Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 12
1S MORCUHBLAÐIÐ Þriðjudagur 19 iúu' iqw <•» Útg.: H.f. Árvakur, Heykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. f.j Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Austurstræti 8. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands í lausasölu 1 króna eintakið l Fordœmi Reykjavíkur UTAN IIR HEIMI oráot 'h lyftincfartilr raunannnar í ^yffrcjentín u þegar hafa orðið að láta líf sitt fyrir hlutdeild í uppreisninni er Raul Lagomarsino, milljónamær- ingur og illræmdur stuðnings- maður nazista. Hann átti að stýra hinni borgaralegu hlið byltingar- innar. Það voru mistök af hans hálfu, sem fyrst og fremst urðu þess valdandi, að byltingin fór út um þúfur. Borgararnir, sem af mikilli hreysti Jiöfðu lýst yfir því, -ið þeir væru fúsir til að láta lííið fyrir Perón biðu átekta í fel- um til að sjá, hvort byltingm heppnaðist. Á meðan féllu félag- ar þeirra fyrir sprengjum stjórn. arhersins. ★ T BLAÐINU í fyrradag var frá því skýrt, að Reykja- víkurbær hefði nú ákveðið að láta byggja stærsta togara ís- lendinga í stað b.v. Ingólfs Arnarsonar, s^n fórst. Samningur liggur þegar fyrir um smíði þessa skips. Er þetta glöggt dæmi um framkvæmdasemi Reykjavík- urbæjar undir stjórn Sjálf- stæðismanna. Reykjavíkurbær hefur, eins og kunnugt er, verið athafna- samur í útgerðarmálum, síðan hann tók að reka sína eigin útgerð. Það geta verið skiptar skoðanir um það, hvort bæj- arfélög eigi að reka slíka starfsemi, en úr því Reykja- víkurbær tók þá stefnu að taka á þennan hátt þátt í at- Vinnulífinu, hefur hann viljað gera það á myndarlegan hátt og er bygging hins nýja skips fyrir forgöngu Sjálfstæðis- manna enn nýtt dæmi þess. ★ Reykvíkingar hafa kunnað að meta hina styrku og ein- huga stjórn Sjálfstæðismanna í bæjarmálunum. Þeir hafa aldrei viljað afhenda Hræðslu bandalagsflokkunum og kommúnistum meiri hlutann í bæjarstjórn. Sjálfstæðis- menn hafa jafnan borið sigur úr býtum við bæjarstjórnar- kosningar og stundum fengið hreinan meiri hluta allra greiddra atkvæða. Fólk af öll- um stjórnmálaskoðunum hef- ur sameinazt um Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík, þótt hver hafi farið til síns heima ur. Enginn einn flokkur hefur haft bolmagn til að ráða án stuðnings annarra. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur aldrei fengið tækifæri til að sýna hvers hann væri megnugur, ef hann fengi meiri hluta at- kvæða á Alþingi. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur jafnan verið heftur og bundinn af sam- starfi við Hræðslubandalags- flokkana, annan eða báða. Dæmin um svik Framsóknar- flokksins og brotthlaup úr ríkisstjórn hvað eftir annað nú á síðustu árum, er aðeins eitt af því, sem sýnir, hví- líkur fjötur það er Sjálfstæð- isflokknum um fót að neyð- ast til að starfa með öðrum eins flokki og Framsókn er. Það sem Sjálfstæðisflokk- inn skortir er hreinn meiri- hluti á Alþingi á sama hátt og hann hefur haft hreinan meiri hluta í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þennan meiri hluta þarf þjóðin að veita honum. Þá fyrst mun hún sjá hvað í Sjálfstæðisflokknum býr til athafna og úrbóta. