Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1956, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ f>riðiudagur 19. júní 1936 Ávarp Fjollkonunnor HEILL hinum föllnu, er fyrir land sitt unnu, fóikinu veittu nýja trú og þor. Heill þeim, er áttu hjörtu, er skærust brunnu, — hugrakkir gengu blóði drifin spor. Minninsin lifi uhi menn, er dcyja kunnu í myrkri snaevar, trúaðir á vor. — sem vildu heldur vera, en aðeins sýnast, — verk þeirra skulu ekki mást nc týnast. Heill þeim, er lifa og standa í dagsins stríði, starfandi trútt að þjóðar heill og lands. Vinna skal sérhvert verk með dug og prýði, 'vanda sitt ráð og gæta rétts og- sanns, — heldur að þjóna, cn ráða landi og lýði, lögum skal hlýða og eðli drcnglynds manns. Hræðast skal ekki hel né píslargöngu, — heldur skal falla, en sigri ná með röngu. Óbornum heill um aidaraðir langar, áfram er streymir tímans mikla fljót. Þróttur þeim vaxi um raunastundir strangar, stjarna þeim beini leið við vegamót, — ei hrævarlog, sem huga veilan fangar og heimskan teygir mann í urð og grjót. Aukist þeim jafnan vit með góðum vilja á vegi þeim, er Skuldar tindar dylja.- Sitjandi frá vinstri: Auður Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, dr. Jón Gíslason skólastj., Kristrún Eymundsdóttir, Erla Erlendsdóttir, Asta Faaberg. Standandi frá vinstri: Jóhannes Helgason, Ólafur Egilsson, Bragi Steinarsson, Helgi G. Þorkelsson, Sverrir B. Bergmann, Bjarni Guðlaugsson, Sigurður Þorvaldsson, Halldór Hallgrímsson, Jón Friðsteinsson, Stefán Hirst, Kári Sigfússon, Kristján Kjartansson, Jóhann Ólafsson, Ólafur Stephensen, Jón Ægir Ólafsson, Sig- urður Sigurðsson, Grétar Sigurðsson og Gunnar Hai’steinsson. 24 verzlunarskólastúdentar Þessi er ósk mín, íslendingar góðir, — ættjörðin kallar nú á sérhvern mann. Keyni nú allir, fávísir og fróðir, að finna hinn rétta veg og þræða hann. Ég vildi ykkur vera ástrik móðir, en vandi er oft að tempra lof og bann, og þótt minn barmur þyki kaldur stundum er þel mitt heitt á okkar gleðifundum. Hyllum nú minning míns hins bezta sonar, mannsins, er íslands sverð og skjöldur var, — lians, sem er ímynd okkar miklu vonar um íslands giftu á vegum framtíðar. Og þótt í reynd hún reynist annars konar, en ráð var fyrir gcrt og vera bar, skal oss um aldur tengja bræðrabandið, og blessa skal og elska þjóð og landið. JAKOB JÓH. SMÁRI Vegileg 17. júni hútíða- höld ú Akureyri Margvísleg skemmtiafriði á úfisamkonw AKUREYRI, 18. júní. — 17. júní hátíðahöldin hófust á Akureyri með guðsþjónustu fyrir hádegi. Báðir prestar safnaðarins þjónuðu. Eftir hádegi lék Lúðrasveit Akureyrar á Ráðhústorgi, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Þaðan hélt svo geysifjölmenn skrúðganga að íþróttasvæði bæjarins. Þar fór íram fánahylling er skátar sáu um, en lúðrasveitin lék fánasöng. HATIÐAHÖLDIN VII ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ Þá setti Páll Helgason hátíð- ina, en Þórhalla Þorsteinsdóttir kennari, flutti ávarp Fjallkon- unnar. Jóhann Frímann, skóla- stjóri, flutti aðalræðu dagsins, minni fósturjarðarinnar, en Bolli Gústafsson stúdent flutti minni Jóns Sigurðssonar. Lúðrasveit lék milli atriðanna. Einar Helgason kennari hafði fimleikasýningu með drengjum og þar næst fór fram síðari hluti frjálsíþróttamóts ÍBA og UMSE. Knattspymufélag Akureyrar sá um mótið. Verðlaunabikar fyrir bezta afrek hlaut Gestur Guð- mundsson UMSE. Á RÁÐHÚSTORGI Síðari hluti hátíðahaldanna fór fram á Ráðhústorgi. Þar hafði pallur verið reistur að vanda. Lúðrasveitin lék þar, þá söng Geysir undir stjórn Ingimundar Arnasonar og að lokum strengja- sveit Tónlistarskólans á Akur- eyri. Var það í fyrsta skipti er hún