Morgunblaðið - 02.11.1953, Side 31
Mánudagur 2 nóv. 1953
MORGVTSBLÁÐIÐ
31
Áliugi kvenna hefur beinzt meira
að menuúðar- en stjnrnmálum
Orsfiitf yfiriit yíir þróun bvenréttinda
hér á landi s.l. 40 ár
>905 1910 19IS 1920 1923 I92?28 1935 1939 1940-43 194.? 1947 52 1953 1954
ÞEGAR minnst er á kvenréttindi
elmennt er ekki sjaldan sem
þessum spurningum er varpað
fram: „Fer nú mælirinn ekki
bráðum að verða fullur? Er nú
nokkuð eftir, sem þið konurnar
getið barizt fyrir? Hafið þið ekki
fengið fullt jafnrétti á við
karla?“
Já, svona er spurt, en það er
að sönnu eftirtektarvert, að eftir
nær 100 ára baráttu, hafa konur
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
Ingibjörg H. Bjarnason
ekki fengið fullt jafnrétti á við
karla, — t. d. ekki í launa- og
tryggingarmálum.
—o—
Það var hinn 19. júní, árið
1915, eða fyrir tæpum 40 árum,
sem konur fengu kosningarrétt
og kjörgengi til Alþingiá. — Þó
fylgdi þar böggull skammrifi, —
kosningarrétturinn var bundinn
við 40 ár. Það er raunar athyglis-
vert að þessi aldurstakmörk
skyldu sett fyrir kosningaaldri
kvenna, þar sem kosningaaldur
karla var ekki nema 25 ár, og
konur báru þó mikla ábyrgð á
öðrum sviðum þjóðfélagsins.
Voru það ekki einmitt þær, jafnt
þá sem nú, sern ólu upp ungu
kynslóðina? Ósjálfrátt dettur
manni í hug að kona, sem ekki
var fær um að kjósa menn á þing,
væri varla fær um að ala upp,
t. d. væntanlega þingmenn.
Kosningaalduripn átti að fær-
ast niður um eitt ár árlega en
með nýju stjórnarskránni 1922
var þetta ákvæði fellt úr og
kosningaaldur kvenna færður
niður í 25 ár. — En árið 1934 var
kosningaaldur beggja kynja
færður niður í 21 ár, og kom þá
engum í hug að gera nokkurn
greinarmun.
Jafnframt kosningaréttinum
fengu konur rétt til þess að
sækja menntastofnanir og rétt
til embætta.
Nú eru um 40 ár liðin frá því
að fyrsti kvenstúdentinn, sem
fengið hafði leyfi til þess að setj-
ast á skólabekk í Menntaskólan-
um, útskrifaðist, var það Laufey
Valdemarsdóttir. Áður hafði
stúlka að vísu tekið stúdents-
próf, (það var María Jackobsen,
1896), en hún hafði aðeins haft
leyfi til að sækja sérstaka tíma
og ekki var kennurunum gefin
heimild til þess að „yfirheyra
hana“, í tímum. — En í dag er
nær þriðjungur allra stúdenta
sem útskrifast, konur.
Konur sýndu þakklæti sitt fyr-
ir kosninaréttinn í verki, með
því að hefja fjársöfnun til bygg-
ingar Landsspítalans, hinn 19.
júní. Hefur sá dagur verið nefnd-
ur „kvennadagurinn" og efna
konur þá jafnan til fjársöfnunar.
—o—
En hvernig notfærðu konur sér
nú þennan nýfengna rétt? Við
Alþingiskosningarnar árið 1916
var aðeins ein kona sett á lista
sem möguleika hafði á að ná
kosningu. Var það kvenhetjan
mikla, frú Bríet Bjarnhéðins-
dóttir, sem var á lista Heima-
stjórnarmanna í Reykjavík. En
Frh. á bls. 32.
Tízkan — spegill tlðnrandans
ÞEGAR franski rithöfundurinn
og mannþekkjarinn mikli, Ana-
tole France, var spurður að,
hvaða bók hann myndi fyrst af
öllu reyna að ná í, ef hann gæti
horfið aftur til jarðarinnar 100
árum eftir dauða sinn, svaraði
hann án þess að hika: „Tízku-
blað. Það myndi fræða mig
meira um mannkyn framtíðar-
innar heldur en allir heimspek-
ingar, skáldsagnahöfundar, prest
ar og vísindamenn til samans“.
Já, það er víst um það, að tizk-
an er spegill tímans — og tíðar-
andans í miklu ríkari mæli en
við almennt gerum okkur grein
fyrir. Það eru ekki fyrst og
fremst dutlungar tízkufrömuð-
anna í París eða New York, sem
liggja til grundvallar hinum sí-
fellda breytileik tízkunnar, held-
ur er það sjálf lífsskoðun fólks-
ins á hverjum tíma. Og það er
misskilningur að halda, að hún
birtist aðeins í mismunandi síð-
um og víðum pilsurn, fjaðrahött-
um eða kollhúfum á höfði kven-
þjóðarinnar eða misjafnlega
hælaháum og támjóum fótabún-
aði.
