Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 13
Þrið.iudagur 10. júní 1956.
M ORCVN BV/AÐ1Ð
13
VIÐ VERÐUM AB META MEIR SAMHUG EN
ÚLFÚÐ. SAMSTARF EN SUNDURLYNDI
HáttvirHd áheyrendur!
Ý DAG eru liðin 145 ár frá fæð-
JL ingu þjóðhetjunnar okkar og
12 ár frá endurreisn hins íslenzka
lýðveldis.
Þennan dag má aldrei hátíð-
legan halda, án þéss að minnzt
sé Jóns Sigurðssonar, svo órjúf-
anlega sem saman er tvinnað
æfistarf hans og endurreisn lýð-
veldisins. Þetta hafa fslendingar
líka viðurkennt er þeir ákváðu að
velja fæðingardag Jóns Sigurðs-
sonar til endurreisnar lýðveldis-
ins. Með því reistum við ástmög
fslands minnisvarða, óbrotbjarn-
ari en nokkur þjóð hefur fyrr
eða síðar reist nokkrum þjóð-
íoringja. Er þó sá minnisvarði
óbrotgjarnastur, er Jón Sigurðs-
son sjálfur hefur reist sér með
æfistarfi sínu öllu.
En það er ekki nóg að minnast
Jóns Sigurðssonar þennan eina
dag þjóðfriðar og þjóðhátíðar.
Hans á að minnast sem oftast,
svo aff íslendingar allir, og þó
einkum æskan, fái sem nánust
kynni af þeim manni sem allir
ættu að velja sér til fyrirmynd-
ar, manninum, sem með sögu-
legum rannsóknum og gerhugulli
vísindamennsku hefur skráð nafn
sitt óafmáanlegu letri á bókfell
íslenzkrar sögu, en jafnframt
tekizt að vinna svo glæsileg af-
rek á sviði stjórnmálanna, að
menn sjá sjaldnast vísindamann-
inn fyrir ljómanum sem stafar
af stjórnmálamanninum.
Okkur íslendingum er það
mikið lán, sundurþykkum, þrætu- |
gjörnum og ofstopafullum eins
og við erum, og ógjörnum að við-
urkenna hæfni eða mannkosti
hver annars, að eiga okkur holdi
klædda hugsjón, sem allir dá og
virða. Sýnir það m. a. að margt
er líkara með okkur en við vilj-
um vera láta, ella stæði ekki
einn og sami maður, sem persónu-
gerfi hins sanna þjóðforingja og
þjóðhöfðingja, sem hver og einn
feginn vildi líkjast. Þetta sannar
einnig, að þrátt fyrir allt, dáum
við öðru fremur mannkostina,
mannvitið, málsnilldina, hina
miklu elju, hina þrotlausu ósér-
hlífnu baráttu fyrir velferð þjóð-
arinnar, „ægishjálm og hjartans
mildi“ „fullhugans sem fremstur
stóð“ og helgaði ættjörðinni alla
krafta sína alla daga æfina alla.
★ ★ ★
17. júní minnumst við með
þakklæti allra, sem skópu okkur
frelsið.
Jafnframt rennum við hugan-
um með heitri samúð til þeirra
sem þrá frelsið, en lifa í hlekkj-
um undir járnhæl erlendrar
ánauðar, þjóðanna, sem voldugur
hrammur kúgarans vofir yfir,
reiðubúinn til að grípa kverk-
taki og kyrkja í fæðingu sér-
hverja tilraun til þess að slíta af
sér viðjarnar.
★ ★ ★
Undanfarin 3 ár hefi ég leyft
mér, þegar ég vegna embættis
míns hefi ávarpað þjóðina, að
víkja að ýmsu því er mér hefir
þótt miður fara í þjóðlífinu. Hefi
ég þá gert mér far um að vera
óhlutdrægur, en sjálfsagt tekist
miður en skyldi, enda oft sætt
gagnrýni. Að þessu sinni er mér
jafnvel meiri vandi á höndum en
áður, þar eð kosningar standa
fyrir dyrum. Geri ég mér það
Ijóst, en veit sem fyrr, að erfitt
er að sigla milli skers og báru —
segja sannleikann, en meiða þó
engann. Verð ég því að sneiða
hjá sumu því er mest liggur mér
á hjarta og ég hefði helzt kosið
að ræða einmitt 1 dag.
★ ★ ★
Þegar við reynum a8 skyggn-
ast, fram í tímann, verður sú
spurning efst í huga, hvort frið-
urinn muni haldast í heiminum.
Undir því eiga allar þjóðir mest,
smáar sem stórar.
