Morgunblaðið - 03.04.1959, Side 23
Föstudagur 3. aprfl 1959
MORCTinn r.A ÐIÐ
23
Samheldni Atlanishafsþjóða
undirstaða friðar og frelsis
aftur inn í Rínarlöndin. Aftur á
móti væri ekki hægt að líkja
Berlínardeilunni við Tékkóslóva
kiudeiluna 1938, því þá hefði allt
verið orðið um seinan. Nú er
nauðsynlegt að vera ákveðinn í
andstöðunni við fyrirætlanir
Rússa í Berlín, sagði Spaak. Þá
sagði hann, að ef Vesturveldin
biðu diplómatískan ósigur í Ber-
lín, gæti það haft í för með sér
upplausn NATO. Það mætti ekki
koma fyrir. Þá sagði hann, að
NATO mætti aldrei fallast á, að
Þýzkaland yrði hlutlaust, og ekki
kæmi heldur til mála nein lausn
á öryggismálum Evrópu, sem
hefði það í för með sér, að brezk
ar, bandarískar og kanadískar
hersveitir yrðu kallaðar burt frá
meginlandi Evrópu. NATO er nú
nógu sterkt til að brjóta allar
árásir á bak aftur, sagði Spaak,
en bætti því við að nauðsynlegt
Afli Akraness-
báta 140 lestir
AKRANESI, 2. apríl. — í dag
er 21 bátur á sjó héðan, og fá þeir
útsynningsgarra og rysjuveður.
Heildarafli 17 báta, sem reru í
gær, var 140 lestir. Aflahæstir
voru Böðvar og Reynir með 15
lestir hvor, Sigrún með 12,7 lest-
ir, Svanur með 11,7 lestir og
Fram með 11,4 lestir. Bjarni Ól-
afsson er væntanlegur hingað af
veiðum í fyrramálið, og Akurey
er væntanleg hingað á laugar-
dagsmorgun. — Oddur.
Ætla að senda aðra
þotu til Berlínar
BONN 2. apríl. — Fullvíst er tal-
ið, að Bandaríkin, Bretland og
Frakkland muni í sameiningu
svara Ráðstjórninni vegna flugs
bandariskrar þotu á milli V-
Þýzkalands og V-Berlínar á dög-
unum. Þrjár rússneskar þotur
reyndu að ógna flugmönnum
bandarísku þotunnar til þess að
lækka flugið — niður í 10,000 fet,
sem Rússar staðhæfa nú að sé
mesta hæð ,sem fljúga má í eftir
„loftgöngunum“ þremur milli
V-Þýzkalands og Berlínar. Segja
Rússar, að þessi regla hafi skap-
azt af hefð, en Vesturveldin mót
mæla.
Samkvæmt fregnum DPA-
fréttastofunnar munu Banda-
ríkjamenn senda aðra þotu í „ó-
löglegri" hæð, þegar mótmæla-
orðsendingin hefur verið afhent.
Ekki er þó vitað hvenær þetta
verður.
væri, að bandalagið léti meira
til sín taka á efnahagssviðinu.
Loks sagði framkvæmdastjórinn,
að ef samheldni Atlantshafsþjóð
anna verður 1 framtíðinni eins og
hún hefur verið þennan áratug,
þá muni bandalagið fært um að
verja frelsi bandalagsþjóðanna og
tryggja frið og öryggi í heimin-
um
Margir hafa
boðið aðstoð
PARÍS, 2. apríl. — Eftir hið
mikla úrfelli og flóð á Madagask
ar er ástandið þar vægast sagt
hörmulegt í mörgum héruðum.
Þó er nú talið, að ekki hafi jafn-
margir menn týnt lífinu, eins og
fyrst var ætlað. Fullyrt er, að
tala látinna fari ekki upp fyrir
500, en í dag var svæði á stærð
við allt Frakkland undir vatni.
