Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 1
V- 43. árgangur 136. tbl. — Þriðjudagur 19. júní 1956. Prentsmiðja Morgur.blaðsin* I Hrœöslubandalagið og kommún- istar heyja kosningabaráttuna með skröksögum og ósannindum Þremur af þessum ikröksögum svarað 5 dagar til kosninga Nú dugar ekkert nema sfórf átak SJÁLFSTÆÐISMENN ganga til kosninga á sunnudaginn kemur með þá fullvissu í huga að þeir hafi ef til vill aldrei verið sterkari málefnalega en nú. Þeir eiga við andstæðinga að etja, sem ætla sér með kosningasvindli að leggja undir sig Alþing íslendinga. Sjálfstæðismenn leita auðvitað fyrst og fremst til sinna eigin flokksmanna um brautargengi. En þeir kalla einnig til liðs við sig alla hugsandi menn og konur, hvar í flokki, setn þetta fólk hefur staðið hingað til. Sjálfstæðismenn hvar sem er, verða nú að halda vöku sinni. Það eru fáir dagar til kosninga, en allir verða að noU þá vel til að stuðla að sigri flokksins. Hugleiðið nú þegar hvort ekki sé eitthvað ógert, sem enn væri unnt að gera til að efla sigur flokksins. Nú dugar ekkert átak nema stórt og sameinað átak allra! Sigur D-listans er sigur íslendinga HRÆÐSLIJBANDALAGSFLOKKARNIR útbreiSa nú uni landid margs konar pólitískar skröksögur, sem almenn- ingi er ætlað að trúa. I»eir lifa á þessum skröksögum. Mál- efnaleg aðstaða þessara flokka er svo slæm, sem orðið getur, en til þess að bæta upp það, sem þar skortir á, er gripið til að skrökva — skrökva endalaust. Hér á eftir verða teknar til meðferðar, mjög stuttlega, þrjár af þessum skröksögum. Gerast ítatskir komm- únistar „títóistar44 ? - EÐA HEFIR TOGLIATTI SUNGIÐ SITT SIÐASTA VERS? LUNDÚNUM, ítölsk blöð og 18. júní. — blöð víða um I heim, fjölyrða um þá gagnrýn. á ráðamcnn í Kreml, sem ítalski kommúnistaleiðtoginn Palmiro Togliatti lét frá sér fara um helgina. Spá ítölsku blöðin því að það kunni að verða „allheit í veðri" innan ítalska kommúnista- flokksins í sumar, og spá því einnig, að svo lcunni jafn vel að fara, að ítalskir komm- únistar taki upp „títóisma“ og rjúfi allt samband við rúss- neska kommúnistaflokkinn. — ttalski kommúnistaflokkurinn er fjölmennari cn nokkur ann °r ó "V pebT’''ör TV>. blöð enu yfirleitt þeirrar skoð unar ;.o gagnrým 'i’ogliaviis aé forboði þess, að alþjóða kom- múnistahreyfingin sé nú að riðlast í sundur. Times kemst svo að orði, að gagnrýni Togliattis muni vekja meiri ókyrrð meðal kom nrúnistaflokka hinna ýmsu landa en nokkur annar at- burður, síðan Tító gerði „upp reisn“ 1948. Brezka kommún- istablaðið birtir orð Togliattis undir áberandi fyrirsögn á for síðu: „Togliatti gerist skorin- orður". ítalska blaðið „La Stampa“ í Tórínó segir, að allir vilji gjarna vita, hvað Togliatti meini, er hann segir, að „ekki sé lengur skylda að fylgja for- dæmi Sovétríkjanna“. Frönsk og vestur-þýzk kommúnista- blöð geta að engu ummæla Togliattis. Parísarblaðið „Aiu- rore“, varpar fram þeirri spurningu, hvort þetta séu síðustu orð Togliattis, áður en hann hverfur af sjónarsviðinu — eða hvort liann hafi með gagnrýni sinni lagt grundvöll- inn að nýjum „títóisma“. Útvarpsumræðuf í KVÖLD og annað kvöld verða almennar stjórnmála- umræður í útvarpinu og hef j- ast þær kl. 8,00. f kvöld verður ein umferð og 45 mínútur til handa hverj- um stjórnmálaflokki. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins tala þeir ÓLAFUR THORS forsætisráðherra og GUNNAR THORODDSEN borgarstjóri. Annað kvöld hefjast um- ræðurnar á sama tíma og verða þá þrjár umferðir , 20, 15 og 10 mínútur. