Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 11
49 feriðjudagur 19. júni 1956 M GRCUNTIT/AÐ 1Ð 11 TVÆR FLOKKSLÝSINGAR FRAMSÓKN ÞAB er vanalega einblínt á efnahagsmálin, þegar talað er nm það, sem aflaga fer í þjóðfélaginu. En glundroðinn í íslenzk- nm stjórnmálum á sér miklu dýpri rætur en þær, að baggahalli sé á fjármálunum. Þjóðfélagsmein okkar eiga sér fyrst og fremst sálarlegar orsakir. Á hinum Norðurlöndunum stendur öll bændastéttin og reyndar 611 þjóðin óskipt vörð um þjóðskipulag frelsis, eignarréttar og einstaklingsframtaks, að fámennum kommúnistaflokkum undan- teknum. Ágreiningsefnin milli stjórnmálaflokkanna eru þar því veigalítil og stjórnmálabaráttan rekin á tiltölulcga friðsaman hátt. fslenzka þjóðfélagið er aftur á móti klofið niður í grunn í tvær eða fleiri fjandsamlegar fylkingar og enginn stétt þess er klofnari en bændastéttin í afstöðu sinni til þjóðskipulagsins. Framsóknar- flokkurinn, sem upprunaiega var stofnaður seni bændaflokkur og gengur enn undir því dulnefni, hefur árum saman sáð hatri og tortryggni í garð þessa þjóðskipulags og kallað þá, sem vilja vernda það, leigusveina heildsala og braskara. Með sífelldum rógi sín- um um „íhaldið“ hefur honum tekizt að vekja andúð margra meðal uppvaxandi kynslóðar á vestrænu þjóðskipulagi og á heil- brigðu íhaldi í menningarlegum efnum, svo að þjóðin á það á hættu að glata ýmsu því sérkennilegasta og bezta í fari sínu. fVfleiðingin er agaleysi, siðleysi, trúleysi og drengskaparleysi og síðast en ekki sízt meiri og magnaðri kommúnismi en í nokkru öðru nálægu landi. Við, sem aldir erum upp við gamla og góða, en íhaldssama bændamenningu, og fengum þaðan hollt veganesti þegar við lögðum út á stormsama lífsleið, höfum með hryggð og blygðun orðið að horfa upp á þessa meðferð á uppvaxandi æskulýð sveitanna, höfum séð frændur og vini selja frumburðarrétt sinn fyrir baunasúpu, sem blandin er eitri. 'k 'k 'k Það hafa mörg hret nætt um íslenzka bændur á því vori, sem aldamótaskáldin okkar dreymdi um. Stórgróðri beggja styrjaldar- tímabilanna við sjóinn raskaði atvinnujafnvæginu bændum í óhag í bili, þótt hann legði grundvöll að þeirri þjóðarvelmegun, sem bændur njóta góðs af eins og aðrir. Með sársauka hafa þeir orðið að sjá af sonum sínum og dætrum hverfa þangað, sem meira var eða virtist vera í aðra hönd, og sumir staðið eftir eins og hrömandi þöll á þorpi. Framsóknarflokkurinn kom með vinarhót til þessara vonsviknu manna og margir þeirra gengust upp við það, enda er á því enginn vafi, að flokkurinn var stofnaður í þeim lofsverða tilgangi að rétta hag bænda. í hlífðarlausri baráttu um völd, sem hcfur einkennt þennan flokk frá upphafi, voru að visu ýmsir þeirra flæmdir burt úr fyikingunni, sem stóðu dýpstum rótum í jarðvegi sveitanna, en við tóku menn, sem lætur það bezt að vera lausakaupmenn á markaðstorgi metorða og valda, og nú er svo komið, að þeir bjóða þar fram þrjú atkvæði sveitamanna í jöfnum skiptum fyrir eitt atkvæði kauptúnsbúa. Gengið á íslenzkum bændum hcfur fallið í kauphöll Framsóknar i seinni tið, ekki siður en gengið á islenzku krónunni. k ~k k- Ekkert ríki fær staðizt, sem er sjálfu sér sundurþykkt, var sagt fyrir tvö þúsund árum. íslenzka rikið, menning þess og fjárhagur, riðar vegna þess sæðis sundrungar, öfundar og fjandskapar, sem sáð hefur