□_*_□
Nei, áhrifssvið tizkunnar er
óendanlega miklu yfirgi ips-
meira. Hún birtist stöðugt í al-
mennu látbragði fóiksins á h 'srj
Stiklað á sióru í þréun hennar síðusiu 40 ár.
um tíma, orðum þess og æði, í
hinum venjulegustu smávikum:
hvernig súpuskeiðin eða kaffi-
bollinn er borinn upp að munn-
inum, hvernig skipzt er á hand-
taki eða risið úr sæti sínu, hvern
ig húsin eru byggð og híbýlin
skreytt. Hún er eins og lífi gædd
mynd af öllum hinum stóra form
heimi, sem hún er órjúfanlega
tengd þúsundum mislitra þráða.
□—<*»--□
í tízkunni hafa allir frumeig-
inleikar manneðlisins og ein-
staklingsins, lífslöngun hans —
valdafíkn og þörf til sjálfstján-
ingaf í litum og formi, hljóði og
hreyfingu sameinazt sál fjöld-
ans á hinni liðandi stund. Það er
einmitt þ'etta, sem felst í orðum
Anatole France, sem tilfærð voru
í upphafi — að það er hægt að
greina „hjartslátt kynslóðanna“
í hræringum tízkunnar frá fyrstu
tíð.
En það var alls ekki ætlunin,
að færast hér í fang það risaverk-
efni, að greina æðaslátt tízkunn-
ar frá „örófi alda“ fram á þennan
dag — heldur aðeins hugleiða
stuttlega helztu breytingar, sem
orðið hafa á þessu sviði síðustu
Fá&inar sviphr&ytsngar
hálfa öld — eða réttara sagt síð-
ustu 40 árin — aldur Morgun-
blaðsins.
□—m—□
Við skulum hverfa aftur á við
til ársins 1913. Um það leyti virð-
ast verulegar breytingar hafa
orðið á kventízkunni. Undanfar-
inn áratug hafði ákvörðunarvald
ið, sem mestallur heimurinn
beygði sig fyrir, verið í höndum
hástéttanna í París. Frumsýning-
ar í leikhúsum og söngleikahús-
um hinnar glaðlyndu og glæsi-
legu heimsborgar voru í jsenn
tízkusýningar með óhóflegum og
ævintýralegum íburði. Samgöng-
ur og samband þjóða í milli var
í þann tíð ekki með jafngreiðum
hætti og nú gerist en þó munu
fínustu dömurnar hér í Reykja-
vík helzt ekki hafa gert sig á-
nægðar með annað en tízkublöð
frá París, jafnvel þótt þau væru
þá ekki svo glæný af nálinni og
þau eru í dag, er þau berast ckk-
ur með flughraða nútímans.
□—»_□
Samkvæmt upplýsingum frá
saumakonu einni hér í höfuðborg
inni, sem stundað hefur sauma-
skap að jafnaði síðan árið 1907
og er enn meðal hinna þekkt-
ustu í þeirri grein, náðu kjólarn-
ir um þetta leyti (1913) rétt nið-
ur fyrir hnéð að framan en voru
miklu síðari að aftan. Fínast þótti
að sníða pilsin þannig, að fjögur
horn mynduðust, hin svokölluðu
„skott“ og hefur síðan verið tal-
að með lítilsvirðingu um „skottu-
móðinn“ í gamla daga. Beltið var
á þessum kjólum um mjaðmirnar
og hélzt svo all-lengi.
Þetta var um það leyti, sem
Evrópu-tízkan byrjar að ryðja
sér fyrir alvöru til rúms á Is-
landi og notkun íslenzka búnings
ins fer að sama skapi minnkandi.
T.d. gerðist það nú æ fátíðara, að
fermingarstúlkur klæddust peysu
fötum — að minnsta kosti í kaup-
stöðum landsins — kjóllinn kom
í staðinn.
□—®—□ , .
Á styrjaldarárunum 1914—18
urðu ýmsar brevtingar á tízk-
unni eins og ávallt undir slíkum
kringumstæðum. Yfirleitt færð-
ist hún í frjálslegra og skynsam-
legra horf. Konur í styrjaldar-
löndunum tóku á sig ýmis karl-
mannsstörf, sem útheimtu fyrst
og fremst þægilegan og hentugan
klæðnað. Gagnsemin var látin
sitja fyrir glæsileikanum. Valds-
boð tizkunnar kom héðan í frá
fremur að neðan, frá almúga-
stéttunum ’frekar en hinum auð-
ugu hástéttum, sem áður höfðu
ráðið lögum og lofum á þessu
sviði.
Eitt tízkuafkvæmi styrjaldar-
áranna fyrri var loðkápan, „pels-
inn“. sem segja má, að kominn sé
frá Rússlandi, þar sem loðkápur
hafa löngum heyrt til almenns
skjólfatnaðár á vétrum. Banda-
menn Rússa í Vestur-Evrópu
Frh. á bls. 32.