Forvitin rauð - 08.03.1979, Page 33
33
um barnabækur frh.
Árið 1974 var þjóóhátíðarár. Islend-
ingar fögnuðu því að hafa búið í landinu
I ellefu hundruð ár. Pað ár komu út 70
barnabækur. Af þeim voru 5 frumsamdar
en 65 þýddar. Það væri þvl ekki úr vegi
að skyggnast örlítið nánar inn £ þann
hugmyndaheim, sem birtist I þýddu bókun-
um. Nú I vor luku þær Auður Guðjðnsdótt-
ir, Kristín Jónsdóttir og Þuríður Jóhanns-
dóttir ritgerð til B.A. prófs I bókmennt-
um. Þær unnu saman að könnun á hugmynda-
fræði £ þýddum barnabókum, sem komu út
árin 1971 - 1975. Á þeim árum komu alls
út 388 þýddar barnabækur og voru að
sjálfsögðu margfalt fleiri en frumsamdar
Islenskar barnabækur.
Niðurstaða könnunarinnar er sú, að um
70% bókannna séu afþreyingabókmenntir,
til þess ætlaðar að ala á dagdraumum og
llfsflótta, en sömuleiðis eru þær fullar
af Ihladssömum hugmyndum, sem styðja
rlkjandi auðvaldsskipulag. Um leið er
það einkennandi hversu margar þessara
bðka eru bandarlskar. 1 þeim er réttur
Bandarlkjamanna til Ihlutunar I málefni
annarra rlkja hvergi véfengdur, þeir
koma fram sem lögregla og verndarar
heimsins. Einnig er athyglisvert hve
mikið er um serlubaakur. Þær höfða til
söfnunarnáttúru barnanna, ein kallar á
aðra. Þarna er verið að skapa markað,
spennan kallar á aukna sölu og serlurnar
tryggja söluna, Það gildir um barnabækur
eins og aðra vöru, þær falla undir mark-
aðslögmál kapltalismans.
Vilborg Dagbjartsdóttir.
um draum og veruleika.... frh.
bókum, þar sem hin ðraunsæa draumaveröld
situr I hásæti og þar sem mönnum er opnuð
undankomuleið þ.e. llfsflótti, gerfiheimur
sem sættir þá við puðið.
Ef Imyndunaraflið byggir hins vegar á
raunsærri greiningu er hægt að nota það til
að draga upp myndir, búa til samhengi sem
vlsa okkur leiðina út úr vltahringnum. Og
þetta held ég að hljóti að skipta miklu
máli, ef nýr dagur er að rlsa I kvenlýs-
ingum íslenskra bókmennta og kvennabókmennt
ir koma upp hér £ einhverjum mæli. Það er
ekki allt fengið með þvl að lýsa raunsætt
- úrvinnslan og möguleikarnir sem verkið
bendir á, opnar eða lokar, eru afskaplega
mikilvægir ef það á að vera þarft þeim kon-
um sem eru að vakna til vitundar um kúgun
slna og stöðu I samfélaginu. Best er að
bæði sé pælt og kýlt.
Dagný Kristjánsdóttir.
politísk innræting frh.
SKÖLINN EYKUR STÉTTASKIPTINGU.
Ég er ekki I vafa um að langflestir
kennarar vinna starf sitt af mikilli sam-
viskusemi og reyna að miðla börnunum því
sem þeir vita sannast og réttast. Þrátt
fyrir slæmt kerfi tekst oft vel til en
llka alltof oft illa og varla er vafa
undirorpið að allt frá upphafi skólahalds
hér á landi hefur þjóðfélagið einmitt
fengið þá þegna útúr skólakerfinu sem það
ætlaðist til að fá. Alþýðu manna var það
vissulega mikil réttarbót þegar fræðslu-
skylda komst á og flestir trúðu þv£ þá og
margir halda þaó enn að skólinn yrói það
jöfnunartæki sem leiddi til minni stétta-
skiptingar og meira jafnréttis. Því miður
er þessu þveröfugt farið. Skólinn eykur
á stéttaskiptinguna. Skólinn er sniðinn
við hæfi efri stéttanna og misjöfn hefja
börn skólagöngu en misjafnari ljúka þau
henni þ.e. skyldunámi. Þessi staðhæfing
er byggð á rannsókn sem Sigurjó.n Björns-
son og Wolgang Edelstein geröu I barna-
skólum hér á landi fyrir nokkrum árum og
hafa niðurstöður nú verið gefnar út I bóK
SAMTÖK RÖTTÆKRA KENNARA.
Þó að við brosum kannski nú að frum-
varpi Ragnhildar Helgadóttur tel ég vissu-
lega þörf á þv£ fyrir kennara að vera á
verði gegn þvl ofstæki sem þar kemur fram.
Til þess þarf kennarastéttin að efla mjög
alla faglega umræðu, en hún er hættulega
lítil eins og þegar hefur verið sagt. Eg
held að það sé tlmabært að róttækir kenn-
arar bindist samtökum eins og þeir hafa
fyrir löngu gert á öðrum Norðurlöndum og
vlðar og komi skólamálaumræðu á annað og
hærra stig en hún hefur verið. Raunar
þyrftu kennarar £ þannig samtökum alls
ekki að vera sérlega róttækir. Ef unnt
væri að ná saman því fólki sem gerir sér
grein fyrir annmörkum skólans og sjá
einhverjar leiðir til að bæta um I dag-
legu starfi (mér er ljóst að engin bylt-
ing verður I skólakerfinu nema sams konar
bylting verði I þjóðfélagsgerðinni) tel
ég það til bóta. Skólinn er barnfjand-
samlegur, það bitnar á öllum börnum llka
börnum "hinna betri borgara" en þau eiga
sinn rétt eins og önnur börn. Hitt er
annað að foreldrar þeirra barna eru betur
en aðrir £ stakk búnir að styðja þau og
hjálpa þeim I gegnum þetta kerfi þannig
aö þau sleppi fremur en hinn lltt sködduð
frá þvl.
Helga Sigurjónsdóttir kennari.