag-
inn, en það er alls ekki alltaf. Dagmömmur
eru algengasta úrræði vinnandi barnafólks
sem er i sambúð, svo og einstæðra foreldra
og námsmanna meðan þeir blða eftir dagheimil-
isplássi. Rlkið greiðir gæslu hjá dagmömmu
niður I sama verð og er á barnaheimilum
borgarinnar, ef einstæðir foreldrar eiga I
hlut. Leikskólarnir hvorki geta, né eiga
að koma I stað dagheimilanna og eru þvl
ekki valkostur fyrir vinnandi fólk, þv£ þar
er aðeins fjögurra tlma vistun og engin
matseld fyrir börnin.
1 Reykjavlk eru einnig starfrækt örfá
foreldradagheimili, sem að mestu eru rekin
af foreldrum. Þeir sjá um að ráða starfs-
fólk og finna hentugt húsnæði til starfsem-
innar. Á sjúkrahúsum eru starfrækt barna-
heimili fyrir hluta af börnum starfsfólks
og sumir hafa skyldmenni - oftast ömmur -
upp á að hlaupa I sambandi við barnagæslu.
Þannig er nú ástandið I þessum má.lum hér
og nú.
Á þessu má sjá, að böm hér I Reykjavík
hafa ekki aldeilis jafnan rétt. Maður
skyldi þó halda, að það ættu að vera sjálf-
sögð mannréttindi, að börn ættu þess jafnan
kost, að öðlast þroska við leik og starf
undir umsjón þess sérmenntaða fólks, meðan
foreldrar þeirra vinna til að halda bvl
"góða" samfélagi gangandi. -En svo er nú
ekki.- Samfélagið tekur sem sagt ábyrnð á
þvl, að hæfar manneskjur sjái um u.b.b.
tlunda hvert barn hér I bæ.
Krafan um næg og góð barnaheimili hlýtur
að vera öllu barnafólki mjög ofarlega á
blaði núna. Barnaheimili eiga að stuðla að
tekju og aðstöðujöfnun. Þeu eiga að stuðla
að jafnræði með börnum , með tilliti til
misgóðra þroskaskilyrða og óllkra uppeldis-
legra aðstæðna heima fyrir og stuðla að þvl
að börn standi jafnar að vlgi þegar að skóla-
vist kemur. Það þarf að nota allar hugsan-
legar smugur, til að vekja athygli á ástand-
inu I þessum efnum og láta yfirvöld ekki
komast upp með að skera niður framlög til
þessara nauðsynja nú á "aðhaldstlmum".
Það er að fara af stað samfylking um dagvist
armál, sem Rauðsokkahreyfingin, 8 mars hreyf
ingin og fleiri félagasamtök standa að.
Ef þið hafið baráttuþrek aflögu, hringið I
slma 28798 milli klukkan 5 og 7 virka daga
eða fyrir hádegi á laugardögum og fáið
upplýsingar.
Hallgerður Glsladóttir
Ingibjörg Hafstað