Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 17
ÞriSjudagur 19 júní 1956
M ORGTjyBLAÐIÐ
17
Garðastræti 2. Sími 4578
10—15% uppskeru-
tnakning á þvt landi
sem variS er
skjólbeltum
AAÐALFUNDI Skógræktarfélags Reykjavíkur, sem haldinn var
fyrir skömmu, flutti Einar G. E. Sæmundsen erindi um skjól-
beltaræktina. Einar fékk á s.l. ári styrk til þess aS kynna sér
ræktun skjólbelta úr sjóði, sem danskur maður I. C. Möller forstj.
í Kaupmannahöfn stoínaði, til eflingar og styrktar menningarmálum
1 Danmörku, íslandi og Svíþjóð. Er I. C. Möller mikill íslandsvinur
og samkvæmt ósk hans féll fyrsta styrkveitingin til íslands. Einar
úvaldi síðan í Danmörku í nokkra mánuði, enda eru Danir flestum
þjóðum fróðari í skjólbeltaræktun. Hlaut Einar ágæta fyrirgreiðslu
hjá Heiðafélaginu danska og reyndust starfsmenn þess honum í
alla staði vel.
Kvikmynd af Fegurðar-
samkeppninni
í Tjarnarbíói
TJARNARBÍÓ hefur sýnt
kvikmynd, sem tekin var að til-
hlutan þess á Fegurðarsamkeppn-
inni í Tivoli. Myndina gerði Ósk-
ar Gíslason ljósmyndari, en hann
hefir sem kunnugt er tekið all-
margar lengri og skemmri kvik-
myndir áður.
Mynd þessi hefir verið fram-
kölluðu og klippt með miklum
hraða, svo sem um fréttamyndir
á að tíðkast, en keppninni lauk
eins og kunnugt er í fyrrakvöld á
miðnætti.
Má líka segja, að hraðinn við
gerð myndarinnar sé hið eina
góða um hana. Kvikmynd þessi er
einstaklega illa tekin, svo manni
verður á að láta sér detta í hug
tilraunir til kvikmyndatöku fvrir
1920. Myndin er ákaflega mislýst,
stundum svífa fegurðardísirnar
í ógagnsæju hálfrökkri yfir svið-
ið, svo vart má greina útlínur
þeirra, en aðrir kaflar eru yfir-
iýstir. Enn annað skemmir mynd-
ina mjög, en það er, að hún er
tekin á mismunandi hraða, en
slíkt skyldi maður halda að hefði
verið auðvelt að bæta úr. Stúlk-
urnar sjást ekki aliar og alveg
skortir andlitsmyndir („close-
up“) af nokkrum þeirra.
Kvikmyndarinn virðist hafa
haft mun meiri áhuga á áhorf-
endunum í fjarlægð og hinu
gjörfulega baki Thorolfs Smith,
en ungmeyjunum þrettán. og er
það vægast sagt vafasamur
smekkur. Blómarósirnar gera sitt
til að bæta úr því sem miður er
við töku kvikmyndarinnar, en þó
verður að segjast að nær liggur
við að betra sé að taka enga
kvikmynd en þá, sem hér hefir
verið af vanefnum gerð.
GERÐ SKJÓLBELTANNA
SKIPTIR MIKLU MÁLI
Einar kom víða við í erindi
sínu. Lýsti hann því, hvernig
Danir hafa með nákvæmum vís-
indalegum athugunum leitt í ljós
ýmsar nýungar í skjólbetarækt
og hefur komið í ljós, að gerð
þeirra skiptir miklu máli. Sé
•þeim komið fyrir með réttum
hætti fæst í venjulegu árferði
10—15 prósent uppskeruaukning
af því landi sem þau skýla miðað
við berangur.
SITKA OG HVÍTGRENI BEZT
Og sums staðar á vestanverðu
Jótlandi hafa þau beinlínis skap-
að möguleika fyrir ræktun sem
án þeirra væri útilokuð. Einar
kvað það mjög athyglisvert fyrir
okkur íslendinga að barrtrén sem
bezt duga í skjólbeltum þar syðra
eru sitkagreni og hvítgreni, en
þær tegundir virðast einmitt eiga
mikla vaxtarmöguleika hér á
landi. Taldi fyrirlesarinn aug-
Ijóst, að reynsla Dana í skjólbelta
ræktun ætti mikið erindi til ís-
lendinga. Hér á landi væri ein-
mitt mikil þörf á þeim og þar
sem heppilegar plöntur væru
fyrir hendi, þyrfti að hefjast
handa. Landið bíður, sagði Einar
og því fyrr sem við byrjum því
betra.
Fundarmenn gerðu mjög góðan
róm að máli Einars og var auð-
sætt að þeim þótti að hér væri
um málefni að ræða, sem gæti
haft mjög mikla þýðingu fyrir
alla ræktun hér á landi.
Elísabet drottning
á dansleik
STOKKHÓLMUR, -6. júní: _
Elísabet Bretlandsdrotning og
Filip maður hennar voru í gær-
kvöldi og hirðdansleik þeim, sem
erfðavenja býður að haldinn
skuli hvert ár og er árshátíð fé-
lags aðalsmanna, er stofnað var á
17. öld. Dansleikurinn fór fram
í gyllta sal ráðhússins.
