Morgunblaðið - 03.04.1959, Side 6

Morgunblaðið - 03.04.1959, Side 6
6 MORGUNBLAÐ1Ð Föstudagur 3. apríl 1959 Foss í Hvítá Sýning Ásgríms Jónssonar ÞAÐ var löngum venja Ásgríms málara Jónssonar, hér áður fyrr, að efna til sýninga á verkum sínum um páskana. Þessi venja Ásgríms var orðin snar þáttur í hinni miklu hátíð, og mér er sagt, að margir aðdáendur hans hafi jafnan beðið sýninga mál- arans. með engu minni óþreyju til fundið af ráðamönnum, að efna til sýningar á þeim verk- um, sem Ásgrímur Jónsson á- nafnaði íslenzka ríkinu eftir sinn dag, einmitt á þessum tíma. Sýning sú, sem nú stendur í Listasafni ríkisins er hin fróð- legasta í alla staði. Sú mikla gjöf, er Ásgrímur Jónsson færði þjóð sinni, er svo risavaxin, að •' •»«««■• ' "X ff' ''"S's'tlX ■wt-r'r v. ,, fyj. Elliðaárvogurinn «n sjálfrar hátíðarinnar. Sumir munu jafnvel hafa talið Ás- grímssýningu einn þátt sjálfra páskanna. Það var því mjög vel þau húsakynni ,sem Listasafnið ræður yfir, geta ekki rúmað nema lítinn hluta af því mikla dagsverki, er hinn aldni meist- Aðalf undir deilda KRON, verða haldnir sem hér segir: 1. deild. (Hverfisbúð Skólavörðustig 12) föstudaginn 3. apríl 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. Vegamótum) Fálkagötu 18) Nesvegi 31) Barmahlíð 4) Grettisgötu 46) mánudaginn 6. Vesturgötu 15) þriðjudaginn 7. Skerjafirði) miðvikudaginn 8. fimmtudaginn 9. föstudaginn 10. mánudaginn 13. þriðjudaginn 14. Bræðraborgarstíg 47) miðvikud. 15. Hverfisgötu 52) fimmtudaginn 16. Langholtsvegi 130) föstudaginn 17. Kópavogi) mánudaginn 20. Hrísateig 19) þriðjudaginn 21. Langholtsvegi 124) miðvikud. 22. (Smáíbúðahverfi) föstudaginn 24. Fundirnir verða allir haldnir í fundarherbergi fé- lagsins á Skólavörðustíg 12, og hefjast kl. 8,30 e.h., nema fundur 12. deildar, sem verður í Barnaskólamun við Digranesveg, Kópavogi. K. R. O. N. ari hafði lokið i vinnustofu sinni, er hann féll frá. Það er því mjög hugvekjandi, einmitt nú, hvert ástand er ríkjandi í húsnæðis- málum Listasafnsins, og vonandi verður þess ekki langt að bíða, að hægt verði að búa sómasam- lega um þau listaverk, sem þeg- ar eru í eigu þess. Það sýnir glöggt, hve þörfin er mikil, þeg- ar það kemur í ljós„ er braut- ryðjandi íslenzkrar málaralistar fellur frá, að ekki er hægt að koma fyrir nema litlum hluta af verkum hans til sýningar í þeim bráðabirgða húsakynnum, sem Listasafnið ræður yfir. Að þessu sinni ætla ég ekki að fara mörgum orðum um list Ásgríms Jónssonar. Það er ó- þarft með öllu, og sú grein, er ég reit hér í Morgunblaðið fyrir þrem árum í tilefni af yfirlits- sýningu Ásgríms Jónssonar átt- ræðs, á í flestum atriðum við þau listaverk, sem nú eru til sýnis, enda mun engum koma í hug að vefengja list Ásgríms og þann árangur, sem hann náði í verkum sínum. Að sjálfsögðu eru þó ekki öll verk þessa mikla málara jafn góð, en það er önn- ur saga og kemur raunar mjög lítið til greina við heildarmat. Það eru ekki margir listamenn í sögunni, sem hægt er að segja um, að eingöngu hafi látið eftir sig sígild verk, og það