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi slíkan meirihluta einu sinni, mundi þjóðin áreiðanlega verða treg til að afhenda hann aftur til dreifðra og sundur- leitra flokka. Þá mundi fólk úr öllum flokkum sameinast um Sjálfstæðisflokkinn, á sama hátt og verið hefur í Reykjavík og veita honum sigur við hverjar kosningar á fætur öðrum. Argentíska stjórnin var vel við því búin, er uppreisn brauzt þar út á dögunum, bældi niður uppþotið og afstýrði miklu blóð- baði með því að taka af lífi nokkra af uppreisnarmönnunum. Kyrrð hefir nú verið komið á í landinu, og allri alþýðu mun hafa létt við þau úrslit, þegar ljóst varð, hvað uppreisnarmennirnir höfðu haft í hyggju. ★ Svo virðist sem uppþotið hafi verið síðasta tilraun Peróns til að ná völdum á ný í Argentínu. Uppreisnin hófst laugardaginn 7. júní, og höfðu uppreisnar- mennirnir áformað að myrða varaforsetann, Isaac Rojas, þar sem hann væri höfuðóvinur fyrr- verandi exnræðisherrans Peróns, og alla fjölskyldu Rojqp. Því n-e :t átti að skjóta aila erlenda frétta- ritara i landinu, sem höfðu verið livað skeleggastir í að lýsa með ófögrum orðum harðstjórn Per- óns, handtaka alla embættismenn og yfirmenn í herntrm sem gísla og ná á sitt vald öllum stjórnar- skrifstofum og bækistöðvum hersins. Ekki virtist uppreisnarmenn- ina skorta fé til þess að fram- kvæma áformin Flugumenn Peróns í nágrannankjum Arg- entínu, Ch.le, Uruguy og Para- guy. hófðu nána ti rnvinnu vii' Perónista í Buenos A res. ★ Upphaflega átti uppreisnin að hefjast 4. júní — en þann dag tók . Perón völdin upphaflega í sinar hendur — nokkrar tafir urðu á framkvæmd uppreisnar- innar, þar sem talsverður ágrein- ingur hafði komið upp meðal uppreisnarmanna. Aðalherfon. inginn meðal uppreisnarmann- anna var Jose Valle, en lögreglan hafði verið á hælunum á honum, þar sem hann var ákærður fyrir að hafa misnotað almanafé. Að- alaðstoðarmaður hans var hers- höfðinginn Paul Tanco, sem í s.l. mánuði var yfirlýstur liðhlaupi, þar sem hann mætti ekki fyrir herrétti — ákærður íyrir að hafa stofnað til æsinga. Upplýsingaþjónusta stjórnar- innar fékk grun um það 3. júní, að eitthvað væri í aðsigi. Aram- buru íorseti fór engu að síður í opinbera heimsókn til Santa Fe- héraðsins, og fól hinum dug- mikla, smávaxna varaforseta stjórnina. Sagt er, að forsetinn hafi, áður en hann lagði í förina undirritað heimild til að setja herlög í landinu, ef nauðsyn krefði. Þessi heimild olli miklu um, hvernig rás atburðanna varð. í íyrcta skipti í sögu nútíma Argentínu urðu þexr, sem stóðu fyrir misheppnaðri byltingati 1- raun, að gjalda fyrir mef lífi sínu — allir upprexsnarmenn. Rojas — smávaxinn, en þéttur á velli og þétfcur í lund — sem féllu í hendur stjórnarinnar fyrst í stað, voru teknir af lífi. 22 létu lífið fyrir dögun sunnu- daginn 10. júní — og nokkrir fleiri voru teknir af lífi á mánu- daginn. Alls 40 létu lífið, og fjöldi manna var handtekinn — síðar var ákveðið að breyta dauðadómum í lífstíðarfangelsi. Einna frægastur af þt>im. sem Þetta uppþot heflr sýnt stjðm Aramburus fram á, að hinn fyrr- verandi einræðisherra, Perón, getur enn notað sér til hins ýtr- asta það fylgi, sem hann á að fagna í Argentínu, þó að hann sé sjálfur víðsfjarri — í útlegS i Panama. Meðal áróðurstækja Peróns voru grammofónplötur, sem hann hafði talað inn á í Pan- ama og smyglað hafði verið inn i Argentínu. Ástæðan fyrir því litla fylgi, sem Perón nýtur enn í Argentínu, er glundroði í efnahagsmálunum — en sannleikurinn er þó sá, að efnahagsástandið eins og það er nú, er arfur frá Perón. Aramburu og stjórn hans hafa lagt sig fram til að færa efnahag þjóðarinnar í samt lag, en hefir ekki tekizt það nema að litlu leyti. ★ Það hefir ekki bætt úr skák, að nokkurt ósamkomulag ríkti meðal þeirra, sem gerðu upp- reisnina gegn Perón. Lonardivarð að víkja, þar sem hann var mjög mildur í garð Perónista og gerði m.a. einn þeirra að dómsmálaráð- herra. Einnig mun vera nokkurt ósamkomulag milli Aramburus og nokkura meiri máttar manna, en hins vegar mun vera gott sam- komulag milli Aramburus og Rojas varaforseta, sem var aðal- maðurinn að baki byltingarinnar. En það spáir engu góðu, að marg- ir háttsettir embættismenn tóku þátt í uppþotinu á dögunum. Skömmu fyrir byltingartil- raunina tilkynnti Aramburu forseti, að gert væri ráð fyrir, að haldnar yrðu frjálsar kosningar næsta ár. Eins og kunnugt er, er Argentínu ekki lýðræðislega stjórnað. En byltingartilraunin getur orðið þess valdandi, að stjórninni reynist erfitt að standa við orð sín um frjálsar kosningar til þings — ef hún verður jafn- framt að hafa fallbyssurnar í lagi til að verjast Perónistum. 