kemur fram. Stjómandi var Jakob Tryggvason. ALLIR f HÁTÍÐARSKAPI Rósberg Snæland las frumort ljóð og kirkjukór Lögmannshlíð- arsóknar söng undir stjórn Áskels Jónssonar. Sigurveig Jónsdóttir fór með gamanvísur og Karlakór Akureyrar söng undir stjórn Ás- kels Jónssonar. Jón Ingimarsson söng gamanvísur og Gunnlaugur Björnsson las upp. Að lokum var dansað til kl. 2 um nóttina. Bær- inn var fagurlega skreyttur og allir í hátíðarskapi, enda veður mjög gott. — H. Vald. LÆRDOMSDEILD Verzlunar- skóla íslands var slitið við há- tíðlega athöfn í skólanum 16. þ. m., að viðstöddum kenurum, nem endum og allmörgum gestum. M. а. voru viðstaddir flestir þeirra nemenda, sem brautskárðust stúd entar fyrir 10 árum, og bauð skólastjórinn þá sérstaklega vel- komna. -Ar NEMENDAFJÖLDI OG KENNARALIÐ í lærdómsdeild Verzlunarskól- ans voru að þessu sinni skráðir 43 nemendur. Voru 19 í 5. bekk, en 24 í 6. bekk. í byrjun skóla- ársins sagði sig einn nemandi í б. bekk úr skóla vegna veikinda og tók hann nú stúdentspróf utan skóla. Á kennaraliði urðu þær breyt- ingar, að Andrés Björnsson cand. mag. lét af íslenzkukennslu, en við tók Grímur Margeir Helga- son cand. mag. Dr. Sigurður Pét- ursson gerlafræðingur, sem kennt hafði náttúrufræði í 6. bekk, lét nú af þeirri kennslu, en við tók Guðmundur Þorláks- son náttúrufræðingur. Kvaðst skólastjóri við þetta tækifæri vilja þakka þeim Andrési Björns- syni og Sigurði Péturssyni fyrir ágæta kennslu á liðnum árum. ★ PRÓFIN Stúdentspróf þreyttu að þessu sinni 24 nemendur og er þetta fjölmenasti stúdentahópurinn, sem hingað til hefur verið braut skráður í senn. Stóðust þeir allir prófið. Hlutu 15 1. einkunn, 8 2. einkunn og 1 3. einkunn. Próf- dómarar eru stjórnskipaðir. Not- aður er einkunnarstigi Örsteds. Efstur við stúdentspróf að þessu sinni varð Sverrir Bergmann ÞRÍR FflNGfiR ÚR STEININUM SLUPFU Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN AÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN hurfu í mannhafið á götunum þrír fangar úr „Steininum" við Skólavörðustíg, Þeim tókst að kom- ast út þegar fram fóru vaktaskipti hjá fangavörðunum. Eru þessir fangar 21 árs að aldri. Leit af þeim hafði ekki borið neinn árangur í gærkvöldi. TVÍLÆSTAR DYR Fangarnir komust út um bak- ayr fangahússins. Er þeim læst á venjulegan hátt (ekki smekk- lás) og þá er hengilás á til frek- ara öryggis. Föngunum tókst að sprengja hengilásinn upp, með því að beita króki, sem til þess er notaður að krækja upp klefa- hurð. Með einhverju áhaldi hef- ur þeim svo tekizt að dýrka upp skrána í bakhurðinni. Þetta hef- ur sýnilega verið þaulundirbúið hjá þeim, því að ekki liðu nema nokkrar mínútur sem mennirnir voru eftirlitslausir á ganginum fyrir framan fangaklefann. Fanga verðirnir voru staddir í varðstof- unni að skipta um vakt og þurftu að ræðast. við um vaktarfyrir- komulagið, svo sem venja er. FARNIR UR BÆNUM? Strax að kvöldi þjóðhátíðar- dagsins var hafin skipuleg leit hér í bænum og henni haldið áfram fram undir morgun, en árangurslaúst. Er Mbl. fór í prent un seint í gærkvöldi, voru fang- arnir enn ófundnir. Er ekki að vita nema þeir hafi komizt út fyrir bæinn. Þeir voru í venjuleg- um fötum. Bergsson, sem hlaut 1. einkunn 7,40. Annar varð Heigi Gunnar Þorkelsson, hlaut 1. einltunn 7,3G og þriðji Jóhannes L. L. Helgason 1. einkunn 7,17. Allir þessir nem- endur voru sæmdir bókaverðlaun um frá skólanum. Alliance Francaise, fél. frönsku mælandi manna, Anglia, fél. enskumælandi manna, Dansk-ís- lenzka félagið og Germania, fé- lag þýzkumælandi manna, veittu þeim verðlaun, sem fram úr höfðu skarað í erlendum tungu- málum. Enn fremur veitti Bóka- verziun Snæbjarnar Jónssonar þeim verðlaun, sem höíðu skarað fram úr í ensku og þýzku. Sverr- ir Bergmann Bergsson hlaut vei-ðlaun frá Bókaverzl. Snæ- bjarnar Jónsosnar og Oansk-ísl. félaginu. Helgi Gunnar Þorkels- „19. júní" blað K.R. F.