Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 4
4
MORGUHBLAÐIÐ
Sunnudagur 11. maí 1958
í dag er 131. dagur ársins.
Sunnudagurinn 11. maí.
Hinn almenni bænadagur. ——
Velrarverlíð lokið.
Árdegisflæði kl. 00,19.
Síðdegisflæði kl 12.56.
Næturvarzla er í Ingólfs Apó-
teki, sími 11330.
Helgidagsvarzla er í Reykja-
víkur Apóteki, sími 11760.
Hafnarfjörður: Næturlæknir er
Eiríkur Björnsson.
Helgidagslæknir í Reykjavík er
Páll Sigurðsson, Læknavarðstof-
an, sími 15030.
i.O.O.F.3=1405128= Kvm.
Igl Brúökaup
1 dag verða gefin samn í hjóna-
band af séra Árelíusi Níelssyni,
Þóra Sigurjónsdóttir frá Vest-
mannaeyjum og Birgir Eyþóis-
son, Kambsvegi 31.
c A FM ÆLI *
Mánudaginn 5 maí eiga 50 ára
hjúskaparafmæli hjónin Guðríður
Eiríksdóttir og Einar Þórðarson
tU heimilis Stórholti 21. Þau hafa
verið búsett hér þessi 50 ár og
Einar um áratuga skeið starfs-
maður Smjörlíkisgerðanna. Þenn-
an dag verða þau stödd á heimili
dóttur sinnar og tengdasonar,
Flókagatu 57.
Síðdegishljómleikar
í Sjálfstæðishúsinu sunnudag-
inn 11 maí 1958.
Efnisskrá:
1. Tschaikowsky: Blómavalsinn.
2. S. Coleridge-Taylor: „Spurn-
ing og svar“.
3. Tschaikowsky: Romanza.
4. Franz Liszt: Liebestraum.
5. Endurminngar Lehárs.
6. Pepi Huber: Makedoniskur
konsert.
7. G. Becce: Capri mansöngur.
8 J. Strauss: Baddir vorsins,
vals. —•
FARSÓTTIR
Farsóttir í Rvík vikuna 20.—
26. apríl 1958, samkvæmt skýrsl-
um 16 (18) starfandi lækna.
3 álsbólga............ 34 (36)
Lvefsótt.............. 88 (78)
Iðrakvef ............. 27 (27)
Kveflungnabólga........ 2 ( 1)
Rauðir hundar......... 16 ( 4)
Munnangur.............. 1 ( 5)
Hlaupabóla ............ 8 ( 1)
Öllum þeim, sem mönnum er
vel til, óska þeir þeirrar ham-
ingju, að vera lausir við áfengis-
drykkjuna. —
— Umdxmisstúkan.
5 mínutna krossgata
V-H1
12 ‘*"r“r | ,_rT 13
:2:5:
18
Lárétt: 1. baggi, 6. beita, 8.
veiðistöð, 10. fæða, 12. líkams-
gallinn, 14. skammstöfun, 15.
tveir eins, 16. flugfélag, 17. ó-
stöðugur.
Lóðrétt: 2. hests, 3. fanga-
mark, 4. bit, 5. ekki skynsamir,
7. efni, 9. loga, 11. líffæri, 16.
stærðfræðitákn, 17. tvihljóði.
Ymislegt
Or» lífsins: — Því að hinir hrein-
skilnu munu byggja landið og hin
ir grandvöru verða eftir í þvi. ■—
En hinir óguðlegu munu upprætt-
ir verða úr landinu og hinum svik
ulu verða útrýmt þaðan. —
Orðskv. 2.
Félagsstörf
Félag austfirzkra kvenna held-
ur skemmtisamkomu þriðjudag-
inn 13. niaí kl. 8 í Garðastræti 8.
Átthagafélag Kjósverja" heldur
bazar sinn mánudaginn 12. mai kl.
2 í Góðtemplarahúsinu.
SjálfstæðiskvennafélagiS Hvöt
heldur spilakvöld í Sjálfstæðis-
húsinu annað kvöld kl. 8,30. Mið-
ar verða afgreiddir í Sjálfstæðis-
húsinu (niðri) á morgun kl.
3—5.
Kvenfélag Hvítabandsins heldur
bazar í Góðtemplarahúsinu þriðju
daginn 13. maí. Mikið af góðum
og ódýrum barnafatnaði m. m.
Sumarfagnaður Kvenfél Hall-
grímskirkju verður haldinn
þriðjud 13. mai kl. 8,30 e. h , í
Blönduhlíð 10. Sumarhugleiðing:
iSéra Jakob Jónsson. Félagsmál.
