Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 24
Veðrið
Hægviðri, skýjað, Víða lítilshátt-
ar rigning.
Hátíðarræða Ólafs Thors
Sjá bls. 13.
136. tbl. — Þriðjudagur 19. júní 1956.
Dómsmálaráðuneytið hraðar
afgreiðslu mála með öllu móti
Greinurgerð róðuneytisins
vnrðnndi tUtekin stórmól
TK?TIRFAHANDI tilkynning frá
ci./msmálaráðuneyinu barst blað-
inu í gær:
„Að marggefnu tilefni, i blaða-
skriftum um afgreiðslu dómsmála
bjá ráðuneytinu, þykir rétt að
gera nokkra grein fyrir afgreiðslu
háttum ráðuneytisins við meðferð
slíkra mála.
Störf dóms- og kirkjumálaráðu-
neyisins ertu svo umfangsmikil,
•ð útfarin erindi frá því munu
vera ríflega tvöfalt fleiri en frá
nokkru öðru ráðuneyti. Eru af-
greiðslur dómsmála áð sjálfsögðu
uppistaðan í störfum þess.
Má t.d. geta þess, að frá
sakadómaraembættinu einu
bárust ráðuneytinu árin 1954
og 1955 rúmlega 1600 erindi
hvort árið og meginhluti
þeirra erinda varðandi dóms-
mál, svo scm rannsóknir til
ákvörðunar um ákæru og
dómar til ákvörðunar um á-
frýjun o. s. frv. Þegar af-
grciðslur skipta þúsundum
hlýtur ætíð allmikill fjöldi
mála að vera i afgreiðslu hjá
ráðuneytinu.
Það er og vitanlegt, að mjög er
misjafnt hve umfangsmikil mál
eru, en meðferð þeirra er í því
fólgin, að íulllrúum eru fengin
þau til yfirlestrar og tillagna, og
tillögum þeirra fylgir síðan upp-
kast að ákæruskjali, ef um máls-
höfðun er að ræða, og er ákvörð-
un tekin á grundvelli tillagana
þeirra eða breytingar gerðar eða
framhaldsrannsóknir fyrirskipað-
ar eftir athugun og umræður.
Nokkuð getur verið breytilegt
hve lengi afgreiðsla máls varir
hjá ráðuneytinu, þar sem sum
mál eru e. t. v. aðeins einnar
blaðsíðu skýrslur en önnur rétt-
arrannnsóknir, er skifta hundruð-
um blaðsíðna og fylgiskjöl marg-
ar bækur.
Um afgreiðslu dómstóla á
málum ræður ráðuneytið litlu,
því að dómstólarnir eru sjálf-
stæðir í störfum og gerir raðu-
neytið þó sitt til að greiða fyrir
meðferð mála þar. Sérstaklega
vill ráðuneytið að gefnu tilefni
geta þess, að dómarar taka að
jafnaði sjálfir ákvörun um hvort
mál þurfi að fara til löggiltra
endurskoðenda og fer cndurskoð-
un þá undantekninganítið fram
að loknum aðalhluta hinnar eig-
inlegu réttarrennsóknar en áður
en mál er sent ráðuneytinu til
fyrirsagnar. Endurskoðendur eru
hins vegar flestir mjög störfum
hlaðnir og fást naumast til að
sinna dómsmálum á þeim tima,
þegar skattaframtöl eru gerð.
Þá þykir rétt að geta hér
nokkuira mála. sem sérstaklega
hafa orðið umtalsefm nú undan-
farið.
1. SVOKÖI.I/UÐ OKDRMÁI/.
Rannsókn í malum þessum hafa
beinzt að sjö aðilum og komu
rannsóknir í 6 þeirra til ráðu-
neytisins 15. og 16. marz s.l., en
eitt er ókomið. Af þessum sex
eru tvö tilbúin til afgrciðslu og
verður að telja þau fremur minni
háttar en hin. Er fyrirsjáanlegt
að ákæra verður gefin út í öðru
þeirra, en grundvöllur sýnist ekki
til málshöfðunar í hinu. Hin mál-
in 4 eru nátengd á ýmsan hátt
hinu svokallaða Blöndalsmáli,
sem enn er ókomið til ráðuneyt-
isins. Er útilokað að ganga frá
afgreiðslu þessara 4 mála fyrr
én sú rannsókn liggur fyrir, en
engu að síður hefir verið lögð
geysimikil vinna í þau, þannig að
ekki er ástæða til að ætla, að af-
greiðsla þeirra taki langan tíma,
þegar áðurnefndri rannsókn er
lokið.
