Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 13
I'östudagur 3. apríl 1959
MORCVISBLAÐIÐ
13
Bœtt hafnarskilyrði eru hyrningarsteinn
útflutningsframleiðslunnar
Aukning framleiðslunnar eina varanlega úr-
ið út úr efnahagsöngbveitinu
Urrnið fyrir 303 millj. kr. að hafnar
framkvæmdum á Islandi i 65 ár
Ræða Sigurðar Bjarnasonar á Alþingi
s.l. miðvikudag
Á FUNDI sameinaðs Alþingis sl.
miðvikudag hafði Sigurður
Bjarnason þingmaður NorffUir-
Isfirðinga framsögu um tillögu
Sjálfstæðismanna um lán vegna
hafnargerða. Flutningsmenn til-
lögunnar eru auk hans þeir Sig-
urður Ágústsson þm. Snæfell-
inga, Kjartan J. Jóhannsson þing-
maður ísfirðinga og Magnús
Jónsson þingmaður Eyfirðinga.
Framsöguræða Sigurðar Bjama
sonar fer hér á eftir:
í>að mun almennt viðurkennt,
að góðar og öruggar hafnir séu
frumskilyrði sjósóknar og sigl-
inga í öllum löndum. Hafnirnar
verða einnig að batna og stækka
í samræmi við stærð þeirra skipa,
sem þjóðirnar nota.
Því miður er verulegur mis-
brestur á því, að þetta hafi gerzt
í okkar landi. Vélbátaflotinn og
togararnir hafa stækkað að mikl
um mun, en umbætur á hafnar-
skilyrðunum hafa ekki haldizt í
hendur við þessa stækkun skip-
anna. Þess vegna er útgerð á
mörgum stöðum og í ýmsum þrótt
miklum og ágætum verstöðvum
víða miklum vandkvæðum bund
126 millj. kr. frá ríkinu
Árið 1894 er byrjað að veita
fé á fjárlögum til lendingabóta.
Ég hef aflað mér skýrslna um
það frá vitamálastjórninni, hvern
ig þátttöku ríkisins hefur verið
háttað í hafnargerðum allt frá
árinu 1894 til þessa dags. Er hún
mjög fróðleg. Getur þar einnig
að líta upplýsingar um það, hve
mikið einstök bæjar- og sveitar-
félög hafa lagt fram í þessu sama
skyni.
Á tímabilinu 1894—1911 eru
lagðar fram úr ríkissjóði 45 þús.
875 kr. til hafnargerða. Á tíma-
bilinu 1912—1916 samtals 528
þús. 749 kr. Það er fyrst árið
1943, sem framlög ríkissjóðs til
hafnarmála komast yfir eina
millj. kr. Má af því marka, úr
hversu litlu þjóðin hefur í raun
og veru haft að spila lengstum
á því tímabili, sem liðið er, síðan
hin verklega uppbygging hófst í
landinu.
Samtals hefur ríkissjóður á
tímabilinu 1894—1958 að báðum
in á þessum nýju og fullkomnu! árum meðtöldum lagt fram beint
skipum, sem miklu fjármagni I úr ríkissjóði 88 millj. 501 þús. 426
hefur veriðVarið til þess að eign
ast, bæði af hálfu þeirra, sem
skipin eiga, og af hálfu þjóð-
félagsins í heild.
Það er þannig staðreynd, sem
almennt er viðurkennd, að bætt
hafnarskilyrði séu frumskilyrði
aukinnar útgerðar og í kjölfar
aukinnar útgerðar kemur aukin
útflutningsframleiðsla og meiri
gjaldeyristekjur í þjóðarbúið.
Þannig má segja, að heildaraf-
koma þjóðarinnar sé mjög háð
því, hvernig að útgerðinni er
búið að þessu leyti, hvernig hafn
arskilyrðin eru og hvernig til
tekst um útgevð og rekstui þeirra
skipa, sem þjóðin á á hverjum
tíma.
Eina vatranlega leiðin
Ég hygg, að það muni al-
mennt viðurkennt nú, að eina
„varanlega“ leiðin, ef um var-
anlega leið má á annað borð
tala, út úr því efnahagsöng-
þveiti, sem hér ríkir nú, sé
aukning framleiðslunnar, það
að skapa meiri arð af starfi
þjóðarinnar til skipta mstli ein
staklinga hennar og starfs-
hópa.
En því aðeins er mögulegt að
auka framleiðsluna, að kraftar
þjóðarinnar séu hagnýttir til
fulls. Það gerist ekki nema með
því, að framleiðsluskilyrðin víðs
vegar um land verði hagnýtt.
Fólkið í öllum landshlutum verð
ur að hafa aðstöðu til þess að
starfa þar og njóta góðra lífs-
kjara og sambærilegra við þau,
sem fólkið í þéttbýlinu nýtur.
Þetta er grundvallaratriði,
sem Alþingi verður fyrst og
fremst að gera sér ljóst. Góð-
ar og fullkomnar hafnir í
öllum landshlutum enu horn-
steinar útflutningsframleiðslu
okkar.