verið í sveit og bæ, ekki hvað sízt í sveit af Fram- sóknarflokknum, sem hefur samvinnu á vörunum, en orm sundr- ungar og eigingirni við hjartarætur. Hann hafði allra flokka bezt skilyrði til þess að halda í og hlynnna að öllu því bezta í gamalli bændamenningu þjóðarinnar, en hefur svikizt um það og tekið upp svo skrílslegar og drengskaparlausar bardagaaðferðir, að eins- dæmi er á Norðurlöndum. Hann hefur reynzt svikull í öllu sam- starfi, hvikull í öllum stefnumálum og reikull í öllu nema rógin- um um það þjóðskipulag, sem hefur fært íslendingum framfarir og velmegun. Með öllum sinum margslitnu slagorðum um „íhald“ hefur hann aukið á rótleysi í þjóðfélaginu, því að án heilbrigðs íhalds slitnar hver þjóð úr tengslum við fortíð sína og menningu. Rótleysi og heilbrigt íhald eru þær andstæður, sem nú berjast um sál íslenzku þjóðarinnar. Sú þjóð, sem grefur undan sínu eigin stjórnarfari í blygðunarlausri baráttu um stundarhagsmuni og svipul völd, er rótlaus þjóð. Án nauðsynlegs íhalds á fornar dyggðir gleymir hún sjálfri sér og týnir þeim svip, sem hún bar. Hún verður rótlaust þang, sem hrekst fyrir hvcrjum straum og vindi, þangað til það rotnar í fjöruborði fjarlægra stranda í austri eða vestri. k k k Ég er í báðar ættir kominn af bændum, sem háðu harða lífsbar- áttu, stundum á lélegum afdalakotum, án þess að missa kjarkinn eða láta metnað sinn. Ég er stoltur af þessum uppruna mínum og ég vil kveða þann kjark og metnað í bændur, að þeir gangi fúsir til drengilegs samstarfs við aðrar stéttir um baráttuna fyrir velferð lauds og þjóðar. Ég vil, að þeir verði þar framarlega og njóti virðingar í þessari fylkingu. Foringjar Framsóknarflokksins vilja aftur á móti halda bændum einangruðum og hræddum, þvi að hrædd og einangruð hjörð lætur betur að stjórn þeirra og lið- þjálfa þeirra, sem þeir hafa á liverju landshorni. Þetta er munurinn á afstöðu minni og þeirra og ég mun halda áfram að berjast fyrlr metnaði og sjálfsvirðingu þeirrar stéttar, sem ég er sprottinn út af, þrátt fyrir öil þeirra óp og læti. Páll V. G. Kolka, i Mbl. 15. Júní 1956. Reykvlkingar! Kjósið D-lisfann • > ^NÝLEGA hafa fram komið^ S tvær flokkslýsingar, sem vafa-; ) Iaust verður í vitnað í fslands- S ; sögum framtíðarinnar, sem- Sskörpustu og sannorðustu sam; 5 límaheimildaum framkomu ogS \ áhrif þessara flokka. Lýsingin ■ Sá Framsókn er eftir Pál V. G. s \ Kolka héraðslækni, en komm- S j ánistum lýsir hinn óþekkti ■ shöfundur greinaflokksins Sjáj \ roðann í austri. Með því að góð S ^vísa er sjaldan of oft kveðin- S þykir rétt að prenta báðar; Mýsingarnar upp aftur, og þái hvað sizt með tilliti s þess, að þær verði til í hand-j ^hægri útgáfu fyrir þá, semS ; ;afna blaðagreina-heimildum • S til skilnings á sögu íslands á s ) síðari tímum. S 1 S fríver skrifaði Oitnu Karen- inu ? LUNDÚNABÚAR hafa unda; farið skemmt sér við sögv sem sögð er af Nikita Krúr jeff, sem sótti þá heim nýlegr Krúsjeff kvað hafa sp'i' stúdent í Moskvu: „Hver skrif aði Önnu Kareninu?" „Ekl ég“, svaraði stúdentinn skelfd ur. „Ég gerði það ekki.“ Krúf jeff var svo leiður yfir þess svari, að hann sendi hið brá' asta eftir lögregluforingjanui og atyrti hann fyrir úrelt: aðferðir í ógnarstjórn. Næst dag kom lögregluforinginn ; fund Krúsjeffs og tjáði hor. um, að málinu hefði verií bjargað við. „Hvernig?" spurð Krúsjeff. „Ég hafði tal a' stúdentinum sjálfur, og hanr viðurkenndi, að hann hefðí skrifað Önnu Kareninu.