Vitur maður, ef til vill sá
lifandi manna, sem bezt hefur
Það er föðurlandsástin en ekki
flokkadrœttir *ssm allt okkar starf
verður að grundvallast á
Forsætisráðherra
á svölum Alþingishússins.
(P. Thomsen).
kynnt sér sögu mannanna, allra
þjóða og tíma, brezki sagnfræð-
ingurinn Arnold Toynbee, hefur
ekki alls fyrir löngu komizt svo
að orði, að ef mannkynið vildi I
komast hjá því að tortíma sjálfu
sér, þá yrði þjóðunum að lær-
ast að lifa saman eins og ein
fjölskylda. Hann minnir á, að
minnkandi fjarlægðir og upp-
finning vetnissprengjunnar valda
aldahvörfum. Maðurinn verði nú
að velja á milli lífs og dauða.
Þetta er rétt. En enn veit eng-
inn á hvorn veg valið fellur.
Menn verða því að vera við öllu
búnir, en gera sitt til að afstýra
hættunni.
★ ★ ★
En ef ekki dregur til ófriðar að
nýju, hljótum við íslendingar að
búast við því, að eðlilegt
framhafd verði á þeim framför-
um, sem verið hafa einkenni lífs
okkar og sögu síðustu áratugina,
og leitt hafa til þess að íslend-
ingar búa nú ef til vill við jafn-
betri kjör en nokkur önnur þjóð.
Auðlindirnar eru ótæmandi,
verkefni óþrjótandi. Allt bíður
afreka anda og handar okkar
tápmiklu þjóðar, og nauðsynlegra
fjármuna, sem við án efa að veru-
legu leyti þurfum og munum fá
að láni frá okkur vinveittum
þjóðum, ef við kunnum fótum
okkar forráð.
Að þessu leyti virðist framtíð-
in brosa við okkur.
★ ★ ★
En hvað gæti þá orðið okkur
að falli, úr því að svo er í hag-
inn búið um lífsbjargarmögu-
leikana?
Þjóðum getur farið fram í
mörgum efnum en þó jafnframt
aftur í sumum. Því skal vera á
verði og láta engar íramfarir
glepja okkur sýn á hugsanlegri
afturför í manngæðum- og mann-
gildi, eða skorti á jöfnum þroska
í öllum þeim efnum sem mestu
varðar. Okkur þarf að lærast að
standa betur saman í lífsbarátt-
unni, og i þvi að halda trú okkar
á andleg verðmæti, sem æðstu og
farsælustu gæði okkar jarðneska
lifs.
★ ★ ★
Við Islendingar skiptum nú
meiri arði milli landsins barna
en nokkru sinni fyrr. Látum ekki
þann auð, sem aflast, gera okkur
að verra fólki. Ekkert er eðli-
legra, en að hagsmunasambönd
myndist innan þjóðfélagsins,
ekkert sjáltsagðara en reynt sé
að skipta arðinum af ’ijóðarbú-
inu eins réttlá+t og auðið er. En
við verðum að forðast vaxandi
tilhneigingu hagsmunasamband-
anna til þess að líta nær ein-
göngu á eigin hag, sínar kröfur,
sitt bolmagn til að fá þeim fram-
gengt, án tillits til sanngirni og :
skynsemi, án tillits til þess hvert
stefnir. Sú þróun miðar að því
að leysa þjóðfélagið upp í harð-
vítug hagsmunasamtök, sem
skeyta því lítt hvernig fara muni,
ef þau aðeins fá stundarkröfum
sínum framgengt.
Við íslendingar þurfum enn
margt að læra um félagslegan
þroska, um þá hliðsjón af alþjóð-
arhag og þjóðfélagslegu og fjár-
hagslegu jafnvægi, sem við verð-
um að hafa, ef leiða á farsællega
til lykta deilur milli hinna ýmsu
hagsmunasamtaka. Ef hér þróast
þröngsýn eigingirni, og stirður
óvæginn andi, órökrétt og óraun-
hæf hugsun, sem virðir að vett-
ugi fjárhagsleg lögmál, ef þröng-
sýnasta eigingirni verður of
mikilráð innan íslenzkra hags-
munasamtaka, setur mark sitt á
deiluaðferðir og deilulok, þá fer
þjóðfélagið smámsaman úr skorð-
um. Okkur verður að lærast að
skilja hverir aðra og vinna saman
að hag allra innan vébanda frjáls
mannfélags.
