Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 14
14
MORCVNBI/AÐIÐ
I>ri8judagur 19. júní 1956
17. júní hátíð íþróttamanna I Reykjavlk
tÞRÓTTAMENN héldu að
venju hátíðlegan 17. júní.
Sá dagur hefur löngum verið
þeirra hátíðisdagur og þáttur
þeirra í Þjóðhátíðinni var stór
nú sem á undanförnum árum.
Árdegis gekk stjórn íþrótta-
sambands ísiands að leiði Jóns
forseta Sigurðssonar og lagði
Ben. G. Waage forseti ÍSÍ
blómsveig á leioið frá íþrótta-
æsku landsins.
Síðdegis fór svo hluti Þjóðhá-
tiðarhaidanna fram á íþróttavell-
inum. Var gengið þangað er lokið
var útisamkomu á Austurvelli. Er
skrúðgangan kom á íþróttavöll-
inn bættust íþróttamenn og konur
á ýmsum aldri í gönguna og
gengu fylktu liði um völlinn, eftir
að íþróttafólkið hafði hyllt for-
seta íslands er hann kom á
jþróttavöllinn.
Viðstaddir hátíðina á íþrótta-
vellinum voru auk forseta íslands
allmargir sendiráðherrar er-
lentíra ríkja, menntamálaráð-
herra, borgarstjóri og fleiri. Þar
voru og nýstúdentar og f jölmarg-
ir gestir.
★ SÝNINGAR
Mótið setti Jakob Hafstein með
snjallri ræðu og bað hann menn
í lok máls síns að minnast fóstur-
jarðarinnar og var það kröftug-
lega gert. Síðan hófust sýningar
og keppni.
Kvenflokkur ÍR sýndi leikfimis
æfingar við undirleik og æfingar
á slám. Stjórnandi var frá Sig-
ríður Valgeirsdóttir. Var sýningu
stúlknanna vel tekið, enda faafa
þær náð langt, þó æfingatími
þeirra sé stuttur. Er ánægjulegt
að sjá að ÍR er nú eftir margra
ára baráttu að eignast sýningar-
flokk kvenna og á frú Sigríður
þakkir skyldar.
Þá sýndu Ármannsstúlkur
akropatik og æfingar á slá. Voru
æfingar þeirra mjög skemmtileg-
ar og vöktu almenna athygli, eink
um þó alcropatikin. Frú Guðrún
Nielsen er þjálfari þessara flokka.
Þeir hafa um árabil verið þeir
fremstu er við höfum átt, og eru
það enn enda hafa sumar stúlk-
urnar verið árum saman undir
stjórn Guðrúnar Nielsen, sem er
vel menntaður leikfimiskennari.
Þá sýndu glímumenn úr Ár-
manni og Ungmennafél. Reykja-
víkur undir stjórn Lárusar
Salómonssonar. Að sýningunni,
sem vel hefði mátt vera skemmti-
iegri þ. e. a. s. meiri sýning en
ekki keppni! var bændaglíma og
voru bændur þeir Anton Högna-
son og Hilmar Bjarnason. Anton
fékk aldrei að glíma því einn liðs
manna hans, Hafsteinn úr UMFR
lagði alla í liði Hilmars — og
Hilmar einnig. Var bændaglíman
skemmtileg, en glímurnar þó
nokkuð þungar.
★ KEPPNIN
Samtímis þessu fór fram frjáls
íþróttakeppni, en þetta 17. júm-
mót frjálsíþróttamanna er fyrsta
liðskönnunin fyrir landkeppnirn-
ar í Danmörku og Hollandi, er
fyrir höndum eru. Mótið var
tveggja daga mót og hófst á föstu-
dagskvöidið, en lauk á þjóðhá-
tíðardaginn. Spenningurinn var
mikill um það, hver vinna myndi
Forsetabikarinn, sem veittur er
fyrir bezta afrek mótsins samkv.
finnsku stigatöflunni.