— Söngur — Kvikmynd og kaffi
drykkja. —
KFUM og K, HafnarfirSi. —
Á almennu samkomunni í kvöld,
sem hefst kl. 8,30, talar Felix
Ólafsson kristniboði.
gjJFlugvélar
Loftleiðir h.f.
Hekla kom kl. 8 í morgun frá
New York. Fór til Osló, Kaup-
mannahafnar og Hamboi'gar kl
9,30. Edda er væntanleg kl. 9,30
í dag frá Hamborg, Kaupmanna-
■höfn o= Osló. Fer til Naw York
kl. 21 í kvöld.
ggB Skipin
Skipadeild SÍS
Hvassafell er í Ventspils. Arn-
arfell er í Hafnarfirði, fer það-
an í dag áleiðis til Rauma. Jökul-
fell er í Ríga. Dísarfell væntan-
legt til Riga á morgun. Litlafell
losar á Vestfjarðahöfnum. Helga-
fell fer frá Reykjavík í dag áleið-
is til Riga. Hamrafell fór frá
Batum 7. þ. m. áleiðis til Rvíkur
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.
Katla væntanleg til Rvíkur í
dag. — Askja er á Norðfirði.
Læknar fjarverandi:
Arinbjörn Kolbeinsson fjarver-
andi frá 5. til 27. maí. — Stað-
gengill Bergþór Smári.
Árni Guðmundsson fjarverandi
til 22. maí — Staðgengill Jón
Hjaltalín Gunnlaugsson.
Jónas Sveinsson til 31. júlí. ■—
Staðgengill: Gunnar Benjamíns-
son. Viðtalstími kl. 4—5.
Kristjana Helgadóttir verður
fjarverandi óákveðinn tíma. Stað-
gengill er Jón Hj. Gunnlaugsson,
Hverfisgötu 50.
Magnús Ágústsson læknir verð
ur fjarverandi frá 1. maí um ó-
ákveðinn tíma.
Ólafur Helgason fjarverandi
óákveðinn tíma. — Staðgengill:
Karl S. Jónasson.
Ólafur Jóhannsson fjarverandi
til 19. maí. Staðgengill Kjartan
R. Guðmundsson.
Þórður Þórðarson, fjarverandi
8/4—15/5. — Staðgengill: Tómas
A. Jónasson, Hverfisgötu 50.
Viðtalstími kl. 1—2. Sími: 15730.
Söfn
NáttúrueripasafniS: — Opið á
sunnudögum kl. 13,30—15 þriðju-
dogum og fimmtudögum kl. 14—15
Listasafn Einars Jónssonar, Hnit
björgum er opið kl. 1,30—3,30 á
sunnudögum og miðvikudögum,
iViyndasaga fyrir born
193. „Er þetta raunverulega þú, Klara“,
segir hinn hamingjusami faðir hrærður og
faðmar að sér telpuna sina. Svo hörfar
hann nokkur skref aftur á bak til að sann-
færa sig um, að sýnin hverfi ekki frá aug-
um hans. „Já, er þetta skki dásamlega
óvæntur viðburður“, hrópar amma. „En
nú verður þú að heilsa upp á Fjallafrænda.
Allt þetta eigum við honum að þakka“.
„Já, og ég verð að heilsa litlu stúlkunni.
sem einu sinni var heimamaður hjá okk-
ur“, segir herra Sesemann og faðmar
Heiðu að sér. Síðan þakkar hann Fjalla-
frænda innilega fyrir umhyggju hans fyrir
Klöru.
194. Fyrir framan kofann hefir afi sett
stóran, dökkbláan Maríuvönd. Frú Sese-
mann, sem veit ekki, að það er Fjalla-
frændi, sém hefir sótt Maríuvöndinn upp
í fjallhagann til að gleðja hana, snýr sér
að Pétri, þegar hann kemur frá þorpinu
og spyr hann: „Hefir þú gert þetta?“ Pét-
ur heldur, að hún eigi við hjólastólinn
Hann kiknar í hnjáliðunum og fölnar.
Skelfingu lostinn horfir hann á herra
Sesemann, sem hann heldur, að sé lög-
regluþjónn. Síðan lætur hann bugast
og fer að hágráta. Hann snöktir hátt
og svarar játandi. Amma veit ekki, hvað-
an á hana stendur veðrið.