verður ekki með sanni sagt um nokkurn íslenzkan málara enn sem kom- ið er. Úrval það, er hér getur að líta, er að vísu aðeins sýnishorn af því mikla safni, er íslenzka rík- ið hlaut að listamanninum látn- um. Samtímis þessari sýningu er sýning á verkum Ásgríms Jóns- sonar í Kaupmannahöfn, og á leið til Rússlands munu einnig verk úr þessu safni. Á þessu sést glöggt, hve umfangsmikið og gæðaríkt safn Ásgríms hefur ver- ið, er hann lézt. Það kemur einnig vel í ljós á þessari sýn- ingu, að listamaðurinn hefur unnið verk sín á löngu tímabili og margunnið mörg þeirra, þar til hann hefur náð þeim árangri, er var að hans skapi. Mikið af verkunum hafa ekki komið fram á sýningu fyrr, og er fróðlegt að kynnast þeim nú. Sérstaklega eru það sum eldri verk Ásgríms, sem vekja eftirtekt mína í þessu sambandi. Sum þeirra eru með því bezta, sem við eigum í mynd- við nánari kynningu. Það er eitt- hvað náskylt með þessu verki og sumum af beztu vatnslitamynd- um Ásgríms. Eitthvað, sem nær tangarhaldi á manni vegna mýktar litarins og einfaldleika. Eitthvað, sem verður svo sam- gróið raunveruleikanum, að á- horfandinn hrífst með og upp- lifir töfra sólsetursins. Mörgum öðrum verkum væri hægt að gera skil í þessu skrifi, en ég læt þetta nægja. Það er heldur ekki ætlun mín með þess- um orðum að leggja nokkurn frekari dóm á list Ásgríms. Ég vil aðeins minnast á þá ánægju, er ég hafði af því úrvali vatns- litamynda, sem þarna er að sjá, og um leið þakka þeim, er völdu. Ef það er satt, að sýning Ás- gríms eigi ekki að standa nema tvær vikur, vil ég vekja athygli þeirra, er því ráða, á því að það er alltof stuttur tími. Sýning sem þessi verður að standa lengur, svo að gott tóm gefist til að at- huga hana vel og gaumgæfilega. Þýtur i Jaufl list, og ég efa, að hægt sé að finna verk, er standa þeim á sporði hérlendis. Ég skal aðeins nefna tvö dæmi: No. 2, „Elliða- árvogurinn“, er máluð í mjúk- um hvítum litum. Létt og leik- andi í formi og gefur fullkomlega kyrrð þessa snævi þakta vetrar- dags. Listamaðurinn nær alger- um tökum á fyrirmyndinni og túlkar hana á iátlausan, en sterk- an hátt. No. 40, „Sólsetur í Reykjavík", er að mínum dómi eitt sérstæðasta listaverk Ás- gríms Jónssonar. Þar tekst hon- um að töfra fram magnaða liti, sem við fyrstu sýn virðast ekki eins áhrifamiklir og þeir verða Það er ómetanlegt a8 sjá slíka j sýningu, og gefa verður almenn- ingi góðan tíma til að kynnast nánar þeim verkum, er meistari Ásgrímur hefur skapað og gefið þjóð sinni. Sjaldan verður góð list of gaumgæfilega skoðuð, og einasta verulegt þakklæti, sem hægt er að sýna hinum látna listamanni, er það, að þjóðin skoði og kynnist verkum þeim, er hann lét henni eftir að loknu miklu dagsverki. Ég þakka að lokum þeim, sem að sýningu þessari hafa staðið, og er þeim mikill sómi að. Samt er Ásgríms mestur sóminn. Valtýr Pétursson. skrsfar úr daglega lífirsu J Vor í lofti. VETURINN hefur haldið okkur í sínum köldu greipum, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Það er eins og alltaf hafi verið vetur