Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 1
24 siður
«6. árgangur
74. tbl. — Föstudasmr 3. apríl 1959
FrentsmiSja MorgunblaSsina
Séra Sigurbjörn Einarsson
kjörinn biskup yfir íslandi
Hlaut 69 atkvseði og var kjorinn
lögmætri kosningu
Er 89. maður á íslenzkum biskupsstóli
ÚRSLIT biskupskjörsins urðu kunn rétt fyrir hádegi í gær. Var
séra Sigurbjörn Einarsson, prófessor, kjörinn biskup yfir íslandi
með 69 atkvæðum af 114 atkvæðum, sem greidd voru. Einn prestur
sendi ekki atkvæði. Hlaut séra Sigurbjörn Einarsson þannig %
atkvæða og var kjörinn lögmætri kosningu. En svo segir í lögum,
að ef enginn hljóti % atkvæða við biskupskjör hafi kirkjumálaráð-
herra vald til þess að skipa einhvern þeirra þriggja í biskups-
embætti, sem flest hafa fengið atkvæði. — Séra Sigurbjörn verður
10. biskupinn, sem fer með biskupsvald yfir öllu Islandi. Jafnframt
verður hann 89. biskup islands. Hafa 43 þeirra setið í Skálholti,
36 á Hólum og 9 í Reykjavík.
51 prestur hlaut atkvæði
1 þessum biskupskosningum
hlutu samtals 51 prestur atkvæði
eða brot úr atkvæði. En biskups-
kjöri er hagað þannig, að hver
prestur kýs þrjá menn. Hlýtur
sá sem efstur er á atkvæðaseðli
heilt atkvæði, annar % úr atkv.
og sá þriðji % atkvæðis.
í>eir, sem flest atkvæði hlutu,
auk hins kjörna biskups, voru
þessir:
Séra Einar Guðnason, Reyk-
holti, 46% atkvæði, séra Jakob
Jónsson, Reykjavík, 22%, séra
Sigurjón Árnason, Reykjavík,
18%, séra Jón Auðuns, Reykja-
vík, 10%, séra Jóhann Hannes-
son, Þingvöllum, 7, séra Sigurður
Pálsson, Hraungerði, 7, og séra
Björn Magnússon, prófessor,
Reykjavík, 6 atkvæði.
Talning atkvæða hófst kl. 10
f. h. í kirkjumálaráðuneytinu.
Viðstödd var aðeins kjörstjórn
biskupskosningarinnar, en í
henni áttu sæti þeir Gústav A.
Jónasson, ráðuneytisstjóri, form.,
séra Sveinn Víkingur, biskups-
ritari, og séra Jón Þorvarðarson.
Var talningu atkvæða lokið rétt
fyrir hádegi. Séra Sigurbjörn
Einarsson, hinn nýkjörni biskup,
var að störfum í gærmorgun við
kennslu í guðfræðideild Háskól-
ans, og munu honum hafa verið
tilkynnt úrslit kosningarinnar
þangað.
Hinn nýkjörnl biskup
Séra Sigurbjörn Einarsson er
maður á bezta aldri, fæddur 30.
júní 1911 á Efri-Steinsmýri í
Meðallandi í Skaftafellssýslu. Er
hann því 47 ára að aldri. For-
eldrar hans voru Einar Sigur-
finnsson, bóndi, er síðar bjó að
Iðu í Biskupstungum, og kona
hans, Gíslrún Sigurbergsdóttir.
Séra Sigurbjörn lauk stúdents-
prófi utanskóla frá Menntaskól-
anum í Reykjavík árið 1931. Síð-
an stundaði hann nám í almenn-
um trúarbragðavísindum, grísku
og klassískri fornfræði í Uppsala
háskóla í Svíþjóð á árunum
1933—1937. Tók hann embættis-
próf í þessum fræðum með 1.
ágætiseinkunn í Uppsölum árið
1936.
Ári síðar tók hann kandidats-
próf í heimspeki við Stokkhólms-
háskóla með 1. ágætiseinkunn.
