Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 3
Þriífjudagur 19. júní 1956.
M ORGVNBLAÐIÐ
3
i
i
Bæjarbúar létu ekki dumbungs-
veður skyggja á hátíðargleðina
í rigníngunni var regnhlífahafið
að sjá eins og kínverskur garður
AÐ VENJU tók mikill fjöldi 1
-fólks þátt í hátíðahöldunum
hér í Reykjavik á þjóðhátíðar-
daginn. Var Miðbærinn svartur af
fólki eins og maður nokkur komst
að orði, allan daginn og fram yfir
miðnaetti. Þjóðhátíðarveðrið var
að vísu ekki neitt hátíðaveður.
Sól sást ekki allan daginn, enda
dumbungsveður og lítilsháttar
rigning var um daginn. Meðar. á
kvöldvökunni á Arnarhóli stóð
rigndi þó nokkuð. Bæjarbúar
voru þó í hátíðarskapi, þó ekki
færi það út í öfgar, svo að orð sé
á gerandi. — Að vísu var „kjall-
ari“ lögreglunnar fullskipaður
ailan daginn, enda var lögregl-
an vel á varðbergi og var drukkn
um náungum fljótlega kippt úr
umferð og þeir þá fluttir heim
til sín, ef ekki Var hægt að veita
þeim húsaskjól í kjallaranum.
Já, bæjarbúar voru ekki aðeins
í hátíðarskapi, heldur og í sínum
beztu sumarsparifötum og var
það sannarlega ánægjuleg sjón að
sjá svo margt velklætt fólk á
öllum áldri.
Fjölsóttasta atriði þjóðhátíðar-
dagskrárinnar var svo sem vænta
mátti barnaskemmtunin á Arnar
hóli, en einnig var gífurlegur
mannfjöldi á Austurvelli. Þar
var komið fyrir góðu neti af há-
tölurum, svo vel heyrðist um all-
an völlinn, en göturnar umhverfis
voru þéttskipaðar af fólki, er
skrúðgöngurnar úr Austur- og
Vesturbænum komu þangað.
Voru göngurnar að vísu frekar
fámennar, en margt fólk var fyrir
á Austurvelli er þær komu.
Þór Sandholt skólastjóri, for-
maður Þjóðhátíðarnefndar, setti
hátíðina af svölum Alþingishúss-
ins, með stuttu ávarpi og bauð
hátíðargesti velkomna.
VIÐ AUSTURVÖLL
í Dómkirkjunni hófst hátíðar-
guðsþjónusta klukkan 2. — Úr
Alþingishúsinu gengu til kirkj-
unnar forseti íslands og forsætis-
ráðherra ásamt konum sínum, en
á tröppum Dómkirkjunnar tók á
móti þeim biskupinn yfir íslandi.
— Guðsþjónustuna annaðist séra
Árelíus Nielsson. Að lokinni guðs
þjónustunni gekk forseti ásamt
forsætisráðherra út að styttu Jóns
Sigurðssonar og þar lagði forset-
inn stóran fallegan blómsveig í
nafni þjóðarinnar. — • Á eftir
flutti svo forsætisráðherra Ólafur
Thors ræðu af 'skreyttum svölum
Alþingishússins. — Var ræða
hans hin merkilegasta. Á þessum
degi þjóðarinnar er vopnahlé,
sagði forsætisráðherrann. Er
ræða hans birt á bls. 13 Fjall-
konan flutti síðan hátíðarljóð af
þinghússvölunum, eftir Jakob
Smára.
Sendiherrar erlendra ríkja
gengu fyrir forseta í skrifstofu
hans í Alþingishúsinu og færðu
honum hamingjuóskir ríkis-
stjórna sinna. Lúðrasveitir bæjar-
ins léku á Austurvelli.
Klukkan 3 hófst svo á íþrótta-
vellinum 17. júní-mót íþrótta-
manna, en á leiðinni þangað var
staldrað við í kirkj ugarðinum og
lagði frú Auður Auðuns forseti
bæjarstjórnar, blómsveig frá
Reykvíkingum á leiði Jóns for-
seta. — Frá íþróttamótinu er sagt
á „Íþróttasíðu".
Á ARNARHÓLI
Klukkan 4 síðd. hófst svo á
Arnarhóli barnaskemmtun, sem
Ævar Kvaran stjórnaði, en lið-
tækir voru þar þeir Baldur og
Konni. Einnig kom þangað á
„Orkinni“ Nói gamli með allmörg
dýr. Tókst þessi þáttur barna-
skemmtunarinnar mjög vel, en
ekki var það sök Ævars, að
skemmtikröftum seinkaði svo
mjög. Meðan á þeirri bið stóð
ókyrrðust börnin mjög. En barna
skemmtunin tókst að öðru leyti
mjög vel og var auðséð að börnin
skemmtu sér vel. Að þessari
skemmtun lokinni, safnaðist
fjöldi fólks saman við Austurvöll,
en þar söng Karlakór Reykja-
víkur og síðan lék Sinfóníuhljóm
sveitin undir stjórn - Wilhelm
Schleuning, við mikla hrifningu.