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins tala þá þeir BJARNI BENEDIKTS- SON dómsmálaráðherra, ING- ÓLFUR JÓNSSON viðskipta- málaráðherra og JÓHANN IIAFSTEIN alþingismaður. SKROKSAGAN UM LANDHELGINA Kommúnistar hafa búið til þá skröksögu að nú sé búið að gera einhverja „leynisamninga" við Breta, um, að íslendingar slaki til í iandhelgismálinu, til þess að fá löndunarbanninu aflétt. Til þess að gera þessa sögu trúlegri falsa þeir ummæli úr enska blað- inu „Fishing News“ og er ekki frekari orðum að því eyðandi. íslendingar liafa alltaf haldið því fram, að þeir vildu fá viður- kenndan rétt til fisklöndunar í Bretlandi. Að hve miklu leyú þeir vildu nota þennan révt svo annað mál. íslendingum ti það metnaðarmál að láta ekki ryðja sér út af mörkuðum með bolabrögðum. ísienzkir útgerðarmenn hafa átt viðtöl við enska útgerðarmenn um málið, en ekkert samkomu- lag varð úr því. Skröksagan um „leynisamning- inn“ út af landhelginni er gott dæmi um það að allí er hey í harðindunum hjá kommúnistum núna. I skröksögu á lofti að Sjálfstæðis- | menn vildu það sem þeir kalla ævarandi hersetu hér á landi." Það var Bjarni Benediktsson dómsmálaráðhcrra, scm hafði utanríkismálin með höndum þegar varnarsamningurinn var gerður. Það var fyrst og fremst fyrir hans forystu, sem bað ákvæði var sett í samning- inn, að íslendingar gætu ein- hliða sagt honum upp, þegar þeir teldu sjálfir að hervarna væri ekki lcngur þörf og sýnir það betur en nokkuð annað, að Sjálfstæðismenn hafa aldroi látið sér detta í hug neina ævarandi hersetu hér á landi. Hitt er svo annað mál, að S]áK- stæðismenn fella sig ekki við >( jafn þýðingarmikið mál sé með- höndlað sem kosn*>.gamál og að flanað sé undirbúningslaust, eina og nú er gert, út í örlagaríkar ákvarðanir. Sjálfstæðismenn báru fram til- lögu á Alþingi um að málið yrði allt ýtarlega athugað af utanrík- isráðherra, áður en frekara yrði aðhafst. Þeirri tillögu var hafnað af því að Framsókn vildi gera þetta mál að kosningamáli. Nú hefur utanríkisráðherra legið á málinu svo mánuðnm skiptir, áður eu nokkúð frek- ara væri aðhafst og svo á tu að draga það til 1. ágúst að tala við stjórn Bandaríkjanna. Það Fih. á bls. 2. SKROKSAGAN UM HINA „ÆVARANDI HERSETU“ Blöð Hræðslubandalagsins og kommúnista hafa haldið þeirri Ásgeir Ásgeirsson forseti og Olafur Thors forsætisráðherra, á Aust- urvelli á þjóðhátiðardaginn. Ræða sú er forsætisráðhcrra flutti er á bls. 13, en frásögn af hátíðarliöldunum á bls. 3. — Ljósm. Ól. K. M. U tankjörstaðakosning stendur yfir IREYKJAVÍK fer kosningin fram í Melaskólanum (Icikfimissal) frá kl. 10—12, 2—6 og 8—10 alla daga nema sunnudaga, en þá er kosið frá kl. 2—6. Annars staðar á landinu er hægt að kjósa hjá bæjarfógetum, sýslumönnum og hreppstjórum. Erlendis fer kosning fram hjá íslenzkum sendiráðum og ræðis- mönnum íslands, sem tala íslenzku og eru af islenzku bergi brotnir. KOSNINGASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ER í VONARSTRÆTI 4, III. HÆÐ, opin kl. 10—10 virka daga og kl. 1—7 á sunnudögum, símar 7574 og 81860. Skrifstofan veitir stuðningsmönnum flokksins allar upplýsingar og fyrirgreiðsiii í sambandi við utankjörstaðaatkvæðagreiðslu og kjörskrá. Sjálfstæðisfólk er hvatt tli að gcfa skrifstofunnl upplýsingar um kjósendur flokksins, sem dveljast fjarri heimilum sínum á kjördegi. Egypzki fáninn að hún í Porf Said PORT SAID, 18. júnl: — Egj’pski forsætisráðherrann dró í dag egypska fánann að hún í Port Said til marks um lok brezkrar hersetu á Súezsvæðinu, sem nú hefir staðið í 74 ár Fallbyssuskot drundu og n.annfjoidinn fagnaði, er egypski forsætisráðher.ann lýsti Egyptaland algjörlega frjálst og sjálfstætt. Um gjörvalit Egyptaland er þessum atburði fagnað, og munu hátíðarhöidin standa í fjóra daga. Meðal þeirra, sem viðstaddir eru hatíðariiöldin er fyrrverandi yfirforingi brezka heiliðsins á Súezsvwðinu, Sir Brian Robertson, og Shepilov hinn nýi rússneski utsnrikisráð- herra. — Reuter — NTB. Sjálfstæðismenn! Sjálfstæðismenn! Leggiö skerf ykkar í kosningasjóB D-listans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.