Forvitin rauð - 08.03.1979, Síða 30
30
hluti (smíðar t.d.). Reynsla okkar af þess-
um umræðum var yfirleitt sú, að strákarnir
létu I ljðs þá skoóun aö stelpurnar væru
veikari aðilinn (sérstaklega líkamlega) og
gætu ekki mikið meira en aó verða húsmæður
seinna meir (lítilsvirðing þeirra á þessu
starfi) . Þveröfugt við þessa hegðun vöruð-
ust stelpumar yfirleitt að svara svona
spurningum (oft af ótta við að fá ekki við-
urkenningu strákanna), eóa sögðu að þeim
væri alveg sama. Þessi hlutlausa hegðun er
að mörgu leyti dæmigerð fyrir unglingsstelp-
ur og einmitt þar reynum við aó styðja þær
sem mest. Hugmynd okkar kvenna starfandi á
þessu sviði, var þvl að mynda hópa með
þeim stelpum er sóttu það frístundaheimili
er hver og ein okkar starfaði við. Við
gerðuin það af ásettu ráði að hindra að
strákar kæmust inn í hópinn, einfaldlega
til að koma I veg fyrir sama hlutinn aftur
og aftur ,þ.e.,að strákarnir tala og stelp-
urnar þegja. Þessir stelpuhópar hafa slðan
myndast smátt og smátt um land allt.
STARFSEMIN MEÐ UNLINGSSTELPUNUM
Til að gefa skýrari mynd af starfsemi innan
svona hóps, þó svo að reynsla hvers og eins
sé I einhverjum atriðum mismunandi, ætla
ég að lýsa mlnu starfi. fig var að vinna á
unglingaheimili I hverfi þar sem bjó svo
til eingöngu verkafólk. Tvisvar I viku voru
danskvöld og komst ég þannig I kynni við
stelpurnar sem voru á aldrinum 15-16 ára.
Tillaga mín um að mynda hóp, fannst þeim 1
fyrstu svolítið skrýtin, en eftir að við
höfðum gert okkur grein fyrir þvl, að svona
hópur hefði ekkert á móti strákum, fannst
þeim gaman að prófa. Er við hittumst fyrst
höfðum við ekki setið lengi saman, er við
vorum truflaðar af nokkrum strákum, sem
þótti sjálfsagt að blanda sér I samræðurnar,
án þess aö vita um hvað við ræddum. Við
sögðum þeim hvað við værum aö gera, en báð-
um þá síðan að láta okkur einar I ákveðinn
tlma. Af hegðun þeirra að dæma, fannst þeim
það ógnun við sig að þeir fengu ekki að vere
með (enda ekki vanir sllku). Þetta fyrir-
komulag hefur samt oróið til þess, að umræð-
ur um hlutverkaskiptingu stráka og stelpna
hafa verið meiri og dýpri en nokkru sinni
fyrr og undirbjó einmitt þessi stelpnahópur
fund meó strákunum til að skiptast á skoð-
unum um þetta mál.
Þannig að hugmyndin um sundrun og ósam-
stöðu kynjanna fellur um sjálfa sig, ef viö
göngum út frá því markmiði að um leið og
bæði kynin eru oróin sjálfstæð og meðvituð
og jafnrétti rlkir á sem flestum svióum,
geta þau llka unnið betur saman. Þar með eru
llkurnar á öflugri baráttu til að hafa áhrif
á umhverfi sitt og berjast gegn misrétti I
þjóðfélaginu orðnar mun meiri. En fyrst
verðum við konur aó ná samstöðu, til að
komast út úr gamla hlutverkinu, verða sjálf-
stæðari og óháóari karlmönnum. Þessu mark-
miói náum við að mlnu áliti með samstarfi
og baráttu, sem einungis konur taka þátt I.
En áfram með unglingastarfsemina. I
s'telpnahðpnum ræddum viö auðvitað mikið
um stráka, um það hvemig það er að "'Sofa
hjá" , hugmyndir þeirra um að yfirleitt
þætti konum ekkert gaman að kynlífi, getn-
aðarvamir, hvað þær langar til að gera
þegar þær verða fullorðnar. Einnig um hlut-
verk þeirra inni á heimilunum, þar sem það
þykir sjálfsagt að þær hjálpi við húsverkin,
vaski upp og skúri, á meðan að bræður þeirra
þurfa ekki að hafa slíkar áhyggjur og eru
m.a.s. oft afsakaðir af eigin foreldrum:
"þetta þurfa strákar heldur ekki að gera
seinna meir",passa systkyni sln,vera heima
á kvöldin vegna hræðslu foreldranna við að
dóttirin verði einn daginn ólétt.Eins töl-
uðum við mikið um hegðun stelpna I skólanum,
ðöryggi,hræóslu við að segja skoðun sína,
áhugaleysi á fótbolta og stærðfræði o.s.frv.
Þvl miður gera kennarar oftast lltið af þvl
að berjast gegn misrétti af þessu tagi.
Innan frístundaheimilisins gilda állka
hegðunarmunstur.Stelpurnar dansa og hreyfa
sig eftir músikinni,meðan strákarnir oftast
stilla sér upp við vegg og góna á þær,spila
fótbolta eða borðtennis. Stelpurnar sýna
oftast mun opnar tilfinningar slnar,sem er
að mlnu mati mjög jákvætt I okkar oft mann-
fjandsamlega þjóðfélagi,þær bæla ekki til-
finningar slnar heldur veita þeim útrás(td.
gráta).Á þetta er því miður oft litið sem
veikleikamerki.Hin almenna hegðun stelpnanna
er þó sú að þær eru fylgifiskar vina sinna,
fara mikið eftir þeirra vilja og eru mjög
háðar þeim.Samstaðan meðal stelpnanna til
þess að verjast ágengni strákanna,og að
þeim sé þrengt inn I hlutverk einhvers
konar kynveru og dúkkumyndar,er þvl miður
mjög lltil.Samkeppnin milli stelpnanna er
þvert á móti oft lítt uppörvandi.Spurningar
um hver er sætust,hver er með stærstu brjóst-
in,eða I smörtustu fötunum og með fallegasta
naglalakkið eru algengir liðir á dagskrá.
Einnig baktal um hvor aðra,tilraunir til