Ég hefi oft leyft mér að benda
á þetta. Ég hefi beðið þjóðina að
brigðrar skynsemi blása sér af
augum þokuna, svo að þeir mikli
ekki fyrir sér örðugleikana, held-
ur hætti að sýnast mýflugan vera
útflaldi. Nefni ég svo sem dæmi,
að enginn má láta beygja sig af
því, að okkur skortir í dag gjald-
eyri til að kaupa allt sem hug-
urinn girnist. Við höfum lagt í
svo risavaxnar framkvæmdir,
samkvæmt starfssamningi núver-
landa fyrstu 5 mánuði ársins 518
' millj. kr. í stað 377 millj. á sama
tíma 1953, sem þó var mikið at-
hafnaár. Og hvern getur það
undrað, að slíkar framkvæmdir
sem allar hafa verið greiddar af
andvirði útflutningsafurðanna, og
án þeirra erlendu lána, sem í
öndverðu var reiknað með, segi
einhvers staðar til sín.
Okkur íslendingum hættir um
of til að vera ýmist uppi í skýj-
unum eða á grafarbakkanum. En
í flestum efnum er meðalhófið
bezt. Menn eiga auðvitað að
skyggnast fram á veginn af gaum
gæfni, en ganga síðan vonglað-
ir að verki, trúa á Guð en grýlur
ei, forðast að láta svartsýni og
áhyggjur kaffæra sig, en ráðast
eins og ljón gegn örðugleikun-
um, gerist þeir nærgöngulir.
Þessar hugleiðingar þykja ef
til vill ekki hæfa hátíðinni, vora
of tengdar baráttunni fyrir dag-
legu brauði. Mér verður sagt að
maðurinn lifi ekki af einu sman
77. jún'i ræða Ólafs Thors
forsætísráðherra
meta og þakka sitt hlutskipti. Ég
hefi beðið hana að una glaða við
sitt, og gæta þess að glata ekki
fjöregginu með óánægju og
óskynsamlegum kröfum.
Fram að þessu hafa aðvaranir
mínar og margra annarra ekki
borið annan árangur en þann,
að þeim fjölgar stöðugt, sem
kunna gleggri skil á því hvað
varast ber. Allt veltur á, að sá
hópur verði nægilega fjölmennur
í öllum stéttum þjóðfélagsins.
Hvort svo er enn, sker reynslan
ein úr.
★ ★ ★
En þótt ég hgfi aðvarað gegn
hættunni, hefur mér aldrei til
hugar komið að draga úr bjart-
sýni manna og stórhug til allra
skynsamleagra framfara og at-
hafna.
íslendingar mega aldrei missa
sjónar á því, að þeir lifa í landi
hinna miklu möguleika, hinna
mörgu ónotuðu auðlinda. Spar-
semi og hófsemd er góð, virðing-
arverð og nauðsynleg að vissu
marki. En úr þeim efnivið einum
byggja íslendingar aldrei höll
hugsjóna sinna. Bjartsýni, áræði
og stórhugur og gerhygli eiga
að vera hornsteinar framtíðar-
innar.
Því mega fslendingar aldrei
gleyma.
Menn mega því hvorki víla né
vola, og ekki láta hræðsluna ná
á sér tökum, svo þeim sýnist
skipið vera að farast þótt segl-
in vökni í svip. Menn mega ekki
gleyma því, að íslendingum hefur
aldrei liðið eins vel og nú, aldrei
framleitt jafn mikið, aldrei veitt
sér jafn mikið, en þó efnast jafn
mikið, sem einmitt þessi síðustu
árin.
Menn verða að láta gust heil-
brauði. Hin stærstu og mestu
verðmæti megi aldrei gleymast,
og allra sízt á tyllidögum þjóð-
arinnar.
Það er rétt og á ekki síst við
íslendinga, að maðurinn lifir ekki
af einu saman brauði. Og það
eru einmitt hin andlegu verðmæti
sem haldið hafa lífinu í íslenzku
þjóðinni.
Frá því íslenzka þjóðin varð
til, hefur hún hugsað og ort og
henni- hefur alltaf þótt það vera
hinn mesti sómi, að hún varð
fyrst norrænna þjóða til að
skrifa ódauðlegar bækur. Henni
hefur aldrei nægt það eitt, sem
varð í askana látið. Hitt kynni
fremur aö vera satt, að hún hef-
ur fyrr á tímum fyrir það van-
rækt veraldleg nytjastörf, og of
mikið af beztu kröftum hennar
fóru í drauma og andlega iðju.
Þess vegna beinir Einar Bene-
diktsson sinni alkunnu eggjan
til þjóðarinnar fyrir aldamótin:
Bókadraumnum
böguglaumnum
breyttu í vöku og starf.
