Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 2
2 MORCIJISBLÁÐIÐ í>riðjudagur 19. júní 1956 Skagfirðingar munu ekki reisa sjálfum sér níðstöng „ÉG kom nýlega á Reynistað í Skagafirði, það höfuðból hér- aðsins, sem stendur hæst að fornum veg og frægð, að Hól- um í Hjaltadal einum undan- teknum. Lokrekkjurnar með höfðaletrinu og allt annað, utan húss sem innan, ber þar vott um átthagatrygð hús- bóndans og rótgróna sveita- menningu. Jón alþingismaðcr Sigurðsson er einhver merki- legasti núlifandi bóndi á fs- iandi. Þessi yfiriætisiausi hér- aðshöfðingi er svo stórhuga eg framsýnn, að hann barðist á- samt Jóni Þorlákssyni fyrir undirbúningi að allsherjarraf-1 væðingu íslenzkra svcita á þcim tíma, þegar llestir aðrir skoðuðu þá hugmynd sem ór- um blandinn óskadraum. Hann bar fram lögin um óðalsrétt og ættarból í því skyni að rót- testa dugmeslu bændaættirnar i svcitum landsins. Hann er, eins og vænta mátti, mikill unnandi og iðkandi skag- ffcahra fræða. rJít sinn kom óvígur her í S-agafjörð og drap ástsælan hcraðshöfðingja þar, Brand Kolbeinsson á Rcynistað. Skag firðingar reistu honum minn- ismerki á Róðugrund, þar sem hann féll. Löngu síðar reistu þeir tveimur öðrum ágætum sýslungum sinum minnis- merki, skáldunum Stephani G. og Iljálmari frá Bólu. Nú sækir Hræðslubandalag- ið undir leiðsögn reiknings- meistaranna í Reykjavik fast að hinum þjóðrækna, sagn- fróða og hugsjónarika bónda á Reynistað og I-eggur allt kapp á að fella hann. Ef þeim tækist það, sem ólíklegt er, þá Iiefðu Skagfirðingar bætt enn við einu minnismerki í Sitt fagra og söguríka hérað. Þeir hefðu reist sjálfum sér þá níðstöng, sem seint mun fúna.“ Páll V. G. Kolka, i Mbl. 15. júní. □---------------------□ JERÚSALEM, 18. júní: — ísra- elska stjórnin kom í dag saman til að samþykkja formlega lausnar- beiðni Moshe Sharetts utanríkis- ráðherra. Verður ráðuneytisfund- ur haldinn aftur í kvöld, og er þess vænzt, að frú Golda Myer- son, verkalýðsmálaráðherra, taki við utanríkisráðherraembættinu. □------------------------□ Hefur Hermann eitthvað breytzt síðan Afar f jölsóttur fundur i Hafnarfirði Einhugur rikjandi um að gera sigur Ingólfs Flygenrings sem mestan IGÆRKVÖLDI efndu Sjálfstæðisfétögin í Hafnarfirði til al- menns kjósendafundar í Hafnarfjarðarbiói. Fundurinn var geysifjölmennur og var húsið troðfullt svo sem rúm leyfði. Frum- mælendur á fundinum voru Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra og Ingólfur Flygenring alþingismaður. ENGU MINNI HÆTTA. Dómsmátaráðherra hóf mál sitt með því að ræða um óánægju Hræðslubandalagsmanna yfir því að hann ræddi nú í þessari kosn- ingabaráttu minna um kommún- ista en aðra, en í þess stað beindi hann einkum skeytum sinum að Hræðslubandalaginu, upphafi þess. stofnun og áform. Taldi ráðherra að nú stafaði engu minni hætta af kommún- istum en áður en aðstaða þeirra í þessum kosningnm væri með siíkum hætti eftir yfirlýsingar forustumanna þeirra í Rússlandi, að jafnvel íslenzkum andstæðing- um þeirra kommúnista hefði aldrei tekist að lýsa komraúnis- manum á þann hátt sem þeir nú gerðu sjálfir. ALÞÝÐUFLOKKURINN EFLIR KOMMÚNISTA TIL VALDA. Þá benti ráðherra á hversu Al- þýðu 'lokkurinn hefði komið kommúnistum til hjálpar sem fyrr með því að efla þá til áhrifa eins og Emil Jónsson hefði gert í Hafnarfirði