Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 8
8
MORGVynLAÐlÐ
Þriðjudagur 19. júní 1958
Sú hugsjón, sem Jóni Sigurðssyni
sfóð ofar öllu, var frelsi
Ræða Gunnars Thoroddsens,
borgarstjóra 17. júnl
í
DAG eru liðin 145 ár síðan [
er Jón Sigurðsson fæddist að
Hrafnseyri við Arnarfjörð. Unguf
tók hann forystu í frelsisbaráttu
þjóðar sinnar, varð málsvari]
hennar í ræðu og riti, byggði upp
vörn hennar og sókn á söguleg-
um, þjóðlegum og lagalegum
grundvalli.
Þar fóru saman í ríkum mæli
mannkostir, vitsmunir og ætt-
jarðarást-. Á honum sannaðist
ekki, að enginn sé spámaður í
sínu föðurlandi. Hann var skjótt
metinn og dáður af þjóð sinni.
Og þótt skin og skúrir skiptust á
í lífi hans eins og annarra manna,
sýndi íslenzka þjóðin honum
traust og aðdáun í lifanda lífi.
Við útför hans var letrað á silf-
urskjöld: Óskabarn fslands, sómi
þess, sverð 'og skjöldur.
Á aldarafmæli hans var Há-
skóli íslands stofnaður, einn af
óskadraumum Jóns Sigurðssonai-.
Þegar lýðveldið var endurreist
fyrir 12 árum, var til þess atburð-
ar valinn fæðingardagur Jóns
Sigurðssonar.
Á þessum degi er að sjálfsögðu
minnzt hvors tveggja: lýðveldis-
ins og brauðryðjandans mikla.
En það er ekki nóg á slíkum tylli
dögum að lofa hann hástöfum og
vegsama hans nafn. Það er einnig
hollt og þarflegt að renna hug-
anum að því, hvort vér íslending-
ar höfum staðið trúan vörð um
stefnu hans og hugsjónir, síðan
hann leið, fylgt fram stefnunni,
hvort oss hefur munað aftur á
bak, ellegar nokkuð á leið.
Sú hugsjón, sem Jóni Sigurðs-
syni stóð ofar öllu, var frelsi. •—•
Frelsi lands og lýðs á öllum svið-
um, stjórnarfarsfrelsi, atvinnu-
frelsi, verzlunarfrelsi, lýðfrelsi.
En einnig var honum ofarlegá 1
huga skólamál og höfuðborg
landsins.
Úr öllum hans mörgu ritgerð-
um og ræðum mætti taka margar
tilvitnanir, er sýna skoðanir hans,
hugsjónir og framsýni. Hér skulu
aðeins fáar tilgreindar.
Um frelsið almennt segir hann
í Nýjum félagsritum: „Að sérhver
maður hafi frelsi til að halda trú
þá, sem hann vill, tala hvað hann
vill, rita hvað hann vill, og láta
prenta hvað hann vil, meðan
hann meiðir engan . . . Að líkum
hætti má atvinnufrelsi og verzl-
unarfrelsi ekki missa, þar sem
nokkuð fjör og dugnaður á að
komast á fót“.
Um verzlunarfrelsið segir hann:
„Verzluninni er eins háttað á ís-
landi eins og annars staðar: Að
því frjálsari sem hún verður, því
hagsælli verður hún landinu".
Árið 1842 sagði hann: „Það eru
einkum þrjú efni, sem íslending-
um stendur á mestu að fá út-
kljáð, bæði fljótt og vel: Það er
alþingismálið, skólamálið og
verzlunarmálið".
Ein höfuðritsmíð hans var
skólaritgerðin í Nýjum félags-
ritum 1842. Skólamál voru yndi
Námskeiði fyrir handa-
vinnukennara lokið
Um 40 kennarar víða að af landinu fóku þátf
í námskeiðinu
KENNARASKÓLI íslands efndi
til námskeiðs fyrir tveimur vik-
um síðan, fyrir handavinnukenn-
ara í barna-, unglinga- og gagn-
fræðaskólum. Námskeiði þessu
lauk s.l. laugardag og höfðu sótt
það 40 kennarar, karlar og kon-
ur víðast hvar af að landinu.
