Forvitin rauð - 08.03.1979, Qupperneq 23
23
og ekki nein skilgreining á hugtakinu.
I mlnum huga þýðir bamamenning tvennt.
Annars vegar sú menning sem þróast meðal
barna og þau skapa sjálf með leikjum sínum,
hugmyndum og ímyndunarafli auk þess sem þau
læra af öðrum bömum. Þessi menningarheimur
er að mestu óháður hinum fullorðnu, þar ger-
ist ýmislegt sem hinir fullorðnu fá ekkert
að vita um.
Hins vegar er sú menning sem fullorðnir
skapa handa börnum og komið er á framfæri
með ýmsu móti svo sem £ bókum, blöðum, mynd-
um, kvikmyndum, barnatíma I útvarpi og
sjónvarpi að ógleymdum þeim menningararfi
sem gengur frá kynslóð til kynslóðar í kvæð-
um sögum og ýmsu þvl sem foreldrar kenna
bömum sínum. Til þessarar "ytri" menningar
ber einnig aó telja þá uppfræðslu sem veitt
er á bamaheimilum og I skólum og allt er
innan viðurkennds ramma borgaralegs samfél-
ags.
Menning barnanna sjálfra verður ekki rædd
nánar hér. það kannast vonandi hver og einn
við það frá sjálfum sér hvað I þeim orðum
felst. Það er hins vegar ætlunin að eyða
prentsvertunni á framleiðslu þá sem börnum
er boðið upp^ á dag hvern.
Það kannast eflaust allir við frásagnir
frá fyrri tímum um börnin sem léku sér að
legg og skel, hlustuðu á sögurnar hennar
ömmu, tóku virkan þátt I daglegu amstri heim-
ilisins og áttu varla föt til skiptanna.Bóka-
kostur var lltill, blöð sáust sjaldan, skóla-
bækur gengu frá manni til manns,ef menn lærðu
ekki að lesa á Jónsbók eins og tltt var fyrr
á öldum.
Ef miðað er við frásagnir af þessu tagi,
verður augljóst hversu heimur barna á Islandi
hefur gjörbreyst.
BÖRN ERU TRYGGIR NEYTENDUR.
1 örvæntingarfullri leit sinni að nýjum
mörkuðum opinberaðist auðvaldinu smám sam-
an að börn eru tryggir neytendur. Það gefast
nefnilega allri foreldrar upp fyrr eða síðar
fyrir rellinu I bömunum. A undanfömum ára-
tugum hafa streymt á markaðinn leikföng,
bækur, blöð og hljómplötur að ógleymdum kvik-
myndum (sbr. Grease) sem ætluð eru börnum.
Skólakerfið hefur gjörbreyst, nú stendur það
undir mikilli framleiðslu bóka, kenrislugagna
og ritfanga o.fl. Þannig hafa börnin fylgt
þróuninni, þau eru þátttakendur 1 neyslu-
kapphlaupinu eins og við hin.
Það sem skiptir þó mestu máli, er hvernig
sá mennigarheimur lítur út sem framleiðendur
bjóða upp á. Og þá kárnar nú gamanið.
Bömunum er boðið upp á alls konar
hetjur sem drýgja dáðir (Tinni)( ýmist eru
þær að berjast gegn illum öflum (oftaát komm-
únistum) mikið er um ofbeldi einkum í blöðum,
myndasögum, sjónvarpi og kvikmyndum. Auðvit-
að eru allir að græða (sbr. Jðakim frænda)
eða stefna að þv£ að verða frægir. Þarna er
draumaheimur borgarans lifandi kominn - fölsk
glansmynd af veruleikanum.
Megnið af þvl menningarefni sem börnum er
boðið upp á er erlent og nú á allra slðustu
árum er komin til ný tækni I bókaútgáfu sem
gerir útgefendum kleyft að fá ódýrar mynda-
bækur. Þeir þurfa aðeins að setja inn Isl-
enskan texta. Afleiðingin verður sú að erl-
endar bækur verða æ stærri hluti þeirra bóka
sem út koma. Islenskar bækur eiga I vök að
verjast um leið og oróum fer fækkandi I bók-
um og myndirnar ná yfirhöndinni. Leskunnátta
þverr að sama skapi að sögn kennara.
Þannig mætti lengi telja. Heimur barnsins
er orðinn tæknivæddur, hann er fullur af
spenningi t.d. er leikfangamarkaðurinn orðinn
hreinn frumskógur tækniundra. Allt gegnir
þetta þeim tilgangi að hafa ofan af fyrir
bömunvim og gera þau um leið að tryggum neyt-
endum frá blautu barnsbeini.Slfellt kemur
eitthvað nýtt á markaðinn sem allir verða að
eignast. Kynslóðir sem alast upp við að fá
allt keypt halda þvl væntanlega áfram slðar
meir.
Um leið og barnamenningin speglar tækniöld
nútlmans, er sá heimur gegnsýrður hugmyndum
kapltalismans svo sem áður er minnst á. Við
könnumst öll við það úr uppeldi okkar hvern-
ig viðteknar hugmyndir borgarastéttarinnar
slast inn I okkur, enda eðlilegt, þær eru
ráðandi I samfélaginu. Ég nefni sem dæmi hug-
myndir um hlutverk kynjanna, um það hvað
þykir fInt,gott og gilt, hvaða stéttir eru
mikils metnar og að hverju hver og einn eigi
að stefna I llfinu.
Til aó gera langa sögu stutta verður nið-
urstaðan sú að bamamenning eins og hún lít-
ur út £ dag er afsprengi auðvaldsþjóðfélags-
ins. Gagnvart Islenskum bömum er sú mynd
sem þeim er daglega boðið upp á áreiðanlega
nokkuð framandi, þvl hún er oftast erlend
og lítt I samræmi við íslenskan veruleika.