Morgunblaðið - 02.11.1953, Síða 38

Morgunblaðið - 02.11.1953, Síða 38
38 MORGUNBLAÐin Mánudagur 2 nóv. 1953 ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN .... Óleyst verkefni Á ÞEIM ALDARHELMINGI, sem nú er fyrir nokkru að fullu runninn, hefur íslenzka þjóðin varpað af sér miðaldabrag í þjóð- félagsháttum og tekið sér sæti við hlið hinna tækniþróuðustu menningarþjóða veraldar. — Foriíar hugmyndir og gömul handbrögð hafa vikið fyrir öðr- um nýjum, ferskur blær framfara og stórhugs hefur fært þjóðina fram um aldir í einu vetfangi, ef svo má að orði kveða. Gunnar G. Schram Slík sannkölluð byltingartíð á sér alltaf langan aðdraganda, og til þess að hún megi takast, verða þau skilyrði að vera fyrir hendi í þjóðfélaginu, er gera henni kleift að ná því marki, sem að er unnið. Þau stóru spor, sem stígin hafa verið fram á við í atvinnu og menningarmálum síðasta ald- arhelminginn hafa markazt af óheftu einstaklingsfrelsi, atorku og ríkri bjartsýni, er sannfærð I var um endanlegan sigur. Uppbygging landsins til sjávar og sveita hefir af þessum sökum orðið svo ör, sem raun ber vitni og hin efnalega farsæld, sem nú ríkir í landinu, á til einskis annars fremur rætur sínar að rekja. Það er því engin furða, að stærsti hluti þjóðarinnar hefir skipað sér í þá sveit, sem vill halda áfram á hinni sömu braut til aukinna landvinninga og stór- stígari framfara undir merki ein- staklingsfrelsis og athafnafrelsis. Sú stefna, sem á slíka hugsjón að kjarna sínum, getur ótrauð gengið til móts við þau verk- efni, sem óleyst bíða með þá ör- uggu vissu, að reynslan hefur þegar skorið úr um réttmæti hennar. En þótt margt hafi verið unnið og illar torfærur gerðar að góð- vegum, bíða þó óteljandi verk-- efni þeirrar æsku, sem nú vex upp í landinu. Það er ávallt að koma betur og betur í ljós, hve auðugt land- ið er, sem þjóðin byggir, hvílík orka er fólgin í ám og vötnum og hvert frjómagn býr í íslenzkri mold. Með þeirri vélmenningu, sem upp hefur vaxið á síðustu áratugum hafa opnazt nýir heim- ar til nytja og yrkingar í hinni margvíslegustu mynd. Það má því með fullum sanni segja, að veglegt sé það framtíð- arhlutverk, sem íslenzkri æsku er fengið í hendur. Ungir Sjálfstæðismenn hafa frá öndverðu staðið í fylkingar- brjósti fyrir stærsta stjórnmála- flokki þjóðarinnar. Þeir hafa jafnan tekið virkan þátt í þeirri baráttu, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur háð fyrir hag og far- sæld íslenzku þjóðarinnar. FJÖRUTÍU ár eru ekki langur tími, miðað við upphaf íslands byggðar, en engu að síður hafa á þessu tímabili orðið meiri framfarir en tíu aldirnar þar á undan. Á þessum fjór- um áratugum hefir íslenzka þjóðin komizt úr fátækt til bjargálna, fengið aftur í hend- ur forræði allra sinna mála, og sótt það langt fram á sviði menningar- og félagsmála, að hún stendur nú jafnfætis þeim þjóðum, sem lengst eru komn- ar. ★ Unga kynslóðin í dag þekkir ekki nema af afspurn þá tíma, þegar stritið fyrir daglegu brauði var svo alls ráðandi, að viðhorf margra til fræðslumála var það, að „bókvitið yrði ekki í askana látið“, en það er víða hægt að finna miðaldra fólk, sem fékk það svar við fróðleikslöngun sinni á æskuárunum. Þetta við- horf mun raunar sjaldnast hafa stafað af skilningsleysi á gildi bók legrar menntunar, heldur af því, að fjármuni skorti, og skólahald allt