Madagaskar er sjálfstætt ríki
innan franska heimsveldisins.
f dag voru margir flugvéla-
farmar af vistum, lyfjum og klæð
um fluttar áleiðis til Madagaskar
frá Frakklandi.— og frönsk skip
eru á leið til eyjarinnar með
margs konar hjálpargögn. Mjög
margir aðilar hafa boðizt að veita
aðstoð og mikið fé hefur safnazt,
bæði frá frönskum og erlendum
aðilum.
Húsvíkingar unnu
í skákkeppni
Þingeyinga
HÚSAVÍK, 2. apríl. — f vetur
hefur staðið yfir skákkeppni á
vegum Héraðssambands Þingey-
inga, og tóku þátt í henni 8
fjögra manna sveitir. Teflt var á
ýmsum stöðum í sýslunni, en
lokakeppnin fór fram á Húsavík
á annan í páskum.
Urðu úrslit þau, að sveit Hús-
víkinga sigraði með 21 vinning,
Höfðhverfingar urðu næstir með
16 vinninga, þriðja var sveit
Aðaldælinga með 1614 vinning,
síðan Kinnungar með 1414 vinn-
ing, Reykdælir með 13 vinninga,
B-sveit Fnjóskdæla með 11 vinn-
inga og A-sveit Fnjóskdæla og
Mývetningar með 1014 vinning.
Áhugi er talsverður fyrir skák
í héraðinu og hefur vaxið með
þessari keppni.
Hér er sama ágætistíðin og
verið hefur undanfarnar vikur.
Gott veður alla páskahelgina, og
í dag er blæjalogn, en dumbungs-
veður. — Fréttaritari.
WASHINGTON, 2. apríl. — Eisen
hower, Bandaríkjaforseti, flutti
ræðu í dag á hátíðarfundi Atlants
hafsráðsins í tilefni af 10 ára af-
mæli bandalagsins 4. þ.m. Forset-
in sagði m.a., að Vesturveldin
mUndu alltaf vera til viðtals um
lausn alþjóðlegra vandamála, ef
einlægni lægi bak við Viðræð-
urnar, jafnvel mundu þau ræða
við þá, sem hefðu heimsyfirráð
að markmiði — og átti hann þar
auðvit'að við kommúnista. Þá
benti forsetinn á hið mikilvæga
hlutverk NATO í varðveizlu frið-
arins i heiminum. Hann sagði, að
bandalagið hefði vaxið jafnt og
þétt á þessum áratugum, sem það
hefur starfað, og tryggt aðildar-
ríkjum sínum öryggi. Forsetinn
benti einnig á, að bandalagið
hefði verið stófnað til varnar
vestrænum ríkjum; síðan það
hefði verið stofnað, hefði komm-
únistum ekkert orðið ágengt í
Evrópu. Framsókn kommúnism-
ans þar hefði verið stöðvuð. Þá
ræddi Eisenhower um hina öru
efnahagsþróun í Vestur-Evrópu
eftir styrjöldina og aukna velsæld
almennings. Efnahags- og hern-
aðarþróunin í NATO-löndunum
hefur haldizt í hendur, sagði
forsetinn.
Þá lagði Eisenhower áherzlu,
á að NATO-rikin væru alltaf
kirkju, enda söngmaður góður.
Kvæntur var Sigurður MaTíu Ól-
afsdóttur, dugmikilli húsfreyju
og eiga þau 11 sonu og 2 dætur á
lífi, allt mesta dugnaðar- og mynd
arfólk. Hafa sum bömin erft söng
gáfu föður sins í ríkum mæli.
María húsfreyja leysti sitt mikil-
væga og vandasama verk af hendi
af stakri prýði og lifir hún nú
mann sinn. Þau Sigurður og
María voru manna skjótust að
rétta öðrum hjálparhönd ef svo
bar undir. Síðustu árin áttu þau
heima á ísafirði.
