Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 24
V EÐRIÐ
SV-átt með allhv. éljum en
bjart á milli. — Hiti 0—3 stig
74. tbl. — Föstudagur 3. apríl 1959
Sýning ’Ásgríms
Sjá bls. 6.
Þýzkur togarasjómaður
drukknar v/ð ísland
Þessi mynd er tekin í „Radiohuset“ í Kaupmannahöfn og er af
leikkonunum önnu Borg og Guðbjörgu Þorbjarnardóttur. —
Guðbjörg var fulltrúi íslenzkra leikara á dönsku leikaravik-
unni 9.—15. marz sl. Hún hitti frú Önnu Borg þegar hún var að
stjórna leikritinu „Sleeman“ eftir Hjalmar Bergman í danska
sjónvarpinu, en þar lék Paul Reumert aðalhlutverkið. Anna
Borg hlaut mikið lof fyrir ágæta leikstjórn á þessari sjónvarps-
sýningu og þetta er í fyrsta skiptið, sem Reumert leikur í
danska sjónvarpinu.
Aflinn á Akranesi
nær 6000 tonn
ÞÝZKA fiskieftirlitsskipið Pos-
eidon kom til Reykjavíkur í
fyrradag og var erindi þess að
sækja lík þýzks togarasjómanns,
sem fyrir nokkru féll útbyrðis af
þýzkum togara hér við land og
drukknaði. Verður lík hans flutt
út til Bremerhaven.
Um borð í Poseidon var brezk.
ur sjómaður af togaranum Cov-
entry City, Peter Lyng, sem var
skorinn upp á Poseidon við bráðri
botnlangabólgu, þar sem togarinn
vildi ekki leita til íslenzkrar hafn
ar.
Þýzki togarasjómaðurinn sem
drukknaði hét Walther Eickmey-
er, netagerðarmaður á Bremer-
haven-togaranum Max Gundel-
ath. Hann var 54 ára og lætur
eftir sig eiginkonu og tvö börn.
AKUREYRI, 2. apríl. — f dag
var gerð útför séra Friðriks heit
ins J. Rafnar, vígslubiskups héð-
an frá Akureyrarkirkju. Kirkjan
var þéttskipuð fólki eins og hún
frekast rúmaði og mun þetta
vera ein fjölmennasta og virðu-
legasta útför, sem hér hefir far-
ið fram. Sýnir það hinar geysi-
miklu vinsældir, sem séra Frið-
rik naut meðal sóknarbarna
sinna.
Húskveðja fór fram á heimili
hins látna. Séra Sigurður Stef-
ánsson, prófastur, flutti bæn, en
kórfélagar hins látna úr karla-
kórnum Geysi sungu undir stjórn
Árna Ingimundarsonar. Lúðra-
sveit Akureyrar lék sorgarlág er
líkvagninn ók að kirkjudyrum,
en fyrir líkfylgdinni gengu bisk-
upinn yfir íslandi, herra Ásmund
ur Guðmundsson og auk hans
Kjöluriim
lagður að nýja
varðskipinu
EINS og áður hefir verið skýrt
frá í fréttum, var fyrir nokkr-
um mánuðum samið við skipa-
smíðastöðina í Álaborg í Dan-
mörku um smíði nýs varðskips
fyrir íslenzku landhelgisgæzluna.
Hinn 23. marz sl. var kjölurinn
lagður að hinu nýja varðskipi,
og er áætlað að skipið verði til-
búið á næstu vetrarvertíð.
6000 kr. stolið
í FYRRINÓTT var framinn inn-
brotsþjófnaður í verzlun KRON
að Þvervegi 2 í Skerjafirði. Þjóf-
urinn hafði þaðan á brott með
sér lítinn peningakassa. í honum
voru 6000 krónur í peningum.
Var hagstæður
HAGSTOFAN hefur gefið út
bráðabirgðatölur um inn- og út-
flutninginn í febrúarmánuði sl.
Þá nam verðmæti innfluttrar
vöru 104,3 millj. kr., en útflutt-
ar 110,8 millj. og var því vöru-
skiptajöfnuðurinn hagstæður
þann mánuð um 6,1 millj. Verð-
mæti útflutn. á tveim fyrstu
mánuðum ársins nemur 173,8
milljónum á móti 189,3 millj.
króna verðmæti innflutnings-
ins. Er vöruskiptajöfnuðurinn
því í febrúarlok óhagstæður
um 15,4 milljónir kr. Á sama
tíma í fyrra var vöruskiptajöfn-
uðurinn orðinn óhagstæður um
67,5 milljónir.
