Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 8
f
MORGVlSfíl. AÐIfí
Föstudagur 3. apríl 1959
Tillögur landsfundar Sjálfstæbisflokksins um iðnaðarmál:
Komið verði upp nýium iðngrein-
um og stóriðnaði
! Iðnaðarnefnd
! landsfundarins
i
Fræðslustarfsemi fyrir iðnaðarfólk
og efling listiðnaðar
LANDSFUNDURINN vill benda á, að iðnaðurinn er nú þeg-
ar orðinn sá atvinnuvegur þjóðarinnar, sem flestir lands-
menn hafa lífsframfæri sitt af. Fundurinn telur því aug-
Ijóst, að iðnaðurinn geti ekki gegnt hlutverki sínu í efna-
hagskerfinu, nema honum sé skipað á sama bekk og öðrum
atvinnuvegum. Það er sérstaklega þýðingarmikið, þar sem
reynslan hefur sannað í öllum löndum, að lífskjör fólksins
l-atna í réttu hlutfalli við aukna iðnþróun.
Landsfundurinn leggur sérstaka áherzlu á eftirfarandi
atriði:
ENDURKAUP IÐNAÐARVÍXLA — Eigi verði dregið
lengur að framkvæma einróma ályktun Alþingis frá því í
júní 1958 um, að ríkisstjórnin hlutist til um, að Seðlabank-
inn endurkaupi framleiðslu- og liráefnisvíxla iðnaðarfyrir-
tækja eftir reglum, sem settar verði með svipuðu sniði og
reglur þær, er nú gilda um endurkaup framleiðsluvíxla
sjávarútvegs og landbúnaðar.
EFLING IÐNLÁNASJÓÐS — Fjárframlög verði stór-
aukin til Iðnlánasjóðs, svo að hann geti gegnt því þýðingar-
mikla hlutverki að vera stofnlánasjóður iðnaðarins í land-
inu. —
Sjóðnum hefur með núverandi fjármagni verið um megn
að leysa sívaxandi þörf iðnaðarins fyrir aukið fé til fjár-
lestingarframkvæmda, einkum til byggingar iðnaðarhús-
næðis, og meiri háttar vélakaupa.
Með tilvísun til þess, sem að framan greinir, lýsir fund-
urinn yfir stuðningi sínum við frumvarp alþm. Jóhanns
Hafsteins og Magnúsar Jónssonar þess efnis, að Iðnlánasjóð-
ur hljóti helming gjalds af innlendum tollvörutegundum.
STÓRIÐNAÐUR — Að stefnt verði að því að koma upp
l.ér á landi nýjum iðnaðargreinum og stóriðnaði eftir því
sem fært þykir og nákvæmar rannsóknir mæla með.
Fundurinn fagnar þeim áfanga, sem náðzt hefur með
byggingu Áburðarverksmiðjunnar og Sementsverksmiðj-
urnar. Sú reynsla, sem fengizt hefur með þessum stórfram-
kvæmdum er mikilvægt spor í þá átt, að takast megi að
koma hér upp stóriðnaði, sem byggist á hagnýtingu náttúru-
auðlinda landsins með útflutning og gjaldeyrisöflun að
markmiði.
HÚSNÆÐISÞÖRF IÐNAÐARINS — Rýmkað verði veru-
lega um veitingu fjárfestingarleyfa fyrir iðnaðarhúsnæði og
þess gætt, að hlutur iðnaðarins verði eigi fyrir borð hor-
inu í fjárfestingarmálum miðað við sjávarútveg og land-
búnað.
INNLEND SKIPASMÍÐI — Fundurinn telur nauðsynlegt,
Aðalfundur IM.S.V.Í.
verður haldinn í Félagsheimili V.R. Vonarstræti 4
laugard. 11. apríl kl. 1,30 e.h.
Dagskrá:
Lagabreytingar og venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
'T Hlíiíardalsskóli
tilkynnir:
Nemendakórinn
syngur í Aðvent-
kirkjunni laugar-
dagskvöldið 4. apríl
1959 kl. 8,30.