Þjóðin hefur á 20. öldinni,
breytt orku sinni betur „í vöku
og starf“ og það hefur verið
henni til mikillar hamingju.
Samt myndi okkur öllum finnast,
að þá væri orðinn lítill Ijómi yfir
íslenzku þjóðinni, ef hún hætti
að vera bókmenntaþjóð — hætti
að þekkja sögur sínar og ljóð og
unna þeim flestu framar. En þó
ég nefni bókmenntirnar fyrst,
þegar ég minnist á andlegt líf
okkar íslendinga, þá er það af
því einu, að þær eru okkur elsta,
þjóðlegasta og auðugasta list-
grein. Þjóðin verður líka að elska
oe hlynna að annarri list svo sem
myndlist og tónlist, og sækja
þangað gleði og kraft, eins og til
Ijóða sinna og sagna.
Tökum vi?' ^ví bezta úr er-
lendri menmngu, en gleymum
því aldrei að því aðeins erum við
sjálfum okkur trúir, sem íslenzk
þjóð, að okkar eigin andlegi arf-
ur, sé lifandi þáttur af hverjum
okkar. Og munum, að ef sá tími
kemur að svo hætti að vera, þá
erum við orðnir lítils virði sem
sérstök þjóð.
★ ★ ★
Yfir þjóðina ríður nú alda
ófriðar, sundrungar og úlfúðar.
í dag gerum við þó vopnahlé til
að minnast foringjans mikla, sem
grundvallaði þjóðfrelsið, og end-
urreisn lýðveldisins. Á morgun
munum við hefja baráttuna aR
nýju, en jafnan minnast þess, aS
okkar litla þjóð verður að meta
meir samhug en úlfúð, samstarf
en sundurlyndi, og minnast þess,
að það er föðurlandsástin en
ekki flokkadrættir, sem allt
okkar starf verður að grundvall-
ast á.
Það er í anda Jóns Sigurðs-
sonar.
★ ★ ★
Góðir áheyrendur:
Við skulUm gera okkur Ijóst,
að um flest erum við íslendingar
smiðir hamingju okkar. Meira
en öld er nú umliðin frá því eitt
höfuðskáld okkar ávarpaði Fjall-
konúna þessum orðum:
En megnirðu’ ei börn þín frá
vondu að vara,
og vesöld með ódyggðum bróast
þeim hjá, <
aftur í legið þitt forna þá fara,
föðurland, áttu og hníga í sjá.
•Þetta er rétt enn í dag, þó að
því breyttu, að úr þessu týnist
ekki ísland, þótt ómennskan
kynni að tortima fslendigum.
En skáldið kunni ráð gegn
hættunni. Það sagði
Fjör kenn’ oss eldurinn, frostið
oss herði
fjöll sýni torsóttum gæðum að ná
bægi sem kerúb með sveipandi
sverði
silfurblár ægir oss kveifarskap
frá.
Við fslendingar höfum oft búið
við miklar þrengingar í landi
okkar. Flestar þær verstu stafa
frá erlendri ánauð. Ef til vill má
telja það kraftaverk að við lif-
um af allar þessar hörmungar,
og án efa eigum við það öðru
fremur að þakka bókmenntum
okkar og tungu, en einkum þó
því, að í hjörtum okkar hefur
kyndill frelsisins alltaf logað, og
lýst okkur gegnum svartmyrkur
langra og dimmra alda. Þjóð sem
á slíka fortíð, má ekki láta sig
henda það, að glata því hnossi
vegna hóglífis, munaðar og vel-
sældar, sem henni tókst að varð-
veita á tímum þrenginga og nið-
urlægingar.
Heill forseta okkar og fóstur-
jörð.
ísland lifi.
n-----------------------□
CHICAGO, 15. júní — f ræðu,
sem dr. Adenauer hélt í Chicago
í dag, lagði hann áherzlu á,
hversu mikilvægt hlutverk Vest-
ur-Evrópulandanna væri í kalda
stríðinu. Sovétríkin gætu ekki
komið Bandaríkjunum á kné
nema þau hefðu Vestur-Evrópu
á valdi sínu. Kvaðst hann álíta
það höfuðnauðsyir, að Vestur-
Evrópu þjóðirnar vanræktu ekki
varnir sínar, enda þótt styrjald-
arhætta væri ekki yfirvofandi.
Sagðist forsætisráðherrann engu
að síður vera því mjög fylgjandi,
að Atlantshafsbandalagið færði
starfsemi sína inn á fleiri svið
og yrði meira en varnarbanda-