Þess má geta að hugmyndin mun
vera að hinn mikli hljómsveitar-
pallur, sem var horfinn í gær-
morgun, verði notaður aftur þeg-
ar heppilegur staður er fundinn
til útihljómleikahalds hér í bæn-
um.
Var nú hlé á hátíðahöldunum
þar til klukkan rúmlega átta um
kvöldið að kvöldvakan hófst.
KVOLDVAKAN
Á ARNARHÓLI
Kvöldvakan á Arnarhóli hófst
með lúðrasveitarleik. Með fullri
virðingu og í fullri einlægni sagt
þá mega þær æfa sig vel ’Svanur-
inn og lúðrasveit Verkalýðsfélag-
anna, til þess að komast með
tærnar þangað sem Lúðrasveit
Reykjavík'ur er nú með hælana.
Mun óhætt að fullyrða að Lúðra-
sveit Reykjavíkur er nú í betri
æfingu en nokkru sinni fyrr.
En kvöldvakan var síðan sett
af Pétri Sæmundsen fulltrúa, og
bað hann samkomugesti a'
skemmta sér vel á kvöldvökunni
og það munu þeir hafa gert, þótt
allmikið rigndi. Fóstbræður
skemmtu þar með söng. — Snagg
aralegir fimleikamenn sýndu
áhaldaleikfimi við mikla hrifn-
ingu, óperusöngvararnir Stina
Hægt sigldi Örkin hans Nóa gegnum mannfjöldann. Viff stýriff
stendur Nói. — Uppi í horninu er hinn þjóðkunni gárungi Konni.
Honum verffur sjaldnast svarafátt. — Ljósm. P. Thomsen.
Britta Melander, Magnús Jóns-
son og Einar Kristjánsson sungu.
Var söng óperusöngkonunnar tek
ið með þvílíkri hrifningu, að
hún varð að syngja eitt lagt til
viðbótar í rigningunni. Borgar-
stjórinn Gunnar Thoroddsen
flutti ávarp og minntist einkum
þjóðhetju íslendinga, svo sem
vera ber á þessum degi. Er ræða
hans á bls. 8. Lauk svo kvöldvök-
unni með því að Páll ísólfsson
kom upp á pallinn með þjóðkór-
inn. Lék Páll á alls oddi, svo sem
hans er venja á þessum degi. Var
hann hinn ánægðasti með undir-
tektir mannfjöldans. — Sagði
Páll er hann leit yfir hið marglita
mann- og regnhlífahaf á Arnar-
hóli, að það væri likast því sem
horft væri yfir kínverskan skrúð-
garð. Sungin voru nokkur lög og
vist er aó sá söngur hafði nokkur
áhrif á veðurguðina, því laust
fyrir miðnætti hætti að rigna, en
það stóð ekki lengi.
DANS I RIGNINGU
Nokkru eftir miðnætti, er dans-
inn var stiginn af miklu fjöri um
allar götur í Miðbænum, rúmbur,
sömbur, gömlu dansarnir o fl.
tók að rigna á ný. En unga fólkið
lét það ekkert á sig fá og dansað
var með regnhlífar á'lofti. — Um
klukkan 1 kom skeyti frá Akur-
eyringum, sem sendu beztu kveðj
ur og sögðust dansa í miðnætur-
sólskni. Víðar bárust kveðjur að,
frá Múnchen, Skotlandi, togaran-
im Akurey, stúdentahóp frá
úaugarvatni, er er á útleið og frá
jkipsmönnum á Tröllafossi og
konum þeirra, sem er á leið til
Kaupmannahafnar. Lauk svo
dansskemmtununum á götunum
um klukkan 2. — Margir munu
hafa saknað þess að Erlendur Ó.
Pétursson gat ekki stjórnað hin-
um almenna dansi, svo sem verið
hefur. — Þá voru margir slæptir
orðnir og margur fallegur sum-
arliatturinn sem settur var upp
í fyrsta skipti, var þvældur orð-
inn.
★ ★
Lögreglan sagði Mbl. í gær, aff
þesar skemmtanir hefðu farið vel
fram og ölvun hefði ekki verið
mjög mikil og hefði þessi þjóð-
hátíð á 12. afmælisdegi lýðveld-
isins farið vel fram.
FJÖLDI fólks sá að lokinni kvöld
vöku á Arnarhóli, þjóðhátíðar-
dagskvöldið, hvar tveir menn
voru að takast á Om barnakerru.
Gerðist þetta á 11. tímanum í
Ingólfsstræti, skammt frá Arnar-
hvöli. — Urðu þær svo harðar
þessar sviptingar mannanna að
kerran fór á hliðina, en á að giska
tveggja ára barn var í kerrunni,
en það sakaði ekki. — En fóiki
þótti mál þetta vera með þéun
hætti að lögreglan skærist í leik-
inn og var nærstöddum lögreglu-
mönnum gert viðvart. Þeir komu
brátt á vettvang. Var þá annar
mannanna með kerruna, sem
lítilsháttar hafði laskast í átök-
unum. Var þetta erlendur mað-
ur, sem talaði tungumál, sem
lögreglumennirnir ekki skildu.