og maður er búinn að venja sig við bað. Hlý föt eru við hend- ina og inni er kynt nægilega mikið til að þar geti verið nota- legt á morgnana, um miðjan dag- inn og á kvöldin. Það er rétt eins og að fara í kalt, hressandi steypibað, að skjótast á milli húsa. Við erum sem sagt í vetr- arham, Skyndilega hlýnar um nokkur stig. Allt lítur út nákvæmlega eins og í gær, en þegar maður gengur niður götuna. strýkst mildur, rakur blær um vangana. Maður lyftir höfðinu, dregur djúpt andann — og inni fyrir byrjað eitthvað að bráðna, gligg, gligg — veturinn hefur sleppt taki sínu — gligg, gligg . . . Garðeigendur fara af stað. Apáskadaginn sást það greini- lega, að farið er að voia í hugum fólks. Meðan skólin skein um miðjan daginn, voru konur í drögtum og frakkalausir karl- menn komnir út á götuna með krakka í bálfsokkum á milli sín. Garðeigendur tóku sér verkfæri í hönd og fóru að hamast við að vinna í görðum sínum. Við höf- um átt því að venjast undanfarin ár, að orðið sé hlýtt á páskum og að úr því komi ekki kuldakast, sem skaði gróðurinn. Slík reynzla gerir menn að sjálfsögðu bjart- sýna. Undanfarna daga hafa Reyk- víkingar virt fyrir sér með ánægju, hve mikið trén eru íarin að bruma. Þegar fór að snjóa síðastliðinn miðviku- dag, hringdi ég til Hafliða Jóns- sonar, garðyrkjuráðunauts bæjar ins, og spurði hann hvort það mundi i.ú ekki fara afleitlega með trén. Hann kvað enga hættu á því. Þetia mundi engin áhrif hafa á gróðurinn, því ekki hefðu verið nein næturfrost. Það gæti þvert á móti verið ágætt að fá vægt kuldakast eins og þetta, því það spornaði við því að gróðri færi of hratt fram. Þó okkur leikmönnum í faginu finnist I að kannski láta hálf skrýtilega i eyrum, þá er það sólin, sem um þessar mundir fer verr með trén en kuldinn. Tals- vert ber á sólbruna, eins og oit á vorin, einkum á greninu. Tré, sem voru hvanngræn fyrir v'ku, eru nú sums staðar sett brúnum blettum. Þetta stafar af því, að uppgufun er það ör í sólinni á morgnana eftir kulda næturinn- ar, að vökvinn krystallast í plönt- unni. En slíkt jafnar sig, ef það hefur ekki farið alveg í nálar. rótina. Hættulegast gróðrinum hér í Reykjavík á þessu stigi er þó saltrokið. Það orsakar bruna á nýútsprungnum trjám. Vorið 1957 kom slæmt særok eftir að trén voru orðin aliaufguð, og fór það mjög illa með þau. Vorkuldi hefur exki valdið verulegu tjóni á undanförnum árum. í fyrra var tíðin sérlega góð í marzmánuði. Á pálmasunnu dag var 7—8 stiga hiti og á pásk- unum, sem voru 7. apríl var glaða sólskin og gott veður. Veðrið var sem sagt svipað því, sem nú var. Seinna kom að vísu svoiítið kulda kast, en ekki svo slæmt að pað kæmi að sök. Það virðist því ekki vera ótíma bær bjartsýni hjá garðeigendum að vera teknir til starfa af fuilum krafti. Þetta mun einmitt vera rétti timinn til að sa gulrótum, sumarblómum í reiti o. fl. Svona góðviðrisdagar eru ein- mitt fjarska heppilegir til þess að hreinsa til í görðum, engu síður en innanhúss, og koma öllu í röð og reglu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.