“ Sag an kvað ekki vera alveg ný af nálinni, en það, sem gaf henni gildi í þetta sinn, var sú stað reynd, að Krúsjeff sagði sjálf- ur þessa sögu, er hann var staddur í Downing Street 10. KOMMÚNISTAR ÞAÐ ÞYKIR óvænlegt til árangurs að stökkva vatni á gæs, en ennþá tilgangslausara er að rökræða við sanntrúaðan komm- únista. Oft og einatt eru þetta menn, sem gaman er að rabba við um aðra hluti, en þegar komið er við kennisetningarnar verða þeir skyndilega að umskiptingum. Út og inn, það er eitt og samt, aftur og fram, það verður jafnt. Þessari manntegund er nákvæmlega sama, hvað snýr upp eða niður á félaga Stalín. í dag hrækja þeir í spor „barna- og hunda- vinarins", þessi spor sem þeir krupu við og kysstu fyrir skemmstu. Og komi skipun um það frá miðstjórninni í Moskvu, eru þeir þess fúsastir að sleikja sinn eigin hráka úr sporum harðstjórans á norgun. Við þessi fyrirbrigði af mannverum þýðir ekki að ræða. Ku 'iinir, sem að undanförnu hafa léð þeim kjörfylgi, ýmist hugsunar- aust eða i þeirri trú, að kommúnistar hér væru allt öðruvísi og niklu meinlausari en annars staðar, þeir vcrða að gera sér ljóst, ð þeir eru að ieika liættulegan leik. í ENGU ÞEIRRA LANDA, ÞAR SEM KOMMÚNISTAR RÁÐA IÚ RÍKJUM, HAFA ÞEIR KOMIZT TIL VALDA FYRIR FYLGI "ÓLKSINS k k -k Kommúnista-„flokkurinn“ er í raun og veru ekki FLOKKUR þeirri merkingu, sem það orð er notað i lýðræðisrikjum. Þeir i-u harðsviruð REGLA, sem að mörgu er sniðin eftir Jcsúítarcgl- nnL Það er örfámenn klíka, og stundum einn maður, sem öllu æður. „Flokknum" er stjórnað með járnaga ofan frá valda- ásæti miðstjórnarinnar. Hlutverk flokksbræðranna, — félaga“ inars, „félaga" Brynjólfs, „félaga“ Kristins og allra hinna, er 3 klappa þegar þeim er skipað; gera verkfall þegar þeim er vipað; kasta grjóti þegar þeim er skipað, og að leika lömb, þegar i er línan að austan. „Dansaðu Krutsjov,“ skipaði Stalin. „Og hvað gat cg gert nema I dansa?“ sagði Krutsjov á kommúnistaþinginu. Nú hcfir hann kið upp sama leikinn sjálfUr. „Dansaðu Þórbergur,“ skipar trutsjov. Og nú sem stendur er Þórbergur að dansa tangó (tvö por áfram og eitt útundan sér) kringum hræið af Stalin, þótt íkki vilji hann reka löppina í fornvin sinu enn. k k k Með ofbeldi og lævisi, stundum si.t á hv.ið og stnndum hvoru- 'Veggja í senn, leikur þessi litla klíka, kja.-ni konimúnistaflokks- íns, refskák sína um heimsvöldin. Aðfcrðin er æ ofan í æ hin sama. Þeir pretta aðra flokka í bandalag við sig með loforðum um heiðarlegt samstarf. Þeir læða inn flugumönnum hjá andstæð- ingum og samverkamönnunum. Komist þcir í stjó’-n hxeiðra þeir um sig og sofa með rýtinginn í erminni. Og þegar þeir telja, að stundin sé komin, er rýtingurinn rekinn í bak sessunau-arins, unz hið svokallaða „alræði öreiganna" er koraið á. Úr greinaflokknum „Sjá roðann í austri“. 