auk þess af skornum skammti. Nú heyrast aftur á móti kvart- anir um það, að skólaganga ung- linga sé of löng og þjóðin eigi! orðið of marga langskólagengna menn. Æskan á nú völ skóla í flestum greinum og stór hópur æskumanna stundar árlega marg- víslegt nám við erlenda háskóla. Æskufólk hefur nú aðstöðu til þess að stunda auk humanistiskra fræða margvíslegt verklegt nám, sem er mikilvægur undirbún- ingur undir lífið á þeirri miklu tækniöld, sem við lifum á. Vegna afreka þeirrar kynslóð- ar, sem í eldlínunni hefur staðið síðustu áratugina, býr æskulýður þjóðarinnar nú við margfalt betri lífsskilyrði en jafnaldrar hans fyrir fjörutíu árum, ekki aðeins á sviði fræðslumála, heldur á öll- um sviðum. — Hvað viltu segja mér um helztu hagsmunamál íslenzkrar æsku í dag? Þótt framfarir í landinu hafi síðustu fjörutíu ár verið svo miklar, að undravert má teljast hjá svo fámennri þjóð, þá þarf unga fólkið í dag sannarlega ekki að óttast það, að ekkert sé því eftir skilið. Aukin menntun og aukinn þjóðfélagslegur þroski hefir einmitt opnað augu manna fyrir margvíslegum nýjum við- fangsefnum. Og hvað sérstaklega varðar hagsmunamál æskulýðs- ins, þá álít ég, að unga fólkið eigi sjálft að leggja hönd á plóg- inn, bæði með því að marka stefnuna og vinna með félags- samtökum sínum að því, að hrinda henni í framkvæmd. Þess er auðvitað enginn kostur í stuttu blaðaviðtali að drepa nema á nokkur af þeim vanda— málum unga fólksins, sem úr- lausnar bíða og brýn þörf er að ráða bót á sem allra fyrst. Unga fólkið þarf jafnan að eiga kost á störfum við sitt hæfi. Það er ekki aðeins nauðsynlegt Það er víst, að þeim hætti munu ungir Sjálfstæðismenn um land allt halda á ókomnum árum: berjast gegn hvers konar ófrelsi og einokunaraðstöðu, sem ein- stakir menn og flokkar sjá sér hag í að efla, gegn þeim öfga- stefnum, sem vilja íslenzkt þjóð- frelsi og menningu feiga og gegn öllu því, er til óþurftar horfir fyrir land og lýð. Með slíkri stefnu verða þau verkefni bezt leyst, sem fram- undan bíða. G. G. S. í framfarasókn liéðarinnar Spjallað við IVIagðtús Jónsson, alþm. um æskuna og laniEið Magnús Jónsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. til lífsframfæris, heldur einn i allra mikilvægast'' þáttur upp- j eldisins. Fátt er þroskavænlegra en það, að skólafólk geti að veru- legu leyti sjálft unnið fvrir náms kostnaði sínum. Því miður eru oft mikir erfiðleikar fyrir ung- linga að fá vinnu, því að störf við þeirra hæfi eru mjög takmörkuð, Mjög mikilvægt er að reyna að ráða bót á þessum vanda og verð- ur bl?tt áfram að skapa einhver starfssvið handa unglingum, eí ekki er hægt að leysa málið á annan hátt. Margir erfiðleikar eru á ví'^i ungs fólks, sem er að stofna heimili. Jafnvel þótt atvinna se næg, nægir það ekki til að leysa úr þörfunum á þessum mikilvægu tímamótum í lífinu. Vonglatt leggur hið unga fólk samt út í lífsbaráttuna, og þjóðfélagið verður að sínu leyti að stuðla að því, að vonirnar rætist, þótt hver einstaklingur sé auðvitað að verulegu leyti smiður sinnar gæfu eða ógæfu. — En húsnæðismálin? Húsnæðisskorturinn hefur reynzt mörgu unau fólki erfið- astur við stofnun heimilis, eink- um nú síðasta áratuginn í Reykja vík og fleiri kaupstöðum, þar sem húnæðisskortur hefir verið mikill. Það er áreiðanlega far- sælast fyrir ungt fólk, að eignast sem fyrst sína eigin