Árið 1938 lauk hann síðan prófi
í guðfræði með 1. einkunn við
guðfræðideild Háskóla íslands.
Enn stundaði séra Sigurbjörn
framhaldsnám víð Uppsalahá-
skóla árið 1939 og við Cambridge
háskóla árið 1945. Ennfremur fór
hann á næstu árum námsferðir
til Sviss, Danmerkur og Svíþjóð-
ar og lagði stund á trúfræði,
Nýja-testamentisfræði og al-
menna trúarbragðasögu. Á þess-
um árum sat hann einnig ýmis
Frh. á bls. 2.
I. 3:
#:
8:
• S:
10:
12:
— 13:
16:
22:
Föstudagur 3. apríl.
Efni blaðsins er m.a:
Kirkjunnar heill og sæmd er
vor allra heill og blessun. (Á-
varp nýkjörins biskups).
Sýning Ásgríms Jónssonar.
Tillögur landsfundarins um iðn-
aðarmál.
í jöklana skjóli (Kvikmynd
Skaftfellingafélagsins).
Tónlistarfræðsla barna er of fá-
breytt.
Forystugreinin: Um hvað verð-
ur kosið og Ungverski harm-
leikurinn endurtekinn í Tíbet.
„Okkur er ógnað“ segir skáldið
Eyvind Johnson (Utan úr
heimi).
Bætt hafnarskilyrði eru hyrn-
ingarsteinn útflutningsfram-
leiðslunnar (Ræða Sig. Bjarna-
sonar á Alþingi).
Norsk efnahagsmál (Noregsbréf
Skúla Skúlasonar).
Síða S.U.S.
Fjórði starfsfræðsludagurlnn.
Hinn nýkjörni biskup, Sigurbjörn Einarsson, prófessor, á heimili
sínu í gær. (Ljósmynd: Ól. K. M.)
Ágreiningur
um Berlín
WASHINGTON, 2. apríl. — Fund
ur utanríkisráðherra NATO-ríkj-
anna stendur yfir í tvo daga og
verður rædd skýrsla utanríkis-
ráðherra Breta, Bandaríkjamanna
Frakka og Þjóðverja um Berlín-
ardeiluna o.fl.
Fréttamenn segja, að nú sé
mikill ágreiningur milli Breta
annars vegar og Bandaríkja-
manna, Frakka og Þjóðverja hins
vegar um Berlínarvandamálið.
Bretar, og þá fyrst og fremst Mae
Millan, séu þeirrar skoðunar, aS
ekki sé loku fyrir það skotið, að
Krusjeff vilji semja um Berlín-
armálin.
.. —1 ■ - » k
Burt með langann j
LAUSANNE, SVISS. 2. apríl. —
Grace prinsessa í Monaco mun
innan skamms gangast undir upp
skurð við botnlangabólgu. Margt
sérfræðinga mun annast upp-
skurðinn, sem mun standa yfir
í 6—7 mínútur, i(
-/
Jón Árnoson, útgerðarmnður,
frnmbjóðnndi Sjdlfstæðismannn
í Borgarfjorðnrsýslu
NÝLEGA var haldinn fulltrúafundur Sjálfstæðismanna í Borgar-
tjarSarsýslu og á Akranesi. Var fundurinn haldinn aS Hvanneyri
og sátu hann trúnaSarmenn SjálfstæSisflokksins úr öllum hreppum
sýslunnar og fulltrúar frá SjálfstæSisfélögunum á Akranesi.
Tilefni þessa fundar var aS velja frambjóSanda fyrir flokkinn
í BorgarfjarSarsýslukjördæmi í kosningum þeim, sem fram eiga
að fara á komandi sumri. En eins og kunnugt er hefur Fétur Otte-
sen, sem verið hefur þingmaður Borgfirðinga frá 1916 eða sl. 43 ár,
nú ekki gefið kost á sér til framboðs. Hefur hann setiS lengur á
þingi en nokkur annar Islendingur fyrr og síðar og er þingsaga
lians öll hin merkasta.
