Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 23
MORCVNBLAÐIÐ
23
f>riðj*udagur Í9. júní 1956
Stórkostleg verðlækkun
í sumarleyfið!
sterkir og sérlega þægilegir
Svartir. drapp, grsenir,
rauðir, gulir, gráir,
brúnir, vínrauðir.
Garðastræti 6
Stóð upp í mitti i sjóvuröldum
við björgun fjórins
77. júní
i.
Þeir, sem glseddu þjóðareldinn
þegar syrti að,
hverfa ekki úr hjartans minning,
hver á sínum stað.
f>ví er bjart á þessum degi,
þjóðar opin sund,
bjarminn yfir láði og legi
lýsir alla stund.
II.
Horfum yfir heimsins byggðir,
heimaland og vítt um jörð.
Glöggvum oss á gömlum sporuin
greyptum djúpt í aldasvörð.
Glapstiganna grýttu leiðir
greinast ennþá víða um heim. —
Fylkjum oss með frjálsum
þjóðum,
flýjum ekki af hólmi þeim.
Hugur vex með hverjum sigri.
Hátt skal íslands merki sett
inni í hásal þjóðaþinga,
þjóðar vorrar sama rétt.
Höldum fast á heimarétti,
heiðrum minning Skúla og Jóns.
Aldrei framar einvaldshrammur
örlög skapi gamla Fróns.
Maríms Ótafsson.
Malenkov
og Kaganovilsj
í ísl. sendiráðinu
SENDIHERRA ÍSLANDS í
Moskva Pétur Thorsteinsson
hafði síðdegisdrykkju á heim-
ili sínu á þjóðhátíðardaginn,
en slíkt er eðlileg venja við öll
sendiráðin íslenzku þennan
dag. Á þjóðhátíðardaginn var
mjög gestkvæmt á heimili
Péturs Tliorsteinssonar og
komu þangað hátt á þriðja
hundrað gestir. Meðal þeirra
sem heiðruðu sendiherrahjón-
in með nærveru sinni voru
þeir Malenkov fyrrum for-
sætisráðherra og Kaganovitsj
mágur Stalins, og fyrrum yfir-
maður iðnvæð'ingarinnar rúss-
nesku.
Ohemju mikil sjávarflóð í Hnappadalssýslu
Borg í Miklaholtshreppi. Frá fréttaritara.
OHEMJU mikið flóð gerði hér laugardagskvöldið 9. júní. Flæddi
sjórinn langt upp á ræktað land og annað graslendi og var
víða djúpur, þar sem ella eru grasi grónar grundir. Eins og nærri
má geta fórst nokkuð sauðfé í þessum hamförum. Bændur gerðu
það sem þeir gátu til að bjarga kindunum, en mikið tjón varð,
t. d. í Hömluholtum í Eyjahreppi. Þar missti bóndinn Bjarni Einars-
son 50 kindur.
IVI.s. Dronning
Alexondrine
fer frá Kaupmannahöfn 20.
júní um Grænland til Reykjavík-
ur. — Flutningur tilkynnist nú
þegar til Sameinaða í Kaupmanna
höfn. —■
Skipaafgreiðsla Jes Zirnsen
Erlendtir Pétursson.
A STAKKHAMARSNESI
Slíkt sjávarflóð um þetta leyti
árs hefur ekki komið hér í tugi
ára.
Á Stakkhamri hér í hreppi
hefur sauðfé verið haft í svo-
nefndu Stakkhamarsnesi. — Er
nokkuð af því láglent með vall-
lendisfitjum, sem sjór fellur á
um stórstraum. En frá Stakk-
hamri þarf að fara yfir læk, sem
sjór fellur í, til þess að komast
í nesið.
Þegar bóndinn á Stakkhamri,
Alexander Guðbjartsson sá,
hversu flóðið var orðið alvarlegt,
tók hann hest og sundreið lækinn
til þess að geta bjargað því fé,
sem var á fitjunum. En vegna
sjávargangs og ófæru tókst hon-
um ekki að bjarga 8 unglömbum,
sem skolaði á sjó út.
MISSTI 50 FJÁR
í Hömluholtum í Eyjahreppi
var ennþá tilfinnanlegra tjón. —
Þar býr Bjarni Einarsson. Þar
voru ær einnig á sjávarbökkum
með lömbum sínum. Þar hafa ær
ætíð verið hafðar um burðinn.
En þegar flóðið var skollið á um
áttaleytið á laugardagskvöldið,
brá Bjarni bóndi sér ásamt börn-
um sínum til þess að reyna að
bjarga fénu. Var þá orðið svo
aðfallið, að sjórinn var kominn
upp undir tún í Hömluholtum.
Og segir Bjarni sjálfur, að þar
sem hafi átt að vera þurrt land,
hafi bárur af sjávargangi náð sér
í mitti. Og í hafróti þessu hafi ær
hans og lömb verið rekandi dauð-
ar og lifandi til og frá. Var illt
að hefja björgun í slíku veðri.