Hinn 28. marz andaðist á fsa-
firði Bjarni Einarsson fyrrum
formaður og útgerðarmaður i
Ögurnesi og víðar, 85 ára að
aldri. Hann var heppinn og
dugandi sjósöknari, maður vel
greindur og vel að sér. Hann tók
um langt skeið mikinn þátt í
félagsmálum sveitar sinnar og
gengdi ýmsum störfum og þótti
öllum málum vel borgið er nutu
hans forsjár og leiðsögu. Kona
hans var Halldóra Sæmunds-
dóttir bónda Gíslasonar í Hörgs-
hlíð, vel gefin og dugmikil kona
er lifir mann sinn ásamt 10 börn
um uppkomnum, fjórum dætrum
og sex sonum, allt mesta mann-
dómsfólk. — P. P.
Gerði stórupp-
skurS meS vasahníf
LONDON, 2. apríl. — Bandarísk-
ur herlæknir, 28 ára að aldri,
bjargaði með snarræði lífi félaga
síns, bandarísks hermanns, með
holskurði með vasahníf. Hin
sjúki hermaður lá í hersjúkra-
húsi í Middlesex, er læknirinn
var á stofugangi. Varð læknirinn
þá var við það, að sjúklingurinn
var að deyja, hafði fengið krampa
í hjartataugarnar — og hjartað
hætt að slá. Sá læknirinn þegar,
að of seint yrði að bjarga mann-
inum eftir þrjár mínútur — og
beið því ekki boðanna. Gerði
hann uppskurðinn þegar í stað
með hnífi, sem hann hafði á sér,
náði til hjartans með annarri
hendi og kreisti það reglulega.
Fleiri læknar komu skjótlega til
hjálpar -— og var sjúklingnum
borgið. Þetta er í fimmta sinn í
sögunni, sem slíkur uppskurður
heppnast við aðstæður sem
þessar.
Tónleika- og
kynnisför til
Tékkóslóvakíu
SJÖ manna hópur frá Tónlistar-
skólanum lagði í dag af stað í
tónleika- og kynnisför til Tékkó-
slívakíu í boði Tónlistarháskól-
ans í Prag. Ráðgert er, að ferð-
azt verði um landið og haldnir
verði tónleikar í fimm helztu
borgum Tékkóslóvakíu, Prag,
Brno, Bratislava, Karlovy-Vary
(Karlsbad) og Prosecnice. — Á
tónleikunum verður flutt ein-
göngu íslenzk tónlist.
Þátttakendur í förinni eru
þessir: Árni Kristjánsson, skóla-
stjóri, Björn Ólafsson, fiðluleik-
ari, Jón Nordal, tónskáld, Hildur
Karlsdóttir, píanóleikari, Árni
Arinbjarnarson, fiðluleikari, Sig-
urður Björnsson, söngvari, og
Björn Jónsson, framkvæmda-
stjóri Tónlistarfélagsins.
Aflabrögð
á Bíldudal
BÍLDUDAL, 2. april. — Alls eru
komnar á land á Bíldudal rúmar
695 lestir. í sl. mánuði var afli
bátanna, sem hér segir: Sigurður
Stefánsson 140 lestir í 22 róðrum,
Hannes Andrésson 153 lestir í 21
róðri og Geysir 108 lestir í 18
róðrum. Mestur afli í róðri í sl.
mánuði var 1514 lest.
Snjólaust hefur verið hér
undanfarnar vikur, þar til i
fyrradag. Þá tók að snjóa, og er
hér nú alhvítt. 1 morgun var hér
þrumuveður og mikil snjókoma.
I fyrradag kom leki að Geysi,
er hann var á leið út. Kom það
mikill snjór í bátinn, að sjódæl-
urnar höfðu ekki undan, og varð
að snúa við úr róðrinum. Við-
gerðin á bátnum tók skamman
tíma, og Geysir fór aftur í róður
í gærkvöldi.
Rækjuveiðin hefur verið góð
undanfarið, og hefur verið tölu-
verð vinna við vinnslu rækjunn-
ar. Rækjuaflinn hefur bæði ver-
ið frystur og soðinn niður.