195. Fjallafrændi, sem alltaf hefir grun-
að Pétur um að hafa hrundið hjólastóln-
um niður fjallshlíðina, fær hann nú til að
játa, að hann hafi gert þetta. „Það var
afskaplega ljótt af þér“, segir amma. „En
ódæði þitt varð þó til happs fyrir þann,
sem þú vildir baka tjón. Þetta hefir aðal-
lega bitnað á þér sjálfum. Slæm samvizka
er sennilega nógu þung hegning fyrir þig,
svo að nú skulum við ekki ræða meira
um þetta. En þú skalt fá minjagrip frá
gestunum frá Frankfurt. Langar þig til
þess að fá eitthvað sérstakt? „Tiu aura
til að eyða á sunnudagsmarkaðinum , seg-
ir Pétur óðamála.
Spurning dagsins?
Hvernig teljið þér sumar-
leyfinu bezt varið?
Dr. Sigurður Þórarinsson: Það
er nú svo mjög í móð að skreppa
til útlanda, að mörgum finnst
þeir ekki geta
horft upp á ann-
að fólk, nema
þeir séu nýbúnir
að vera í St.
Pauli eða París.
Heyrzt hefur, öð
stúdentsefnin
okkar ætli að
bregða sér út yf-
ir pollinn að
prófi loknu, en mörg þeirra fara
aftur utan tveimur mánuðum síð-
ar til framhaldsnáms, og þá vænt
anlega upp á ríkisstyrk, sem verð
ur álíka hár og sú upphæð, sem
þau eyddu í sumarferðina. Vel
ann ég hinum mannvænlegu
stúdentsefnum sem og öðrum ís-
lendingum utanfarar. En ég tel
þó, að íslendingar ættu yfirleitt
að eyða sem minnstu af hinu
stutta íslenzka sumri í utanfarir.
Það er miklu heppilegra að
skreppa utan á öðrum tímum árs,
ef því verður við komið, td. um
páskana, eins og fjárveitinga-
nefndin plagar, eða seint á haust-
in. Það er til marks um að menn
hafa lært að njóta hins íslenzka
sumars, er þeir tíma ekki lengur
að eyða því í utanfarir og eru þó
hættir að fara fjálgum orðum um
fegurð landsins, en þeir gala
jafnan hæst um unaðssemdir ís-
lands, er aldrei tolla hér heima.
Hvað sem öðru líður tel ég að
stuðla beri að því, að sem flestir
íslendingar kjósi að eyða sínu
sumarleyfi í eigin landi.
Sveinn Sæmundsson, blaðafull-
trúi: Útþrá hefir frá því sögur
hófust, verið mikil í okkur ís-
lendingum. Því þá ekki að nota
sumarfríið til
þess að litast ura
í nágrannalönd-
unum„ ekki sízt
þar sem ferðir
þangað þurfa
ekki að t a k a
nema þrjár til
fjóra k 1 u k k u-
tíma og dvalar-
kostnaður er hóf
legur ef rétt er á haldið. En ef-
hins vegar „sál manns er þreytt
af útlands gný“, eins og skáldið
sagði forðum, þá finnst mér skyn-
samlegast að skunda með tjald
og svefnpoka út á flugvöll:
Fljúga vestur, norður eða aust-
ur. Finna sér góða laut við læk
eða litla bergvatnsá og dvelja þar
eina viku eða tvær. Hafa með sér
það nauðsynlegasta til matar og
nokkrar góðar bækur, en um
fram allt: Skilja útvarpsviðtækið
og ferðagrammofón eftir heima.
Ásbjöm Magnúss., forstj.: Þarf
að spyrja mig? Að ferðast er að
lifa, sagði einn af mestu andans
mönnum Breta — og ég vil gera
þau orð að mínum. Engum mun
það ljósara en einmitt íslending
um, hve góðar samgöngur og tíð
!j| ferðalög innan-
lands sem utan,
hafa mikla þýð-
ingu fyrir at-
vinnulífið. At-
vinnuhættir og
hraði í daglegu
lífi 20. aldarinn
ar þjakar tauga-
kerfi mannsins.
Til þess að lina
á spennunni er bezt að hverfa
um stund nokkurn tíma með
vissu millibili úr hinu venjulega
umhverfi — þangað, sem gangur
daglega lífsins kemur manni ekk
ert við. Bæði í Bretlandi og
Þýzkalandi er nú hafinn áróður
fyrir því, að fólk eyði orlofi sínu
fjarri heimilum sínum. Og ekki
má gleyma því, að tíð ferðalög
til útlanda opna augu ferða-
mannsins fyrir því hve margt er
mönnum sameiginlegt, þó af ó-
skyldum þjóðum séu. Ferðalög
eru því eitt af öflugustu vopnun-
um í sókninni til friðar og sam-
hyggju með öllum þjóðum.