17. júní háfíðahöldin á Húsavík við Alþingiskosningar. Þetta kemur einfaldlega af því, að menn hafa fundið hver festa og öryggi er í stjórn flokks- ins á bæjarmálunum. Reykvíkingar hafa ekki mátt til þess hugsa að stjórn bæjarins lenti í hönd tun sundurleitra flokka og flokksbrota. Fólkið hefur fundið að hagsmunir bæj- arfélagsins og þess eigin hagsmunir væru í veði, ef svo ólánlega tækist. Þess vegna hafa Reykvík- ingar sameinazt um Sjálf- stæðisflokkinn og fært honum sigur í öllum bæjarstjórnar- kosningum áratugum saman. ★ Við íslendingar höfum nú lengi búið við samsteypu- stjórnir, hvað ríkinu viðvík- Erlendir fréttahaukar fjölmenna til kosninganna ÞAÐ ER EKKI ofmælt, að aldrei hafa kosningar á tslandi vakiB aðra eins athygrli og þær sem nú fara í hönd. Á- stæðan er, að mikil eftirvænt- ing ríkir úti í hinni stóru ver- öld, og þó einkum meðal vina okkar Atlantshafsbandaiags- þjóðanna, um það hvort ís- lendingar snúist gegn sam- starfi við þá í framtíðinni og velti sér til veggjar í alþjóða- samstarfi. Blaðamenn drífa nú að með annarri hverri flugvél með ritvélar sínar og hljóð- nematöskur í eftirdragi. Á fimmtudag kemur sérstakur maffur frá Reuter-fréttastof- unni flugteiðis frá Löndon. Hálfur xnánuður er síðan full- trúi Berlíngatíðinda mætti til leiks. Sá heitir Jörgen Slei- mann, ungur bókavörður ætt- aður frá Svendborg og kom hér við á leiðinni til Parísar, þótt krókur sé, en þangað fer hann til þess að rita bók að tilhlutan menningarmáladeild- ar Atlantshafsbandalagsins. Ungur Svíi, Hallerby að nafni leit inn á ritstjórnarskrifstofu Mbl. í gær og er hann hingað kominn fyrir kvöldblaðið „Ex- pressen" í Stokkhólmi. B.B.C. er aldrei langt á eft- ir öðrum og hingað sendir það hinn kunnan fréttamann sinn, Hardyman Scott með hljóðnemann í hendinni. Hann sendir til London á stuttbylgj- um fregnir af kosningunum jafnóðum og munu þær birtast í „Radio Newsreel“ Útvarps- maður frá NBC útvarpsfélag- inu í Bandaríkjunum er ný- kominn og sænska útvarpið sendir Curt Anderson, góð- kunnan fréttahauk í Svíaríki. Time Magazine mun og hafa fregnritara sinn á vettvangi, og þýzkir blaðamenn fjöl- menna. Þegar eru farnar að birJ .st yfirlitsgreinar um íslenzk stjórnmál og kosningahorfur í erlendum blöðum, og nefna Berlíngatíðindi bandalag Fram sóknar og krata m.a. „Frygt- ens Forbund“ í dáikum sinum. En þessar fjölmennu blaða- mannaheimsóknir sýna okkur allar að við erum ekki lengur umkomulaus og einangruð smáþjóð, heldur varðar af- staða Islands nágrannaþjóðir okkar miklu. Og því eru kosn- ingarnar á sunnudaginn svo merkar í augum vinþjóða okk- ar og prófsteinn á ábyrgðar- tilfinningu þjóðarinnar allrar. HÚSAVÍK, 18. jún: — 17. júní hátíðahöldin á Húsavík, hófust á Húsavíkurhöfða kl. 2 um dag- inn, með útiguðsþjónustu Séra Sigurður Haukur Guðjónsson, prestur að Hálsi í Fnjóskadal, prédikaði. Veður var mjög gott, sólskin og blíða. Við guðsþjónust- una söng kirkjukór Húsavíkur og einnig karlakórinn Þrymur. Að því ioknu flutti Júlíus Havsteen sýslumaður hátíðarræður.a. Seinna um daginn fóru fran. xþrótbr. Um kvöldið var sam- koma í samkomuhúsi bæjarins. Þar flutti bæjarstjórinn, Páll Þór Kristinsson ávarp. Karlakórinn Þrymur skemmti með söng, en síðan var dansað. Hátíðahöldin fóru mjög vel og sómasamlega fram. — Faréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.