Á þessu vaknaði raunar skiln-
ingur, þegar er hin verklega við-
reisn og uppbygging landsins
hófst í lok 19. aldarinnar.
kr. til hafnarframkvæmda. Við
það bætist að síðan á árinu 1954
hefur verið lagt fram úr svo-
kölluðuðum Hafnarbótasjóði 25
millj. 475 þús. 596 kr.
Mikið gagn af
hafnarbótasjóði
í þessu sambandi vil ég geta
þess, að hafnarbótasjóður er
stofnaður með lögum frá 1944
og er höfuðmarkmið hans að
stuðla að bættum hafnar- og
lendingarskilyrðum, þar sem að-
staða er góð til sjósóknar og
framleiðslu sjávarafurða. Sjóð-
urinn var stofnaður með 3 millj.
Sigurður Bjarnason
kr. framlagi af tekjum ársins 1943
og síðan með nokkru árlegu fram
lagi. Að þessum sjóði hefur orð-
ið stórkostlegt gagn, sem sézt
bezt á því, að úr honum hefur
samtals verið varið á 13 árum
rúml. 25 millj. kr. til hafnar-
og lendingarbóta í landinu. Þá
hefur síðan árið 1946 verið varið
samtals 9,3 millj. kr. úr ríkis-
sjóði til landshafna. Landshafnir
eru eins og kunnugt er tvær
samkv. sérstökum lögum, í
Keflavík og Njarðvíkum, og
að Rifi á Snæfellsnesi. Úr ríkis-
sjóði hefur samtals verið varið
til þessara tveggja hafna 9 millj.
kr., þ. e. a. s. 4 millj. kr. til
landshafnarinnar í Keflavík og
5 millj. kr. til Rifshafnarinnar.
Loks hefur verið varið síðan ár-
ið 1946 tæpum 3 millj. kr. til
svokallaðra Ferjuhafna, en það
eru hafnir, sem fyrst og fremst
byggðar í þágu samgangna í
landinu. Þær hafa verið byggðar
í ýmsum sveitahéruðum í sam-
bandi við þjóðvegi og áætlunar-
ferðir bifreiða og flóabáta, og hef
ur orðið að þeim stórmikið gagn.
Samtals hefur verið varið úr
ríkissjóði, úr hafnarbótasjóði og
til landshafna og ferjuhafna síð-
an 1894 126 millj. 312 þús. 434 kr.
Þetta er allt og sumt, sem í 60
—70 ár hefur verið varið ti’ hafn
ar- og lendingarbóta á íslandi
úr ríkissjóði eða frá stofnunum
ríkisins.
Samtals hefur hins vegar
veriff variff úr ríkissjóði og
frá bæjar- og sveitarsjóffum
303 millj. 541 þús. kr. til hafn
argerffa á öllu landinu. Er þá
með talinn allur kostnaffur,
sem bæjar- og sveitafélög
ásamt ríkinu hafa haft af
þessum framkvæmdum.
Unnið á 101 stað
Ég vil geta þess, að samkv.
upplýsingum vitamálaskrifstof-
unnar hefur samtals verið unn-
ið á 101 stað að hafnargerð og
lendingarbótum á landinu.
Ég vænti, að þessar tölur sýni,
að framlög til hafnargerða og
lendingarbóta í þágu útvegs og
siglinga í landinu hafa ekki hækk
að neitt nándar nærri í hlutfalli
við hina almennu hækkun, sem
orðið hefur á rekstrarútgjöldum
ríkissjóðs. Að vísu má segja, að
svipuðu máli gegni um framlög
til sumra annarra verklegra
framkvæmda, eins og t.d. til
vega- og brúargerða.
Ég álít, að löggjafarvaldið og
fjárveitingavaldið verði að gera
sér það ljóst, að hér er um háska-
lega þróun að ræða.
Undirstöffuframkvæmdir
framleiðslunnar dragast sam-
an, fá minni og minni skerf
af því fé, sem Alþingi hefur
til ráffstöfunar að hverju sinni
en ríkisbákniff dregur hins
vegar stöðugt til sín meira
og rneira fjármagn. Hlutur
framleiffslunnar þrengist og
verffhir minni, en ríkisbáknið
heldur áfram að þenjast út.
Nýjar leiðir
Auðsætt er að ríkissjóður hefur
ekki bolmagn til þess að auka
nú í ár eða á allra næstu árum,
framlög sin til hafnargerða og
lendingarbóta, eins og fjárreið-
um ríkisins er nú komið. Þess
vegna er það skoðun mín og okk-
ar flutningsmanna þeirrar till.,
sem hér liggur fyrir, að fara beri
nýjar leiðir í þessum efnum, þ.
e. a. s., að taka beri erlend lán
til hafnarframkvæmda, þar sem
ekki er fjármagn fyrir hendi í
íslenzkum lánastofnunum til
þess að standa undir þessum þörf
um.