Hinn maðurinn var staddur
skammt frá og fóru þeir í fylgd
með lögreglumönnunum niður á
lögreglustöð. Fólk var með ýmiss
konar getgátur um þennan at-
burð, en er niður á lögreglustöð
kom, tókst fljótt að upplýsa mál-
ið. Menn þessir eru báðir starfs-
menn í rússneska sendiráðinu og
kom einn af yfirmönnum þess
niður á lögreglustöð og sótti þá
og barnið, sem er hér var komið
sögu, svaf í kerru sinni inni á
lögregluvarðstofunni
Kveðja iró íslandi til Noiegs
Ávarp Olafs Thors forsætisróðherra í norska úfvarpíÖ
AÍSLENZKA þjóðhátíðardaginn 17. júní hafði norska útvarpið
íslenzka dagskrá. í henni var m. á. ávarp til norsku þjóðarinn-
ar, sem Ólafur Thors forsætisráðherra flutti. Ávarpið var á þessa
leið:
Norðmenn!
Fyrir einum mánuði leitaði
hugur vor yfir hafið til frænda
vorra í Noregi, sem þá minntust
með stolti setningu stjórnarskrár
innar á Eiðsvelli 17. mai 1814, —
frjálsiyndiustu stjómarskrár, sem
lieimurinn þá þckkti.
í dag höldum vér íslendingar
17. júní hátíðlegan, en þann dag
fyrir tólf árum öðluðitmst vér
frelsi og fullveldi. Þessi dagur er
einnig fæðingardagur þjóffhetju
vorrar, Jóns Sigurðssonar, en á
þeim degi var Háskóli íslands
stofnaður í minningu um 100 ára
afmæli Jóns Sigurðssonar árið
1911.
Einmitt þennan dag er eðlilegt
að hugurinn leiti yfir hafið til
gamla Noregs, landsins sem ól
flesta landnámsmenn íslands,
landsins, sem með fordæmi sínu
og vináttu varð oss ómetanlegur
aflgjafi í baráttu vorri fyrir end-
urheimt frelsisins.
í meira en þúsund ár, var hinn
úfni sær eina leiðin mili landa
vorra, en ógnir hafsins hindruðu
eigi, að vér ættum sameiginleg-
an menningararf, svo einkar dýr-
mætan báðum þjóðum.
Á síðustu árum hafa opnastj
nýjar leiðir milli landa, — leiðir
loftsins. Því má nú segja, að fjar-
lægðin hafi horfiff.
Vér íslendingar gleðjumst yfir
því, aff i dag eru tíðari sam-
göngur við Noreg en nokkm sinni
á umliðnum þúsund árum.
Einmitt nú, á þjóðhátíffardag-
inn, gerum vér oss ljóst, hve
margt vér getum lært af Norð-
mönnum, — eigi síst viljann til að
fórna fyrir frelsiff. Og ekki ein-
ungis það, að standa vörð um
frelsi síns eigin lands, heldur
einnig, aff smáþjóðir þurfa að
búa yfir skilningi á skyldum sín-
um gagnvart öðrum frelsisunn-
andi þjóðíum.
Mér er óblandin ánægja, á þjóff
hátíðardegi vorum, að flyjta
hinni norsku þjóð kveðju frá
íslandi. Vér hylium hinn mikla
þjóðhöfffingja Noregs, Hákon
konung, norska hetjulund og
drengskap, — norsku þjóðina.
Þegar mannhafið var hvaff mest á Anuurhóll * barnaskemmtnninni
— Liósm. Mbl.
Diplomatar
um baroakerru
í KVÖLDVÖKULOK á þjóff-
hátíðinni í fyrrakvöld, veitti
fjöldi fólks því eftirekt, að
tveir menn tókust á um barna-
kerru skammt frá Arnarhvoli.
— Fljótt áttuffu menn sig á
því aff hér voru útlendingar. r
í kerrunni var lítiff barn á aff 1
giska 2 ára. í sviptingunum
valt kerran. Lögreglumönnum,
sem nærstaddir voru var gert
affvart. — Fólkið var með ým-
iskonar getgátur um hvor
mannanna myndi eiga barniff
og jafnvel aff um stórkostlegt
mál gæti veriff að ræða. Var
umhyggjusemin fyrir barninu
eðlilega mikil. Þegar lögreglu-
mennirnir komu, voru menn-
irnir hættir að stimpast. Var
annar þeirra með kerruna en
hinn var farinn, en fólk benti
lögreglumönnunum á hann.
Þessir menn töluðu einhvert
mál, sem nærstaddir gátu ekki
áttað sig á, ítalir sögðu sum-
ir. — En það varff svo úr þessu
aff mennirnir fóru með lög-
reglumönnunum í varðstofu
lögreglunnar, þar tókst fljótt
aff upplýsa aff þetta voru starfs
menn rússneska sendiráðsins.
— Meff þeirra samþykki var
hringt í sendiráðið, og aff
vörmu spori kom þaðan einn
af ráffamönnum þess, sótti
barniff og hina tvo rússnesku
diplomata.