2. BI/ÖNDAIzSMÁI/IÐ
SVOKAI/LAÐA.
Aðalhluta réttarrannsóknar í
þessu máli var lokið snemma á
s.l. ári og hefir það síðan í marz
1955 verið til meðferðar löggilts
endurskoðanda, Ragnars Ólafs-
sonar, hæstaréttarlögmanns, og
er endurskoðun enn eigl lokið,
en svo sem kunnugt er, er hér
um mjög umfangsmikil viðskipti
að ræða.
3. MÁL VATNSEYRAR-
BRÆÐRA
sendi dómarinn til meðferðar
löggiltra endurskoðenda, Eyjólfs
ísfelds Eyjólfssonar og Sigurðar
Stefánssonar í febrúar 1955 og
17. júní,
sein fýndisf
BLÖÐ Hræðslubandalagsins
og kommúnista, hafa sjaldan
birt öllu óvirðulegri stjórn-
málagreinar á sjálfan þjóðhá-
tiðardaginn, en þann dag lét
Morgunblaðið dægurdeilurnar
niður falla. Alþýðublaðið gat
aðeins um þjóðhátíðina í lít-
illi klausu. „Tíminn“ skifti sér
í tvennt, þannig að í öðru
blaðinu voru greinar almenns
eðlis en í hinu þær venjulegu
stjórnmálagreinar, eins og þær
eru nú líka þokkalegar í því
blaði! „Þjóðviljinn“ lét sig
ekki muna um að birta mynd
af Jóni Sigurðssyni við hlið-
ina á stórum fyrirsögnum yfir
ærulausum skröksögum.
Þannig var þá 17. júní í
blöðum Hræðslubandalagsins.
Meiri lítilsvirðingu gátu þau
tæplega sýnt þjóðhátíðardegi
landsmanna en að týna hon-
um þannig niður í sorpið.
Hverfaskrifstofur
VESTURBÆR £ ÍINNAN HRINGBRAUTAR:
t KR-húsinu við Kaplaskjólsveg. Opin daglega kl. 1—10
e. h. Slmi 7314.
LANGHOLTS- OG VOGAHVERFl:
A Langholtsvcgi 117. Opið daglega kl. 10—10. Sími 80143.
SMÁÍBÚÐA- OG BÚSTAÐAHVERFI
í Akuigcröi 25. Opið daglega kl. 1—10 e. h. Sími 81952.
HLÍHA- OG HOLTAHVERFI:
í Lönguhlíð 13. Opið daglega kl. 1—10 e. h. Sími 81479.
er það enn í endurskoðun. Er þar
um margra ára bókhalds stór-
fyrirækis að ræða.
4. MÁL STEFÁNS A.
PÁLSSONAR.
Rannsókn í máli þessu barst
ráðuneyinu 23. maí s.l., þó ekki
íullgerð, þar sem mistök höfðu
oríilð í samb=.ndi við vélritun,
þannig að bíða varö vcgna veik-
ifida hlutaðcigpndi dómarafull-
'w'úa svo að úi.b’iið yrði nothæít
^nuurrit rannsóknarinnar. Fékkst
það í byrjun þessa mánaðar. j
Þótt ck'r.i sé lcngra síðan málið
kom í ráðuneytið má heita að
tillögur um meðferð þess séu
fullbúnar og verða það innan
fárra daga.
5. MÁL INGIMARS
JÓNSSON.
Mál þetta barst ráðuneytinu
föstudaginn 15. þ.m. frá rann-
sóknardómaranum, en málið
reyndist mjög umfangsmikið.
í engu þeirra mála, sem hér
um ræðir, hefur því orðið nokk-
ur óhæfilegur dráttur hjá ráðu-
neytinu heldur hefur verið reynt
að hraða afgreiðslu þeirra með
öllu móti.“ (Ath. leturbr. eru
Mbl.).
Við leiði
Jóns forseta
Vœri nokkurt vit í því?
IMORGUNBLAÐINU hefur verið lýst forystu þeirri, sem
Ólafur Thors hefur haft um uppbyggingu sjávarútvegs-
ins, en þegar hann myndaði stjórn sína 1944 var brotið blað
í sögu þessa arðsamasta atvinnuvegar þjóðarinnar. Það er
alveg óþarfi að endurtaka nokkuð af því, sem sagt hefur
verið í blaðinu um þessi mál.