ibúð. Smá- íbúðabyggingarnar eru skynsam- legar, ekki aðeins til þess að leysa úr húsnæðisvandræðum, heldur hefur það uppeldislegt gildi fyrir ungt fólk, að vinna þannig saman að því að eignast þak yfir höfuðið. Lánsfjárskortur er hér alvarlegur ljár í þúfu, og það er hlutverk þjóðfélagsins að reyna að sjá fyrir því, að fram- takssamir æskumenn geti átt kost á nauðsynlegu lánsfé í þessu skyni. Enn meiri vandi er þó því'unga fólki á höndum, sem beina viil ævistarfi sínu að ræktun mold- arinnar. Það kostar Mikna fé að eignast sæmilegt bú, þótt mikil- væg aðstoð sé veitt við stofnun nýbýla, þá skortir þó mjög til- finnanlega lánsfé bæði til bú- stofns- og jarðakaupa. Áherzlu verður að leggja á að leysa þetta vandamál, því að sem betur fer má sjá þess merki, að áhugi ungs fólks á búskap sé að aukast. Leggja þarf sem mesta áherzlu á ræktun undir nýbýli. Vegna hins mikla kostnaðar við stofnun heimilis, er sjálfsagt að fólk njóti verulegra skattfríðinda bað árið, eða algers skattfrelsis, ef tekjur fara ekki yfir visst hámark. Leggja þarf áherzlu á, að skól- arnir búi æskufólk sem bezt und- ir lífið, ekki aðeins með verklegu námi, heldur með því, að innræta unglingunum góða siði, trú- mennsku í starfi og virðingu fyr- ir fögrum hugsjónum og þjóðleg- um verðmætum. í sambandi við fræðslukerfið þarf að taka upp leiðbeiningar fyrir æskufólk um stöðuval. Ég álít, að ýmíslegt orki mjög tví- mælis í núgildandi skólalöggjöf, en of langt mál yrði að ræða það hér. Það er ekki hægt að loka aug- um fyrir þeirri uggvænlegu stað- reynd, að rótleysis verður nú vart hjá talsvert mörgu ungu fólki.Birtistþetta í áhugaleysi um störf og nám, óregiusomu líferni og uppreisnaranda í skoðunum. Orsakir eru margar, og skal ekki nánar út í það farið, en mig lang- ar til af þessu tilefni að leggja áherzlu á tvennt: Annars vegar verða heimili og skólar að leggjast á eitt um að innræta ungu fólki reglusemi og bindindissemi og hins vegar þarf að skapa ungu fólki nauðsynleg skilyrði til að geta varið tóm- stundum sínum á heilbrigðan og þroskandi hátt. , Mörg æskulýðsfélög vinna ó- metanlegt starf við að beina áhuga unga fólksins að hollum viðfangsefnum. En það verða einnig að vera til tómstundaheim- ili fyrir æskulýðinn, þar sem unga fólkið getur komið saman til lesturs og leika í hollu and- rúmslofti. Ég álít, að það sé fyrst og fremst hlutverk æskulýðsins að standa vörð um sjálfstæði og frelsi lands og þjóðar, því að það ejr mest í húfi fyrir ungu kynslóðina, ef sjálfstæðið glat- ast og erlend yfirráð eða kúg- unarstjórn, þótt innlend kunni að vera að nafni til, tortímir frelsi þjóðar og einstaklinga. ★ — Hvað segir þú um sjálfstæði landsins og öryggi? íslenzka þjóðin á framtíð sína undir því, að réttlæti og virðing „Fagur gripur er æ til yndis“ JCUí l sbtKKLtL' . TRAUSTAR KLUKKUR Á HÓFLEGU VERÐI Heimilisklukkur 400 daga klukkur Veggklukkur Ferðaklukkur Stílklukkur — Louis XVI. Eldhúsklukkur Vekjaraklukkur u. VALDAR BIRGÐIR Auk þess sem við höfum stórt og fjölbreytt /0 úrval af úrum á verði við allra hæfi — höfum við einnig dýr og vegleg gullúr frá ROLEX-verksmiðjunum. Viðgerðarstofan • Viðgerðir á úrum og klukkum Höfum birgðir varahluta og framkvæmum viðgerðir fljótt og öruggt. . Sendum gegn póstkröfu jpunusson Skortpnpoverzlun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.