— Hannes.
Söfnuniruii vegna
sjóslysanna lokið
á ísafirði
ÍSAFIRÐI, 2. apríl. — Um mán-
aðamótin lauk hér söfnuninni
vegna sjóslysanna. Höfðu þá bor-
izt alls 136 þús. kr. Til styrktar
aðstandendur þeirra, sem fórust
með Júlí og Hermóði, söfnuðust
44 þús. kr., en 92 þús. kr. til
styrktar aðstandendum tveggja
skipverja af Sólborgu. — G.
Enn ekki
flugheimild
BAGDAD, 2. apríl. — Enn hefur
stjórn fraks ekki gefið út heim-
ild fyrir brezkar flutningaflug-
vélar til þess að fljúga inn yfir
írak og lenda í Habbanya flug-
stöðinni til þess að sækja 300
menn úr brezka flughernum —
og fjölskyldUr þeirra.
Hafin frandeiðsla
á hraðsementi
AKRANESI, 2. apríl. — Sements
verksmiðja ríkisins hefir hafið
framleiðslu á hraðsementi, þ. e.
fjótharðnandi sementi. Hófst
þessi framleiðsla fyrir einum
mánuði. Munu hraðsementsbirgð
ir verksmiðjunnar nú nema 1
þús. tonnum. Starfsemi Sements
verksmiðjunnar gengur vel, og
eru brennd um 300 tonn af gjalli
á sólarhring. — Oddur.
Aflabrögð
á Siglufirði
SIGLUFIRÐI, 2. apríl. — Togar-
inn Elliði losaði hér í dag 210
lestir af fiski og Ms. Margrét los-
aði á þriðja í páskum 16 lestir.
Þessi afli fór í frystihúsin og í
skreið og var fenginn hér á
heimamiðum. Sama fiskileysið er
hér á línu og verið hefir. Eihn
bátur fór héðan í gær með þorska
net, en ekki hefir frétzt um afla
hjá honum. — Guðjón.
Barnaskóla lokað
vegna mislinga
ÍSAFIRÐI, 2. apríl. — Svo mikil
brögð eru að mislingum hér í
bænum um þessar mundir, að 192
nemendur af 386, sem í skólanum
eru, vantaði, þegar kennsla átti
að hefjast í barnaskólanum í gær
að aflöknu páskaleyfi. Var því
ákveðið að fella kennslu niðúr
a.m.k. fram yfir næstu helgi. í
Gagnfræðaskólanum er nokkuð
um forföll vegna mislinga, en þó
ekki svo mikil, að fella þurfi nið-
ur kennslu nema í leikfimi og
sundi. — G.
erlausnln VIKURFÉLAGIÐ"
Hjartans þökk til allra nær og fjær sem glöddu mig
með skeytum, gjöfum og heimsóknum á sjötugsafmælinu.
Guð blessi ykkur öll.
Árni Jónatansson,
Rauðalæk 49.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem gáfu mér
gjafir, sendu mér skeyti og heimsóttu mig á 60 ára af-
mæli mínu 24. f.m.
Lifið heil.
Haraldur Ingvarsson, Miðstræti 8A.
Hjartkær eiginmaður minn
SVEINBJÖRN ODDSSON prentari
lózt í Landakotsspítala 2. þ. m.
Viktoría Pálsdóttir.
Systir okkar og mágkona
GUÐRt N ELISABET GUÐMTJNDSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu, Grundarstíg 9 26. marz s.l.
Útförin hefur farið fram.
Áslaug Guðmundsdóttir, Sigríður Gnðmundsdóttir,
Ingibjörg og Stephan Stephensen,
Ida og Magnús Þorleifsson.
Alúðarþakkir til aUra er sýndu hluttekningu og
vinarhug við andlát og jarðarför
LÁRU ÓLAFSDÖTTUR
Njálsgötu 8C.
Vandamenn.