Morgunblaðið - 03.04.1959, Side 15

Morgunblaðið - 03.04.1959, Side 15
Föstudagur 3. apríl 1959 MORGUWBLAÐIÐ 15 Skúli Skúlason: Norsk efnahagsmál Róðurinn var þyngri hjá Norðmönnum á siðasta ári, en árin á undan, og atvinnuleysi varð meira en nokkurn- tima eftir strið. — Sildin brást, farm- gjöld lækkuóu og skógarafurðir féllu verði. — En þó eru Norðmenn bjart- sýnir á framtiðina Þegar norsku blöðin voru að gera upp reikningsskil síðasta árs, var talsvert meiri barlóms- tónn í skrifum þeirra en verið hefur í áramótagreinum fyrri ára. Var einkum bent á, að ýms göm. ul og rótgróin fyrirtæki berðust í bökkum vegna samkeppni frá löndum austan járntjalds, og þyldu ekki þær álögur sem þau væru látin bera. Einkum voru það | tóvinnufyrirtækin sem urðu illa j úti vegna erlendrar samkeppni,! en um álögur hins opinbera skal j þess getið til gamans, að eina' stóra eldspýtnagerð Nóregs, sneri I sér til stjórnarinnar í haust og kvaðst verða að leggja árar í bát, j ef ríkið hætti ekki að leggja sér- skatt á eldspýtur. Eldspýtna- pakkinn kostaði sem sé nkr. 1,45 í búðunum, og þess vegna voru svo margir farnir að nota útlenda kveikjara að eldspýtnasölunni stórhrakaði. Stjórnin brást vel við þessu, strikaði yfir fram- leiðsluskattinn og einn góðan veðurdag var eldspýtnaverðið komið niður í 0.75. Um leið dróst salan á kveikjurunum saman í lítið sem ekki neitt, innflytjend- urnir segjast hafa birgðir til margra ára. En Nitedalseld- spýtnagerðin réð aftur starfsfólk- ið, sem hún hafði orðið að segja upp. Þó eldspýturnar skipti litlu máli í þjóðarbúskap Noregs, tel ég rétt að nefna þetta dæmí, því að það er svo auðskilið. Og margt smátt gerir líka eitt stórt. Öðru máli gegnir um útflutn- ing skógarafurða. Þegar gott verð er á pappír og tréni á heims- markaðnum hækkar verð á timbri hjá pappírs- og trémyll- unum og þar af leiðandi á skóg- inum sjálfum. Snemma á árinu sem leið, fór að verða tregða á skógarafurðasölu, sem hafði þau áhrif, að miklu minna var höggv- ið af skógarviði en áður. Skóg- arhögg nemur í góðum árum 8 milljón rúmmetrum, en mun hafa orðið innan við 6 milljónir árið sem leið. Það segir sig sjálft, að margir vinnudagar fara til þess að höggva 2.000.000 rúm- metra af skógi. Og þá má spyrja: — Á hverju lifðu þeir þá, sem misstu af skógarvinnunni. Svarið er: — Þeir voru skráðir atvinnu- lausir eða lifðu á rýrri atvinnu fremur en að þiggja styrk. Um þetta leyti í fyrra voru nær 40 þúsund skráðir atvinnulausir og fyrir tveim mánuðum var talan 44.000, þar af 2.300 konur. Það svarar til þess að 20. hver vinnu- fær maður sé atvinnulaus Kíkisstjórnin hefur reynt að spyrna móti atvinnuleysinu með því að fá 110 milljón króna fjár- veitingu' til atvinnubóta, eink- um við vegavinnu. En þrátt fyrir þessa ráðstöfun, sem kom til framkvæmda snemma í vetur, hefur atvinnuleysið aukizt. Svo kemur misheppnuð síldar- vertíð ofaná, bæði í fyrra og nú. Og Lófót- og Finnmerkurfiski hefur einnig valdið vonbrigðum, rýr afli og stóraukinn tilkostnað- ur. Afleiðing: fjöldi útvegsmanna á flæðiskeri. Hvað vegur á móti? Ef ekki kæmi fleiri kurl til grafar I þjóðarbúskap Noregs, en þau sem nefnd hafa verið, mundu horfurnar hjá frændum vorum ekki þykja glæsilegar. En öryggi þjóðarinnar felst í því, hve r;far margþætt framleiðslan og útflutningurinn er, Þar sþilur mikið á milli okkar, sem nær eingöngu höfum feng hafsins að selja úr landi. Verzlunarflotinn hefir lö.igum verið Norðmönnum sú hjálpar- hella, sem jafnað hefur gjald- eyrishallann á vöruskipíunum. Hann hefur undanfarm ár skilað hátt á 3. milljarð króna í er- lendum gjaldeyri. Með sömu .farm gjöldum og fyrir tveim árum mundi hann geta gefið allt að einum milljarði meira. En vegna lækkandi farmgjalda var snemma ársins farið að leggja skipum upp. Það þótti tíðindum sæta um þetta leyti í fyrra, að spánýtt skip frá Knudsen skipakóngi í Haugasundi var „bundið við garðinn“ er það kom frá skipa- smíðastöðinni. Að vísu ekki nema nokkrar vikur, en fleytan