og Hannibal Valdi- marsson gerði nú með samvinnu Hræðslubandalagið og kommar Framhald af bls. 1. hefði því verið nægur tími til þess að framkvæma þá alhliða athugun þessa máls, sem Sjálfstæðismenn vildu en Framsókn fórnar öllu — jafn- vel sóma og hagsmunum þjóð- arinnar eins og öðru — fyrir atkvæði. SKRÖKSAGAN UM GJAIjDEYRINN Tíminn og Alþýðublaðið hafa séístaklega haldið því á lofti að „r.eyðarástand“ hafi skapast í gjaldeyrismálum L.adsraanna. Þetta „neyðarástand" á að hafa skapast fyrir óspilun og óreiðu cg auðvitað eiga Sjálfstæðismenn fyrst og fremst að bera ábyrgð á því!! . Ólafur Thors forsætisráðherra kvað þessa skröksögu niður í ræðu sinni, sem birt er á öðrum stað i blaðinu. Ráðherrann sagði: „Menn verða að láta gust hcilbrigðrar skynsemi blása sér af augum þokuna, svo að þeir mikli ekki fyrir sér örð- ugleikana, heldur hætti að synast mýflugan vera úlfaldi. Nefni ég svo sem dæmi, að cnginn má láta beygja sig af því, að okkur skortir í dag gjaldeyri til að kaupa allt sem Itugurinn girnist. Við höfum . lagt i svo risavaxnar fram- kvæmdir, samkvæmt starfs- „Sannleikurinn er sá, að Hermann Jónasson hefur unnið sér til slíkrar óhelgi í íslenzkum stjórnmálum, að jafnvel kommúnistar blygðast sín fyrir samvinnu við hann.“ Alþýðublaðið 4. ágúst 1949. samningi núverandi rikis- stjórnar, að nú í ár, höfum við þurft að greiða til útlanda fyrstu 5 mánuði ársins 518 millj. kr. í stað 377 millj. á sama tíma 1953, sem þó var mikið athafnaár. Og hvern get ur það undrað, að slíkar fram- kvæmdir sem allar hafa verið greiddar nf andvirði útflutn- ingsafurðanna, og án þeirra erlendu lána, sem i öndverðu var reiknað með, segi einhvers staðar til sín“. . Þessi voru orð ráðherrans og betur verður þessu máli ekki gerð skil í fáum orðum. Það er gert að rógsmáli á hendur Sjálfstæðis mönnum, að við borgum sjálfir okkar eigin framkvæmdir í stað þess að taka erlend lán, en skrök- sagan um „neyðarástand“ í gjald- eyrismálunum fellur máttlaus niður. Það hefur ekki verið vani Sjálfstæðismanna í þessari kosn- ingahrið að elta ólar við allt það skrök og margvísleg ósann- indi, sem andstæðingablöðin hafa borið fram. Hér eru aðeins tekin dæmi um þrjár af skröksögunum, en á sama hátt mætti fara með allar hinar, ef það mætti ekki heita alveg óvinnandi vegur að sinna öllum þeim ósannindum, sem hin mörgu blöð andstæðinga- flokkanna bera fram dag eftir dag. sinni við þá í þessum kosnirigum er þeir breiddu yfir nafn og núm- er og biðu fram í samvinnu við stjórn Alþýðusambands íslands. Ráðherran minntist einnig á tölulegan útreikning Hræðslu- bandalagsins, sagði að slíkt myndi ekki stoða því íslenzkir kjósendur hefðu sinn eigin vilja þrátt fyrir samlagningu prófessor anna. Þá ræddi ráðherra nokkuð um varnarmálin og rakti hina ein- sæðu og ábirgðarlausu fram- komu Framsóknar- og Alþýðu- flokksins í þeim málum. Að lokum bað hann menn að bera saman hörmungarstjórn Hræðslubandalagsflokkanna fyrir strið og hinsvegar framfarir síð- ari ára undir stjórn Sjálfstæðis- flokksins. Máli símu lauk ráðherrann með | því að hvetja Hafnfirðinga til að fylkja sér um Sjálfstæðisflokk- inn og hinn ágæta frambjóðanda hans í Hafnarfirði, Ingólf Flyg- enring. í ANDSTÖÐU VIÐ LYD- RÆÐISHUGMYNDIR Næstur tók til máls Ingólfur Flygenring. Ræddi hann í upp- hafi máls síns hina