Sjómenn og útvegsmenn þekkja allir og viðurkenna
»hve sjávarútvegurinn á Ólafi Thors mikið að þakka
og fjöldi annarra manna veit þetta líka, þótt þeir
hafi annars engin sérstök tengsi við útveginn. Það má
segja að meginhluta þjóðarinnar sé þetta ljóst.
Síðasta dæmið um það, hvernig Ólafur Thors heldur á
málefnum sjávarútvegsins er hin stórfellda lækkun eða
niðurfelling á fisktollum í Vestur-Þýzkalandi, sem skapar
nýja og verðmæta markaðsmöguleika.
Ólafur Thors hefur allra íslenzkra stjórnmálamanna mesta
reynslu og þekkingu á sjávarútvegsmálum. En Hræðslu-
bandalagið hefur engan mann að bjóða, sem hefur nokkra
þt-kkingu á þessum málum. Ekki einn einasti af frambjóð-
endum Hræðslubandalagsins er útvegsmaður eða hefur
nokkra reynslu í þeim efnum.
Hér er um höfuðatvinnuveg landsins að tefla. Væri nokk-
urt vit í því að fela málefni þessa atvinnuvegar þess háttar
mönnum, en hafna forystu sliks manns, sem Ólafur Thors er?
Það er ekki of sterkt að orði kveðið þó sagt sé, að
það væri þjóðarvoði, ef slíkt ólán ætti að henda
sjávarútveginn.
Er ánægður með síldar-
rannsóknaleiðangur Ægis
FRÉTTARITARI Mbl. á Raufarhöfn símaði i gærkvöldi, að síldar-
rannsólcnarskipið Ægir, hefði komið þangað sem snöggvast i
gærkvöldi til að taka vistir. — í stuttu samtali við leiðangurs-
stjórann, Hermánn Einarsson, sagði hann tíðindamanninum frá því,
að hann hefði sent til fiskimálastjóra skýrslu um rannsóknarleið-
angurinn. Ekkert verður úr því að Ægir fari til Færeyja og er
hann farinn út aftur til þess að leita að síld.
ÁNÆGÐUR
Fréttaritarinn á Raufarhöfn,
Einar Jónsson, sagði að dr. Her-
Cffi.
y v/.
Gengið að leiði Jóns forseta, en þar lagði frú Auóur Auóuns bæjar-
stjórnarforseti blómsveig frá Reykjavíkurbæ. Stúdínurnar bera
hinn fagra kranz á milli sín, en á eftir ganga borgarstjórinn og
forseti bæjarstjórnar. — Til hægri stendur Þór Sandholt formaður
þjóðhátíðarnefndar.
mann hefði ekki viljað ræða inni-
hald skýrslu sinnar. Hann kvaðst
vera ánægður með árangurinn.
Taldi hann eðlilegt að fiskimála-
stjóri kynnti sér málið fyrst.
SAARS FÓR ANNAÖ
Hermann Einarsson sagði, að
ekkert myndi verða úr hinum
fyrirhugaða fundi norrænu fiski-
fræðinganna í Færeyjum, sem
fyrirhugaður var eftir fáeina
daga. Stendur þetta í sambandi
við, að Norðmenn urðu að senda
skip sitt Saars annarra erinda.
BÁTUR MEÐ NÓT
TIL AÐSTOÐAR
Þegar Ægir lét úr höfn, á Rauf-
arhöfn í gær, sagði leiðangurs-
stjórinn, að Ægir færi á miðin,
til þess að fylgjast með göngu
síldarinnar fyrir Norðurlandi og
kæmi vélbáturinn Gylfi frá
Rauðuvík til móts við hann og
væri báturinn útbúinn til síld-
veiða með nót og tilheyrandi út-
búnað. Mun hann eiga að kasta
á þær torfur, sem Ægir kann að
finna og fá þannig úr því skorið
hvort um sé að ræða síldartorfur
eða einhverja aðrar fiskigöngur.
Heimdellingar
starfið fyrir
Sjálfstæðis-
flokkinn
í RÍÐANDI er, að sem flestir Heimdellingar mæti til
-£*■ starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn kl. 5 eftir hádegi i dag í
skrifstofu Heimdallar í Valhöll, Suðurgötu 39. Unnið verður
við skriftir og dreifingu.
Unglingar
UNGLINGAR, sem aðstoða
vilja við dreifingu á ritum fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn, gefi sig
fram í skrifstofu Heinidallar
í Valhöll, Suðurgötu 39, kL
5 e.h. í dag.