Aðgöngumiðar við
innganginn
Þýzk stórysz - efni
með blúndu 6 breiddir.
Yerð frá kr. 35,70 m.
Döiihi & Herrabiiðin
Laugavegi 53 — Sími lSöiiu.
IÐNAÐARNEFND LANDSFUNDARINS — Fremri röð (frá vinstri): Marsellíus Bernharðsson,
forstj., ísafirði, Jónas G. Rafnar, lögfr., Akureyri, Ásta Björnsdóttir, frú, Rvík, Magnús Víg-
lundsson, ræðism., Rvík, Sveinn Guðmundsson, forstj. Rvík. — Aftari röð (frá vinstri): Bragl
Hannesson, framkvstj., Rvík, Pétur Sæmundsen, framkvstj., Rvík, Matthias Sveinsson, rafv., Sel-
fossi, Guðjón Scheving, málarameistari, Vestmannaeyjum, Ásmundur Einarsson, framkvstj^
Rvík, Guðm. H. Guðmundsson, húsgagnasmiðam., Rvík, Björgvin Frederiksen, forstj., Rvík, Gunn-
I. Friðriksson, forstj., Rvík, Ásbjörn Sigurjónsson, forstj., Álafossi.
að skipasmíðastöðvunum sé gert kleift að annast nýsmíði^"
fiskiskipa.
Bendir fundurinn í því sambandi á þá leið, að innlendu
skipasmíðastöðvarnar sitji að öðru jöfnu fyrir því fé, sem
Fiskveiðasjóður Iánar til nýbygginga eða stofnaður sé sér-
stakur sjóður, sem hafi það eitt hlutverk, að efla innlenda
smíði fiskiskipa.
MIKILVÆGI INNLENDRAR IÐNAÐARFRAMLEIÐSLU
— Fundurinn leggur áherzlu á, að eigi séu fluttar inn iðn-
aðarvörur, sem hagkvæmt er að framleiða í landinu sjálfu
og eigi send á erlendan vettvang þau verkefni, sem auðvelt
cr að leysa af innlendum iðnaðarmönnum. í þessu sambandi
bcndir fundurinn sérstaklega á veiðarfæraiðnaðinn, sem
hefur sannað samkeppnishæfni sína þrátt fyrir enga toll-
vernd.
Ef rétt væri á haldið ættu íslendingar að geta orðið for-
ystuþjóð í framleiðslu veiðarfæra, vegna þess stóra inn-
lenda markaðar, sem veiðarfæraiðnaðurinn gæti stuðst við.
SÖLUSKATTUR — Gildandi reglum um söluskatt og út-
flutningssjóðsgjald sé breytt með það fyrir augum að út-
rýma því misrétti, sem nú ríkir með álagningu og innheimtu
hans, sérstaklega hjá iðnfyrirtækjum.
IÐNFRÆÐSLA — Gildandi reglum um söluskatt og út-
ílutningssjóðsgjald sé breytt með það fyrir augum að út-
íýma því misrétti, sem nú ríkir með álagningu og innheimtu
hans, sérstaklega hjá iðnfyrirtækjum.
IÐNFRÆSLA — Að knýjandi sé, að komið verði á fót
verknámskennslu við Iðnskólann í Reykjavík og hafizt verði
lianda um undirbúning að byggingu skólahúss í þeim til-
gangi.
Ennfremur álítur fundurinn rétt að auka menntun iðnað-
armanna og sem fyrst verði látin koma til framkvæmda
IV. kafli iðnskólalaganna um framhaldskennslu fyrir iðnað-
armenn við Iðnskólann í Reykjavík.
FRÆÐSLA VERKSMIÐJUFÓLKS — Komið verði á fót
reglubundnum námskeiðum og annarri fræðslustarfsemi fyr-
ir verksmiðjufólk. Slík fræðsla gerir starfsfólkið hæfara
og eykur samkeppnishæfni iðnaðarins.