Fréttaritari brezka útvarpsins
segir, að dansleikur þessi hafi
verið glæsilegasti viðburðurinn
í konungsheimsókn þessari, sem
nú stendur yfir. Svíakonungur og
drottning hans voru viðstödd.
—Reuter.
Jk IS17.T AÐ AVGLYSA
W I MORGVISBLAÐim
DRAGTIR
Svört kambgarnsdragt
þétthneppt niður að
framan.
Takið eftir %
jakkasíddinni, sem
er nýjasta tízka.
Sextugsafmœli :
Sigurður B. Gunnarsson
oddviti, Litla Hvammi
Jóhannes Hjartarson
fyrrv. skipstjóri og verkstjóri,
er níræður í dag.
□_-----------------------q
RT Eitt af eftirsóknarverð-
ustu úrum heims
ROAMER úrin eru ein af hinni nákvæmu •(
vandvirku framleiðslu Svisslands. í verk-
smiðju, sem stofnsett var (árið) 1888 eru
1200 fyrsta flokks fagmenn sem framleiC*
og setja saman sérhvern hlut sem KOAMER
sigurverkið stendur saman af.
100% vatnsþétt. — Höggþétt
Fást hjá ílestum úrsmiðum.
HAFNAKnnni. — r jnr snLouimu lundu jieir feðgar, Páil V. Jóns-
son og Grétar sonur hans frá Brekku í Garðahreppi, greni í Smyril-
búðahrauni, rúman hálftíma gang frá Vifilsstaðahælinu. Skömmu
síðar fundu þeir annað greni í fárra metra fjarlægð. Unnu þeir
bæði grenin og náðu 11 yrðlingum, en tófuna skaut Páll. Fyrir
nokkru hafði Frímann Þórðarson frá Hafnarfirði skotið tófu og ref
nálægt Kaldárseli og þykir líklegt að dýrin hafi verið úr þessum
grenjuin. — Myndin er af Páli með tvo af yrðlingunum.
— Ljósm. Gunnar Rúnar.
10. JÚNÍ varð Sigurður í Litla-
Hvammi sextugur. Þótt mér finn-
ist örstutt síðan við Sigurður
lékum okkur saman smástrákar,
þá er það staðreynd að síðan er
meir en hálf öld. Allan þennan
tíma höfum við verið samsveit-
ungar, og jafnan farið sæmilega
á með okkur, þrátt fyrir erjur
og eril hins daglega lífs, enda
þarf meir en í meðallagi vanstilt-
an mann til að kojna sér út úr
húsi við Sigurð, þvi prúðmenska
hans lipurð og gestrisni er róm-
að af öllum sem þekkja til.
Sigurður fer ekkert dult með
skoðanir sínar, er glöggur og
greinargóður, enda hafa honum
verið falin ýms trúnaðarstörf og
nú fyrir skömmu oddvitastörf
fyrir hreppinn. Þrátt fyrir prúð-
mensku og stillingu á Sigurður
til allmikla kímnigáfu, og hefi
ég og margir fleirri átt margar
ánægjustundir við kaffiborð
þeirra hjónanna (en þar er oft
þétt setið) þegar léttara hjal hef-
ur borið á góma.
Sigurður er fæddur að Steig
í Dyrhólahreppi þann 10. júní
1896, sonur hinna ágætu hjóna,
Gunnars Bjarnasonar og Guðríð-
ar Þorsteinsdóttur, sem þar
bjuggu. Árið 1924 giftist Sigurð-
ur Ástríði Stefánsdóttur, nú
orgelleikara við Skeiðflatar-
kirkju, hinni ágætustu konu,
dóttur hins þekkta kennara Stef-
áns Hannessonar, og konu hans
Steinunnar Árnadóttur í Litla-
Hvammi. Þrjú fyrstu búskaparár
sín bjuggu þau Sigurður og Ást-
ríður í Steig en fluttust þá að
Litla-Hvammi og hafa búið þar
síðan.
Sigurður er smiður góður og
hefur unnið mikið að smíðum
jafnhliði búskapnum. Sjómaður
er Sigurður góður á Skaftfellska-
vísu og hefur frá barnæsku elt
grátt silfur öðru hvoru við hinar
harðskeyttu dætur ægis hér við
sandinn, enn jafnan farnazt vel,
enda lærði hann ungur til þeirra
verka hjá hinum ágætu sanda-
formönnum, fyrst föður sínum og
síðan móðurbróður Guðbrandi á
Loftsölum, sem var annálaður
fyrir leikni sína á því sviði.
Börn þeirra Sigurðar og Ást-
ríðar eru Gunnar, Helga, Stefán
og Sigþór, öll hin mannvænleg-
ustu, og hafa þau öll tekið í
erfðir hina beztu kosti foreldr-
anna.
Bg vil enda þessar fátæklegu
línur með því að þakka þeim
hjónum og börnum þeirra marg-
ar ánægjulegar samverustundir,
og biðja Guð að blessa þeim öll-
um framtíðina. — Á.
Nírœður