í. kemur úi í dag BLAÐ Kvenréttindafélags ís- lands, „19. júní“, hefir borizt blað inu. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda, en þar er m. a. greinin um nýju launalögin og konurnar, eft- ir Valborgu Bentsdóttur, Sigur- laug Bjarnadóttir, skrifar viðtal við hjúkrunarkonu og vélritun- arstúlku. Þá er kveðja til frú Bodil Begtrup; Sigr. J. Magnús- son srkifar um Ceylonför, Álma Þórarinsson læknir, skrifar grein ina Svæfingar, þá er grein um Karmelssysturnar, Svava Þorleifs dóttir skrifar um Ingunni Jóns- dóttur frá Kornsá, Sigr. J. Magn. ússon skrifar um Æviminingabók og greinina „Brúðuheimilið“ er ennþá lifandi. Þá eru í blaðinu allmörg kvæði, m. a. eftir Mar- gréti Guðjónsd., Höllu Loftsd, Jakobínu Johnson, Elísabetu Jóns dóttur o. fl. Á forsíðu er mynd af Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara. Ritstjóri blaðsins er Svava Þorleifsdóttir, en blaðið er prent- að í Leiftri. son hlaut verðlaun frá Alliance Francaise, Germanía, Dans-ísi. félaginu og Bókaverzl. Snæbj. Jónssonar. Jóhannes L. L. Helga- son og Ólafur Egilsson hlutu báðir verðlaun frá Anglia og Sig- urður E. Þorvaldsson hlaut verðl. frá Bókav. Snæbj. Jónssonar. — Umsjónarmaður 6. bekkjar Jón H. Friðsteinsson hlaut viðurkenn ingu frá skólanum fyrir vel Unn- in störf. í ársprófi 5. bekkjar varð Sig- urlaug Sæmundsdóttir efst, hlaut I. eink. 7.44, sem var jafnframt hæsta einkunn í lærdómssdeild að þessu sinni. Hlaut hún bóka- verðlaun frá skólanum fyrir góða írammistöðu. ★ ORD GOETHES Er skólastjóri hafði lýst próf- um, afhent prófskírteini og sæmt þá verðlaunum, sem fram úr höfðu skarað, ávarpaði hann hina ungu stúdenta. Vék hann að nokkru í ræðu sinni að ólíkum skoðunum í uppeldismálum. Lét hann að lokum í ijós þá von, að menn gætu þrátt fyrir ólíkar skoð anir í uppeldismálum sameinast um þessi orð Goethes: Verið óþreytandi í iðkun nytsamlegra og heilladrjúgra starfa. GJÖF 10 ÁRA STÚDENTA Loks tók til máls Árni Jónsson verzl.fulltrúi. Hafði hann orð fyr- ir 10 ára stúdentum. Fór hann fögrum orðum um starf skólans og kennaranna. Færðu þeir fé- lagar skólanum að gjöf rafknúna reikningsvél, hinn bezta grip._ Þakkaði skóihstjóri gjöfina og hlýjan hug peirra til skólans. Lét hann þess getið, að af þessum 15 stúdentum, sem brautskráðir hefðu verið fyrir 10 árum, stund- uðu 10 skrifstofu-, viðskipta- eða lögfræðistörf. Hefðu ýmsir þeirra aflað sér mikillar þekkingar á þvi sviði, bæði utamands og inn- an. Einn þeirra félaga væri arki- tekt, einn væri B.A. í ensku, en stúlkurnar þrjár, sem verið hefðu í þessum hópi væru nú giftar hús- mæður. Athöfninni lauk með því, að hinir nýútskrifuðu stúdentar sungu skólasöng Verzlunarskól- ans. Eldur í,,hœftulegu" húsi A LAUGARDAGSKVÖLDIÐ kom upp eldur í einu stærsta timburhúsi bæjarins, Aðalstræti 16. — í verzlunarhúsnæði þar, var nokkur eldur er slökkviliðið kom fjölmennt á vettvang. Því tókst að ráða niðurlögum eldsinr, á skömmum tíma. Brjótast varð inn í verzlunina. Skemmdir urðu þar nokkrar. Reykur komst um allt þetta gamla hús og olli ein- hverjum reykskemmdum. Þetta er eitt þelrra „hættulegu húsa“, sem slökkviliðið kallar svo, því verði eldur laus í þess- um gömlu skrælþurru en gisnu timburhúsum, þá getur eldurinn flögrað um allt húsið, svo að ekkert verði við ráðið, á fáeinum mínútum. En með góðum út- búnaði og rösku brunaliði tókst að þessu sinni að koma í veg fyrir stórbruna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.