STARFAÐI í 3 DEILDUM
Námskeið þetta var í þrem
deildum. Fyrsta deildin var fyrir
smíðakennara drengja í barna-
cg ungjir.gaskólum, önnur deildin
var fyrir handavinnkennara
stúlkna í barnaskólum og þriðja
deildin fyrir handavinnkennslu
stúlkna i unglinga- og gagnfræða
íkólum. — Þrír kennarar önnuð-
ust námskeið þessi, þau Elinborg
Aðalbjarnardóttir, Sigríður Arn-
laugsdóttir og Gunnar Klængs-
son.
KENNSLAN
Kennslan fór að mestu leyti
fram í sýningarkennslu. .— Var
mikið unnið, svo sem trésmíði,
útsögim, mótun, fatasaumur, snið
teikningar, bastvinna, leikfanga
gerð og ýmislegt fleira.
riLGANGUR NÁMSKEISINS
Tilgangur þcssa námskeiðs var
sá, að kenna handavinnukennur-
um í fyrrgrcindum skólum úti
á landi nýjar aðferðir, er komið
geta þoim að gagni við handa-
vinnukennslu ncmenda sinna, og
henti hverjum aldursflokki, en
eins og gcfur að skilja, ciga þeir
erfiðara með að flygjast með nýj
ungum á þvi sviði en handavinnu
kennarar í Reykjavík.
Borgarstjórinn talar á kvöldvök-
unni á Arnarhóli.
(P. Thomsen)
og eftirlæti Jóns Sigurðssonar.
Hann vissi, að menntunin
hlýtur jafnan að vera grundvöll-
ur þingræðis og lýðræðis. í þeirri
ritgerð ræðir hann almennt um
skóla og menningu, um ýmsar
tegundir skóla, almúgaskóla,
gagnfræðaskóla, stýrimanna-,
bænda- og kaupmannaskóla, lat-
ínuskóla og þjóðskóla.
Þegar velja skyldi stað Alþingi
hinu endurreista, mæltu hugur og
tilfinning með Þingvelli. En Jón
Sigurðsson sagði: „Að minni
hyggju mælir skynsemi og for-
sjálni með Reykjavík", og tók
til ýmsar ástæður, m. a.: „Ég get
ekki skilið hvernig ísland geti
komizt á nokkurn varanlegan vel
gengnisfót,.. án þess að í landinu
sé innlendur stofn (eður Cent-
rum) bæði í stjórn , lærdómi,
menntun og handiðnum".
„Til þvilíks aðalstaðar virðist
mér Reykjavík allvel fallin ....
Menn hafa lengi hatazt við
Reykjavík, af því að hún væri
danskt óræsti og mótsnúin öllu
þjóðerni íslendinga, en mér
finnst það standi í voru
valdi, að gera hana íslenzka, ef
vér vilium".
Ég nefni þessi dæmi til þess
að sýna íslenzkum almenningi,
hversu fjölþætt voru áhugamál
Jóns Sigurðssonar. Hann barðist
ekki eingöngu fyrir frelsi og sjálf
stæði þjóðarinnar út á við, held-
ur snertu hugsjónir hans og
áhugamál öll svið hins íslenzka
þjóðlífs.
En hvernig höfum vér haldið
uppi merkinu?
í stjórnarfarsefnum hefur
framförin orðið hvað stór-
stígust á þeirri röskri öld,
sem liðin er síðan' Jón Sigurðs-
son forseti hóf ævistarf sitt. Frá
því að vera ofurseld dönskum
stjórnarvöldum um öll sín mál, er
ísland nú lýðveldi, sem ræður
sjálft og eitt öllum sínum málum.
í verzlunarmálum hefur mikið
áunnizt í margri grein. Hið fyrsta,
að öll innflutnings- og útflutn-
ingsverzlun er komin í íslenzkar
hendur, og er það eitt hið mesta
afrek íslenzkrar sjálfstæðisbar-
áttu að ná þeirri þýðingarmiklu
viðskiptagrein úr höndum út-
lendinga. Hið annað er, að verzl-
unin innanlands, dreifingin, er
einnig fyrir löngu komin í hend-
ur landsmanna. Vissulega skortir
nokkuð enn á, en verzlunin sé al-
frjáls í öllum greinum, en stór-
um skrefum hefir miðað í áttina
til markmiða Jóns Sigurðssonar.