var líka yfir 30.000 lestir. Annars eru það ekki nema eldri skipin, sem tekin eru úr umferð, en þó ekki svo gömul að þau geti talizt af- lóga. Því að norski flotinn er yfirleitt nýlegur. Af mótorskipa- flotanum er 76% yngri en tíu ára, af eimskipaflotanum 55%. En 85% af tankskipaflotanum er yngri en tíu ára. Norski flotinn (skip yfir 100 lestir) var 1. jan. 2757 skip, sam- tals 9.9 milljón lestir brúttó. Og þó að um 20. hluti flotans væri óvirkur þá, voru samt fleiri lest- ir á floti undir norsku flaggi, en verið höfðu næstu áramót á undan. Svo mikið hafði bætzt við af nýjúm skipum árið 1958. Eitt mesta vandamál norsku siglingafélaganna er samkeppnin frá Pan-Lib-Hon (þ. e. skipum, sem skráð eru undir flöggum Pan ama, Liberíu og Hondúras til þess að komast hjá sköttum og hjá því að fullnægja þeim kröfum. sem siðaðar þjóðir gera til kaups, við- urværis, vinnutima og öryggis skipshafna sinna). Það eru ekki hvað sízt grisku skipakóngarnir Onassis og Niarchos, sem nota sér þessa smugu, til að sigra í sam- keppninni við heiðarlegar sigl- ingaþjóðir. Vatnsorkuiðnaðurinn er orð- inn svo r.iikilsverð atvinnugrein í Noregi, að segja má að hann — sumpart í sambandi við ýms efni úr jörðu framfleyti verulegum hluta þjóðarinnar. Áburðarverk- smiðjurnar, sem kenndar eru við Rjúkan, þó þær séu ekki þar nema að jitlu leyti nú orðið, eru kunnastar í þeirri grein hér á landi, enda voru þær fyrsta stór- iðjufyrirtækið í efnaframleiðslu, sem byggði tilveru sína á ódýrri vatnsorku — og köfnunarefninu í loftinu. Það yrði of langt mál að skýra frá hinni margvíslegu notkun vatnsaflsins til efnis- vinnu, og skal því einkum getið einnar greinar slíkrar fram- leiðslu, sem svo til nýlega var farið að reka í stórum stíl, en það er alúminíumframleiðslan. Hún hefur verið rekin alllengi í smáum stíl í landareign Heyang- urs-Bjarnar í Sogni, og sést hér í eldhúsum á fjölmörgum heim- ilum. En eftir stríð hófst ríkisstjórn- in handa um byggingu nýrrar og stórrar alúminíumbræðslu, sem nefnist Árdal og Sunndal Verk, sem hefur farið smávax- andi en virðist geta haldið áfram að vaxa meðan nokkur vatnsorka fæst handa henni í grennd við iðjuverið. í dag er ársframleiðsl- an kringum 100.000 lestir af alú- miníum og söluverð hennar 350 milljón krónur. Erlendur kostn- aður við þessa framleiðslu (aðal- lega kaup og flutningur á b'auxit, sem alúminíum er unnið úr) nem- ur um 150 milljónum, svo að hreinar gjaldeyristekjur af fyrir tækinu eru 200 milljón nkr. á ári. Þykir þetta svo gott búsílag, að nú stendur til að verja 793 millj. kr. til nýrra vatnsvirkjana og vélakaupa, þannig að bræðslan geti skilað 160.000 lestum af alú- miníum á ári og telst þá svo til að hreinar gjaldeyristekjur af alú miníum verði 300 milljón n. kr. á ári, þrátt fyrir að nokkurt verð- fall hefur orðið á þessu efni. En notkun þsss fer sívaxandi. Landbúnaðurinn er minni sveiflum háður í Noregi en hér, þó vitanlega skipti sumarveðr- áttan miklu fyrir uppskerumagn- ið. En það er eins oft, að of miklir þurrkar valda tjóni og að regnið geri það. Sjaldan er líka sama veðráttan um allt land svo að þegar ofþurrkasumar er aust- anfjalls, er óþurrkasumar vest- anfjalls. Síðan norskir bændur fóru að leggja meiri stund á korn rækt en áður, er enn meira komið undir tíðarfarinu. En síðan 1949 hefur sáðland korns aukizt um 40% og telst nú vera yfir 200.000, en áætluð uppskera af því 500 þúsund lestir korns á ári, eða sem svarar kringum 125 kíló á hvern landsbúa. Til útsæðis fyrir þetta uppskerumagn þarf kring- um 40.000 lestir af sáðkorni. Áð- ur tóku bændur jafnan frá út- sæði til næsta árs, en síðan korn einkasala var lögtekin skila þeir allri uppskerunni í myllurnar og kaupa sáðkornið hjá einkasöl- unni, en það fyrirkomulag hefur ýmsa galla. T. d. er spáð góðu vori í ár og þess vegna vilja bændur síður bráðþroska sáð- korn, svo að einkasalan er » vand ræðum með að koma því út. Bygg er langsamlega mest ræktað aílra korntegunda; hefur ræktun þess aukizt