F ANNSÓKNARMÁL — Vísindalegar rannsóknir í þágu
rins verði stórefldar og komið á þær fastri skipan,
s.. -.v» iðnaðurinn fái bætta aðstöðu til þess að fylgjast með
í hinni hröðu tækniþróun. Rannsóknirnar verði gerðar í sem
nánustu samstarfi við iðnfyrirtækin og félagssamtök iðn-
aðarins.
LISTIÐNAÐUR — Hlúð sé að þeim vísi að listiðnaði,
sem risinn er upp í landinu, svo að hann geti orðið þess megn-
ugur að afla þjóðinni gjaldeyris með sölu á íslenzkum list-
iðnaði erlendis.
SÝNINGARSVÆÐI ATVINNUVEGANNA — Fundurinn
fagnar þeim áfanga, sem náðzt hefur við undirbúning að
fyrirhuguðu sýningarsvæði atvinnuveganna og leggur
áherzlu á að hraðað sé framkvæmdum með fyllsta stuðn-
ingi opinberra aðila.
OPINBER REKSTUR — Að opinber fyrirtæki, sem starfa
í samkeppni við einkarekstur njóti ekki forréttinda. Sér-
:t:>klega skal á það bent, að þau beri skatta og skyldur til
jafns við fyrirtæki einstaklinga og félaga.
Fjöru^t skemmt-
ana- og skáklíí að
Hvolsvelli
HVOLSVELLI, 30. marz. — Fyrir
skömmu var haldin ársskemmtun
Hvolsskóla í húsakynnum skólans
að Stórólfshvoli. Skemmtiatriði
voru mjög fjölbreytt. Onnuðust
börnin þau að öllu leyti sjálf,
undir stjórn skólastjórans Tru-
manns Kristiansen. Meðal
skemmtiatriða má geta söng 5
stúlkna með gitarundirleik, ein-
leik á píanó, upplestur 7 ára
drengs og leiksýningu. Að lokum
lék hljómsveit skólans nokkur
lög. Skemmtun þessa varð að end.
urtaka fjórum sinnum sökum mik
illar aðsóknar og hrifningu áhorf-
enda.
Laugardaginn 21. þ. m. var
haldinn Góufagnaður á vegum
kvenfélagsins „Eining“ í Hvols-
hreppi. Skemmtiatriði voru fjöl-
breytt. Að skemmtiatriðum lokn-
um var sameiginleg kaffidrykkja
og að lokum dans stiginn fram
eftir nóttu.
Skáklíf hefur verið t.alsvert
háð á Hvolsvelli skákkeppni milli
skákmanna frá Vík í Mýrdal og
Skákfélags Hvolhrepps. Keppt
var á 13 borðum í flokki fullorð-
inna og á fjórum borðum í
drengjaflokki. Úrslit urðu þau að
mikið hér um slóðir í vetur og
margir harðir kappleikir háðir
í þeirri íþrótt. Þann 8. þ. m. var
Víkverjar sigruðu með 7 vinning-
um gegn 6 í flokki fullorðinna,
og í flokki drengja með 3 gegn 1.
Eftir aðalskákkeppnina hófst svo
hraðskákkeppni milli sömu aðila
á 10 borðum. Tefldar voru tvær
umferðir og fóru leikar svo að
eftir fyrri umferð skildu liðin
jöfn með 5 vinninga hvort, en í
seinni umferð sigruðu Hvolsvell-
ingar með 7 vinningum gegn 3.
Miðvikudaginn 25. marz voru svo
þessir „fjéndur" sameinaðir til
stórorustu gegn Selfyssingum og
var teflt á 20 borðum. Leikar fóru
svo að sameinað lið Hvolsvellinga
og Víkverja bar sigur úr býtum
með 1014 vinning gegn 914. Skák-
keppni þessi var háð í Gunnars-
hólma í Austur-Landeyjum.
— Fréttaritari.