Á atvinnumálum, atvinnufrelsi,
hafði Jón Sigurðsson mikinn
áhuga. Hversu okkur hefifr slcilað
áleiðis um þróun atvinnuveganna
og framför þeirra er óþarft að lýsa
hér. Þær stórkostlegu framfarir,
sem orðið hafa í landbúnaði, sjáv
arútvegi, iðneði, eru landsmönn-
um svo ljósar, að tölur þarf íæp-
lega að nefna, framfarirnar blasa
við augum hvers og eins.
Skólahugmyndir Jóns Sigurðs-
sonar hafa orðið að veruleika.
Háskólinn var stofnaður á aldar-
afmæli hans með fjórum deild-
um, og við þær deildir hafa íleiri
bætzt síðan. Bændaskólar hafa
verið stofnaðir, verzlunarskól-
ar, sjómannaskóli, alþýðuskólar,
barnaskólar, gagnfræðaskólar. .—.
Flest það, sem Jón Sigurðsson
dreymdi um og sem hann ræddi
í ritgerð sinni um skólamál fyrir
rúmtim 100 árum, er nú orðið að
veruleika. Þvi vil ég aðeins við
bæta, að þjóðlegri menningu þarf
að sýna enn meiri sóma en þegar
er orðið
Draumur Jóns Sigurðssonar og
forspá hans um höfuðborg hefur
einnig rætzt. Hér hefur skapazt
það „Centrum", sem hann talaði
um.Og Reykjavík hefir breytzt úr
„dönsku óræsti“ í íslenzka borg.
Reykvíkingar munu þess einhuga
að muna vel, hvað íslenzkt er um
alla vora tíð.
Flest þeirra málefna, sem Jó~
Sigurðsson bar fyrir brjósti, h
ur íslenzka þjóðin ýmist fiuu.
fram til sigurs eða man og held-
ur ástfóstri við. En þótt öll þessi
mál séu mikil og myndirnar
glæstar, er andinn þó mestur, sem
á bak við bjó. Sú sál, sem gisti
þann líkam, er lézt •— hún lifir
og vakir yfir velferð vorri um
aldurdaga.
shrifar úr
daglega lífinu
VERÐA AÐ KENNA BÆÐI
PILTUM OG STÚLKUM
Þá eru þess dæmi úti á landi,
að sömu kcnnarar verða að kenna
bæði stúlkum og drengjum handa
vinnu, og í sambandi við það tók
einn kennaranna, sem var nem-
andi á þessu námskeiði, frú
Svava Thoroddsen, barnakennari
að Núpi í Dýrafirði, að sér að
læra smíðakennslu fyrir drengi,
og var hún eina konan, sem var
í smíðadeildinni.
GÓÐUR ÁRANGUR
Fréttamönnum var boðið á laug
ardaginn að sjá muni þá, sem
unnir höfðu verið á námskeiði
þessu, sem voru bæði margir og.
vel gerðir. Bæði kennarar nám-|
skeiðsins og þátttakendur þéss
voru harla ánægðir með þann
árangur sem náðst hafði.
D
er bóksfafur
Sjálfstœðisflokksins
í tleirmennings-
■tjvi u vc in am
Rabb um þjóðhátíðina.
UJÚNÍ hátíðahöldin fóru
fram með svipuðu sniði og
undanfarin ár, nema hvað dumb-
ungsveður og rigning virtust slá
dálitlum skugga á hátiðagleðina.
Dr. Páli gekk heldur stirt að fá
þjóðkórinn á Arnarhóli til að
taka hressilega undir, en lá sjálí-
ur ekki á liði sínu fremur en
venjulega. En það er nú svona
með íslendinga, að þeir syngja
ekki af hjartans lyst nema þeim
sé verulega létt í skapi og þó að
ekki væri rétt að segja, að þessir
regndropar settu neina ólund í
fólkið, þá fór samt ekki hjá því,
að heldur drægi það úr kjarki
þess og kæti.
