Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 7
In-iðjudagur 19. júni 1956. MORCUNBLAÐIF 7 Hinir ágætustu fulltrúar íslanus á ferð í Dakota AÐ sætir jafnan nokkrum tí'ðindum, þá er góðir gest- ir hciman af ættjörðinni koma í heimsókn í byggðir fslend- inga vestan hafs, og er löndum þeirra þar í álfu ánægjuefni að sama skapi. Nýlega höfum við ísiendingar i Grand Forks og að Mountain, N. Dakota, átt slikum kærkomnum gestum að fagna, þar sem voru þeir Xómas Guðmundsson skáld og ■éra Jón Þorvarðsson, prestur Háteigssafnaðar í Reykjavik; en þeir hafa undanfarið verið í kynnisför um Bandaríkin i boði utanrikisráðuneytisins og eru enn á því ferðalagi, þegar þetta er ritað. Tómas skáld kom vestan af Kyrrahafsströnd til Grand Forks sunnudagskvöldið þ. 27. mai. en séra Jón kom þangað á mánu- dagskvöldið eftir nokkra dvöl f Minnesota og Suður-Dakota. Um hádegið á þriðjudaginn voru þeir félagar gestir rikishá- skólans í N. Dakota (University of N. Dakota) í miðdegisverði. er allmargir yfirmenn háskólans sátu Dr. Richard Beck, forseti hinnar erlendu tungumáladeild- ar háskólans og ræðismaður ís- lands i N. Dakota, stýrði samsæt- inu í fjarveru rektors háskólans, dr. George W. Starcher, sem var utanborgar í embættiserindum. Undir borðum voru fjörugar um- ræður, því að margs spurðu há- skólakennararnir hina íslenzku gesti um land og þjóð, en þeir svöruðu glöggt og greiðlega öll- um fyrirspumum. Varð hér því um notadrjúga fræðslustund að ræða um island og íslenzk menn- ingarmál. f PEMBINAFJÖIXUM Seinna á þriðjudaginn lögðu þeir Tómas og séra Jón af stað áleiðis norður í íslenzku byggð- ina í N. Dakota í fylgd með ræð- ismanni íslands. í bænum Graf- ton tók á móti þeim félögum séra Otafur Skúlason, sóknarprestur- inn í íslenzku byggðinni, og óku þeir með honum heim til hans að Mountain. Á leiðinni var farið upp á hæðirnar norðan við ís- lenzka landnámið, er íslendingar nefna „Pembinafjöll“ og stað- næmst þar; en þaðan er ágæt út- sýn yfir byggðina, og var hún fögur yfirlitum og búsældarleg þetta hlýja kvöld, þó að skyggni væri ekki með' öllu sem ákjós- anlegast.. ELLIHEIMILIÐ BOKG Lá nú leiðin heim að prests- setrinu íslenzka, þar sem við fé- lagar höfðum bækistöðvar okkar meðan við dvöldum í byggðinni, og jöfnum höndum á elliheimil- inu „Borg“. Nutum við frábærr- ar gestrisni á bóðum þeim stöð- um, og stöndum fyrir það í mikilli þakkarskuld við þau prestshjón- in, séra Ólaf Skúlason og frú Ebbu; tekur það einnig til for- stöðulconu elliheimilisins, frú Guðrúnar Olgeirsson, Björns manns hennar og annars starfs- fólks á heimilinu. Síðdegis á miðvikudaginn var efnt til samkomu á elliheimilinu fyrir vistfólk þar og ýmsa aðra byggðarbúa, þó að færri kæmu en vildu, vegna stóiTÍgningar og ill- færra vega innan byggðar. Af ísafjarðortoganirnir voru með mihinn og góðan snltfisk AÐALFUNDUR Togarafélagsins ísfirðings hf. var haldinn um síð- ustu mánaðamót. Formaður fé- lagsstjómar, Matthías Bjarnason setti fundinn og stjórnaði