94 nemendur í skóga- skóla síðastliðinn vetur HERABSSKÓLANUM að Skóg- um var slitið laugardaginn 2. júní kl. 11 árdegis að viðstödd- um nemendum, kennurum, skóla- nefnd og gestum. Athöfnin hófst með því að all- ir sungu skólasönginn „Komið heil til Skóga .... “ eftir sr. Sig- urð Einarsson. Að því loknu tók skólastjórinn, Jón R. Hjálmars- son, til máls. Gat hann þess í upphafi máls síns að séra Sigurð- ur Einarsson, sem verið hefur prófdómari við skólann frá stofn- un hans og hafði einnig verið byrjaður á því starfi þetta vor, hefði veikzt og dveldist nú á sjúkrahúsi. Bað hann alla við- stadda að sameina hugi sína í góðri ósk um skjótan bata hon- um til handa. Við prófdómarastörfum hafði tekið séra Jónas Gíslason í Vík. .... AÐ VINNA VEL LANDI SÍNU .... Síðan lýsti skólastjórinn skóla- starfi liðins vetrar. Alls höfðu verið í skólanum 94 nemendur, ér skiptust í 3 bekld, en af þeim var einn, þriðji bekkur, tvískipt- ur í landsprófs- og gagnfræða- deild. Árangur í námi hafði yfir- leitt verið góður og hjá mörgum afbragðs góður. Heilsufar nem- enda gott og félagslíf fjölbreytt og vaxandi. Að yfirliti skóla- starfsins loknu beindi skólastjór- inn máli sínu sérstaklega til hinna ungu gagnfræðinga, sem voru að kveðja skólann að loknu námi. Hvatti hann þá til dugn- aðar og samvizkusemi, hvert sem leiðirnar kynnu að liggja og hvert sem starfið kynni að verða, til að vinna vel landi sínu, yrkja það og rækta, efla það og bæta nr.eð fórnfúsu starfi og góðum hug. Bað hann þá að temja sér þrek og að sýna trúmennsku í hvivetna gagnvart sjálfum sér og öðrum. Þakkaði hann þeim sam- veruna og árnaði þeim allra heilla. Afhenti hann síðan nem- endum prófskírteini sín og sagði skólanum slitið. Risu þá allir úr sætum og sungu sálminn „Faðir andanna“. unn hlaut Margrét Þórðardóttir, Lýtingsstöðum í Holtum, 8.00. Auk skólastjórans töluðu við skólaslitin sr. Jónas Gíslason og Óskar Jónsson skólanefndar- maður. PRÓF Til landsprófs gengu að þessu sinni 12 nemendur og stóðust það allir. Hæstu einkunn í landsprófs- greinum hlaut Sigurlaug Gunn- arsdóttir, Suður-Fossi í Mýrdal 7,48, en í aðaleinkunn úr lands- prófsdeild var hæst Borghildur Karlsdóttir, Hjálmholti í Holtum, 7.89. Hlutu þær báðar bókaverð- laun úr verðlaunasjóði skólans. Til gagnfræðaprófs gengu 23 nemendur. Hæstu einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Bergljót Kristjánsdóttir, Grænavatni í Mývatnssveit, 8.60 og hlaut hún einnig bókaverðlaun úr áður greindum sjóði. Aðra hæstu eink VERDL AUNA VEITINGAR Við skólaslitin var Björn Björnsson, sýslumaður í Rang- árvallasýslu. Hafði hann með- ferðis fjórar bækur er sýslu- nefnd Rangæinga hafði gefið og úthluta skildi að verðlaunum fyrir beztan námsárangur og góða frammistöðu á öðrum svið- um, meðal nemenda í 1. og 2. bekk skólans, en þeir útskrifuð- ust fyrir rúmum mánuði siðan. Af 2. bekkingum hlutu þessir nemendur verðlaun sýslunefnd- arinnar: Gunnar Björnsson, Hvols velli fyrir hæstu aðaleinkunn i 2. bekk og jafnframt yfir skól- ann, ágætiseinkunn, 9,10 og Lár- us Valdimarsson, Kirkjubæjar- klaustri, fyrir vel unnin störf í þágu skólans og góða framkomu. Af 1. bekkingum hlutu verðlaun: Guðrún Ester Halldórsdóttir, Hvolsvelli, fyrir hæstu aðaleink- unn í 1. bekk, 8.18 og Ásta Ein- arsdóttir, Runnum í Reykholts- dal fyrir dugnað og' árvekni í námi og góða framkomu. Ráðskona mötuneytis skólans var ungfrú Guðrún Sigurðar- dóttir. Döfnuðu nemendur vel og þyngdust að meðaltaii um 4 kg. yfir veturinn. Nemendur unnu við trjáplönt- un í skógrækt skólans að lokn um prófum eins og undangeng- in vor og var plantað að þessu I sinni rúmlega 3000 plöntum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.