Slysið varð á íslandsmiðum þann
19. marz sl. Skall brotsjór þá yfir
togarann og tók manninn útbyrð-
is. Annar stýrimaður togarans
Heinrich Popp, 29 ára að aldri
hljóp þegar fyrir borð, náði mann
inum upp úr sjónum. Walther
Eickmeyer var þá meðvitundar-
laus og komst hann aldrei til með
vitundar þrátt fyrir lífgunartil-
raunir. Líkskóðun hefur leitt I
ljós að hann hafði drukknað.
Togarinn Max Gundelath flutti
lík sjómannsins í land og verður
það nú flutt út til Þýzkalands.
Með Poseidon fara einnig utan í
dag tveir þýzkir sjómenn sem leg
ið hafa sjúkir hér í Reykjavík. í
leiðinni mun Poseidon koma við
í Englandi og setja brezka sjó-
manninn í land í Grimsby.
fjórtán prestar úr Hólastifti. í
fordyri kirkjunnar stóðu skátar
heiðursvörð undir fánum. f
kirkju báru sóknarnefndarmenn,
bæjarstjóri og forseti bæjar-
stjórnar.
Séra Kristján Róbertsson las
ritningargreinar fyrir altari,
en ræður í kórdyrum fluttu þeir
herra Ásundur Guðmundsson
biskup og séra Pétur Sigurgeirs-
son. Frímúrarar stóðu heiðurs-
vörð við kistuna f kirkju.
Prestar báru hinn látna úr
kirkju en fyrir líkfylgdinni
gengu biskupinn yfir fslandi og
aðrir prestar.
Séra Sigurður Stefánsson pró-
fastur á Möðruvöllum jarðsöng.
Karlakórinn Geysir söng í
kirkjugarðinum.
Fánar blöktu í hálfa stöng um
alla Akureyri í dag og vottuðu
Akureyringar þannig hinum ást-
sæla sóknarpresti sínum virðingu
FRIÐRIK Ólafsson, stórmeistari,
leggur í dag af stað til Moskvu
til að taka þátt í alþjóðamóti,
sem verður haldið þar dagana
6.—21. apríL Fer Friðrik í þessa
för í boði sovézka skáksambands-
ins. Fréttamaður blaðsins rabb-
AKRANESI, 2. apríl. — í marz-
lok var heildaraflinn hér orðinn
5831 tonn, en þessi afli er feng-
inn í 641 róðri bátaflotans frá
vertíðarbyrjun. Er þetta þó
nokkru meira aflamagn en var á
aði stuttlega við Friðrik í gær.
— Er ekki kominn ofurlítill
glímuskjálfti í þig?
— Nei, svaraði Friðrik dræmt.
Það má eiginlega kalla þetta
æfingamót, þ. e. a. s. úrslit móts-
ins hafa engar örlagaríkar afleið-
ingar. Helmingurinn af þátttak-
endunum í mótinu eru Rússar,
en hinn helmingurinn útlending-
ar. Þarna verða ýmsir garpar,
fyrrverandi heimsmeistari í skák,
Smyslov, Spasskí, ungur og efni-
legur Rússi, einn af beztu skák-
mönnum þeirra, og Bronstein,
sem b'ar hæst í skáklistinni á ár-
unum 1955—56, en er nú farinn
að gefa sig. Af útlendu þátttak-
endunum má einkum nefna dr.
Filip frá Tékkóslóvakíu og Lar-
sen frá Danmörku. Það má heita,
að við Larsen séum óaðskiljan-
legir, bætir Friðrik við, glettnis-
legur á svip.
— Þú hefur teflt áður í
Moskvu —
— Já, á Ólympíumótinu svo-
kallaða 1956.
— Hvað er svo fram undan?
— Alþjóðamót í maí í Zúrich
í Sviss. Það hefst tæpum mánuði
eftir að mótinu í Moskvu lýkur.
Sex Svisslendingar og tíu útlend-
ingar taka þátt í þessu móti, sem
haldið er í tilefni af hálfrar ald-
ar afmæli skákklúbbs í Zúrich.
— Og svo?
— Já, og svo er það kandídata-
mótið í Júgóslavíu í haust.
sama tíma í fyrra ,en þá var það
4675 tonn í 687 róðrum.
Afli þessi eins og hann nú er
orðinn verður að teljast mjög
sæmilegur, þegar tekið er tillit
til þess að frátafir hafa verið
miklar og samfelld landlega í
nær einn mánuð, vegna stöðugra'
storma.