Mun hafa skolað í sjóinn um 50
fjár, bæði ám og lömbum. Er því
hér um mjög tilfinnanlegt tjón
að ræða.
í Hausthúsum var flóðið svo
hátt, að matjurtagarðar, sem
staðið hafa þar i mörg ár, fóru í
kaf af sjávargangi.
— Fréttaritari.
Samkomur
Fíladelfía
Samkoma í kvöld kl. 8,30. —
Harald Gustafsson frá Gautaborg
talar. — Allir velkomnir.
RÆÐUMONNUM
VEL FAGNAÐ
Páll Pálsson hreppstjóri á
Borg setti mótið og stjórnaði því.
Gauiverjabæjarhreppur
ekki Gnúpverjahreppur
PRENTVILLUPÚKINN slapp inn
í prentsmiðju Mbl. á laugardag-
inn og brá á leik. Kom því I blað-
inu mjög meinleg prentvilla
3. síðu, þar sem fréttagrein var
um hina nýju skilarétt bændanna
í Gaulverjabæjarhreppi. —
Fyrirsögnin var á þá leið að hér
væri um að ræða bændur í Gnúp-
verjahreppi, og einnig stóð undir
mynd, sem tekin var við réttina
að þar væru samankomnir Gnúp
verjahreppsbændur. Prentvillu-
púkinn hefur vafalaust skemmt
sér vel, en ritstjórn Mbl. féll það
mjög miður, að þessi alvarlegu
mistök skyldi henda og biður vel-
virðingar á þeim.
Ánægjulegt héraðsmót
á Snætellsnesi
■*>• Stykkishólmi, 18. júní.
HÉRAÐSMÓT Sjúlfstæðismanna í Snæfellsness- og Hnappadals-
sýslu var halaið að Rreiðabliki s.l. laugardag. Á mótinu var
mikið fjölmenni og eitt hið fjölmennasta mót, sem haldið hefur
verið hér í sýslu.
Aðalræðuna flutti Gunnar Thor-
oddsen borgarstjóri og ræddi við-
horf stjórnmálanna vítt og breitt.
Sigurður Ágústsson alþingismað-
ur ræddi innanhéraðsmál. Var
ræðumönnum prýðilega tekið.
ÁNÆGJULEGT MÓT
Auk ræðuhalda skemmti Krist-
inn Hallsson óperusöngvari með
söng, með undirleik Ragnars
Björnssonar. Leikararnir Klem-
enz Jónsson og Benedikt Árna-
son fluttu leikþætti.
Mót þetta fór í alla staði vel
fram og var hið ánægjulegasta.
Árni.
Vinnu
Hrcingerningamiðstöðin
Sími 3089. Ávallt vanir menn.
Fyrsta flokks vinna.
Sími 2173. — Vanir og liðlegir
menn. —
Eg þakka innilega samúð, vinsemd og virðingu, sem
mér var auðsýnd á áttugasta afmælisdegi mínum 14. þ.m.
Ég hrærðist af hinum mörgu heillaskeytrun, blómum,
gjöfum og örfandi orðum, sem um mig voru skrifuð og
til mín töluð.
Jafnframt óska ég vinum mínum allra heilla og þjóð-
inni áframhaldandi framfara.
17. júní •
Garðar Gislason. ***
Bezt oð auglýsa / Morgunblaðinu
Öllum þeim mörgu, ættingjum og vinum, sem glöddu
mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á sex-
tugsafmæli mínu, 10. þ.m., þakka ég hjartanlega.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður B. Gunnarsson,
Litla-Hvammi.
Föðurbróðir minn
ÁRNI VIGFÚSSON
andaðist á Elliheimilinu Grund, 16. júní 1956.
Sigríður Jónsdóttir.
Sonur minn
SIGURGEIR HALI.DÓRSSON
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju I dag, þriðju-
daginn 19. þ.m. Athöfnin hefst íreð bæn frá heimili hins
látna Suðurgötu 62, kl. 2 e.h.
Amalía Gíslailóttir.
Innilega þökk fyrir sýnda samúð við andlát og jarðarför
föður míns
ARA BERGÞÓRS ANTONSSONAR
Fyrir hönd vandamanna
Fríða I. Aradóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðaríör konu minnar
ÞORONNU GISLADOTTUR
Sigurður Sigmundsson, Fálkagötu 11.
Þölckum hjartanlega samúð og hluttekningu við útför
VILHJÁLMS JÓNS SVEINSSONAR
frá Þangskála. — F.h. aðstandenda
Jón Skagan.
Þökkum hjartanlega öllum, fjær og nær, auðsýnda
hjálp og samúð við andlát og jarðarför
ÓSKARS GUÐMUNDSSONAR, prentara.
Auður M. Sigurhansdóttir og dætur,
Anna G. Bjarnadóttir,
Guðmundur Jónsson.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
JÓHÖNNU SIGURÐSSON
Ættingjar.