honum. Formaður flutti skyrslu stjórn arinnar um starfsemi félagsins og framkvæmdir á árinu 1955. Á árinu fóru togarar félagsins, sem gerðir voru út allt árið, alls 46 veiðiferðir og voru einkum á sait fiskveiðum, en að öðru leyti á ísfiskveiðum. Varð saltfisksafl- inn um 1307 tonn, en var árið áð- ur aðeins 520 tonn. Voru afskip- anir svo greiðar á árinu, að allri saltfisksframleiðslu félagsins var afslcipað fyrir áramót. Upplýsti formaðurinn að 73,7% af óverk- aða saltfiskinum hefði reynst vera í 1. flokki og 78,9% af verk- aða saltfiskinum. Heildarafurðasala félagsins nam 10,9 millj. kr. Launagreiðslur námu 8,4 milljónum og var það 2,3 millj. hærri upphæð en árið áður. Launagreiðslur til skips- hafnarinnar hækkuðu um 1,7 millj. og urðu rúmlega 5 millj. kr. Framkvæmdastjóri félagsins, Asberg Sigurðsson, gerði grein fyrir reikningum félagsins og ckýrði hina einstöku liði þeirra. Einnig ræddi hann nokkuð um rekstur og afkomu félagsins það sem af er þessu ári, og þá erfið- leika sem togaraútgerðin á nú við að stríða. Að lokum ræddi fram- kvæmdastjórinn um byggingu hraðfrystihúss félagsins á hafnar bakkanum. í stjórn félagsins voru kjörnir Matthías Bjarnason og Kjartan J. Jóhannsson og frá hluthöfum og frá bæjarstjórn eiga sæti í stjórn- inni Ásberg Sigurðsson, Stefán Stefánsson og Ragnar Ásgeirsson. Endurskoðendur voru kosnir þeir Jón O. Bárðarson og Sverrir Guðmundsson. í fundarlok þakkaði formaður félagsstjórnar starfsfólki félags- ins á sjó og í landi, störfin á liðnu ári og lýsti sérstöku þakklæti stjórnarinnar til sjómanna, fyrir þann góða árangur, sem náðst hefði í vöruvöndun é '"'Hfiski skipanna. ■—J. þeim ástæðum gátum við félagar ekki heldur ferðast um byggðina, og hörmuðum við það mjög. GESTIRNIR KYNNTIR Séra Ólafur hafði samkomu- stjórn með höndum, og fórst það prýðilega. Kynnti hann fyrst séra Jón Þorvarðsson, er flutti ágætt ávarp, bar kveðjur heiman um haf og sagði fréttir þaðan; var gerður hinn bezti rómur að máli hans. Þá kvaddi samkomustjóri hljóðs Richard Beck, er síðan kynnti Tómas Guðmundsson skáld. Vék ræðumaður fyrst að gömlum og góði: m kynnum þeirra Tómasar á menntasxóla- árum þeirra í Reykjavík, og ræddi síðan um skáldskap hans og þann virðingarsess, er hann skipar í íslenzkum nútíðarbók- menntum, Flutti Tómzs bví næst gagn- ort og hlýít ávarp og las að þvi búnu upp þrjú af hinum snjölln kvæðum sínnm, á lát- lausan en áhrifamikiim hátt, cnda var hann örlátlega hyllt- ur af samkomugestnm, er fögnuðu því af heilum liuga að hafa átt þess kost að hlý'ða á hið ástsæla skáld lcsa upp kvæði sín. ÆTTJAKBARSÖNGUR 1 samkomubyrjun og lok hennar voru sungnir íslenzkir ættjarðarsöngvar o g önnur kunu og kær íslenzk ljóð. Einn ig söng séra Jón Þorvarðsson einsöng við ágætar undirtekt- ir. Má óhætt fullyrða, að öli- um þeim, er viðstaddir voru, geymist þessi ánægjuríka sam komustund lengi og þakklát- á bóginn til Minneapolis og það- an til austurstrandarinnar. Hafði lieimsókn þeirra í N. Dakota vakið athygli