einstæðu at- kvæðaverzlun Hræðslubandalags ins, sem rekin væri í Hafn- arfirði ekki síður en annars stað- ar á landinu, en slíkt myndi ekki koma að notum, því það væri í andstöðu við lýðræðishugmyndir íslenzkra kjósenda. Þá drap þingmaðurinn á ýmis þau hagsmunamál Ilafnfirðinga, sem nú þörfnuðust úrlausnar og á hvern hátt mætti leysa þau. Af hálfu fundarmanna tóku til máls: Bjarni Snæbjömsson, frú Sigurveig Guðmundsdóttir, Egg- ert ísaksson, Páll V. Daníelsson og Stefán Jónsson. Öll hétu þau á Hafnfirðinga að gera sigur Sjálfstæðiflokksins sem stærstan með glæsilegri kosn ingu Ingólfs Flygenrings þann 34. júní. Ræðumönnum var öllum frá- bærlega vel tekið, og lýsti fundur inn miklum einhug Sjálfstæðis- manna í Hafnaarfirði. í fundarlok skemmtu Kristinn Hallsson óperusöngvari og leik- ararnir Haraldur Á. Sigurðsson og Brynjólfur Jóhannesson, en hljómsveit Carls Billich lék. Fundarstjóri var Jón Mathie- sen Glæsilegt héraðsmót Sjálf- stæðismanna í Kjósarsýslu Héraðsbúar fögnuðu vel máli Ólafs Thors forsæfisráðherra HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Kjósarsýslu var haldið síðastl. laugardag að Hlégarði í Mosfells- sveit. Húsfyllir var, og mótið í heild mótaðist af áhuga héraðs- búa fyrir kjöri Ólafs Thors. Var þetta eitt af glæsilegustu héraðs mótum ungra Sjálfstæðismanna, 'sem lic.ldíð hefut verið í Kjósar- sýslu. RÆÐUMENN Frummælandi var Ólafur Thors forsætisráðherra, þingmaður kjör dæmisins. Var ræða hans afburða snjöll og greinargóð. Ræddi hann aðallega um stjórnarslit Fram- sóknarflokksins og óheilindi hans í öllum þeim málum. Auk þess drap hann á ábyrgðarleysi þeirra flokka, er stóðu að samþykkt upþsagnar varnarsamningsins á síðasta Alþingi.Var gerður ágæt- ur rómur að máli forsætisráðherr ans. Þó tók til máif Jóhann Hafstein alþingismaður og flutti stutta og kjarngóða hvatningarræðu til kjósenda um að afgreiða gluncl- roða flokkanna á kjördegi, og standa einhuga og fast um stefnu Sj álfstæðisf lokksins. SKEMMTIATRIDI Milli ræðanna voru ýmis skemmtiatriði. Haraldur Á. Sig urðsson og Brynjólfur Jóhannes- son fluttu skemmtiþætti og var þeim vel tekið. Að lokum var dansað með undirleik hljómsveit- ar Björns R. Einarssonar. —J. Fnndur Sjállstæðis- á Selfossi Andstæ&ingarnir jborðu ekki oð mæta SJÁLFSTÆÐISMENN héldu fund fimmtudaginn 14. júní á Sel- fossi. Framsöguræður fluttu Ingólfur Jónsson viðskiptamála- ráðherra, sem ræddi aðallega um efnahagsmál, og Jóhann Ilafstein, alþingismaður, sem ræddi um varnarmál og kosningahorfur. Auk frummælenda töluðu Sigurður Óli Ólafsson alþingismaður og Guðni Þorsteinsson. ÞORÐU EKKI AÐ MÆTA Fyrr um daginn var framboðs- fundur að Þingborg í Hraungerð- ishreppi og var öllum frambjóð- endum þar kunnugt um þennan fund Sjálfstæðismanna, en eng- inn þeirra andstæðinga þorði aff mæta á Selfossfundinum. — Á fundinum voru á annað hundr- að manns og fengu ræðumcnn mjög góðar undirtektir. Ágælur iundur í Grinduvík SÍÐASTLIÐID föstudagskvöld var stjórnmálafundur haldinn á veg'um Sjálfstæðismanna í Grindavík. Var fundur þessi vel sóttur. Frummælendur voru Ólafur Thors forsætisráðherra og Björn Ólafsson alþingismaður. Fluttu þeir báðir langar og snjallar ræð- ur. Var máli ræðumanna mjög vel tekið og var mikill áhugi ríkjandi á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.