Myndin hér að ofan er af hinu sterka veika kyni. Á hverju ári halda íbúar bæjanna Meister-
schwanden og Fahrwagen i Sviss annan sunnudag í janúar hátíðlegan. Nefnist hann „Mádchen-
Sonntag" og á rætur sínar að rekja til trúarbragðastríðsins snemma á 18. öld. Þá tóku kven-
menn úr áðurnefndum bæjum sig til og fóru til hjálpar eiginmönnum sínum og bræðrum í or-
ustu við Weinsberg (1712). Færði það hinum evangelisku herjum Zúrich og Berns sigur. — Hér
sjást þátttakendur í „Stúlkna-sunnudeginum“ klæddir hinum sögulegu einkennisbúningum.
í þessu felst í raun og veru
engin nýjung, einstakar hafnir
hafa áður tekið erlend lán, bæði
fyrr og síðar. I þessu sambandi
vil ég minna á það, að á sl. þingi
var samþykkt till. frá nokkrum
hv. þingmönnum um fram-
kvæmdaáætlun um hafnargerðir
og endurskoðun hafnarlaga og
laga um hafnarbótasjóð. Segir þar
á þessa leið, með leyfi hæstv.
forseta:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta í samráði -við
vitamálastjóra gera 10 ára á-
ætlun um nauðsynlegustu hafn-
arframkvæmdir í landinu. og sé
fyrst og fremst við það miðað,
að framkvæmdirnar geti stuðlað
að öruggri og aukinni útflutn-
ingsframleiðslu. Einnig verði
endurskoðuð gildandi lagaákvæði
um skiptingu kostnaðar við hafn
argerðir milli ríkis- og sveitar-
félaga, svo og ákvæðin um lands
hafnir og önnur þau atriði laga
um hafnargerðir, er ástæða þyk-
ir til að breyta með hliðsjón
af fenginni reynslu og til sam-
ræmis við aðrar niðurstöður at-
hugunar þessarar. Jafnframt
verði endurskoðuð lögin um
hafnarbótasjóð og athugað, hvort
ekki sé tiltækilegt að efla starf-
semi hans, svo að hann geti m.a.
veitt hagkvæm lán til langs tíma
til nýrra hafnarframkvæmda“.
60 millj. kr.
erlent lánsfé
Að þessari heildaráætlun um
nauðsynlegustu hafnarfram-
kvæmdir í landinu er nú unnið,
og tekur væntanlega ekki mjög
langan tíma að ganga frá henni,
þannig að hún ætti að geta.legið
fyrir á síðari hluta þessa árs.
En þá verða að hafa verið sköpuð
skilyrði til þess að framkvæma
þessa áætlun. Þessi till., sem hér
liggur fyrir um erlenda lán-
töku, er flutt í beinu framhaldi
af þeirri till., sem ég nú gat um
um heildaráætlun um hafnarfram
kvæmdir í landinu.
Þar er lagt til, að ríkissjórnin
taki allt að 60 millj. kr. lán
erlendis til meiriháttar hafnar-
framkvæmda á þeim stöðum i
hverjum landsfjórðungi, þar sem
mest nauðsyn ber til, að bæta
aðstöðu sjávarútvegsins, auka út
flutningsframleiðsluna og gjald-
eyristekjur þjóðarinnar.
í sambandi við þetta vil ég
benda á það, að í hinum almennu
hafnarlögum er heimild til þess
fyrir ríkissjóð að ábyrgjast er-
lend lán fyrir einstakar hafnir.
í öðru lagi hefur ríkisstjórnin
heimild til þess í lögum um
Framkvæmdabanka að taka er-
lend lón eða láta bankann taka
erlend lán fyrir sína hönd. Þess
vegna má segja, að í gildi séu
fullnægjandi lagaheimildir til
þess að slík lán verði tekin er-
lendis til hafnarframkvæmda.
Vel má vera, að 60 millj. kr.
sé of lítið í þessu skyni. Við fim.
lýsum því hér með yfir, að við
erum til viðtals bæði við ein-
staka þingmenn og við þá hv. n.,
sem fær till. til meðferðar að
gera breyt. á þessu atriði.
En affalatriðiff er, aff auð-
sætt er, aff einbeita verffur
kröftunum aff því aff fuU-
gera nokkrar meiriháttar
hafnir í hverjum landsfjórff-
ungi. Þaff mundi geta átt rík-
an þátt í vaxandi framleiðslu
og ennfremur í því aff skapa
hiff margumrædda jafnvægi í
byggð landsins.
Ég vil láta í ljós þá'von fyrir
hönd okkar flm., að þessi tilL
fái góðar undirtektir og það er
skoðun okkar, að hér sé um hið
mesta þjóðnytjamál að ræða, sem
Alþingi beri að taka vel og vit-
urlega á.
Ég leyfi mér svo, herra for,-
seti, að leggja til, að umr. um
til.l verði frestað og henni visað
til háttvirtrar fjárveitinganefnd-
ar .