Aflinn nú sannar ágæti þess að
eiga þorskanet til þess að grípa
ti.. Svo áþreifanlega hefur þetta
komið nú í ljós, að maður freist
ast til að halda að þessi vertíð
marki tímamót í aflasögu Akra-
ness, til hins betra.
Aflahæsti báturinn er Sigrún
með 498 tonn, Sigurvon er með
479 og Ólafur Magnússon 423
tonn og loks er Höfrungur með
400 tonn. — Oddur.
Ingi R. teflir
INGI R. Jóhannsson hin* ný-
krýndi íslandsmeistari í skák
teflir fjöltefli í Breiðfirð-
ingabúð á sunnudaginn og hefst
taflið kl. 1.30. Þeir sem hug hafa
á þátttöku eru minntir á að hafa
með sér töfl.
Ekkcrt spurzt um
Sandgerðinginn
EKKERT upplýstist í gærdag
frekar um ferðir Gests Gestsson-
ar sjómanns frá Þingholtum i
Sandgerði, er hvarf hér í bæn-
um á páskadag. í gær lét rann-
sóknarlögreglan „froskmann"
fara þar niður, sem báturinn, er
Gestur var á, lá er hann hvarf.
Leitarskilyrði voru ekki góð, og
bar leitin ekki árangur.
Lýst eftir öku-
marmi vegna slyss
AÐ kvöldi dags, 23. febr., varð
maður fyrir bíl á Reykjavegi í
Laugarneshverfi .skammt sunnan
við gatnamót Sundlaugavegar.
Maðurinn sem heitir Einar Geir-
tryggur Skúlason, Eskihlíð 16b,
var að fara yfir götuni, og var
kominn yfir á eystri vegarbrún,
er bíll kom honum allt í einu á
óvart og varð hann fyrir bílnum,
og kastaðist hann út fyrir veg-
inn. Ökumaðurinn kom og bauð
Einari Geirtryggi aðstoð sína.
Hélt hann sig vera ómeiddan, en
í ljós kom daginn eftir að hann
hafði handarbrotnað og er nú
með hendina í gibsumbúðum.
Vill rannsóknarlögreglan eindreg
ið skora á ökumann bílsins að
gefa sig ítam, en hann hafði
hvorki sagt Einari Geirtryggi
nafn sitt né númer bílsins.
Jónas Árnason tek-
ur sæti á Alþingi
JÓNAS Árnason, rithöfundur,
tók sæti á Alþingi í gær, sem
varamaður Gunnars Jóhannsson-
ar, 6. landskjörins þingmanns. —
Var kjörbréf Jónasar tekið fyrir
á fundi í sameinuðu þingi í gær
og samþykkt og bauð forseti
sameinaðs þings hann velkominn
til starfs.
Afli ísafjarðar-
togara
ÍSAFIRÐI, 2. apríl. — Afli ísa-
fjarðartogaranna í sl. mánuði var
sem hér segir: fsborg fékk 434
lestir í tveimur veiðiferðum og
Sólborg fékk 196 lestir í einni
veiðiferð. Sólborgin er nú að
landa hér 100 lestum. — G.
Aðeins einn bátur
á sjó frá Sandgcrði
SANDGERDl' 2. apríl. — Hér er
rysjungsveður og hafa gæftir ver-
ið stopular að undanförnu. í dag
er aðeins einn bátur á sjó og er
það Guðbjörg, sem rær með línu,
annars róa allir bátar með net að
undanskildum þremur. í gaer voru
12 bátar á sjó og fengu þeir sam-
tals 83 tonn fiskjar. Hæstur var
Mummi með 13,8 tonn og næstur
Víðir II með 12,2 tonn. — Axel.
OrSsending frá fjáröflunarnefnd
M fulltrúaráðs Sjálfstæðisfálaganna
ÞEIR, sem lofað hafa að greiða mánaðarlega í kosningasjóð,
eru vinsamlega beðnir að inna aprílgreiðsluna af hendi
fyrir 10. þessa mánaðar.
Einnig eru þeir, sem ekki hafa enn skilað greiðslulof-
orðum vinsamlega beðnir að gera það sem allra fyrst í skrif-
stofuna í Sjálfstæðishúsinu eða í Valhöll.
FJÁRÖFLUNARNEFNDIN.
Virðuleg úfför Friðriks J.
Rafnar vígslubiskups
sína. — Mag.
Friðrik Ólafsson leggur
af stað til Moskvu í dag