Á fundinum að Hvanneyri var samþykkt aS óska þess aS Jóu
Árnason, útgerSarmaður á Akranesi, yrði í kjöri fyrir flokkinn.
Nokkrum dögum síðar var svo
haldinn almennur fundur í Sjálf-
stæðisfélögunum á Akranesi og
var þar einróma samþykkt að
skora á Jón Árnason að verða í
framboði fyrir flokkinn. Hefur
hann orðið við þeirri ósk og er
framboð hans því ákveðið.
Jón Árnason er Borgfirðingur
að ætt, fæddur á Akranesi 15.
janúar 1909. Foreldrar hans eru
Árni Árnason, trésmíðameistari,
og Margrét Finnsdóttir, kona
hans. Ólst Jón upp á Akranesi og
stundaði hann á uppvaxtarárum
Bardagar blossa upp á
nýjan leik í Tíbet
Þefvísi kommúnista ekki
skeinuhœtt Dalai Lama
Nýju Delhí, 2. apríl.
ÁREIÐANLEGAR heimildir
í landamærabænum Kalim-
pong í Indlandi segja í dag,
að kínverskir kommúnistar
hafi í allan dag notað stór-
skotalið í bardögum við upp-
reisnarmenn í Tíbet, en þar
brauzt út ný byltingartilraun
í dag. Er þetta í fyrsta skipti,
sem kommúnistar grípa til
þess úrræðis að beita stór-
skotaliðinu. Fregnir þessa
efnis komu í sömu mund og
kínverska kommúnistafrétta-
stofan Nýja-Kína tilkynnti,
að Dalai Lama hefði farið yfir
landamærin til Indlands. Þá
sagði fréttastofan einnig, að
fulltrúar Indlandsstjórnar
hefðu farið til móts við hann
í Tawang, Assam, í dag. —
Indverska stjórnin lýsti því
yfir aftur á móti seint í kvöld,
að henni sé ókunnugt um, að
Dalai Lama hafi farið yfir
landamærin til Indlands. —
Stjórninni hafi engar fregnir
borizt þess efnis, og er því
bætt við, að Indlandsstjórn
hafi enga hugmynd um, hvar
leiðtogi Tíbeta sé niður kom-
inn á flóttanum undan kín-
verskum kommúnistum. Eins
Frh. á bls. 2
sínum sveitastörf á sumrura. ]
Var hann um skeið við verzlun-
arstörf á Akranesi. Hann hóf ung
ur þátttöku í útgerð og hefur um !
langan tíma haft með höndum
umfangsmikinn atvinnurekstur,
útgerð, fiskiðnað og verzlun.
Jón Árnason hefur haft mikil
afskipti af félagsmálum og fram-
faramálum byggðalags síns.
Hann hefur átt sæti í bæjarstjórn
Akraness -• síðan árið 1942, er
Akranes fékk fyrst kaupstaðar-
réttindi. Var hann forseti bæjar-
stjórnar um skeið. Ennfremur
hefur hann lengstum þessa tíma-
bils átt sæti í bæjarráði. Hefur
hann haft víðtæk afskipti og for-
ystu í framfara- og félagsmálum
Akurnesinga.
Formaður Sjálfstæðisfélags
Akraness hefur Jón Árnason ver-
ið í 27 ár. Einnig hefur hann tek-
ið virkan þátt í íþróttahreyfing-
unni.
í landssamtökum íslenzkra út-
vegsmanna hefur hann verið
einn af forystumönnunum um
langt skeið, og m. a. átt sæti í
stjórn L. I. Ú. í mörg ár.
Jón Árnason er þaulkunnugur
atvinnuvegum þjóðarinnar til
lands og sjávar. Hann er hið
mesta lipurmenni og prúðmenni
í allri framkomu, og nýtur
almennra vinsælda meðal þeirra
er kynnast honum. Er óhætt að
fullyrða, að mikill einhugur ríkir
um framboð hans meðal Sjálf-
stæðisfólks á Akranesi og í
Borgarfjarðarsýslu. Mun það
almenn skoðun, að hann muni
reynast nýtur fulltrúi héraðsins
á Alþingi.