Er skemmst írá því að segja,
að veður eyðilagði gersamlega
keppni fyrri dagsins. Var þá kalsa
veður, stormur og rigning. Það
eyðilagði möguleika sumra til
þess að koma til greina í keppni
um íorsetabikarinn. Þegar tillit
er tekið til veðurs, þá er furðu-
legt að hástökk vannst með 1,82
- Var fjöl-
breyft og
skemmtileg
m stökki. Það sýnir hvers vænta
má af Jóni Péturssyni í góðu
veðri. Sama má segja um 200 m
hlaup Hilmars Þorbjörnssonar,
22,4 sek. í slíkum rosa. Keppni
Þóris og Svavars í 800 m hlaup-
inu var skemmtileg, en veður
spillti árangri. Mikið var um for-
föll, en aðrir stóðu sig með stakri
prýði t. d. Björgvin Hólm, ÍR, sem
sigraði í 110 m grindahlaupi,
spjótkasti og þrístökki!
Þó veður væri kalt og strekk-
ingsvindur á þjóðhátíðardaginn,
var þó hrein hátíð að keppa þá í
samanburði við föstudagskvöldið.
Hlaupið var á móti vindi í 100 m.
hlaupi —árangurinn:Hilmar 11,1.
Maður sem getur miklu meira.
Sama mátti segja um 400 m hlaup
ið. Þórir hljóp á 50,1 — öruggur
sigurvegari, en nú eru aðrir farn-
ir að sækja fast að honum. Lang-
stökkið eyðilagðist gersamlega,
svo og 1000 m boðhlaupið.
Fánafylking skáta er fór fyrir skrúðgöngunni að íþróttavellinum
og líklega meira er 5 þessum ítur-
vaxna og spsngilega iþrótta-
manni.
★
★ 1500 M
Menn bjuggust við að 1500 m
hlaupið mótaðist af veðrinu. En
á daginn kom að keppnin þar var
sérstaklega hörð og skemmtileg.
Það var hratt farið af stað — svo
hratt að Stefán Víðavangshlaups-
sigurvegari þoldi ekki hraðann.
Svavar og Sigurður Guðnason
skiptust á um að hafa forystuna
— og í kjölfar þeirra komu ungl-
ingarnir tveir, báðir 18 ára —
Ingimar Jónsson og Kristleifur
Guðbjörnsson. Er hringur var
eftir hafði Svavar náð öruggri
forystu og honum ógnaði enginn
er hann hljóp í mark á 3:59,2 mín.
Hvað skeður í góðu veðri? En
meira var eftir af hlaupinu. Ungl-
ingarnir Ingimar og Kristleifur
áttu í hörðu einvígi og drógu
mjög á Sigurð. Ingimar átti þarna
sitt stærsta hlaup fram til þessa.
Hann skildi Kristleif eftir og dró
á Sigurð fet fyrir fet, fór fram úr
honum og kom í mark eftir :07,8
— mörgum sekundum betri tíma
en hann hefur nokkru sinni náð.
Þessi voru hin skæru atriði
þriðji — í sömu keppni. Slíku
myndu stærri þjóðir en hin ís-
Ienzka er vera hreyknar af. Guð-
mundur Hermannsson virtist í
sérflokki, hvað eftir annað var
kúlan við 15,5 m markið — og
einu sinni fast að 16 metrum en
þá datt Guðmundur fram yfir
sig í hringnum og kastið var ógilt.
En 16 metrarnir koma — það má
bóka! Og fyrir kúluvarpið hlýtur
Guðmundur forsetabikarinn í ár.
Skúli Thorarensen og Huseby
háðu harða keppni um 2. sætið
— og henni lauk með sigri Skúla
sem kastaði 4 sm lengra en Gunn-
ar.
Guðmundur Hermannsson, KR
Fyrir
15,68 m
í kúluvarpi
★ STÖNGIN
Stangarstökkið var sýning Val-
bjarnar. í ys og þys ljósmyndara
og alls konar starfsmanna tókst
honum ekki að stökkva yfir 4 m
fyrr en í þriðju tilraun. En 4,15
m fór hann í fyrsta stökki á
glæsilegu mstíl. Hækkað var í
4,30 m og Valbjörn var yfir —
en handleggirnir felldu. Nú hafði
vindurinn snúist og við tvær síð-
ari tilraunirnar náði Valbjörn
ekki ferð í atrennunni. — En 4,30
★
En þrjár keppnisgreinar frá
þessum degi verða lengi minnis-
stæðar, kúluvarpskeppnin, stang-
arstökkið og 1500 m hlaupið.