um nær 240% á síðustu tíu árum, en hins vcgar hefur hveitiræktin rýrnað um 54%, rúg ræktin um 42, og hafraraektin um 20%, miðað við sáðlandsstærð. Það er vélanotkunin og vaxandi örðugleikar á að fá vinnufólk í sveitirnar, sem valdið hefur þeirri breytingu á búnaðarhátt- um, sem hér hefur verið minnzt á. Með aukinni kornrækt er líka hægt að draga úr kaupum er- lends korns. Norðmenn telja hins vegar að þeir eigi ekki að fara lengra, en vera sjálfum sér nógir með framleiðslu kjöts og mjólk- urafurða. Kjarnfóður til þeirrar framleiðslu verða þeir að miklu leyti að kaupa fyrir erlendan gjaldeyri, en áburð til kornrækt- arinnar fá þeir að mestu leyti fyrir norska peninga. Og svo er umstangið meira við húsdýra- haldið á þessum tímum fólks- leysisins. Þess vegna standa nú sum fjós tóm á ýmsum frægum kúabúsjörðum, en akrarnir hafa margfaldazt. Mjólkurafurðir og kjöt hafa hækkað í framleiðsluverði síðustu árin, jöfnum skrefum við hækk- andi kaup. Bændur kvarta sáran undan afkomu sinni, en þo held ég að þeir séu einna bezt settir allra stétta í norsku þjóðfélagi, til jafnaðar. Þeir, sem versí eru settir, eru tvímælalaust fiski. mennirnir, sem ráða sig upp á hlut. Einstöku sinnum hreppa þeir eina af feitu kúnum hans Faraós, en oftar held ég að þeir komi úr verinu með einhverja vinsældir í vetur. Um 16.000 leikhúsgestir hafa séð þessa bráð- skemmtilegu óperu. Næsta sýning verður nk. laugardag og er það 28. sýningin á „Rakaranum“. — Myndin er af Kristni Halls- syni og Jóni Sigurbjörnssyni í hlutverkum sínum í óperunni. af þeim grindhoruðu. Þeir lifa í sífelldri óvissu. „Rauða strikið". Yfirleitt má segja að góður vinnufriður hafi haldizt í Noregi sl. ár. Þó urðu ekki verulegar breytingar á kaupgjaldi, þó að vöruverð færi yfirleitt hækkandi. í haust var fyrirsjáanlegt að vísi talan mundi fara upp úr 166 stig- um, eða því sem kallað er „rauða strikið“, en af því hefði leitt endurskoðun allra kjarasamn- inga. Til þess að afstýra þessu var skipuð stór nefnd atvinnu- rekenda og -seljenda, en þó minna gagn yrði að henni en stjórnin mun hafa gert sér von um, er ekki að efa að dálítið hefur unnizt í baráttunni gegn verðbólgunni. En til þess að forð- ast „rauða strikið" varð stjórnin samt að biðja um aukafjárveit- ingu hjá Stórþinginu til þess að greiða niður verð á nauðsynjum, og mun sú leið verða farin þetta ár á enda, að greiða niður mjólk, ost, smjör o. fl. Þegar þetta er skrifað er vísitalan 164 stig. -----Eins og sjá má af framan- sögðu eiga Norðmenn í baráttu við taprekstur sumra atvinnu- vega, við vaxandi samkeppni á heimsmarkaðnum, við verðbólg- una og — við atvinnuleysið. Síð- an norska þjóðin fór á ný að ráða sér sjálf eftir hernámsárin 1940 — 45, hefur ráðamönnum hennar tekizt að verjast atvinnuleysinu, en nú fyrst hefur það orðið eitt af mestu vandamaiunum. Sami flokkurinn hefur ráðið í Noregi síðan stríðinu lauk. And- stöðuflokkarnir saka stjórnir þeirra Gerhardsens og Torps um óviturlega efnahagspólitík og halda því fram að alls konar höft og ofstjórn — „statsdiri- gering“ — hafi tafið eðlilega efna hagsþróun þjóðarinnar. Þetta getur vel verið, en hins vegar er ekki hægt að sanna það, því að andstæðingarnir hafa ekki haft tækifæri til að sýna kenningar sínar í framkvæmd. En svo mikið er víst, að fleirum en stjórnarandstæðingum leiðast sum þau afskipti, sem hið opin- bera og allar nefndirnar hafa af daglegu starfi þjóðarinnar. Skúli Skúlason. Magnús Thorlacius hæstarcttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-18-75. EGGERT CI.AESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórfhamn við Tempiarasund Iðnrekendur — kaupmenn Maður með bókhaldsþekkingu og reynslu í inn- flutningsverzlun vill taka að sér aukastarf við bók- hald eða bréfaskriftir. Tilboð merkt: „Hagkvæmt — 5817“ sendist afgr. Mbl. Byggingarlóð á Seltjarnarnesi óskast til kaups. Til- boð, er tilgreini verð og stærð, sendist í pósthólf 1294.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.