Mjög skemmtileg var ný-
breytni sú á þjóðhátíðinni í ár,
að Sinfóníuhljómsveit íslands lék
á Austurvelli. Hljómsveitinni
hafði verið reistur stór pallur
uppi við Landssímahúsið og það-
an ýmist seitlaði, streymdi eða
geystist samstillt tónaflöð yfir
mannfjöldann, sem safnazt hafði
saman þarna í hjarta höfuðborg-
arinnar til að hlusta — og sjá. Það
er ekki á hverjum degi, sem
Reykvíkingar eiga kost á ólreypis
sinfóníuhljómleikum á Austur-
velli. — Karlakór Reykjavíkur
átti líka sinn þátt í að hressa upp
á hátíðina með söng sínum á und-
an hljómsveitinní
Ekkert af þeim dregið
MÉR er sagt, að þrjár blóma-
rósir hafi dansað hælinn
undan skónum sínum undir tvö-
leytið á Lækjartorgi, svo að eftir
því að dæma hefir ekki verið
mjög dregið af fólkinu, enda þótt
kalsaveðrið gerði sitt til. Kannske
hefir líka Reykvíkingum hitnað
í hamsi við tilhugsunina um, að
fyrir norðan dönsuðu þeir Akur-
eyringar í glampandi sólskini á
—• -*3+oi~f^Í. Marini vprk IviveoirS
til sumarsins í fyrra, er sólskins-
sögurnar að norðan var það eina
er Sunnlendingar höfðu af sól-
inni að segja. Heldur óyndisleg
endurminning að (arna.
"veinar Orfeus—
o Geysl.
SÆNSKx stúdentakórinn frá
Uppsölum, „Sveinar Orfeus-
ar“ þóttu góðir gestir hér og
væntanlega hafa þeir og haft
nokkra ánægju af komunni hing-
að. Dag einn var ekið með þá
austur að Geysi. Ekki mátti svo
fríður hópur norrænna gesta fara
á mis við að sjá þetta náttúru-
undur sögueyjunnar í norðri. —
En það fór eins og stundum áður,
að Geysir gamli var ekki í neinu
ærsla-skapi og lét sér fátt um
komumenn finnast. Söngmenn-
irnir voru tímabundnir og gátu
ekki beðið nema takmarkaðan
tíma eftir gosinu. Þeir sungu svell
.mdi söngva til að vekja jötuninn
af dvala sínum. Já, ung og heill-
andi óperusöngkona, sem var með
: hópnum gekk jafnvel fram á
.æpasta barminn, horfði niður í
úmþrungið gapið við fætur sér
— og söng oe söng eins og hún
vildi særa og seiða ferlíkið úr
þessu dauðans móki. — Þá rumsk
aði sá gamli lítið eitt, umlaði og
drundi. Það var eins og honum
hitnaði um hjartaræturnar við
þessa lokkandi kveðju söngmær-
innar ungu. — „Að minnsta kosti
ylnaði mér um hjartaræturnar“
— sagði Sigurður kempan Greips-
son, sem gengið hafði að venju
rösklega fram í því að hvet.i -
Geysi til átaka.
En allt kom fyrir ekki. Timi
gestanna var á enda og hópur-
inn lagði á braut. — Klukkutíma
síðar gaus Geysir — einu sínu
fegursta og tignarlegasta gosi!
Óviðkunnanlegt
og rangt.
Kvekur athygli á, að bæði sé
• rangt og óviðkunnanlegt
orðið „straum- og skjálftalæknir1*
sem fréttamenn hafa valið konu
þeirri, sem Júlíana Hollands-
drottning hafi leitað til að fá
lækningu við sjóndepru dóttur
sinnar, sem læknar höfðu gefizt
upp við að ráða bót á Lækningar-
tilraun umræddrar konu byggist
einungis á bænum til guðs og sé
því orðið „trúarlæknir", sem Mbl.
hafi notað um hana, réttnefni. í
hinu orðinu felist ámælisverð
lítilsvirðing á trú kristinna
manr^
xithugasemd.
ITILEFNI af skrifum hér f
dálkunum um hina nýafstöðn>
fegurðarsamkeppni í Tívoli, heí-
ir verið óskað eftir, að tekið yrði
fram, að stúlkan, sem sýndi
nokkra einþykkni þarna við úr-
slitin var ekki þátttakandi nr.
13, sem var forfölluð síðara
kvöldið, þ. e. úrslitakvöldið,
vegna veikinda. Ennfremur, að
ummæli um framkomu hinnar
stúlkurnar hafi verið allmjög
öfgakennd.