í fyrsta sinn í sögu ísl. iþrótta
vörpuðu 3 íslendingar kúlunni
yfir 15 metra — reyndar 15,25 sá
hlaut hann bikar
forseta Islands
íslendingar og Olympíuleikamir
Eftir ritara Olympiunefndar
UPP ÚR þátttöku íslands I
Vetrar-Olympíuleikunum í
Cortina í vetur spunnust nokkr-
ar umræður, blaðaskrif og jafn-
vel útvarpserindi um það, hvort
íslendingum væri ekki vansæm-
andi að taka þátt í Olympíu-
leikunum með eins lélegri
frammistöðu eins og þeir hefðu
sýnt á Vetrarleikunum. Fannst
sumum þeirra blaðanna — því
það voru aðallega þau, auk eins
íþróttaleiðtoga er ræddi málið
frá annarri hlið — þátttaka ís-
lands óhæfa, þjóðinni til skamm-
ar og heiðri hennar teflt í voða
með slíku. Færðu þeir þá ástæðu
fyrir þessu viðhorfi sínu, að
fréttir hermdu, að íslenzkir kepp-
endur hefðu verið síðastir allra
í keppninni og væri slíkt hin
mesta hneisa. Var Olympíunefnd
álasað fyrir þetta og fleira.
(Grein þessi er eltki svar við
þeim ádeilum, en tekur til at-
hugunar — frá hinni hliðinni —
sum þau atriði, er þar var kast-
að fram með nokkrum þjósti).
Þó skal því kröftuglega mót-
mælt, að íslenzkir keppendur
hafi verið síðastir, að undan-
skildri einni keppni, annarri
göngunni, heldur stóðu þeir sig
oftast mjög sæmilega, og einn
keppandinn, Eysteinn Þórðarson,
með ágætum, í hinni afar hörðu
og erfiðu keppni. Einnig stóð
hinn eini kvenkeppandi okkar,
Jakobína Jakobsdóttir, sig með
prýði, þótt hún yrði fyrir ó-
heppni, eins cg fleiri stallsystur
hennar. Því miður var enginn
möguleiki til að prófa hæfni
keppenda hér heima, því snjó-
laust var um allt land langt
fram eftir vetri, varð því að
senda þá, sem líklegastir þóttu
utan, til að fá þennan mæli-
kvarða. Var farið eftir tillögum
Skíðasambands íslands í þessu
efni — er aðallega varð að styðj-
ast við árangra frá fyrra vetri
um getu væntanlegra keppenda
— og treysta því að matið á
getu þeirra væri nærri lagi. —
Verður Skíðasambandinu þó
varla álasað fyrir að hafa of-
Fyrri grein
metíð hæfni þeirra, því aldrei
er fullkomlega hægt að átta sig
á því, eða vita h'vernig þátttak-
andi er fyrirkallaður í hvert
sinn, jafnvel þótt velþjálfaður
íþróttamaður eigi oftast að geta
náð hámarksárangri sinum ef
mikið liggur við, sýnir reynslan
margoft að svo er ekki — menn
eru misupplagðir. í þolkeppni
þar sem keppendur eru ræstir
hver um sig með ákveðnu milli-
bili, eins og í skíðagöngu, þarf
mikla keppnisreynslu til að átta
sig á hraða og tímaaðstöðu eink-
anlega gagnvart ókunnum keppi-
nautum.
★
Islendingar hafa fimm sinnum
tekið þátt í hinum eiginlegu
Olympíuleikum (sumarleikun-
um). Fyrst í London 1908, í
Stokkhólmi 1912, Berlín 1936,
London aftur 1948 og Hélsinki
1952. í öll skiptin hcifa þeir orðið
án stiga eða verðlauna, en alltaf
einn eða fleiri keppendur „kom-
izt upp“. þ. e. a. s. upp úr 1.
undanrás eða undankeppni. í
London 1908 keppti Jóhannes
Jósefsson í Grísk-rómv. glímu
og komst í úrslit — hann hefur
þá fengið stig, sem þá var ekki