Forvitin rauð - 08.03.1979, Síða 27

Forvitin rauð - 08.03.1979, Síða 27
27 FÓLITÍSXUR ÁRÓDUR EDA DULIN INNRÆTIN6 "Steliö frá okkur og kallið það hag- ræðingu. Gerið okkur heimilislaus og kallið það byggðaáætlun. Niðurlægið okkur og nefnið það félagslega aðstoð. Gerið okkur brjáluð og kallið það geð- vernd. Eitrið fyrir okkur og kallið það umhverfisvernd. Gerið okkur atvi- nnulaus og kallið það hagræðingu. Lei- ðið okkur á villigötur og kallið það auglýsingar. Seljið Xlkami vora og kallið það kynferðilegt frelsi. Snuð- ið okkur og kallið það tekjuöflun fyr- ir ríkið. Hlutgerið okkur og kallið það "lífsstandard". Ljúgið að okkur og nefnið það málfrelsi. Hæðið vinnu okkar og kallið hana lltilvæga. Kúgið okkur og kallið það lýðræði." Or "Herbergisfélagar" eftir Claes And- erson. Mér hefur verið falið að fjalla lltil- lega um Sróður I skólum og finnst mér þá vel við eiga að nefna I upphafi þau megin- einkenni auðvaldsþjóðfélags sem þessi til- vitnun felur I sér. Við segjumst búa I lýðræðisþjóðfélagi S Islandi og okkur er talin trú um að við séum frjáls og getum valið það llfsform sem við viljum. En ætli veruleikinn sé ekki annar, skyldu möguleikarnir vera svo margir þegar á reynir. Skólinn er að sjálfsögðu sniðinn við hæfi rlkjandi þjóðskipulags á hverjum tl- ma. Honum er ætlað að ala upp og þjálfa þá þegna sem samfélagið/atvinnurekendur þurfa S að halda. Það er mikil blekking að halda að börnin læri ekki I skðlanum annað en það sem námsskrár mæla fyrir um. Þau læra miklu fleira: Þau læra að keppa við aðra. Þau læra að vinna einstaklingsbundið. Þau læra þolinmæði. Þau læra að bíða. Þau læra að bæla niður eigin óskir. Þau læra að tjá sig I orðum eftir þvl sem kennarinn vill. Þau læra að tala ekki um eigin reynslu. Þau læra að sýna félögum slnum afskipta- leysi og fálæti. Þau Xæra að heyra ekki þó þau sýnist hlus- ta. Og þau læra að hlýða yfirboðurum skilyrðis laust. Þetta er oft nefnt "hin dulda námsskrá skólans", og vlða erlendis hafa verið ger- ðar kannanir á þvl hversu vlðtæk þessi áhrif skólans séu og hvernig nemendur bre- gðast við þeim. En hér á landi er fátt um rannsóknir I skólum og skólamálaumræða al- mennt fátækleg eins og allir vita. VIRÐING FYRIR VALDINU. Helst er að smáupphlaup verða þegar góðborgarar fara að gruna vonda komma I kennarastétt um að reka það sem þeir kalla pólitlskan áróður I skólum. Fyrir tveimur árum varð eitt sllkt upphlaup og urðu blaðaskrif um málið I nokkra mánuði. Kveikjan að þessu var ofursaklaust grein- arkorn sem ég skrifaði I Þjóðviljann, þar sem ég benti á að pólitískur áróður væri ekki aðeins vinstri áróður heldur llka sá sem talinn er til hægri aflanna. Hann er hins vegar dulinn en iðkaður eðlilega I rlkum mæli I skólkerfinu, bæði beint I kennsluefni og með annarri borgaralegri innrætingu, sem börnin verða fyrir. Þar undir flokkast það sem börnin tileinka sér á degi hverjum gegnum hina duldu náms- skrá. Þjóðfélagið þarf á að halda gagn- rýnislitlu fólki sem tilbúið verður að skðlanámi loknu að vinna við þau kjör sem peningavaldinu kemur best. Og skólanemar verða að bera virðingu fyrir VALDINU sem sllku. Þeir eru sjálfir valdalausir eins og margir aðrir hópar þjóðfélagsins, þeir hafa ekki yfir fjármagni að ráða og á meðan þýðir lltið fyrir þá að hafa hátt um eigin skoðanir eða vilja. Ekkert af þessu flokkast samt undir pólitlska innrætingu I hugum flestra hvaða stjórnmálaflokki sem menn fylgja. Það er ekki fyrr en á allra seinustu árum að róttækir kennarar eru farnir að láta til sln heyra varðandi þetta skólauppeldi og þá borgaralegu inn- rætingu sem þar dafnar. ALLIR FENGJU SITT. Og nú er I uppsiglingu annað upphlaup af svipuðum toga og fyrir tveimur árum nema sýnu alvarlegra. Á Alþingi er komið fram frumvarp þess efnis að koma skuli I veg fyrir pólitlskan áróður I skólum og segir þar m.a.: "Virða skal rétt forráða-

x

Forvitin rauð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.