og verið getið ítarlega bæði í hinu víð- lesna dagblaði Grand Forks og í útvarpi og sjónvarpi. Rcynd- ust þeir íslandi um allt hinir ágætustu fulltrúar, svo sem vænta mátti, og hafði koma þeirra á umræddar slóðir því sitt kynningargildi fyrir ætt- land vort og þjóð. Richard Beck G arðyrkjurstið 1956 Garðyrkjufélag Islands er mik- ið nytsemdarfélag. Það gengst fyrir garðyrkjusýningum, garð- yrkjufræðslu í útvarpinu og gef- ur út ársrit um garðyrkjumál. Nýútkomið Garðyrkjurit hefst á ávarpi landbúnaðarráðherra í til- efni af 770 ára afmæli félagsins 8.1. vor. Ingólfur Davíðsson og Óli V. Hansson garðyrkjukennari skýra frá reynslunni nm runna- rækt og benda á ýmsar nýjar runnategundir, sem sjálfsagt er að rækta hér á landi. Sturla Frið- riksson skrifar um varnir gegn spirun kartaflna í geymslu, Hafliði garðræktarráðunautur, Jóeisson, Jón H. Björnsson og Reynir Vilhjálmsson segja frá garðyrkjusýningum erlendis txg ýmsum nýjungum í garðyrkju. E. B. Malmquist ritar hugleiðingar uin garðyrkjumál. Ritstjórinn Ing- ólfur Davíðsson segir frá tilraun- um Schierbecks landlæknis og Einars Helgasonar í garðyrkju, en þeir voru merkilegir brautryðj - endur eins og kunnugt er. Þá eru ýmsar fréttir og frásagnir, grein- ar um jurtasjúkdóma og vamar- lyf, verðlag, uppskeru afl og síð- ast hvöt Árna landfógeta frá aldamótaárinu. „Venjið unglinga á garðvinnu." Garðyrkjuritið á er- indi inn á sérhvert heimili. ÁhugamaSur. Lokað vegua jarðarfarar í dag frá kl. 1 e.h. Verzl. Árna Pálssonar, Miklubraut 68, Lögberg, Holtsg. 1, Höfði h.f., Laugaveg 81. lega i minni. Að samkomunni lokinni var setst að xausnarlegum kaffiveit- ingum, og skemmtu menn sér um stund við samræður yfir borð- um; en síðan ræddu hinir góðu gestir frá íslandi við vistíólk og aðra landa sína, er fræðast vildu um frændur og vini heima á ætt- jöroinni, um þjóðmál og þjóðar- hag. TIL VVINNIPEG Á fimmtudagsmorguninn héldu þeir Tómas skáld og séra Jón í för með séra Ólafi Skúlasyni norður til Winnipeg, en þar hafði verið efnt til samkomu þá um kvöldið. Þeir félagar komu aftur til Grand Forks á föstudagsmorg- un, og hélt séra Jón þá viðstöðu- laust áfram för sinni vestur á Kyrrahafsströnd, en Tómas lagði, eftir stutta dvöl, leið sína súður Kaupið Kjósendahandbókina með tölunum eins og þær voru lesnar i útvarpi meðan á talningu atkvæða stóð í kosningunum 1949 og 1953. Kostar aðeins kr. 15.00. i'ið aíþingiikffsmngarMar 24. júni 1956 HEIMDAI.LLR FUS EDNDBY & C0. LTD. BRIDGEPORT Útgerðarmenn — Reknetaveiði Við getum enn bætt við nokkrum pöntunum á Gundry’s reknetum til afgreiðslu strax. Gæðin viðurkennd. — Verðið hagstætt. Ólafur Gíslason & C©., h.f. Hafnarstræti 19—12 — Slmi 81370 Við bjóðum ávallt það bezta -s>scvs> Parnall Easy-press strauvélarnar eru fljótvirkar — þægilegar — sterkar endingagóðar. t þeim er einnig hægt að pressa alls konar fatnað. Pantanir óskast sóttar. Vesturgötu 2 — Laugavegi 63 — Sími 80946 W J0SEPH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.